Morgunblaðið - 23.01.2014, Síða 71
MENNING 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014
Þau Valérie (Valérie Bonne-ton) og Alain (Dany Boon),fráskilin hjón, eru á leiðfrá Frakklandi til Korfú í
Grikklandi til að vera viðstödd brúð-
kaup dóttur sinnar Cécile (Bér-
angère McNeese) þegar gos í Eyja-
fjallajökli grípur inn í atburðarásina,
því flugvélin sem þau eru í neyðist
til að lenda í Þýskalandi. Eyjafjalla-
jökull er þó ekki aðalvandamálið,
heldur það að þau Valérie og Alain
skildu í svo illu að þau hata hvort
annað eins og pestina. Örlögin haga
því þó svo að þau ferðast saman til
Korfú með ýmsum farartækjum,
nauðug viljug, og gengur á ýmsu,
enda reyna þau að bregða fæti hvort
fyrir annað eftir því sem færi gefst.
Dany Boon er afbragðsgaman-
leikari, en persónan Alain býður
ekki upp á mikil tilþrif; óttalegur
kjáni, velviljaður og góðhjartaður.
Þegar hann reynir að klekkja á eig-
inkonu sinni fyrrverandi, sem hann
gerir oftar en einu sinni, er það eig-
inlega á skjön við persónuna – mað-
ur trúir því ekki að slíkur og þvílíkur
lúði geti verið svo slægur. Meira er
aftur á móti spunnið í persónuna Va-
lérie og Valérie Bonneton nær að
gæða hana meira lífi, túlka hana
sem kaldlynda töfrandi tæfu sem
áhorfandi fær nánast óbeit á fyrstu
mínútu myndarinnar, þó að hún
komi öðru hvoru á óvart með mann-
gæsku og skynsemi síðar í mynd-
inni.
Helsti galli á myndinni er reyndar
sá hve þau Alain og Valérie eru
ósamstæð, maður trúir því varla að
þau hafi getað náð svo saman að
geta barn, að eins klár kona og Va-
lérie skuli hafa fallið fyrir aulanum
Alain, en annað eins hefur nú gerst.
Aðrir leikarar eru nánast statistar
utan einn, Denis Ménochet, sem á
stjörnuleik sem afturbata-
fjöldamorðinginn Ezéchiel þann
stutta tíma sem leiðir hans og þeirra
Valérie og Alain liggja saman. Á
þeim kafla verður gamanið grárra
og skemmtilegra fyrir vikið.
Eyjafjallajökull er hæfilega
skemmtilegur hrakfallabálkur
kryddaður með svörtum húmor. Víst
er myndin fyrirsjáanleg en prýðileg
dægrastytting þó.
Hrakfallabálkur Það gengur á ýmsu á leið þeirra Valérie og Alain til Korfú.
Valérie Bonneton og Dany Boon í hlutverkum sínum í Eyjafjallajökli.
Hæfilega skemmtilegur
hrakfallabálkur
Háskólabíó
Eyjafjallajökull bbbnn
Leikstjórn og handrit Alexandre Coffre.
Aðalhlutverk Valérie Bonneton, Dany
Boon og Denis Ménochet. Gamanmynd.
92 mínútur. Frakkland 2013.
ÁRNI MATTHÍASSON
KVIKMYNDIR
Ljósmyndasafn Reykjavíkur er í breska dagblaðinu
The Guardian valið eitt af tíu bestu söfnum Evrópu þar
sem aðgangur er ókeypis. Í umfjölluninni er safneignin
sögð áhrifamikil, með um fimm milljónir ljósmynda og
þær elstu frá um 1870. Þá séu einnig í eigu safnsins
verk eftir skapandi íslenska samtímaljósmyndara.
Í safninu, sem María Karen Sigurðardóttir stýrir,
hafa verið settar upp áhrifaríkar sýningar með kunn-
um íslenskum sem erlendum ljósmyndurum.
Á listanum eru rómuð söfn á borð við Prado í Madr-
íd, Þjóðminjasafn Dana, Fagurlistasafnið í Nice, safnið
um Berlínarmúrinn og Musée d’Art Moderne í Paris.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
valið eitt af 10 bestu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vinsældir María Karen og Viggo Mortensen ræða við gesti
á opnun sýningar listamannsins í Ljósmyndasafninu.
Kristín Reynisdóttir opnar í dag 17. einkasýningu sína,
sem nefnist Víddir, í Týsgalleríi að Týsgötu 3. Sam-
kvæmt upplýsingum frá sýningarhaldara fjallar sýn-
ingin Víddir um tabú og manngerða múra bæði huglæga
og efnislega. Sýningin er byggð á viðtölum sem Kristín
átti við einstaklinga sem bjuggu í Austur-Berlín fyrir
fall múrsins, en viðtölin voru tekin sumarið 2013. Verkin
á sýningunni eru „abstrakt portrett unnin út frá frá-
sögnum og lýsingum þessa fólks af lífi og reynslu þess af
því að búa innan múrsins, og síðan upplifun þess af hruni
múrsins. Líkamlegar og andlegar víddir eru skoðaðar,
fallið og lífið í dag, hvernig við samsömum okkur með
umbreytingum pólitískum og fjárhagslegum,“ segir í tilkynningu.
Kristín útskrifaðist úr MHÍ1987 og var í framhaldsnámi í Düsseldorf.
Víddir opnaðar í Týsgalleríi í dag
Kristín
Reynisdóttir
Skeifunni 8 | Kringlunni | sími 588 0640 | casa.is
frábærar útskriftargjafir
Bjórglös 2.990 kr. stk.
HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Fim 23/1 kl. 19:30 63.sýn Fös 31/1 kl. 19:30 69.sýn Fim 13/2 kl. 19:30 72.sýn.
Lau 25/1 kl. 19:30 aukas. Fim 6/2 kl. 19:30 70.sýn. Fös 14/2 kl. 19:30 73.sýn
Fim 30/1 kl. 19:30 65.sýn Fös 7/2 kl. 19:30 71.sýn. Sun 23/2 kl. 19:30 74.sýn
Veilsa aldarinnar - leikrit ársins 2013.
ÓVITAR (Stóra sviðið)
Sun 26/1 kl. 13:00 27.sýn Sun 9/2 kl. 13:00 29.sýn
Sun 2/2 kl. 13:00 28.sýn Sun 16/2 kl. 13:00 30.sýn
Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum!
Þingkonurnar (Stóra sviðið)
Fös 24/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 8/2 kl. 19:30 12.sýn
Lau 1/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 15/2 kl. 19:30 13.sýn
Jólafrumsýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedikts Erlingssonar.
Pollock? (Kassinn)
Fös 31/1 kl. 19:30 32.sýn Lau 8/2 kl. 19:30 34.sýn
Lau 1/2 kl. 19:30 33.sýn Lau 15/2 kl. 19:30 35.sýn
Skemmtilegt leikrit með framúrskarandi leikurum. Síðustu sýningar.
Karíus og Baktus (Kúlan)
Sun 26/1 kl. 16:00 Sun 9/2 kl. 16:00
Sun 2/2 kl. 16:00 Sun 16/2 kl. 16:00
Karíus og Baktus bregða á leik.
Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 23/1 kl. 20:00 6.sýn Lau 25/1 kl. 22:30 Aukas. Fim 6/2 kl. 20:00 12.sýn
Fös 24/1 kl. 20:00 7.sýn Fim 30/1 kl. 20:00 9.sýn Fös 7/2 kl. 20:00 13.sýn
Fös 24/1 kl. 22:30 Aukas. Fös 31/1 kl. 20:00 10.sýn Fös 7/2 kl. 22:30 14.sýn
Lau 25/1 kl. 20:00 8.sýn Fös 31/1 kl. 22:30 11.sýn Lau 8/2 kl. 20:00 15.sýn
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Óraunveruleikir (Kassinn)
Lau 25/1 kl. 20:00 Sun 26/1 kl. 20:00
To the bone - Inn að beini (Kassinn)
Fös 24/1 kl. 19:30
Aukasýning
Mary Poppins „Stórfengleg upplifun“ – EB, Fbl
Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Fös 24/1 kl. 19:00 Lau 1/2 kl. 13:00 aukas Fös 7/2 kl. 19:00 aukas
Lau 25/1 kl. 13:00 Sun 2/2 kl. 13:00 aukas Lau 8/2 kl. 13:00 aukas
Sun 26/1 kl. 13:00 Mið 5/2 kl. 19:00 aukas Sun 9/2 kl. 13:00 lokas
Fim 30/1 kl. 19:00 Fim 6/2 kl. 19:00 aukas
Súperkallifragilistikexpíallídósum! Síðustu sýningar!
Jeppi á Fjalli (Gamla bíó í janúar, Hof í febrúar)
Lau 25/1 kl. 20:00 Lau 1/2 kl. 20:00 í Hofi
Sun 26/1 kl. 20:00 Sun 2/2 kl. 20:00 í Hofi
Sýnt í Gamla bíói í Janúar. Tvær sýningar í Hofi á Akureyri í Febrúar.
Hamlet (Stóra sviðið)
Fim 23/1 kl. 20:00 6.k. Sun 2/2 kl. 20:00 Fös 21/2 kl. 20:00
Lau 25/1 kl. 20:00 aukas Sun 9/2 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00
Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Fös 14/2 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00
Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Lau 15/2 kl. 20:00
Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýjir tímar, nýr Hamlet.
Óskasteinar (Nýja sviðið)
Fös 31/1 kl. 20:00 frums Lau 15/2 kl. 20:00 8.k Fim 27/2 kl. 20:00 aukas
Lau 1/2 kl. 20:00 2.k Sun 16/2 kl. 20:00 9.k Fös 28/2 kl. 20:00 16.k
Sun 2/2 kl. 20:00 3.k Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Lau 1/3 kl. 20:00
Þri 4/2 kl. 20:00 4.k Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k
Lau 8/2 kl. 20:00 aukas Fim 20/2 kl. 20:00 aukas Þri 4/3 kl. 20:00 18.k
Sun 9/2 kl. 20:00 5.k Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Mið 5/3 kl. 20:00 19.k
Þri 11/2 kl. 20:00 6.k Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Lau 8/3 kl. 20:00 20.k
Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Sun 9/3 kl. 20:00 21.k
Fim 13/2 kl. 20:00 7.k Þri 25/2 kl. 20:00 15.k
Fös 14/2 kl. 20:00 aukas Mið 26/2 kl. 20:00 aukas
Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla
Bláskjár (Litla sviðið)
Lau 8/2 kl. 20:00 frums Fim 13/2 kl. 20:00 3.k Fim 20/2 kl. 20:00 5.k
Mið 12/2 kl. 20:00 2.k Sun 16/2 kl. 20:00 4.k Sun 23/2 kl. 20:00 6.k
Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson
Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið)
Mið 12/2 kl. 10:00 Fim 13/2 kl. 13:00 Þri 18/2 kl. 11:30
Mið 12/2 kl. 11:30 Mán 17/2 kl. 10:00 Sun 23/2 kl. 20:00
Mið 12/2 kl. 13:00 Mán 17/2 kl. 11:30 Sun 30/3 kl. 20:00
Fim 13/2 kl. 10:00 Mán 17/2 kl. 13:00
Fim 13/2 kl. 11:30 Þri 18/2 kl. 10:00
Fræðandi uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í
Jeppi á Fjalli – lýkur í
janúar