Morgunblaðið - 23.01.2014, Síða 76

Morgunblaðið - 23.01.2014, Síða 76
Ef Guðjón Val- ur Sigurðsson landsliðsfyr- irliði gengur til liðs við Barcelona í sumar eins og fullyrt hefur verið í spænskum fjölmiðlum verður hann síðasta púsl- ið í hreint ótrúlegt hand- boltalið. Eina staðan þar sem Barcelona getur mögulega bætt sig er einmitt vinstra hornið en þar fyrir utan er liðið skipað mörgum af snjöllustu handboltamönnum heims. »4 Guðjón síðasta púslið í ótrú- legt hand- boltalið? Snæfell náði sex stiga for- ystu og Njarðvík vann Keflavík Snæfell náði í gærkvöld sex stiga forystu í Dom- inos-deild kvenna í körfu- knattleik með naumum sigri á KR í Stykkishólmi, 67:65. Á meðan töpuðu skæðustu keppinautarnir á heimavelli því Haukar steinlágu fyrir Valskonum í Hafnarfirði og í Suð- urnesjaslagnum urðu heldur betur óvænt úrslit þegar Njarðvíkingar, sem sitja á botninum, lögðu Keflvíkinga með sjö stiga mun. Grindavík tapaði fyr- ir Hamri á heimavelli og fallbaráttan er nú orðin geysilega hörð þar sem aðeins tveimur stigum munar á Njarðvík og Grindavík. »3 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 23. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Aron í bandarískar sögubækur 2. Við það tók líf hans skarpa dýfu 3. Borgarstjórinn fullur og blótandi 4. Væri búinn að pakka niður »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Víkingur Heiðar Ólafsson píanó- leikari er upptekinn þessa dagana. Hann leikur fyrsta píanókonsert Brahms með Sinfóníuhljómsveitinni í Hörpu í kvöld og annað kvöld og í næstu viku kemur hann fram með hinum heimsþekkta Philip Glass í Hörpu og Gautaborg. Víkingur leikur á þeim tónleikum sex af 20 etýðum tónskáldsins á móti Glass og Maki Namekawa sem leika sjö etýður hvort fyrir sig. Þá hefur hann undanfarna mánuði verið að æfa mörg þekktustu píanó- verk Johanns Sebastians Bach. „Já, ég hef verið að læra allar stóru hljóm- borðssvíturnar og Goldberg- tilbrigðin eftir Bach,“ segir hann og hyggst leika tilbrigðin, sem eru í uppáhaldi hjá mörgum tónlistarunn- endum, bæði hér á landi og erlendis. Þá muni tónleikagestir fá að heyra svíturnar smám saman. Morgunblaðið/Kristinn Víkingur Heiðar æfir Goldberg-tilbrigðin  Myndlistartvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson slær ekki slöku við og sýnir verk sín víða um lönd. Í dag verð- ur opnuð í MuseumsQuartier í Vínar- borg sýningin „Places of Transition“ með verkum þeirra og átta annarra listamanna. Ólafur og Libia voru fulltrúar Ís- lands á Feneyjatvíær- ingnum fyrir þrem- ur árum og hefur þeim nú verið boðið að sýna á 19. tvíæringnum í Sydney í Ástr- alíu síðar á árinu. Libia Castro og Ólaf- ur Ólafsson sýna í Vín Á föstudag Suðaustanátt, víða 13-18 m/s. Snjókoma N-til á land- inu í fyrstu, annars rigning eða slydda. Minnkandi sunnanátt. Á laugardag Sunnan 5-10 og þurrt N-lands, en gengur í suðvestan 13-18 með slyddu eða rigningu á S-verðu landinu. Hiti 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan 8-13, slydda eða snjókoma í fyrstu og síðan él. Hægari vindur og úrkomulítið A-til á landinu. Kólnandi. VEÐURÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Stemningin á leikjum Leeds klikkar aldrei,“ segir Ársæll Óskar Stein- móðsson, formaður Stuðnings- mannaklúbbs Leeds United á Íslandi og einn af stofnfélögum klúbbsins, en framundan er ferð á leik Leeds og Huddersfield í B-deild ensku knatt- spyrnunnar á Elland Road 1. febrúar næstkomandi. Þó Leeds United sé ekki í sviðsljós- inu um þessar mundir láta stuðnings- menn liðsins engan bilbug á sér finna enda sannfærðir um að frægðarsólin eigi eftir að skína á ný. Í stuðnings- mannaklúbbnum eru um 550 skráðir félagar, að sögn Ársæls, og þar af um 260 til 270 sem greiða árgjald. „Það telst mjög gott miðað við stöðu liðs- ins,“ segir Ársæll. Stuðningsmannaklúbbur Leeds á Íslandi var stofnaður í nóvember 1997 og voru Jón Örvar Arason og Gísli Hlynur Jóhannsson helstu frumkvöðlarnir. Ársæll segir að fé- lagar komi frá öllum landshornum og áberandi sé hvað margir séu frá Húsavík, Siglufirði og Neskaupstað. Í því sambandi nefnir hann að Hafliði Jósteinsson á Húsavík hafi verið stuðningsmaður Leeds á Íslandi númer eitt í yfir 50 ár. „Hann hefur alla tíð verið grjótharður og fór í fyrsta sinn með okkur til Leeds fyrir þremur árum, þegar hann hélt upp á sjötugsafmælið sitt. Þá fór 53 manna hópur á leik Leeds og Coventry.“ Sameiningartákn Þegar sýnt er beint frá leikjum Leeds í sjónvarpi mæta félagsmenn stuðningsmannaklúbbsins í Ölver, Sportbarinn í Glæsibæ, og þar er að- alfundurinn haldinn árlega. Klúbb- urinn heldur úti heimasíðu, leeds.is, og reynir að standa fyrir ferð til Leeds árlega auk þess sem golfmót er haldið á hverju ári og stundum árshátíð. „Leeds er mjög skemmtileg borg að heimsækja, falleg borg og flottur miðbær,“ segir Ársæll. „Það tekur ekki nema klukkutíma með lest frá flugvellinum í Manchester og það er tilvalið að skreppa til Leeds í helg- arferð og taka leik í leiðinni.“ Á sjöunda og áttunda áratug lið- innar aldar var Leeds United með eitt besta lið Englands undir stjórn Dons Revie. Þá var reglulega sýnt frá leikjum liðsins í sjónvarpi en minna hefur verið um beinar útsendingar frá leikjum Leeds undanfarin ár. Ár- sæll minnir samt á að nýlega hafi þrír leikir verið sýndir á stuttum tíma en því miður hafi það allt verið tapleikir. Það dragi samt ekki úr krafti félaga í stuðningsmannaklúbbnum. „Ég hef séð Leeds spila í þremur deildum og það hefur alltaf verið mikil stemning. 2009 fórum við til dæmis með 30 manna hóp á leik Leeds og Huddersfield í C-deild eða 3. deild og þá voru 32.000 manns á vellinum. Stemningin var eins og á leik í úrvalsdeild.“ Bjartsýnir stuðningsmenn Leeds  Eru sannfærðir um að risinn láti að sér kveða í ensku úrvalsdeildinni á ný Morgunblaðið/Golli Aðalfundur Nokkrir félagar í Stuðningsmannaklúbbi Leeds United á Ölveri. Ársæll Óskar Steinmóðsson, formaður, lengst vinstri. Ársæll Steinmóðsson segir að stuðningsmenn Leeds séu sann- færðir um að risinn eigi eftir að láta að sér kveða í úrvalsdeild á ný. „Þegar liðið kemur aftur upp í úrvalsdeild fjölgar í klúbbnum hjá okkur, menn koma út úr öll- um skúmaskotum, því stuðn- ingsmennirnir leynast víða,“ segir hann. Formaðurinn bætir við að þó að stuðningsmennirnir komi úr öllum áttum og fylgi ýmsum liðum á Íslandi samein- ist þeir um Leeds. „Það eru auðvitað létt skot á milli manna en við erum allir vinir og lífið heldur áfram. Þetta er bara fótbolti, eitt af áhugamálum okkar.“ Stuðningur í öllum hornum LEEDS UNITED

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.