Morgunblaðið - 07.02.2014, Síða 2

Morgunblaðið - 07.02.2014, Síða 2
„Skemmtilegasti tíminn var þegar börnin voru ung og við vorum á miðjum aldri. Þá voru allir sam- an,“ segir Aðalheiður Thorlacius, sem fagnaði hundrað ára afmæli sínu í gær. Hún er ekki með svör á reiðum höndum um hvers vegna hún hafi náð jafnháum aldri og raun ber vitni en segist alla tíð hafa verið heilsuhraust. „Aldurinn leggst vel í mig. Ég lifi sama lífi og ég hef gert; í ró- legheitum og í góðum fé- lagsskap,“ segir Aðalheiður. Hún hefur haldið góðri heilsu en verið blind síðustu ár. Í liðinni viku varð hún fyrir því óláni að hand- leggsbrotna, annars hefur hún verið vel rólfær. Hún hlustar mik- ið á útvarp, fylgist vel með frétt- um og veit upp á hár hvar fjöl- skyldumeðlimirnir eru niðurkomnir á hnettinum. Hljóð- bækur eru í uppáhaldi og getur hún ekki tilgreint neinn tiltekinn rithöfund sem hún kunni best við því þeir séu margir góðir. Að- alheiður býr á hjúkrunarheimilinu Eir og líkar vel. Í tilefni dagsins söng Sigríður Thorlacius söngkona fyrir heim- ilisfólk Eirar við góðar und- irtektir viðstaddra. Hún er í fjöl- skyldu afmælisbarnsins. Eldri systirin mætti í hófið Systir Aðalheiðar, Guðrún, 102 ára, heilsaði upp á systur sína í til- efni dagsins. Hún verður 103 ára í júní. Þær tvær eru eftirlifandi af fimm systkina hópi. Systir þeirra, Elín Jónsdóttir, náði 93 ára aldri en hún lést árið 2003. Aðalheiður var gift Kristjáni Fagnaði árun- um 100 undir söng Sigríðar  Börnin og góður félagsskapur gefa lífinu gildi  Á 102 ára systur á lífi Morgunblaðið/Þórður Aldarafmæli Aðalheiður Thorlacius 100 ára var mjög ánægð með afmælissöng Sigríðar Thorlacius. 202 ára Systurnar Guðrún Jónsdóttir, sem er 102 ára, og Aðalheiður Thorlacius ræða saman í 100 ára afmælisveislu Aðalheiðar í gær. Thorlacius, formanni BSRB, en hann lést árið 1999, 81 árs að aldri. Saman áttu þau Gylfa og Sigríði Thorlacius. Samtals á hún sjö barnabörn. Þess má geta að svilkona Að- alheiðar, Áslaug Thorlacius, er einnig 102 ára, en hún er búsett á Grund. Aðalheiður fluttist til Reykja- víkur árið 1916 með foreldrum sínum, þeim Jóni Eiríkssyni, stein- smið og múrarameistara, og Kristínu Jónsdóttur. thorunn@mbl.is Aðalheiður Thorlacius hefur alla tíð verið heilsuhraust og aldurinn leggst vel í hana 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Setið var í nánast hverju sæti á sameiginlegum kjarafundi Banda- lags háskólamanna, BHM, sem haldinn var í Háskólabíói í gær. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, var mjög ánægð með mæt- inguna en auk þeirra sem mættu í Háskólabíó voru margir sem fylgd- ust með fundinum í gegnum streymi á netinu. „Það var mjög góð stemning á fundinum,“ segir Guðlaug. Hún segir að fundurinn hafi einkum verið til kynningar fyrir fé- lagsmenn. „Ég fór yfir stöðuna í kjaramálum okkar fólks og áhersl- urnar sem við erum að leggja fyrir okkar viðsemjendur og röksemd- irnar sem eru þar á bak við.“ Að því loknu var sérstök ályktun fundarins samþykkt. Í henni var lýst yfir fullum stuðningi við áherslur samninganefnda BHM í yfirstandandi kjaraviðræðum. Segir í ályktuninni að fundurinn hvetji viðsemjendur til þess að virða og meta menntun og leið- rétta þá rýrnun sem orðið hafi á kjörum háskólamenntaðra undan- farin ár. „Fundurinn beinir því til stjórn- valda að setja þekkingu í forgang á íslenskum vinnumarkaði, leið- rétta laun félagsmanna BHM og þannig stuðla að hagsæld til fram- tíðar,“ segir í lok ályktunarinnar. Einn dagur tekinn í einu Guðlaug segir að verið sé að skoða næstu skref í kjaramálum félagsins. „Við erum að skoða ákveðna þætti gagnvart hverjum og einum viðsemjanda fyrir sig. Við erum að fara fram á afgerandi launaleiðréttingar og leita leiða í þeim lausnum.“ Þriggja manna viðræðunefnd BHM mun funda með fulltrúm rík- isins í dag, en nefndin lagði fram skriflegar kröfur á síðasta fundi sínum. „Við eigum því von á að fá svar við þeim, þannig að við tökum bara fyrir einn dag í einu og met- um framganginn,“ segir Guðlaug. Hún bætir við að á þessu stigi sé umræða um verkföll stutt komin hjá BHM, og að það sé ekki mark- mið félagsins. „Það þarf alltaf að hafa verkfall í huga þegar farið er í samninga, en við erum vongóð um að það verði vel tekið á móti okkur, og svo metum við það þegar fram líður,“ segir Guðlaug að lokum.  Fullt hús á sameiginlegum kjarafundi BHM  Lýst yfir fullum stuðningi við áherslur samninga- nefnda BHM í yfirstandandi kjaraviðræðum  Vonast eftir svari við kröfum sínum frá ríkinu í dag Vilja fá afgerandi leiðréttingar Morgunblaðið/RAX Þéttsetið í Háskólabíói Fjölmargir mættu á kjarafundi BHM í gær. Einnig fylgdust margir með framvindu mála í gegnum streymi á netinu. Framhaldsskólanemar fjölmenntu í gær á Austurvöll til þess að sýna samstöðu sína með kennurum sínum í kjaradeilu þeirra við ríkið. Mættu margir þeirra með skilti og mátti lesa á þeim slagorð á borð við „Kenn- arastarf er ekki sjálfboðastarf“ og „Stuðning við grunninn – Stundin er upprunnin“. Höfðu einhverjir með sér sneriltrommur og slógu takt á þær, auk þess sem um fimmtán manns fluttu ræður. Laufey María Jóhannsdóttir, for- maður Sambands íslenskra fram- haldsskólanema, sem stóð fyrir fundinum sagði stjórn félagsins vera í skýjunum yfir því hversu margir hefðu komið til mótmælanna, en hún áætlaði að um 500 manns hefðu verið þar. „Það var mikil samstaða í hópn- um, og þetta er okkur greinilega hjartans mál,“ segir Laufey María. Í samtali við fréttavefinn mbl.is sögðu nemendur á Austurvelli að þeir væru komnir til þess að sýna að þeim stæði ekki á sama um kjör kennaranna sinna, þar sem það myndi koma illa við nemendur ekki síður en kennara ef það kæmi til verkfalls. Þá ættu kennarar skilið að fá laun við hæfi, en eins og stæði væru þau ekki nógu há. sgs@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Samstöðufundur Nemendur fjölmenntu á Austurvöll til þess að sýna samstöðu með kennurum sínum. Kennarastarfið ekki sjálfboðavinna  Nemendur mótmæltu á Austurvelli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.