Morgunblaðið - 07.02.2014, Page 11

Morgunblaðið - 07.02.2014, Page 11
Morgunblaðið/Eggert Stelpurnar Þær Alexía Björg Jóhannesdóttir, María Pálsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir bregða sér í hlutverk þriggja pilta sem eru ósköp meinlausir en dálítið ólukkulegir. Þeir ætla að fræða unglinga um kynlíf í þetta skiptið. Reykjavík á þessa sýningu,“ segir Sólveig. Þó svo að þeim hafi verið sagt að menntskælingar væru of gamlir segir Sólveig að sýningin eigi erindi við alla, þó helst ekki þá sem eru yngri en fjórtán ára. Vel meinandi gaurar Pörupiltar eru menn á milli 28 og 42 ára, þroski þeirra þó meira á borð við átján ára drengi. „Þeir eru vel meinandi en svo- lítið ólukkulegar týpur. Forsagan er sú að þeir eru á atvinnuleysisbótum en nú hafi átt að taka þá af bótum nema þeir færu í eitthvert sam- félagsverkefni. Annaðhvort að vinna með öldruðum eða unglingum,“ út- skýrir Sólveig. Þeir fengu þá hug- myndina að vera með uppistand um það sem einna helst brennur á ung- lingum og þess vegna er kynlíf til umræðu í uppistandinu. Ekkert „dónalegt“ Þó svo að umfjöllunarefnið sé vandmeðfarið segir Sólveig að Pörupiltar fari ekki út í neinn dóna- skap. „Fólk getur hlegið að þeim en auðvitað erum við líka að reyna að fræða og pælingin er sú að for- eldrar geti komið með unglinginn sinn því fólk getur hlegið að þessu saman og brotið ísinn í umræðunni um kynlíf og kynfræðslu. Eða þá í skólanum á milli kennara og nem- enda. Við erum ekkert að reyna að sjokkera eða neitt svoleiðis. Þetta er aðallega bara fyndið,“ segir Sól- veig Guðmundsdóttir um þetta óvenjulega en áhugaverða verkefni sem skólarnir í höfuðborginni munu eflaust sem flestir sækja. Nánari upplýsingar er að finna á vef Borg- arleikhússins: www.borgarleikhus- id.is. „Fólk getur hlegið að þessu saman og brotið ísinn í umræðunni um kynlíf og kynfræðslu.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 Otrivin Comp, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 0,5 mg/ml og ipatrópíumbrómíð. Ábendingar: Einkenni nefstíflu (þrútinnar nefslímhúðar) og nefrennslis af völdum kvefs. Skammtar og lyfjagjöf fyrir fullorðna eldri en 18 ára: 1 úðaskammtur í hvora nös eftir þörfum, að hámarki þrisvar á sólarhring. Að minnsta kosti 6 klukkustundir skulu líða milli tveggja skammta, draga skal úr skömmtum þegar einkenni lagast. Ekki má nota Otrivin Comp lengur en 7 daga þar sem langvarandi notkun xýlómetazólínhýdróklóríðs getur leitt til bólgu í nefslímhúð og aukinnar slímmyndunar. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ofnæmi fyrir atrópíni eða svipuðum efnum (t.d. hýoscýamín eða skópólamín), ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn, ef þú ert með nefþurrk vegna slímhúðarbólgu eða ert með gláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, hjarta- eða æðasjúkdóm, skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, erfiðleika við þvaglát (stækkaðan blöðruhálskirtil), æxli í nýrnahettum, ef þú færð oft blóðnasir (t.d. aldraðir), ert með þarmalömun, slímseigjusjúkdóm, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Nýtt lyf sem verkar bæði gegn nefstíflu og nefrennsli Andaðu með nefinu Nýtt! Á Austurlandi er alltaf nóg að gera fyrir unga fólkið, til dæmis stendur Tónlistarklúbbur Sláturhússins fyrir svokölluðum Blöndungi núna næsta mánudag, 10. febrúar, í Frystiklef- anum á Egilsstöðum, en hann er í Menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Á Blöndungnum getur hver sem er mætt með hljóðfæri og sjálft sig, sungið og eða spilað tónlist, nú eða segja sögu, það er líka vel þegið. Þetta er því það sem kallað er opinn míkrófónn og hljóðkerfi er á staðn- um. Gullið tækifæri til að æfa sig að koma fram. Frítt inn og ekkert aldurs- takmark, en útivistareglur gilda. Opinn míkrófónn í Frystiklefanum á Egilsstöðum Mætið með hljóðfæri eða sögu Ljósmynd/Andrew Bayda - Fotolia Míkrófónn Margir þrá að syngja. Það er sannarlega ekki sjálf-gefið að sjá nokkuð yf-irleitt. Í það minnsta er égákaflega þakklát fyrir að hafa sjónina í þokkalegu lagi. Hún hefur sannarlega ekki alltaf verið í lagi. Fyrir rúmum þrettán árum fór ég í „viðgerð“ ef svo má að orði kom- ast. Þá var maður orðinn býsna nær- sýnn með mínus níu, sem væri auð- vitað frábært ef tíu væri það besta, eins og í skólanum. Það var alls ekki þannig, heldur var þetta afleitt og versnaði sífellt frá sex ára aldri. Þess vegna þótti mér frábær hug- mynd að fara í leysiaðgerð á augum. Það var sannarlega góð hugmynd þó hún hafi ekki verið tímabær því sjón- in þarf helst að hafa verið stöðug í einhvern tíma áður en ráðist er í slík- ar aðgerðir. Fjöldi fólks hefur farið í leysiað- gerð síðan þá og auðvitað er það bylt- ing fyrir hvern og einn að „fá sjón- ina“. Það er alveg hreint magnað! Tækninni hefur eflaust fleygt fram frá því þeir fyrstu fóru í leysiaðgerðir hér á landi. Kannski er hlegið að okk- ur, fífldjarfa fólkinu sem fór í aðgerð í árdaga tækninnar á litla landinu bláa. Þegar undirrituð fékk sjónina á því herrans ári 2000 kom ég heim eftir að- gerðina og stóð við gluggann á fjórðu hæðinni við Skóla- vörðustíginn og las bíl- númer. Og gat ekki hamið hlátur- inn! Þetta var nú með því al- fyndnasta sem ég hafði upp- lifað í háa herrans tíð: Að geta verið gleraugnalaus uppi á fjórðu hæðinni og lesið af númeraplötum. Svo kárnaði nú gam- anið um ári seinna en þessi gleði er mér enn í fersku minni. Svo lánsöm er ég að mér hefur tekist að endurupplifa gleðina nánast samfleytt í svona tólf ár, á hverjum degi. Þannig var það nefnilega að sjóninni fór að hraka rétt um ári eftir aðgerðina og ekki möguleiki á að fara í slíka aðgerð aft- ur. Fyrst skaust sjónin niður í mínus einn. Það er nú ekkert til að tala um! Nú er hún svona mínus fjórir og enn er það ekkert til að tala um því það er algjört lúxusvandamál í samanburði við mínus níu. Eiginlega er þetta bara geggjað. Ég finn gleraugun sjálf á morgnana þegar ég vakna. Get greint útlínur allra hluta í fimm metra radíus gleraugnalaus og fæ sjónina aftur, svo að segja, á hverjum einasta degi þegar ég set í mig lins- urnar. Það er alveg frábært, þó ég standi ekki við gluggann í dag og lesi bílnúmer. Það er kannski ekki tilefni til þess eins og þarna um árið. Síðasti linsupakkinn sem keyptur var árið 2000 reyndist ekki sá síð- asti þegar allt kom til alls en það er aukaatriði í hinu stóra samhengi. Það er nefnilega svo und- ursamlegt að sjá. Svo mikið er víst að sæi ég ekki baun væri ég ekki að vinna hér við að skrifa og þaðan af síður gæti ég tekið ljósmyndir, eins og ég geri svo gjarnan. Það er eitthvað svo dásam- lega súrt en jafnframt sætt við það að setja í sig lins- urnar og fá sjónina á hverj- um degi. »Ég stóð tímunumsaman við gluggann á fjórðu hæðinni við Skólavörðustíginn og las bílnúmer. Heimur Malínar Brand Malín Brand malin@mbl.is Á morgun, laugardag, kl. 18:30-20:00 verður á Vetrarhátíð kraftmikil og lif- andi tískusýning í Molanum Ung- mennahúsi, Hábraut 2 í Kópavogi, en þar ætla Særós Mist fatafrömuður og Rósa Rún danshöfundur að slá sam- an kröftum sínum í atriði sem tengir saman listformin fatahönnun og dans. Frumsýnd verður nýjasta fatalínan frá Særós Mist, Collection Ladies, sem samanstendur af fimmtán kven- klæðum. Innblástur línunnar kemur frá klassísku útliti kvenna fyrr á tíð, fáguðum, kvenlegum og róman- tískum dömum, en þó í nútíma- útgáfu. Þetta er þriðja lína Særósar en hún hélt sína fyrstu tískusýningu aðeins fimmtán ára gömul. Danshöf- undurinn Rósa Rún mun setja mark sitt á sýninguna en hún er best þekkt fyrir frumleg og spennandi dansverk með ríkt skemmtanagildi. Sýningin er gerð til að gleðja, hrífa og kitla skilningarvit áhorfenda og allir hvatt- ir til að mæta og njóta. Sýningin er jafnframt opnunar- atriði fyrir handverksmarkað þar sem ungir hönnuðir munu sýna og selja ýmsa listmuni. Rósa Rún dansar Collection Ladies Frumsýning. Lifandi tísku- sýning í Molanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.