Morgunblaðið - 07.02.2014, Síða 12

Morgunblaðið - 07.02.2014, Síða 12
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjármála- og efnahagsráðuneytið áætlar að tekjutap ríkissjóðs vegna úttektar séreignarsparnaðar vegna niðurfærslu íbúðalána verði um 15 milljarðar króna til framtíðar og um 9 milljarðar hjá sveitarfélögunum. Þetta upplýsir Sigurður Guð- mundsson, skipulagsfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en hann var einn sjö fulltrúa sér- fræðingahóps um leiðréttingu verð- tryggðra íbúðalána sem skilaði niðurstöðum í lok nóvember sl. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær er mikill munur á áætl- uðum kostnaði sveitarfélaganna vegna þessa, eftir því hvort borið er niður í greiningu fjármálaskrifstofu Reykjavíkur eða Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Áætlar Reykjavíkurborg að kostnaður sveitarfélaganna vegna þessa sé 13,5-14,5 milljarðar og að kostnaður borgarinnar þar af sé um 7 milljarðar króna. Sambandið telur kostnaðinn hins vegar 3,5-3,6 millj- arða, en í báðum tilvikum hefur ver- ið tekið tillit til 1,5-1,7 milljarða hlut- deildar sveitarfélaga af áformuðum sérstökum bankaskatti til að fjár- magna 80 milljarða afskrift lána. Munurinn á 13,5-14,5 millj- örðum annars vegar og 3,5-3,6 millj- örðum hins vegar er 10-11 milljarðar króna og af því tilefni var ákveðið að fela samráðsnefnd ríkis og sveitar- félaga um efnahagsmál að meta kostnaðinn af leiðréttingunni. Var lagt fram til bráðabirgða Sigurður leggur áherslu á að ofangreint kostnaðarmat fjár- málaráðuneytisins hafi verið unnið undir tímapressu þegar lögð var lokahönd á tillögur sérfræðingahóps um leiðréttingu verðtryggðra lána. Kostnaðarmatið sé því ekki endanleg greining. Lagt hafi verið til grundvallar tiltekið hlutfall út- tekta séreignarsparnaðar hjá lán- tökum. Með frekari öflun gagna verði hægt að leggja nákvæmara mat á hversu margir nýta sér skatt- leysi séreignar. Sú vinna standi yfir. Vegur á móti tekjutapi Þá bendir Sigurður á að leið- réttingin muni auka skatttekjur hins opinbera á næstu áratugum og þannig vega á móti beinu tekjutapi vegna úttektar séreignarsparnaðar. Vísar hann þar til þess að greiðslubyrði vegna íbúðalána lækk- ar strax við 80 milljarða niðurfærslu verðtryggðra lána næsta sumar. Við það aukist ráðstöfunar- tekjur fjölmargra heimila sem aftur auki einkaneyslu. Nýting séreignar- sparnaðar til niðurfærslu íbúðalána lækki höfuðstól lánanna frekar og þar með greiðslubyrðina hjá lántök- um sem kjósi að nýta sér þessa leið. Hvort tveggja auki þetta ráðstöf- unartekjur heimila og er það líklegt til að auka einkaneyslu og þar með skatttekjur ríkisins á næstu áratug- um, að sögn Sigurðar. Þær auknu tekjur komi á móti því tapi sem ríkið og sveitarfélögin verði fyrir á næstu áratugum vegna tímabundins skattleysis séreignar- sparnaðar vegna leiðréttingarinnar. Frumvarp um skattleysi Að sögn Sigurðar er nú unnið að frumvarpi innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins um skattleysi séreignarsparnaðar og mun það fela í sér að húsnæðiseigendur, bæði þeir sem skulda af íbúðalánum og þeir sem hyggja á fasteignakaup, geta nýtt sér úrræðið. Við þetta má bæta að Gunn- laugur Júlíusson, hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, tekur fram í minnisblaði um málið að leiðréttingin muni hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið og þannig stuðla að fjölgun starfa. Það muni aftur auka útsvar sveitarfélaganna. Er ekki tekið tillit til þessa í kostnaðarmati Sambands íslenskra sveitarfélaga, enda erfitt að spá um þetta. Auknar skatttekjur vega á móti tekjutapi Morgunblaðið/Ómar Blaðamannafundur Forystumenn ríkisstjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, kynna leiðréttinguna 30. nóv. sl.  Fjármálaráðuneytið áætlar kostnað af leiðréttingunni 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 ÚTS ALA Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is 25ÁRA 1988-2013 Sjónvarpsrásir fyrir hótel, gistiheimili og skip Bjóddu þínum gestum upp á úrval sjónvarpsstöðva Þar sem gervihnattabúnaðurinn fæst Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Neyðarkallið sem hleypti af stað mikilli leit á Faxaflóa á sunnudag kom úr vhf-talstöð og gæti þess vegna hafa verið sent með handstöð eða bílstöð, að sögn Ásgríms L. Ásgrímssonar, framkvæmda- stjóra aðgerða- sviðs Landhelgis- gæslunnar. Talið er að kall- ið hafi verið sent úr 10 sjómílna fjarlægð frá Akranesi en ekki er hægt að þrengja hringinn meira og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort upptaka af neyðarkallinu verði spiluð opin- berlega til að freista þess að einhver þekki rödd þess sem kallaði. Kanna þarf hvort slík birting sé leyfileg. Neyðarkallið barst kl. 14:54 á rás 16, sem er neyðar- og uppkallsrás báta og skipa. Það heyrðist bæði í stjórnstöð Gæslunnar og í björgun- arbátnum Margréti Guðbrandsdótt- ur sem var í höfn á Akranesi. Loftnet Margrétar er í um tveggja metra hæð og því var talið að kallið hefði borist í mesta lagi úr 10 sjómílna fjarlægð (um 18,5 km). Ásgrímur segir að prófanir á sunnudagskvöld hafi leitt í ljós að loftnet Margrétar nam köll úr um níu sjómílna fjar- lægð. Þótt þrengja megi hringinn í 9-10 sjómílur í radíus frá Akranesi er björninn ekki unninn. Svæðið er gríðarstórt og nær yfir allt Akranes, inn í Borgarfjörð og Hvalfjörð, upp á Kjalarnes, Seltjarnarnes og jafnvel inn í Reykjavíkurhöfn. Engin leið er til að rekja sendingar í talstöðvar, líkt og hægt er með t.d. farsíma. Þá eru talstöðvar sem þessar ekki skráningarskyldar. Ásgrímur segir að sem betur fer sé gabb fátítt og elstu starfandi menn hjá Landhelgisgæslunni muni ekki eftir gabbi á neyðarrásinni. „Ég var hins vegar að tala við kollega minn í Bandaríkjunum og þetta bar á góma. Hann sagði þetta vel þekkt fyrirbæri þar,“ segir Ásgrímur. Lögreglan rannsakar málið en hefur úr litlu að moða. Úr litlu að moða við rannsókn  Neyðarkallið kom úr vhf-talstöð Ásgrímur Ásgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.