Morgunblaðið - 07.02.2014, Page 24

Morgunblaðið - 07.02.2014, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 ✝ Herta Krist-jánsdóttir fæddist 20. mars 1944 á Akureyri. Hún lést 29. janúar 2014. Hún var dóttir hjónanna Úrsúlu Guðmundsson, f. 4. desember 1915, d. 26. apríl 2002, og Kristjáns P. Guð- mundssonar, f. 8. mars 1913, d. 6. desember 1991. Systkini Hertu eru Renata, f. 31. október 1938, d. 3. júní 1982, og Guðmundur, f. 20. febrúar 1946. Herta giftist 28. maí 1966 Ingv- ari Björnssyni, f. 8. júlí 1944, d. Austmann Harðardóttur, f. 1. júní 1982. Börn þeirra eru Högni Snær, f. 11. nóvember 2002, Ingvar Leó, f. 3. júlí 2008, og Ylfa Margrét, f. 21. ágúst 2011. 3) Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir, f. 14. nóvember 1978, tölvuleikjaframleiðandi, gift Marteini Friðrikssyni, f. 1. desember 1979. Dætur þeirra eru Emma, f. 18. desember 2007, og Matthildur, f. 3. júní 2012. Herta lauk gagnfræðaskóla- prófi við Gagnfræðaskólann á Akureyri og stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri. Hún var flugfreyja hjá Loftleiðum og hóf síðar störf á Ferðaskrifstofu ríkisins og starfaði alla sína starfsævi á ferðaskrifstofum. Herta lauk prófi frá Leiðsögu- skóla Íslands árið 2003. Útför Hertu fer fram frá Nes- kirkju í dag, 7. febrúar 2014, klukkan 16. 7. apríl 1997. Þau skildu. Herta og Ingvar eignuðust þrjú börn: 1) Mar- grét Úrsúla Ingv- arsdóttir, f. 21. september 1966, hagfræðingur. Börn hennar og Odds Malmberg, f. 10. nóvember 1962, eru Halldór Björn, f. 26. febrúar 1988, Oddur Máni, f. 6. janúar 1992, og Herta Sól, f. 15. maí 1993. Úrsúla og Oddur slitu samvistir. 2) Björn Ólafur Ingvarsson, tölvunarfræðingur og MBA, f. 24. júlí 1969, giftur Þórhöllu „Já, er Herta mamma þín?“ Spurningunni fylgdi alltaf bros og oft kom lítil saga um hvernig við- komandi þekkti mömmu og hvað Herta væri skemmtileg. Og það var alveg rétt, hún mamma okkar var einstaklega skemmtileg kona, skarpgreind, fyndin og frumleg. Við systkinin áttuðum okkur ekki á því fyrr en við vorum orðin stálp- uð að orðtökin „Are you out of yo- ur Chinese mind?“ og „Are you from yourself?“ væru ekki í al- mennri notkun utan Álfheimanna þar sem við bjuggum eða að eina rétta svarið við spurningunni um hvar týndir hlutir væru væri ekki „nú, í laukskúffunni“. Herta Kristjánsdóttir vakti at- hygli hvar sem hún kom með sínu bjarta brosi, gjallandi hlátri og hispurslausri framkomu. Hún var vel lesin og víðlesin, fróð um sögu og stjórnmál og hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún var víðsýn og fordómalaus og fór ekki í manngreinarálit. Hún var einstaklega hjartahlý og greiðvikin eins og fjölskylda henn- ar, vinir og hinir mörgu viðskipta- vinir hennar í gegnum langan starfsaldur fengu oft að kynnast. Hún lét sig ekki muna um að keyra farseðla heim til ferðalangs í vandræðum að loknum vinnu- degi á skrifstofunni ef svo bar undir og hún var alltaf tilbúin að leggja öðrum lið. Ferðalög voru mömmu líf og yndi eftir að hún hélt að heiman átján ára til að heimsækja ömmu sína í Berlín. Hún varð síðan au pair í London og eftir að hún sneri aftur heim hóf hún störf sem flug- freyja. Þau pabbi bjuggu svo í Bonn þar sem hann stundaði nám og að því loknu tók hún til starfa á Ferðaskrifstofu ríkisins. Hún vann á ferðaskrifstofu alla sína starfsævi og eignaðist þar margar af sínum bestu vinkonum. Mamma var heimsborgari og naut þess að ganga um evrópskar borgir og upplifa sögu og menn- ingu, skoða söfn og minjar og drekka í sig borgarbraginn sem hún saknaði svo í Reykjavík, eða skoða sig um í Mið-Austurlöndum þangað sem hún fór margoft hin síðari ár. Hún bjó í Kaupmanna- höfn árin 1998 til 2002 og ferðaðist þangað oft eftir það og þar eign- aðist hún marga góða vini og bridgefélaga. Hér heima spilaði hún bridge með vinkonum í spila- klúbbi í rúmlega þrjátíu ár. Mamma ól okkur upp við ótak- markaða og skilyrðislausa ást og sparaði hvorki hlý orð né faðmlög. Hún kenndi okkur að meta ferða- lög og menningu, upplifun og reynslu frekar en veraldleg verð- mæti og að taka okkur sjálf ekki of hátíðlega. Hún hvatti okkur og studdi til menntunar og til að sækja fram á eigin verðleikum og hún kenndi okkur að gefast aldrei upp. Hún elskaði barnabörnin sín og ræddi lífið og tilveruna við þau eldri en dekraði og lék við þau yngri. Fegraðu umhverfi þitt með gjöfum. Stráðu fræjum kærleika og umhyggju. Og þín verður minnst sem þess sem elskaði, þess sem bar raunverulega umhyggju fyrir fólki. (Sigurbjörn Þorkelsson) Nú er mamma lögð af stað í síð- ustu ferðina og við sitjum eftir full saknaðar. Minning hennar lifir í hjörtum okkar um ókomna tíð og veitir okkur styrk í sorginni. Við þökkum fyrir allt það góða sem hún gaf okkur. Blessuð sé minning mömmu okkar. Margrét Úrsúla, Björn Ólaf- ur og Sigurlína Valgerður. Elsku besta tengdamamma mín, nú ertu farin og við eigum eftir að sakna þín sárt. Það er margt sem ég hefði viljað segja við þig en fékk ekki tækifæri til, þú kvaddir alltof snöggt. Þú varst svo góð, óritskoðuð og dugleg. Þú lést ekkert stoppa þig, varst alltaf á flakki um heiminn. Börnin höfðu ekki við að klára fríhafnarsælgæt- ið. Það var alltaf fjör þar sem þú varst og gaman að vera í kringum þig. Þú sagðir skemmtilegar sög- ur svo ekki sé minnst á allar frá- bæru hliðarsögurnar sem fylgdu með. Lífið var ekki alltaf dans á rós- um og ég vildi óska að lífið hefði verið þér einfaldara. Það er margt sem fer í gegnum hugann á svona tímamótum og ég hugsa mikið um allar góðu stundirnar sem við átt- um saman sem voru því miður allt- of fáar upp á síðkastið. Við töluð- um um það fyrir skömmu að fara öll fjölskyldan saman til Köben, það hefði verið dásamlegt. Tíminn sem við áttum saman þar fyrir næstum fimm árum var svo skemmtilegur. Þú vaktir okkur á hverjum morgni með spældu eggi og beikoni á dönsku rúgbrauði. Þú varst algjör listakokkur þegar rétta hráefnið var til staðar. Ef það vantaði, þá fannstu bara eitt- hvað í staðinn, misviturlegt stund- um. Þú varst einstaklega bóngóð og gjafmild. Síðast hittumst við í stutta stund þegar þú kíktir við og gafst mér kjól. Þú varst alltaf að hugsa til okkar og bjóða fram að- stoð þína. Ég held að þú hafir á svo marg- an hátt ennþá verið barn í hug- anum. Þú gerðir það sem þig lang- aði og sagðir það sem þér fannst, án þess að eyða alltof miklum tíma í að hugsa. Þú áttir enn alla þá góðu eiginleika sem búa í barni sem við hin erum búin að gleyma. Enda náðirðu svo vel til barnanna. Það fyrsta sem þú gerðir þegar þú komst til okkar var að setjast á gólfið inni í einu af barnaherbergj- unum og leika við börnin mín. Þú gafst þér alltaf tíma til að hlusta á þau, fullorðna fólkið þurfti ekkert að tala fyrst, þau höfðu algjöran forgang hjá þér, þú varst yndisleg amma. Elsku Herta, englarnir passa þig núna. Þórhalla Austmann Harðardóttir. Elsku amma mín. Það er mjög vont að missa þig og mér þykir mjög vænt um þig, ég vona að þú hafir það gott. Mér finnst það skrítið að þú sért farin frá mér, ég mun sakna þín mjög mikið og þú munt ávallt eiga stað í hjarta mínu. Alltaf þegar þú komst í heimsókn kom birta á heimilið. Mér fannst þú mjög góð við okkur krakkana og þú varst mjög fjörug. Ég vil þakka þér allt það góða sem þú hefur kennt okkur og hvað þú varst skemmtileg. Takk fyrir að bjóða okkur í mat og fyrir að vera svo góð að passa mig, Ylfu og Ingvar. Kæra amma, ég elska þig. Högni Snær Sveinbjörnsson. Þegar ég hugsa til Hertu koma upp í huga minn tvö orð: rauður stormsveipur. Sama hvernig ég reyni þá get ég ekki séð hana fyrir mér öðruvísi en með rauðar varir og neglur og í rauðum kjól. Jafn- vel þótt ég ímyndi mér hana sitj- andi á meðal englanna í skýjunum þar sem hún horfir niður til okkar, hlæjandi og vinkandi, með hvíta, stóra vængi, er hún í rauðum kjól innan um alla hvítklæddu englana. Og lognmolla var aldrei í kringum Hertu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast þessari kraft- miklu konu fyrir rúmum aldar- fjórðungi þegar Bjössi fór að venja komur sínar í Kjalarlandið og konan með rauða varalitinn varð tengdamamma stóru systur. Herta passaði upp á að átján ára unglingurinn kæmist í rétt flug og rétta lest þegar haldið var til Austurríkis til að eyða áramótun- um meðal þarlendra vina. Þetta var löngu fyrir tíma Dohop og net- bókana þannig að það var gott að eiga Hertu að því í ferðabransan- um var hún vel sigld. Við Herta vorum alls ekki alltaf sammála, sér í lagi þegar kom að pólitík. Hún skildi bara ekkert hvað ég var að vilja í þessum „karlpungaflokki“ og var sko óhrædd við að láta stelpuna heyra það, sér í lagi á síðum fésbókar. Við áttum ágætis spjall síðastliðið sumar og ef til vill skildi hún mig betur þegar ég sagði að oft væri auðveldara að knýja fram nauð- synlegar breytingar innan frá en utan. Vonandi fylgist hún með of- an af skýinu í rauða kjólnum sín- um og sér þegar þessar breyting- ar verða. Ég er þakklát fyrir að hafa þekkt Hertu því konur eins og hún eru ekki á hverju strái en gera líf okkar hinna svo miklu litríkara en ella. Elsku hjartans Bjössi, Lína, Súla, makar og börn eru í huga mínum og bænum. Guð og engl- arnir vaka yfir þeim á þessum erf- iðu tímum og innan um alla hvít- klæddu englana er litríkur engill sem fylgist vel með börnunum sín- um öllum með bros á rauðum vör- unum. Helga Dögg Björgvinsdóttir. Það var á þeim tíma sem Menntaskólinn á Akureyri gegndi enn því hlutverki að vera allsherj- ar framhaldsskóli, þ.e.a.s. hann var einnig gagnfræðaskóli. Í skól- anum voru því einnig 1. og 2. og landsprófsbekkur, sem hafði ekk- ert númer, sem stóðu undir því hlutverki skólans. Menntaskóla- Herta Kristjánsdóttir HINSTA KVEÐJA Bless amma, þú ert besta amma í heiminum, farðu varlega. Ingvar Leó Björnsson. ✝ Þóra Ágústs-dóttir var fædd í Ánastaðaseli á Vatnsnesi 14. októ- ber 1927. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Grund 24. jan- úar 2014. Foreldrar Þóru voru Ágúst Frí- mann Jakobsson og kona hans Helga Jónsdóttir sem lengi bjuggu í Gröf á Vatnsnesi en síðan á Hvammstanga. Systkini Þóru eru Unnur, f. 1920, d. 2002, Jakob Gísli, f. 1921, d. 1994, Ósk , f. 1923, d. 2008, Jón, f. 1924, Alma Levý, f. 1929, Sigurbjörg Lilja, f. 1931, d. 1999, Jóhanna Birna, f. 1934, d. 2013, og Anna, f. 1936. Þóra var einn vetur við nám í Reykjaskóla og þar kynntist hún eiginmanni sínum, Jóni Jónssyni frá Melum í Hrúta- firði, f. 15. júní 1925, d. 23. jan- úar 2013. Þau hófu búskap á þeirra er Hallveig, f. 1984. Síð- ari maður hennar: Sigurgeir Ólafsson. Börn þeirra eru: Brynjar, f. 1990, d. 1991, Brynja, f. 1992, Freyja, f. 1993. Fyrir átti Sigurgeir soninn Andra, f. 1976; 6) Guðlaug, f. 7. maí 1966. Maki: Karl Kristján Ásgeirsson. Synir þeirra eru: Þórir, f. 1995, og Ásgeir Krist- ján, f. 1997. Langömmubörnin eru 11. Jón og Þóra bjuggu á Melum allt til ársins 1994 er þau fluttu til Reykjavíkur en þar áttu þau lengst af heima í Bólstaðarhlíð 45. Síðustu þrjú árin dvaldi Þóra á hjúkrunarheimilinu Grund. Eftir námsdvölina í Reykjaskóla tók Þóra að sér kennslu barna í Kirkjuhvamms- hreppi einn vetur. Þegar um hægðist heima fyrir bættust við störf í Veitingaskálanum Brú þar sem hún vann um árabil. Þá kenndi hún um tveggja vetra skeið við Barnaskólann á Borð- eyri. Þóra verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í dag, 7. febr- úar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Melum árið 1947. Börn þeirra eru: 1) Jón Hilmar, f. 2. janúar 1947, maki Sigríður Karvels- dóttir. Börn þeirra eru Ágúst Þór, f. 1985, og Jóhanna Hildur, f. 1985; 2) Ágúst Frímann, f. 14. júlí 1950, maki Kristín Björns- dóttir. Dætur þeirra eru: Þóra, f. 1978, og Birna, f. 1983; 3) Helga, f. 30. maí 1955, maki Ólafur Þor- steinsson. Dætur þeirra eru: Kristín, f. 1993, og Steinunn, f. 1994; 4) Ingunn, f. 8. maí 1957. Fyrri maður hennar: Magnús H. Traustason. Börn þeirra eru: Þóra Huld, f. 1978, Jón Bjarki, f. 1984, Trausti Breiðfjörð, f. 1996. Sambýlismaður Ingunnar er Ísar Guðni Arnarson; 5) El- ísabet, f. 2. apríl 1959. Fyrri maður hennar: Guðmundur Thorsteinsson, d. 1988. Dóttir Tengdamóðir mín, Þóra Ágústsdóttir, var fyrst og fremst dæmigerð húsmóðir í sveit sem bar ábyrgð á börnum og heimilis- haldi og gerði það af myndarskap og með þrotlausri vinnu. Hún var fædd í Ánastaðaseli á Vatnsnesi þar sem foreldrar hennar byggðu upp eyðibýli, en þar voru þau þó ekki lengur en sjö ár. Þegar Þóra var á fjórða ári fluttu þau að Gröf þar sem einnig þurfti að byggja upp. Hún talaði ávallt með hlýju um foreldra sína og uppvaxtarár- in í Gröf og sagði að þar hefði ekk- ert skort. Faðir hennar sótti sjó- inn með búskapnum og mikil matjurtamenning var á heimilinu. Þar bjó Þóra þar til hún fór að búa með tengdaföður mínum, Jóni Jónssyni á Melum í Hrúta- firði, en þau höfðu kynnst í Reykjaskóla ung að árum. Þóra gat þess stundum með nokkurri eftirsjá að hún hefði ekki haft tök á að halda áfram námi, en draumur hennar var að fara í Kennaraskólann. Á þessum tíma var það ekki jafnsjálfsagður hlutur og í dag. Hún fékk þó tæki- færi til að kenna, fyrst á sínum æskuslóðum og síðar tvo vetur við Barnaskólann á Borðeyri. Hún var hagmælt og mundi ógrynni af vísum, tók þátt í hagyrðingamót- um og kom fyrir að hún færi með kveðskap á þorrablótum, sveit- ungum sínum til skemmtunar. Þóra var ákaflega hógvær og lítillát manneskja og lítið fyrir að trana sér fram og sínum kveð- skap. Ég kom fyrst inn í þessa fjölskyldu 1989 og er mér minn- isstætt ættarmót afkomenda for- eldra hennar sem haldið var á Hvammstanga 1995. Þar skemmtu systkinin frá Gröf gest- um með bráðskemmtilegum vís- um. Síðust kom Þóra og hefur sjálfsagt þurft að leggja hart að henni að fara í pontu, en þegar hún hóf upp rödd sína streymdi frá henni þvílíkt vandaður og skemmtilegur kveðskapur, allt blaðalaust, og hefði hún sjálfsagt getað haldið áfram endalaust. Dáðist ég mjög að þessu framlagi tengdamóður minnar. Þóra tók með sér garðyrkju- áhuga frá Gröf, en hafði ekki þann tíma sem hún hefði viljað til að sinna ræktunarstörfum vegna annarra skyldustarfa á heimilinu og auk þess vann hún um árabil í Veitingaskálanum í Brú. Henni tókst þó að koma upp fallegum garði við íbúðarhúsið á Melum sem í dag ber henni fagurt vitni. Hún kom sér upp litlum mat- jurtagarði sunnan í skurðbarmi og fékk þar skjól fyrir norðanátt- inni. Þar ræktaði hún kartöflur og aðrar matjurtir sem oft voru for- ræktaðar í eldhúsglugganum. Eftirminnileg er ferð sem við hjónin og Helga systir konu minnar fórum sumarið 2012 með Þóru norður, en það reyndist síð- asta ferð hennar á æskuslóðir. Við fórum að Melum þar sem hún heilsaði upp á „trén sín“, falleg greni-, lerki- og birkitré. Hún heimsótti systkini sín á Hvamms- tanga, þau Jón, Ölmu og Önnu. Hún naut þess ekki síst að koma til Ölmu í Svaninn, gamla húsið sem foreldrar þeirra bjuggu í á Hvammstanga, en þangað fluttu þau árið 1959 og er húsið nú kom- ið í eigu Ölmu systur hennar. Að síðustu var keyrt fram hjá Gröf og litið heim að æskuheimilinu og rifjaðar upp gamlar minningar. Ég átti samleið með Þóru í tæpan aldarfjórðung og er þakk- látur fyrir þau kynni. Blessuð sé minning hennar. Sigurgeir Ólafsson. Látin er í Reykjavík á áttug- asta og sjöunda aldursári Þóra Ágústsdóttir, fyrrum húsfreyja á Melum í Hrútafirði, sátt við dags- verkið. Þau Þóra og eiginmaður hennar, Jón Jónsson, hófu bú- skap á Melum árið 1947. Þar stóðu þau fyrir myndarlegu sauð- fjárbúi allt til ársins 1994 að þau fluttust til Reykjavíkur. Alla tíð stóðu þau hjón fyrir mikilli risnu á Melum, þar sem í engu var hvik- að frá rómaðri gestrisni staðarins frá fyrri tíð. Þóra var mikil rækt- unarkona jafnt utan húss sem innan og bauð jafnan uppá hvers kyns afurðir úr eigin garði. Hafa dætur hennar fjórar erft þennan ræktunaráhuga móður sinnar svo eftir er tekið. Þóra Ágústsdóttir var dul kona, lítillát og skarp- greind. Hún naut ekki langskóla- göngu í líkingu við þá sem nú tíðk- ast, en stutt skólagangan nýttist henni þeim mun betur; þannig dugði henni vel vetrarlangt ensk- unám til að halda uppi samræðum við heiðursmanninn, skoska hers- höfðingjann, R.N. Stewart (1892- 1972) sem hafði Hrútafjarðará og Síká á leigu til laxveiða í sex vikur á hverju sumri í um áratug, allt til ársins 1957. Þóra var mjög hag- mælt og sérstaklega vel máli far- in. Líklegt má telja að hún hefði valið sér íslensk fræði eða skylda grein hefði hún átt kost á lang- skólanámi. Hún var með afbrigð- um minnug á kveðskap og því af- ar slyng í hinni gömlu íþrótt að kveðast á. Á Netinu má einmitt finna upptöku frá vorvöku á Hvammstanga árið 1980, þar sem hún þreytir slíka keppni við góðar undirtektir viðstaddra. Þóra var mjög iðjusöm og unni sér sjaldan hvíldar meðan vinnuþrek hélst óskert. Öll sín síðari búskaparár vann hún utan heimilis, lengst í Veitingaskálanum Brú, sem nú hefur verið jafnaður við jörðu. Þar kom sér vel iðjusemi hennar og natni við öll verk og ekki síst annálaðir matreiðsluhæfileikar hennar. Þóra á Melum, tengda- móðir mín, er kvödd með virðingu og þökk, börnum hennar, systk- inum og afkomendum öllum eru sendar samúðarkveðjur. Ólafur Þorsteinsson. Í huga mínum tengi ég ömmu á Melum alltaf við mat. Þetta er kannski skrítið en þegar ég hugsa til ömmu sé ég fyrir mér hlað- borðin á Melum, morgunverðinn, hádegismatinn, síðdegiskaffið, kvöldmatinn og svo kvöldkaffið. Amma tiplar um, eiginlega dans- ar um eldhúsið og sér til þess að allir fái nóg og rúmlega það. Seint og um síðir sest hún svo við eld- húsborðið og fær sér. Hún passar að brúna ekki allar kartöflurnar því okkur systrum finnst þær vondar og þegar kemur fram á unglingsárin þá er morgunverð- arhlaðborðinu skellt í plast þang- að til manni þóknast að fara á fæt- ur, jafnvel þótt bara sé klukkutími í næstu máltíð. Ég sé hana líka fyrir mér í Ból- staðarhlíðinni þar sem þau afi bjuggu lengst af eftir að þau hættu að búa. Afi byrjar á því að spyrja frétta og þá gjarnan hvort ég sé trúlofuð. Amma, meðan hún hefur til mat handa mér að sjálf- sögðu, sussar góðlátlega á afa og segir mig vera alltof unga, ég hafi nógan tíma. Svo er spjallað, amma og afi hafa áhuga á öllu sem við barnabörnin erum að gera, skólanum, vinnunni, vinun- um, ferðalögunum, öllu. Þessar heimsóknir eru yfirleitt langar, ég les blöðin í rólegheitum og legg mig jafnvel í sófann. Hlýjan og rólegheitin umvefja mann svo að manni liggur ekkert á heim aftur. Síðustu árin dvöldu afi og amma á Grund. Ömmu þykir verst að geta ekki boðið sjálf upp á almennilegar veitingar og því heimsæki ég þau oft um kaffileyt- Þóra Ágústsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.