Morgunblaðið - 07.02.2014, Síða 25

Morgunblaðið - 07.02.2014, Síða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 nemar byrjuðu því í 3. bekk og enduðu í 6. bekk. Þegar ég kom í MA byrjaði ég í 3. bekk. Stofan okkar var fyrir miðjum neðra gangi í hinu fallega skólahúsi menntaskólans, en næsta kennslustofa við okkur var setin af nemendum landspróf- sbekkjar. Það voru auðvitað al- gjörir rollingar sem við virtum vart viðlits. Það varð þó ekki kom- ist hjá því að athyglin beindist mjög fljótt að ungri snót í þeim hópi, sem var óvenju frjálsleg í fasi og geislaði af lífsgleði. Þarna var Herta komin, glaðleg eins og hún átti að sér, en því miður kynntumst við ekki nánar á menntaskólaárunum. Mörgum árum seinna á há- skólaárunum í Bonn í Þýskalandi flutti ung fjölskylda í næsta ná- grenni við okkur. Þarna var Herta komin með manninum sínum, Ingvari, ásamt tveimur yndisleg- um litlum krökkum, Súlu og Bjössa. Lína var ekki fædd á þess- um tíma. Það er óhætt að segja að fjörið í Íslendinganýlendunni tók allverulegan kipp við tilkomu þeirra og var það þó ærið fyrir, en helsti gleðigjafinn var auðvitað Herta. Hún hafði hreint ótrúlega jákvætt fas og hafði skoðanir á öllu. Hnyttin tilsvör og góð stemn- ing voru eindregið á dagskrá og nýr flötur komst á tilveruna. En það voru ekki bara þau hjón sem lífguðu upp á tilveruna. Ung dóttir okkar þóttist hafa himin höndum tekið með tilkomu Súlu og Bjössa. Í einu barnaafmæli heima hjá okkur þótti þýskum ná- grönnum okkar fjörið vera komið langt út fyrir öll mörk þannig að þau vopnuðust kústum og börðu duglega í loftið hjá sér til að sljákka í fjörinu. Við Herta vorum sammála um að þetta væri einum of mikið og fórum því niður til að mótmæla þessum kústaterror. Nágrannarnir voru að vísu svolítið hissa þegar þau heyrðu okkar flöt á málinu, en ákváðu að bjóða okk- ur til stofu og þiggja bjór í glas. Á öðru glasi vorum við Herta sam- mála því að það mætti sljákka að- eins í krökkunum og nágrannarn- ir voru himinlifandi yfir þessari bráðhressu vinkonu okkar og ekki var það verra að Herta var hálf- þýsk, en móðir hennar kom frá Hamborg eins og nágrannakonan. Ég er viss um að ef við Herta hefð- um verið skipuð til að leysa mak- ríldeiluna væri lausn komin á fyrir langalöngu og allir sáttir. Heima á Íslandi urðum við aft- ur nágrannar á Miðvanginum í Hafnarfirði. Það var gott að eiga þau hjón að og börnin okkar voru fyrir löngu orðnir vinir fyrir lífs- tíð. En lífið er ekki alltaf dans á rósum. Þótt ýmsir erfiðleikar hafi steðjað að brugðust aldrei þau vinabönd sem við höfðum svo tryggilega hnýtt í stórum og góð- um vinahópi í Þýskalandi. Nú set- ur hópinn hljóðan þegar þetta lífs- ljós, sem oftast skein svo skært, er nú skyndilega slokknað. Elsku Súla, Bjössi og Lína. Mikill harmur er að ykkur kveð- inn, eins og okkur öllum. Gamli hópurinn frá Þýskalandi sendir ykkur hugheilar samúðarkveðjur. Guðbrandur, Birgit og Jón Sæmundur. Það er erfitt að trúa því að ein- hver svo uppfull af lífskrafti og -gleði sem Herta var sé dáin. Jafn jákvæða, hressa og hláturmilda konu er vart hægt að ímynda sér. Herta var með stórt hjarta og gaf mikið af sjálfri sér. Þegar farið er að rifja upp minningar er einhvern veginn þessi ljósust – Herta, sem kom að- vífandi á bílnum frá Gimmersdorf meðan við bjuggum öll enn í Þýskalandi, með Bjössa og Súlu til þess að við gætum leikið okkur – með Hare Krishna í botni. Hare Krishna Hare Krishna Krishna Krishna Hare Hare Hare Rama Hare Rama Rama Rama Hare Hare Mér finnst ég hafa kunnað möntruna alla ævi. Ég vissi það ekki þá að Hare Krishna var mantra blómabarnanna sem til- báðu Guð ástarinnar, ég vissi bara að lagið var í algjöru uppáhaldi hjá Hertu, og mér fannst það fallegt fyrir vikið. Kannski var það líka bara tilhlökkunin yfir að fá að leika við Bjössa og Súlu, en lagið boðaði oft komu þeirra. Frá Þýskalandi eru margar minningar – m.a. asnaferðin á Drachenfels, Fantasíaland, stóri íslenski vinahópurinn, allar heim- sóknirnar, skemmtanirnar, gleðin og Herta alltaf geislandi glöð í miðpunkti. En líka eftir að heim var komið hélst mikið og gott sam- and. Herta og fjölskylda, fyrst á Sléttahrauninu og svo nágrannar okkar, ásamt kisanum Rúlluterta, á Miðvangi. Minningabrotin ljósta hugann: Herta og vinir að spila bridge, Herta – að keyra okkur Súlu á Saturday Night Fever syngjandi hástöfum, Herta og ABBA-æðið í okkur Súlu og fæð- ing Línu. Hertu fannst sjálfsagt að ég væri hjá þeim og fylgdist með Línu litlu, þar sem ég átti ekkert systkini. Þá var ég mikið heima hjá Bjössa og Súlu að dást stund- unum saman að systur þeirra; litla, fallega augnayndinu hennar Hertu. Herta vann um tíma á Úrval- Útsýn og kom öllum í vinahópnum út í heim – enda langbest að kaupa far hjá Hertu. Miklu síðar ferð- uðumst við saman til Kúbu, í ferð lögfræðingafélagsins fyrir um 12 árum. Það var frábær ferð – enda Herta með. Seinni árin hélst sambandið við Hertu aðallega í gegnum Facebo- ok, en þar sá ég oft að Herta var með ákveðnar og skemmtilegar skoðanir á mönnum og málefnum. Minningar um Hertu eru of margar til þess að þær rúmist í svo stuttri minningargrein, sem vart er hægt að trúa að verið sé að skrifa. En þær eru allar góðar – líkt og Herta var. Síðasta minn- ingin um Hertu er þegar ég náði í foreldra mína heim til Hertu, í partí sem hún hélt stóra vinahópn- um sínum og Herta kallaði „kveð- jupartíið“. Hún vildi fá að sjá framan í alla meðan allir væru enn hressir, en hún stóð í þeirri trú að nú færu allir að hrökkva upp, hverjir á fætur öðrum. Mig gat ekki grunað þá að ég væri að kyssa Hertu bless í síðasta sinn. Ég kveð Hertu vinkonu mína, líkt og blómabörnin, með óskum um blóm, frelsi og eilífan frið. Ég bið góðan Guð að styrkja Súlu, Bjössa og Línu, fjölskylduna og vini í þeirra miklu sorg og sendi þeim mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Hertu. Ragnheiður Jónsdóttir (Agga.) Kynni okkar Hertu hófust þeg- ar ég kom til starfa hjá ferðaskrif- stofunni Útsýn um miðjan áttunda áratuginn. Við unnum saman um árabil, lengst af á jarðhæðinni í Austurstræti 17. Þar var lagður grundvöllur að góðri vináttu, sem hélst alla tíð. Starfssvið okkar var ferðaráðgjöf, – starf, sem þá var í mótun. Við vorum „sérfræðingar í sérfargjöldum“ eins og Ingólfur auglýsti forðum. Við sóttum far- gjaldanámskeið og skoðanaferðir til útlanda voru hluti af starfs- menntun okkar. Öll upplýsingaöfl- un var önnur og erfiðari í þá daga, en við áttum safn bæklinga og bóka um áhugaverða staði og ferð- ir um allan heim. Herta var ferðaráðgjafi af guðs náð, fljót að tileinka sér nýjungar, minnug og úrræðagóð. Hún var vinsæl bæði meðal viðskiptavina og samstarfsfólks, var opin og frjálsleg í fasi og bast mörgum við- skiptavinum sínum vinaböndum. Hún var afkastamikill starfsmað- ur, sem skilaði sínu vel innan hefð- bundins vinnutíma, en eftir klukk- an fimm áttu börnin og heimilið hennar tíma. Ég man hvað ég dáð- ist að sambandi hennar við börnin sín, Súlu, Bjössa og Línu. Þar fór saman takmarkalaus ást og agi. Þeim var t.d. alls ekki heimilt að hringja í hana í vinnuna bara til að spjalla, nei, það þurfti næstum neyðartilfelli til þess að réttlæta símtal. Þetta voru skemmtilegir tímar, bæði í lífi og starfi. Við áttum ógleymanlegar stundir saman, há- degisspjallið, gönguferðirnar og kvöldin, þar sem lífsgátan var leyst, – allt eru þetta minningar, sem ég mun geyma. Ég minnist einnig ferðalaganna okkar, m.a. til Costa del Sol, Berlínar og Tékk- lands, að ógleymdri Istanbúlferð- inni. Ekki vorum við nógu duglegar að hittast í seinni tíð, en alltaf þeg- ar við hittumst eða töluðum saman í síma, var eins og við hefðum hist í gær. Það verður hnípinn hópur sem kemur saman í Útsýnar-mat- arklúbbnum næst. Klúbburinn, sem hún stofnaði, verður ekki svipur hjá sjón við fráfall hennar. Einnig ráðgerðum við ferð til Andalúsíu í vor, ætluðum að rifja upp gamla tíma og njóta nýrra. Hennar verður sárt saknað. Ég sendi börnum Hertu og fjöl- skyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur. Gyða Sveinsdóttir. Kær vinkona er látin langt fyrir aldur fram. Það er þyngra en tár- um tekur að hafa ekki getað kvatt hana. Okkar fyrstu kynni urðu á Hallveigarstíg þar sem hún vann fyrir Ferðaskrifstofuna Atlantik en síðan er hún hóf störf hjá Út- sýn, þá kom enginn annar til greina af minni hálfu þegar Félag íslenskra iðnrekenda leitaði eftir aðila til að halda utan um flugferð- ir starfsmanna félagsins þegar þeir áttu erindi til útlanda. Ég held að það sé varla hægt að lýsa Hertu öðruvísi en sem hamhleypu til vinnu. Útsjónarsemi var í fyr- irrúmi og ávallt hugsaði hún fyrst og fremst um hvernig hægt væri að koma farþega frá a til b á sem ódýrastan hátt og þá sveifst hún einskis kúnnanum til hagsbóta. Þetta samstarf okkar varði í mörg ár og ég veit að margir eru mér sammála um að enginn starfsmað- ur í þeim bransa hafi komist með tærnar þar sem hún hafði hælana. Af þessu góða samstarfi hlaust mikil vinátta sem varði óslitið þangað til yfir lauk. Herta var stórbrotin manneskja, „Ein Mensch“ er kannski rétta orðið. Hún hafði skoðun á öllu mannlegu og þjóðfélagsmál voru henni afar hugleikin. Ekki hugnaðist henni núverandi ríkisstjórn svo að ekki sé meira sagt. Satt best að segja komst ég nú sjaldnast að fyrr en hún sagði – „Þóra mín – velkomin til Kaupmannahafnar – hvað segir þú annars – er ég búin tala af þér eyrun“ en það stóð ekki lengi og fyrr en varði hafði hún orðið aftur. Aldrei leiddist mér þó hjá Hertu eða lét fara í taugarnar á mér að fá ekki orðið öðru hverju því að allt sem um munn þessarar góðu vin- konu fór var svo skemmtilegt, kjarnyrt, fræðandi og litríkt að það mátti einu gilda hvort ég fékk orðið. Oftar en ekki var undanfar- inn sá að hún hringdi og sagðist vera búin að kaupa í matinn og spurði hvort ég vildi ekki koma strax eftir vinnu. Ég mætti þó ekki búast við neinum sérstökum veislumat því að hún kynni ekki að elda. Engu skipti þótt ég mót- mælti og segðist aldrei hafa fengið annað en frábæran mat hjá henni. Fyrir margt löngu áskotnaðist Hertu gjafakort, helgargisting fyrir tvo á Hótel Hornafirði og snjósleðaferð á Hvannadalshnúk. Herta bauð mér með, var þá á Subaru Legacy sem móðir hennar, Ursula, átti. Þegar við mættum síðan galvaskar í skálann á Hvannadalshnúk var ekki nema einn snjósleði í boði og augljóst hver yrði ökuþórinn. Hún gaf dug- lega í þrátt fyrir grát og gnístran tanna af minni hálfu vel að merkja. Að því búnu tók þó ekki betra við því að til Reykjavíkur var brunað á 150 km hraða. Ég reyndi án árang- urs að bremsa farþegamegin og benda Hertu á að leyfilegur hraði væri 90 km en bílstjórinn var pollrólegur, sagðist vera alvanur og með mikla reynslu af hrað- brautum í Þýskalandi og ekki orð um það meir. Herta var mamma og amma af guðsnáð, elskaði börnin sín og barnabörn meir en allt annað og var óendanlega stolt af þeim. Ósjaldan sat ég hjá henni klukku- tímum saman og hlustaði á há- stemmd lofsyrði um þau en fyrir þeim var svo sannarlega innstæða. Kæru Súla, Bjössi og Lína, ykk- ar missir er mikill. Ég bið Guð að blessa Hertu og þakka samfylgd- ina. Þóra. ið, þá getur hún að minnsta kosti boðið upp á kaffi og með því í mat- salnum. Fyrir kaffi spjöllum við amma uppi á herberginu hennar, hugur hennar leitar æ meira til æskuslóðanna á Vatnsnesi. Á milli jóla og nýárs heimsótti ég ömmu á Melum í síðasta skipti. Sú heimsókn er mér mjög dýr- mæt því ég náði að kynna fyrir henni tveggja mánaða dóttur mína, Elísabetu Maríu. Myndirn- ar sem teknar voru af þeim sam- an verða geymdar á góðum stað. Takk fyrir mig, amma mín, alla hlýjuna, ástúðina og endalaust matardekrið. Það sem hann afi hlýtur að vera ánægður að fá þig til sín, eitt ár og einn dagur getur verið endalaust lengi að líða. Þóra Ágústsdóttir. Nú þegar Þóra Ágústsdóttir hefur kvatt, aðeins ári og einum degi eftir að eiginmaður hennar, Jón Jónsson, lést, leita minningar frá æskuheimili mínu á hugann. Þau hjón hófu ung búskap á Mel- um í Hrútafirði, bjuggu þar alla sína starfsævi og þar ólust upp börnin þeirra sex. Því eru minn- ingar mínar samofnar fjölskyld- unni á Melum 1 frá upphafi. Þeg- ar litið er til baka sér maður svo vel hversu ómetanlegt það er að hafa átt aðgang að tveimur auka- heimilum alla bernskuna og leng- ur. Flesta daga hljóp ég suður- eftir fljótlega eftir hádegismatinn þegar uppvaskið var frá. Ég tók mér stöðu við búrdyrnar í eldhús- inu hjá Þóru þar sem hún stóð við eldhúsbekkinn og vann sín verk – þarna fræddist ég um bernsku hennar og æskuheimilið, Gröf á Vatnsnesi, sem hún unni svo heitt. Þær áttu það sameiginlegt hún og móðir mín að hafa alist upp á Vatnsnesinu og gaman var að hlusta á minningar þeirra frá fyrri tíð. Melahúsfreyjurnar voru allar snillingar í hvers kyns hannyrð- um og matargerð; eiginlega var allt framleitt á heimilunum og litu þar mörg listaverkin dagsins ljós, saumuð og prjónuð. Það var hlaupið á milli húsa, rætt um snið og efni og svo varð að máta flík- urnar og laga það sem þurfti – alltaf með títuprjónana ómissandi klemmda á milli varanna. Sama átti við þegar haldnar voru veisl- ur, það voru stórafmæli og ferm- ingar og þá var það baksturinn og matargerðin sem var hjálpast að með. Þóra var stórgáfuð kona og hagyrðingur mikill. Þessir kostir hefðu auðvitað komið sér vel við ýmis önnur störf en þau sem hún lagði fyrir sig – svo sem kennslu sem hún reyndar sinnti um sinn við barnaskólann á Borðeyri að ógleymdu því að hún sinnti kennslu barna sinna í skóla- hléum, en þá var dvalið tvær vik- ur í senn í skólanum og síðan tvær vikur heima. Daglega amstrið við sveitastörfin var ærið og tóm til að sinna áhugamálum ekki mikið en Þóra átti þau mörg og má nefna ótæmandi áhuga á garð- yrkju sem hún hefði viljað sinna mun meira en varð. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa átt hana að öll þessi ár – það var Þóra sem sagði mér margt frá þeim tíma þegar for- eldrar mínir hófu sambúð og hvernig hlutirnir æxluðust og það er mér dýrmætt í dag. Eftir því sem ég eltist og þroskaðist gat ég rætt við hana um það sem lá mér á hjarta og verið viss um að á var hlustað af skilningi. Eftir að þau Jón fluttu til Reykjavíkur minnk- aði samneyti okkar óhjákvæmi- lega en eitt af síðustu skiptunum sem við áttum gott spjall var á Melum, við stóðum á pallinum við Gilsbakka og horfðum ofan í Ormsárgilið – það er góð minn- ing. Ég sendi frændsystkinum mín- um og fjölskyldum þeirra samúð- arkveðjur. Kveðjan sem mér finnst viðeigandi á þessari stundu er þessi, sem Þóra notaði svo oft: „Guð gefi þér gott alltaf.“ Elsa Jónasdóttir. Þóra Suðurfrá er dáin. Þóra konan hans Jóns og mamma þeirra Himma, Gústa, Helgu, Ingunnar, Lillu og Diddu. Þóra Ágústsdóttir húsfreyja á Melum I í Hrútafirði á árunum þegar ég var að alast upp. Þóra, sem hefði átt að vera ung kona á Íslandi í dag. Þannig hugsa ég til hennar. Með ástríðu- fullan brennandi áhuga á íslensk- um jurtum og ræktun á grænmeti hvers konar. Sú hefði nú aldeilis notið sín í íslenskum samtíma. Hef svo oft hugsað til þess síðustu ár. Þóra var konan sem tíndi fjallagrös og blóðberg og bjó til blóðbergste og leyfði manni að smakka. Jafnframt því sem hún hélt yfir manni heilu ræðurnar um grænmetið sem hún ræktaði í garðinum. Man svo vel hvað hún var glöð þegar hún fékk mat- jurtagarðinn sinn í annarri laut- inni á Melum. Þar var nú aldeilis tekið til hendinni. Man ekki allar tegundirnar sem hún ræktaði í þessum garði – en þær voru margar. Það voru ekki bara kartöflur, grænkál og rófur heldur allra- handa tegundir sem hún gerði til- raunir með. Og það fór ekkert framhjá manni að hún naut þess. Garðurinn var henni athvarf fyrir áhugamál sitt. En hann var sannarlega ekki einasta áhugamálið. Þóra var sagnakona. Hún naut þess að segja okkur sögur af æsku sinni og ég naut þess að hlusta. Hún átti sér drauma og var ófeimin að tala opinskátt um þá. Hana dreymdi alltaf um að verða kenn- ari og það varð hún um þriggja ára skeið. Þóra var hagyrðingur og orti óspart fyrir skúffuna. Stöku sinn- um leyfðu hún okkur, mér og Diddu, að heyra afraksturinn – það var þó ekki oft. Hún gerði meira af því að segja okkur sögur. Sögur af sér og fólkinu sínu á æskuárunum. Æskustöðvarnar á Vatnsnesi voru einatt vafðar dýrðarljóma. Þóra var ósjaldan sú sem setti saman annálinn fyrir Þorrablótið og hún skiptist á vísum við aðra hagyrðinga í sveitinni. Þóra var fróðleiksfús – hafði brennandi áhuga á að mennta sig og hún fann sína leið til þess. Tók fjöl- mörg námskeið í bréfaskóla. Þetta gerði hún allt saman með- fram því að sjá um stórt heimili og ala upp sex börn og koma til manns, fæða og klæða. Yngsta dóttir Þóru og Jóns, Didda, var leikfélagi minn – næst mér í aldri. Við vorum alltaf sam- an í leik – ýmist heima hjá henni eða heima hjá mér eða úti við. Þóra hafði því miklu hlutverki að gegna á mínum uppeldisárum og kannski kynntist ég henni best af fullorðna fólkinu á Melum á þeim árum. Mér þótti vænt um hana og fannst gaman að fá að kynnast draumum hennar. Ég sé hana fyrir mér brennandi af ástríðu- fullum áhuga á svo mörgu sem hún óhrædd deildi með okkur. Ég kveð Þóru Ágústsdóttur uppfull af þakklæti. Þakklæti fyrir traustið sem hún sýndi mér sem ungum stelpukjána. Þakklæti fyrir atlætið og allar sögurnar. Nú er komið að kveðjustund. Við fjölskyldan á Melum III þökkum Þóru samfylgdina. Elsku Himmi, Gústi, Helga, Ingunn, Lilla, Didda, tengdabörn, barna- börn og barna-barnabörn, inni- legar samúðarkveðjur. Signý Sigurðardóttir frá Melum. Ein fyrsta minning mín um Þóru Ágústsdóttur er líklega frá því Ingunn, frænka mín og dóttir hennar, og Þóra systir mín voru skírðar, það var veisla suðurfrá. Veisluborðið svignaði undan ran- dalínum, smurbrauði og rjóma- tertum með jelló-hlaupi, svo fal- legum að í minningunni líkjast þær listaverki. Seinna voru marg- ar veislur, skírnir, fermingar og afmæli. Einu sinni, nokkru eftir jól, var tekið á móti gestum frá Hvammstanga, þá voru bakaðar málsháttakökur og fengum við Helga, ein dætra Þóru, það hlut- verk að skrifa á smjörpappír ís- lenska málshætti sem voru settir inn í kökurnar. Ég man mömmu og Þóru hlaupandi milli húsanna með leirtau og veisluföng, síðar um kvöldið Þóru sitjandi með Lillu, þá yngstu dótturina, í fang- inu þar sem hún fór með ljóð um vorið og lítil börn og vísur fyrir veislugesti, svolítið dreymandi á svipinn. Þóra var fljúgandi hag- mælt og liggja eftir hana margar vísur og ljóð sem ég vona að varð- veitist. Ég veit að Þóra átti draum um að verða kennari og ófáar sögurn- ar sagði hún af honum Júlíusi far- kennaranum á Vatnsnesinu sem var hennar fyrirmynd. Hún mundi ennþá leikfimiæfingarnar sem hann kenndi nemendum sín- um á túninu á Kárastöðum og sýndi okkur á eldhúsgólfinu í gamla húsinu á Melum. Hún Þóra var sögumaður af guðs náð. Það var svo gaman að hlusta á hana segja frá fólkinu á Vatnsnesinu þar sem hún ólst upp og ég get enn þann dag í dag séð þetta fólk ljóslifandi fyrir mér. Hún prjónaði og saumaði allan fatnað á dæturnar, ég man þær í svo fallegum peysum og drögtum. Melakonur fjárfestu í prjónavél og það var setið við prjónaskap á kvöldin eftir að búið var í fjós- verkunum. Henni féll aldrei verk úr hendi. Hún leiðbeindi okkur með handavinnu, las fyrir staf- setningarverkefni og leiðrétti. Hún hafði yndi af garðyrkju og var einn af frumkvöðlum um trjá- rækt í Hrútafirði. Garðarnir hennar báru vitni um smekkvísi og hirðusemi og þar átti hún sínar góðu stundir. Við unnum saman í nýja veit- ingaskálanum í Brú og munaði heldur betur um vinnusemi henn- ar, aldrei var slakað á. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og vann vel. Þóra var ekki skaplaus en ég man þó ekki eftir henni reiðri en hún átti til að setja ofan í við okk- ur ef henni mislíkaði. Hún var höfðingi heim að sækja, ófáar stundirnar man ég við eldhús- borðið hjá henni eftir að ég flutti frá Melum og kom með krakkana mína með mér. Enn voru sagðar sögur og farið með vísur. Hún bar hag okkar allra Melabarnanna fyrir brjósti og fylgdist einnig vel með börnunum okkar. Nú er komið að kveðjustund og þökkum fyrir samfylgdina. Ég vil trúa því að Þóra mín eigi góða heimkomu til Jóns frænda míns og líklega eru þau ekki langt und- an mamma, pabbi og Krummi. Kannski taka þau pabbi og Þóra fram kompur sínar og kasta fram vísum eða skanderast eins og þau áttu til á árum áður. Ína Halldóra Jónasdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.