Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Ég er löggiltur hálfviti, hlusta á HLH og Brimkló,“ söng Bubbi Morthens í laginu „Rækjureggí“ með Utangarðsmönnum árið 1980 og sendi forsprakka hljómsveitanna, Björgvini Halldórssyni, væna sneið. Síðan eru liðin mörg ár, eins og seg- ir í öðru góðu lagi, og Bubbi og Björgvin orðnir mestu mátar. Bubbi og Björgvin kitluðu forvitni útvarps- hlustenda í byrjun viku með dular- fullum útvarpsauglýsingum en í þeim hringir Björgvin í Bubba og spyr hann m.a. hvort hann hlusti stundum á HLH og Brimkló. Bubbi svarar því játandi og segir Björgvin honum þá að hann sé löggiltur. Í gær var hulunni svipt af við- burðinum sem var verið að auglýsa: tónleikum sem Björgvin og Bubbi halda saman í Eldborg í Hörpu 5. apríl nk. ásamt hljómsveit. Á þeim munu Bubbi og Bo flytja eigin lög og lög hvor annars. Hver hefði trúað því að það myndi gerast fyrir 34 ár- um? Björgvin og Bubbi hafa þó komið saman á tónleikum áður, Bubbi söng á jólatónleikum Björgvins 2012 og Björgvin lék á munnhörpu á ára- mótadansleik Ríkissjónvarpsins á gamlársdag 1986, við söng og gít- arleik Bubba, að áeggjan Bubba. Bubbi rifjar upp fyrrnefndan ára- mótadansleik í samtali við blaða- mann. „Björgvin er einn af betri munnhörpuleikurum bransans, það vita ekki margir en hann er ofboðs- lega flinkur munnhörpuleikari.“ Mikil tilhlökkun „Það er helvíti mikil tilhlökkun,“ segir Bubbi um tónleikana í Eld- borg en um þrjú ár eru liðin frá því þeir Björgvin fengu þá hugmynd að halda saman tónleika. Bubbi segir æfingar ekki hafnar en þeir séu farnir að setja saman lagalista. „Ég vil ekki upplýsa hvaða lög ég syng eftir Björgvin en það á eftir að koma á óvart og ég get lofað því að fólk á eftir að gapa yfir sumum lögunum sem Björgvin mun syngja eftir mig og þá sérstaklega einu lagi.“ – Mig grunar að HLH og Brimkló komi við sögu í því … Bubbi hlær. „Það verður alla vega saga til næsta bæjar.“ – Það er langt síðan þið slíðruðuð sverðin. „Já, já. Við Björgvin fórum að hafa samband 1994 eða -5, fórum að hittast og veiða saman. Það má nú kannski segja að það hafi aldrei ver- ið einhvers konar stríðsástand á milli okkar, af og frá, en það var klárlega núningur,“ segir Bubbi kíminn. Ekki megi gleyma því að menn velji sér iðulega hæsta fjallið til að klífa og hreykja sér á. Of lítil fyrir Elvis Bubbi segir að þá Björgvin hafi langað að syngja ákveðin lög eftir hvorn annan og rætt þau sín á milli. „Ég veit ekki hvort fólk gerir sér al- mennt grein fyrir því en Björgvin er mjög flinkur lagasmiður, hefur sam- ið slatta af lögum þótt fólk þekki hann kannski betur sem flytjanda. Ég held að lagasmiðurinn Björgvin fái að njóta sín í Hörpu,“ segir Bubbi. – Er Eldborg nógu stór fyrir ykk- ur tvo í einu? „Já, ég held að Eldborg sé nógu stór fyrir okkur tvo en hún hefði ver- ið of lítil fyrir Elvis,“ svarar Bubbi. – Sem er að fara að troða þar upp! „Steindauður,“ segir Bubbi og hlær innilega. – Þið verðið þó ekki einir á svið- inu, ekki má gleyma hljómsveitinni. „Það er rosa flott lið með okkur, valinn maður í hverju rúmi,“ segir Bubbi en hljómsveitina skipa Þórir Úlfarsson hljómborðsleikari, Þórir Baldursson sem leikur á Hammond, gítarleikararnir Jón Elvar Haf- steinsson og Guðmundur Pétursson, Benedikt Brynleifsson trommuleik- ari og Eiður Arnarsson bassaleikari. Grínistinn Ari Eldjárn verður kynn- ir. „Hann verður örugglega með uppistand,“ segir Bubbi um Ara og bætir því við að mögulega muni Ari taka í gítar og flytja „Stál og hníf“. „Ég get lofað því að fólk á eftir að gapa“  Bubbi Morthens og Björgvin Hall- dórsson halda tónleika saman í Hörpu sdfsdfsdf Glaðhlakkalegir Bó og Bubbi snúa bökum saman í Eld- borg 5. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.