Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 38. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Stundum á klósettinu 30 sinnum á dag 2. Hvað gerði hann við líkið? 3. Handtekin eftir 37 ár á flótta 4. Hoffman fórnarlamb fíkniefnabanns »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Safnanótt verður haldin hátíðleg í dag með ýmsum viðburðum í söfnum höfuðborgarsvæðisins og er hún hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík. Af mörgum forvitnilegum viðburðum má nefna þá sem boðið verður upp á í Borgarskjalasafni. Þar verður m.a. flutt frumsamið dansverk, Syndirnar sjö, kl. 20.30, eftir nemendur og kennara Klassíska listdansskólans, sérsniðið fyrir húsakynni safnsins. Þá verða einnig sýnd skjöl úr safni Klúbbs 44 sem starfsmenn töldu að hefði verið leynikarlaklúbbur en kom- ust að því að hann var í raun klúbbur eiginkvenna pípulagningamanna. Ljósmynd/Christopher Lund Dansverk sérsniðið fyrir skjalasafn  Eistneska söngkonan Tui Hirv er orðin áberandi þátttakandi í íslensku tónlistarlífi en hún flutti hingað til lands í fyrra. Á dögunum kom hún fram með Caput á Myrkum músík- dögum og flutti meðal annars verk eftir sambýlismann sinn, Pál Ragnar Pálsson. Hirv hefur á undanförnum árum komið oft fram með Kammer- kór eistnesku fílharmóníunnar og ný- verið hlaut upptaka með flutningi kórsins á verkinu „Adam’s Lament“ eftir Arvo Pärt Grammy- verðlaun í Bandaríkj- unum fyrir bestan flutning kórs á liðnu ári. Verkið er samið fyrir kór og tvo ein- söngvara og er Tui annar þeirra, í hlutverki engils. Grammyverðlauna- hafinn á Íslandi Á laugardag Norðaustan 13-18 m/s og slydda eða snjókoma norðvestantil, annars víða mun hægari og él, en bjartviðri suðvestanlands. Hiti nálægt frostmarki. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, 10-18 m/s, en 18-23 á Vest- fjörðum í kvöld. Víða slydda eða snjókoma, en hægari og léttir til suðvestanlands seinni partinn. Hiti yfirleitt 0-7 stig, mildast syðst. VEÐUR „Mér er farið að líða betur. Ég er með mun minni verki núna. En ég get ekkert sagt um það ennþá hvort ég mun keppa aftur eða hvort ferl- inum er lokið, þetta er svo nýskeð,“ sagði skíðakonan María Guðmundsdóttir. Allt útlit er fyrir að hún hafi slit- ið krossband í hné öðru sinni á ferlinum þegar hún meiddist í stórsvigskeppni í Þýskalandi á mánudaginn. »4 Veit ekki hvort ferlinum er lokið Haukar halda sínu striki í úrvalsdeild karla í handknattleik og eru áfram með fimm stiga forskot eftir öruggan sigur á Akureyringum á Ásvöllum í gærkvöld. Eyjamenn eru í öðru sæti eftir að hafa lagt Framara að velli í Safamýr- inni og Sturla Ásgeirsson tryggði ÍR sigur á FH í Kaplakrika með marki úr vítakasti undir lokin. »2-3 Haukarnir gefa ekkert eftir á toppnum KR-ingar leika til úrslita á Reykja- víkurmóti karla í knattspyrnu sjötta árið í röð næsta mánudagskvöld. Þeir sigruðu Fylki, 3:1, í undan- úrslitum í Egilshöllinni í gærkvöld en fyrr um kvöldið hafði Fram sigrað Val, líka 3:1, og verður því mótherji Íslandsmeistaranna í úrslita- leiknum. KR hefur þó tapað úrslita- leikjunum undanfarin þrjú ár. »1 KR í úrslitaleikinn sjötta árið í röð ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sjómenn, útgerðarfyrirtæki og aðr- ir sem hlut eiga að máli leggja eðli- lega mikið upp úr góðri nýtingu sjávarfangs. Jón Pétursson, stýri- maður á Vigra RE, leggur sitt af mörkum, en hann hefur, með leyfi Ögurvíkur, útgerðar frystitogarans, fengið að hirða ýmsa furðufiska eða sjaldséðar tegundir, sem hann hef- ur gefið Oddfellow-stúku sinni til styrktar góðu málefni. Nemendur við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi hafa síðan matreitt aflann í sérstakri fiskiveislu stúkunnar. Félög og félagasamtök þurfa á ýmsum fjáröflunum að halda til þess að standa undir eigin rekstri eða til þess að styrkja góð málefni. Mörg íþróttafélög og góðgerð- arsamtök eru til dæmis með þorra- blót, skötuveislur og kúttmaga- kvöld. Jón segir að í fyrra hafi hann stungið upp á því að halda fiski- veislu og bjóða upp á furðufiska eða sjaldséða fiska sem fjáröflun fyrir Oddfellow-stúkuna Leif heppna, þar sem hann er félagi. Framtakið hafi heppnast vel og því hafi hann ákveðið að leggja til afurðir í aðra veislu, sem verður í lok mánaðarins. Veisla fyrir 145 manns „Við erum stöðugt að reyna að finna fjáröflunarleiðir og í fyrra datt mér í hug að það gæti verið sniðugt að vera með veislu og bjóða upp á fisk sem menn þekktu ekki,“ segir Jón um uppátækið. „Jafn- framt fengum við Hótel- og mat- vælaskólann í lið með okkur og þannig fá nemendur tækifæri til þess að mat- reiða sjaldgæfar teg- undir. Fiskiveislan mikla varð til og í fyrra vorum við með tegundir eins og stinglax og lang- hala. Nú bjóðum við til dæmis upp á langhala, ferska tinda- bikkju og geirnyt eða rottufisk. Í fyrra mættu 85 manns og nú stefnum við á að halda 145 manna veislu. Eðlilega er ekki mikið af hverri fisktegund í boði en við reyn- um að haga því þannig til að allir fái að smakka á sem flestum teg- undum.“ Hann bætir við að til þess að geta boðið upp á fulla máltíð sé bætt við á veisluborðið algengum tegundum eins og þorski, karfa, rauðsprettu, makríl og síld. Jón segist hafa augun opin fyrir sjaldgæfum fiskum í hverjum túr, en megnið af afurðunum í veisl- urnar hafi hann fengið í tveimur túrum í hvort sinn. „Þetta hefur mest veiðst á djúpslóð,“ segir hann og áréttar að Vigri leiti víða fanga allt í kringum landið. Furðufiskar og fjáröflun  Fiskiveisla kemur öllum við- komandi til góða Morgunblaðið/RAX Afli Jón Pétursson, stýrimaður á Vigra, hefur augun opin fyrir sjaldgæfum tegundum og furðufiskum. Margir furðufiskar og sjaldgæfir fiskar hafa veiðst við Ísland. Sjó- menn hafa verið iðnir við að bera slíka fiska á land og býr Hafrannsóknastofnun m.a. að því auk þess sem skólar og nemendur hafa notið góðs af. „Geirnytin er einna skringilegasti fisk- urinn sem við bjóð- um upp á,“ segir Jón Pétursson um hlaðborðið í fiskiveislunni miklu en áréttar að tegundin sé þó ekki eins sjaldgæf og ætla mætti. „Við fáum alltaf eitthvað af henni, allt að 50 kíló í hali, en fiskurinn með hala getur orðið um 50 til 60 sentimetra langur. Síðan er það stinglaxinn, sem fæst á djúpslóðinni og er mjög bragðgóður. Þessi fiskur er á portúgölsku frímerki en stinglax þykir herramannsmatur í Portú- gal og á Spáni.“ Stinglaxinn bragðgóður MARGAR TEGUNDIR SJALDGÆFRA FISKA VIÐ LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.