Morgunblaðið - 18.02.2014, Síða 23

Morgunblaðið - 18.02.2014, Síða 23
MINNINGAR 23 Elsku besta amma mín. Ég á erf- itt með að trúa að þú sért fallin frá, þetta hafa verið erfiðir dagar en það hefur hjálpað mér að hugsa um allar dásamlegu minningarnar sem við áttum sam- an. Þú hefur reynst mér ótrúlega vel og verður alltaf fyrirmyndin mín. Elsku amma, þú varst alltaf svo vel tilhöfð, listræn, góðhjört- uð og hjálpsöm. Það er ekki hægt að hugsa sér glæsilegri konu en þig, þú varst og verður alltaf flott- ust í mínum augum. Ég fór aldrei tómhent heim frá þér. Þú varst alltaf að gefa mér fallega hluti sem ég mun alltaf passa upp á vegna þess að þeir eru mér svo kærir. Elsku amma, ég gleymi aldrei þegar við saumuðum saman á saumavélina, okkur fannst svo gaman að sauma saman og þú elskaðir að fylgjast með hvað ég var að sauma í skólanum. Ég hlakkaði alltaf til að koma í heim- sókn til ykkar afa, þú varst uppá- haldskokkurinn minn enda talað- ir þú alltaf um að það væri skemmtilegast að gefa mér að borða af því að ég borðaði svo vel og snyrtilega. Þú varst líka algjör húmoristi. Ég og bestu vinkonur mínar höfðum svo gaman af þér þegar þú komst og sagðir okkur brandara og spjallaðir við okkur. Ég er svo montin af þér elsku amma. Amma mín, við höfum gert svo mikið saman, við fórum til Noregs og Flórída þar sem við höfðum það æðislegt. Allar sum- arbústaðarferðirnar þar sem við nutum þess að hafa það notalegt og borða góðan mat. Mér finnst líka alltaf svo gaman að segja vin- konum mínum frá því að ég ætti sko langömmu sem færi í fótbolta með mér í sveitinni. Mér þykir svo dásamlegt hvað þér fannst gaman að hlusta á mig spila á píanóið og þið afi mættuð alltaf á alla píanótónleika hjá mér, sem mér þykir ótrúlega vænt um. Mér þykir líka ómetanlega vænt um að þú skulir hafa hringt á hverju kvöldi, bara til að tala við mig og spyrja hvernig dagurinn hafi verið, hvernig mér gengi og hrósa mér, svo sagðir þú alltaf við mig í símann að ég væri svo upp- lífgandi og þessa setningu þykir mér ofboðslega vænt um. Þú sagðir líka oft við mig að ég væri besta vinkona þín og þú verður líka alltaf besta vinkona mín. Elsku amma mín, ég er svo þakk- lát fyrir að hafa átt dásamlega tíma með þér og hafa fengið að eyða síðustu sólarhringunum með þér þótt ég vildi geta eytt ennþá meiri tíma með þér ef ég gæti. En ég er ólýsanlega stolt af þér og ég veit að þú fylgist vel með mér og passar upp á mig og alla fjölskyld- una þína því þú varst algjör fjöl- skyldukona. Ég ætla að halda áfram að gera þig stolta. Ég elska þig, elsku amma mín, og þín er sárt saknað en ég hitti Sjöfn Hjörleifsdóttir ✝ Sjöfn Hjörleifs-dóttir fæddist 7. nóvember 1934. Hún lést hinn 6. febrúar 2014. Útför Sjafnar var gerð 17. febrúar 2014. þig aftur seinna amma mín. Ástar- kveðjur. Besta vinkona þín, Elín Helga. Elsku besta amma mín, fráfall þitt er mikill missir fyrir okkur öll, fjöl- skylduna og alla þá sem hafa fengið að njóta nærveru þinnar. Glæsilegri manneskju get ég ekki ímyndað mér, þú varst alltaf svo vel tilhöfð, glaðlynd og sú allra heiðarlegasta. Það sem einkenndi sambandið milli okkar var allra helst það hvað við vorum náin og góðir vinir, sérstaklega ég, þú og afi. Stundirnar sem við þrjú eyddum saman voru ófáar og ómetanlegar og það skipti ekki máli hvort við sátum fyrir framan sjónvarpið eða vorum stödd úti á landi, allar stundir voru jafn skemmtilegar og dýrmætar. Mér finnst líka mikilvægt að taka það fram hvað þið afi eigið stóran hluta í okkur fjölskyldunni, þið tengduð okkur öll svo vel saman og hélduð utan um fjölskylduna í heild sinni og þar af leiðandi á ég erfitt með að ímynda mér þá tíma sem framundan eru, að fá ekki að hitta þig reglulega, að fá ekki að eyða fleiri góðum stundum með þér og halda áfram að þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur fært mér. Ég á einungis góðar og litríkar minningar í bankanum amma mín. Ég byrjaði snemma að lita og mála og þjálfa sköpunarhæfi- leikana, þökk sé þér þar sem þú útvegaðir mér öll tæki og tól, enda skilur þú eftir þig ófá lista- verkin og prýða tvö þeirra her- bergið mitt. Ég man sérstaklega vel eftir því að reglulega gerði ég mér ferð með þér í lagningu sem ungur drengur, þar sem við átt- um gott og uppbyggilegt spjall við hárgreiðsludömurnar og ég vildi helst fá að skipta mér af öllu því sem fór fram á staðnum. Eins og þú varst nú glæsileg kona þá var það alls engin tilviljun að þú vannst í Glæsibæ, þangað tókstu mig oft með í vinnuleiðangur og skemmtum við okkur konunglega og ræddum allt milli himins og jarðar. Elsku amma mín, við eigum saman frábærar minningar, frá Blikanesinu, Guðnabakka, Haukalindinni, Noregi og Flór- ída, og verð ég ævinlega þakklát- ur fyrir allt það sem þú hefur kennt mér í gegnum tíðina; mannasiðina, góðu viskumolana, framkomuna og þau góðu lífsgildi sem þú hefur gefið mér. Ég hefði óskað þess að fá lengri tíma með þér og geri það ennþá. Ég mun ávallt halda uppi heiðri þínum og ef það sem við trúum á stenst munum við hittast seinna og ég veit að þú tekur vel á móti mér elsku amma mín. Ég elska þig og sakna þín sárt. Með kærri kveðju, besti þinn, Aron Freyr Lárusson. Elsku amma mín, af hverju þú? Þú fórst alltof fljótt frá okkur, missir okkar er mikill og ég sakna þín afar mikið. Við ætluðum að gera svo margt saman. Það er svo tómlegt án þín, annan máttar- stólpann vantar í stórfjölskyld- una. Minningarnar streyma fram, allar yndislegu stundirnar sem ég átti með ykkur afa. Ég hugsa með söknuði til upp- vaxtaráranna í Ólafsvík, fyrstu skref mín í sambúð á Blikanesinu og svona mætti lengi telja. Þegar ég hugsa til bernskuáranna er mér efst í huga þakklæti. Þú varst einstök, glaðlynd, falleg innan sem utan, ástrík, heiðarleg, traust og ávallt vel til höfð, glæsilegri konu hef ég ekki kynnst. Þú barst með þér mikinn þokka og glæsi- leika. Þú hefur verið mín fyrir- mynd í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur í lífinu. Ég hef ávallt verið stolt af þér. Vinir mínir og samferðafólk hefur oft haft á orði hve glæsileg þú værir og hversu einstaka persónutöfra þú hafðir. Þér var svo margt til lista lagt, listræn varstu og fagurkeri. Ég man hvað ég var ánægð þegar þú leyfðir mér ungri að að- stoða þig við að pakka inn jóla- gjöfum, nostrað var við hvern pakka og hann skreyttur af hjart- ans list. Handbragð þitt er um allt og heimili mitt ber þess vel merki. Listaverkin eftir þig eru mörg og sú ást og umhyggja sem þú færðir okkur býr í hjarta mér. Hefðirnar þínar lifa áfram, fjölskylduhefð- irnar og lífsgildin sem þú kenndir mér. Jólin voru uppáhaldstíminn okkar og hafa ávallt skipað stóran sess í lífi stórfjölskyldunnar, þökk sé þér og afa. Fjölskyldan var þitt hjartans mál, þér var mjög um- hugað um að okkur öllum gengi vel, þú tókst virkan þátt í öllu því sem barnabörnin og barnabarna- börnin tóku sér fyrir hendur. Þú varst mikilvæg í lífi barnanna minna. Þú gafst þeim svo mikið af þér og þú varst kletturinn þeirra. Ég er innilega þakklát fyrir þann tíma sem þau áttu með þér og nutu visku þinnar og umhyggju. Þú verður áfram leiðarljós í okkar lífi. Þú hafðir yndi af ferðalögum, þú og afi eruð okkar uppáhalds- ferðafélagar og þær eru ófáar bú- staðarferðirnar sem við fórum í saman, hlógum, lékum okkur og borðuðum góðan mat. Bústaðar- ferðir með ykkur afa og utan- landsferðirnar eru dýrmætar minningar sem við geymum í hjarta okkar. Mikið skemmtum við okkur vel, amma mín. Þú varst mikill gleðigjafi og fékkst okkur iðulega til að hlæja og njóta augn- bliksins. Ég heyri hlátur þinn og ég sé fallegt bros þitt og ljóma í augunum. Við lögðum áherslu á að vera með glæsilegt veisluborð á mat- málstímum. Bestu samveru- stundir okkar voru við matar- borðið, við nutum þess að snæða saman í fallegu umhverfi og spjalla um alla heima og geima. Þetta voru gæðastundirnar okk- ar. Elsku amma, ég hélt í höndina á þér þegar þú hvarfst á braut úr þessum heimi, ég get ekki lýst með orðum hversu sorgmædd ég er, tárin streyma en ég er þakklát fyrir allt það sem við áttum sam- an og fyrir að hafa fengið að vera hjá þér eins lengi og hægt var. Á kvöldin bíð ég eftir að þú hringir eins og þú varst vön að gera, ég sakna þessara símtala meira en orð fá lýst. Þú varst mér heimsins besta amma, við vorum nánar. Ég lofa þér, elsku amma, að við mun- um passa elsku afa og ég mun halda áfram utan um stórfjöl- skylduna eins og þú hefðir viljað. Fjölskyldan var þér allt, þú varst svo stolt af fjölskyldunni, öll börn- in voru sólargeislarnir í lífi ykkar afa. Ég elska þig, amma mín, þú varst mér svo miklu meira en amma. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín, Sjöfn. Í dag kveð ég hana ömmu mína, Sjöfn. Ég vissi það fyrir víst að þessi dagur kæmi einhvern tíma en ekkert hefði getað und- irbúið mig undir þá miklu sorg sem því fylgir. Ég sakna hennar alveg óskaplega sárt og sú til- hugsun að ég eigi aldrei aftur eft- ir að sjá hana og taka utan um hana er mér á þessari stundu óskiljanleg því hún er mér svo ljóslifandi í minningunni. Alla mína ævi hefur hún verið til stað- ar og það er erfitt að ímynda sér það sem koma skal án hennar. Amma Sjöfn var alveg sérstök kona og minningar eru margar en ég man sérstaklega eftir því sem barn þegar ég fylgdist með henni hafa sig til, setja í sig rúllur og varalita sig. Fyrir mér var þetta alveg toppurinn á tilverunni þá, fá að vera með ömmu, velja mér há- hælaða skó, hanska og slæðu og þramma síðan um Engihlíðina eins og amma. Elsku amma mín, ég mun aldrei gleyma þér og eins og þú passaðir upp á okkur öll hvort sem við vorum nær eða fjær á meðan þú lifðir, þá veit ég að þú verður alltaf hjá okkur og heldur áfram að passa okkur. Hvað sem ég geri og hvert sem ég fer þá ertu alltaf hjá mér elsku amma. Hvíl í friði elsku amma mín. Sif. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014 Ég man þegar ég kom til þín og afa þegar ég var lítil og horfði á teiknimyndir, þú nenntir alltaf að horfa á þær með mér. Svo var auðvitað alltaf til fullt af nammi í nammiskúffunni ykkar, nammi sem ég hakkaði í mig. Þú varst alltaf svo rosalega góð við mig, já bara við alla. Ég man ekki eftir að þú hafir verið leiðinleg við einhvern eða skammað einhvern, nema kannski kettina sem komu í garðinn ykkar og þú rakst í burtu af því að þú vildir ekki að þeir myndu meiða fuglana sem voru að éta fuglamatinn sem þú hafðir gefið þeim. Ég man líka þegar ég kom til þín á meðan afi var í vinnunni og litaði ófáar myndirnar í litabækur á meðan þú horfðir á Leiðarljós. Allar ferðirnar í Sléttuhlíðina voru líka svo yndislegar. Við sátum á pallinum eða vorum inni að spila og svo kom afi allt- af með eitthvert gotterí úr bak- aríinu þegar hann var búinn að vinna. Ég fór líka oft með ykk- ur mömmu í Smáralindina eða í bæinn og við settumst á kaffi- hús og höfðum það notalegt. Oftar en ekki fór ég svo með eitthvað skemmtilegt heim sem þú hafðir keypt fyrir mig. Þú gafst mér til dæmis mína fyrstu takkaskó í einni af Smáralind- arferðunum okkar. Þú spurðir alltaf hvernig mér gengi í fótboltanum og skólan- um og þú vildir alltaf passa upp á að okkur krökkunum gengi vel og liði vel. Svo varstu líka svo flink í höndunum og prjón- aðir, saumaðir og heklaðir svo flott. Ég man til dæmis að þú prjónaðir alla vettlinga og sokka á mig í mörg ár og svo varstu alltaf að gefa okkur flott jólaskraut sem þú bjóst til. Takk fyrir allt elsku besta amma mín. Þú varst alltaf svo yndisleg, elsku amma mín. Melkorka Katrín Flygenr- ing Pétursdóttir. Elsku hjartans amma mín. Ég sit hér og hugsa um allar minningarnar sem ég á um þig. Ég get ekki gert upp á milli stundanna sem við áttum sam- an, þær eru allar jafndýrmætar. Þú varst snillingur í að segja sögur. Ég man ófáar stundirnar þar sem ég lá við hliðina á þér uppi í rúmi og fékk að velja æv- intýri. Það skipti ekki máli hvað ég valdi, þú kunnir þau öll. Í hvert skipti barðist ég við að halda mér vakandi til að heyra meira. Stundum þegar þú varst alveg að sofna varstu farin að blanda saman fjórum ævintýr- um í einni setningu og rankaðir við þér þegar ég pikkaði í þig. Í staðinn fyrir að bjóða góða nótt hélstu áfram þangað til ég sofn- aði. Ég man alla handbolta- landsleikina sem við horfðum saman á. Þú, þessi fallega og flotta frú, sast límd við skjáinn og útskýrðir leikinn fyrir mér og kenndir mér nöfnin á öllum leikmönnunum. Þú varst svo blíð og góð. Ég man ekki eftir að þú hafir skammað mig né æst þig við mig og það er ekki mér að þakka. Þú máttir ekkert aumt sjá og varst góð við alla, stóra sem smáa, menn sem dýr. Þú sást til þess að hver einasti fugl Hafnarfjarðar fengi nóg að éta Margrét Dagbjört Bjarnadóttir ✝ Margrét Dag-björt Bjarna- dóttir fæddist 2. október 1931. Hún andaðist 6. febrúar 2014. Útför Mar- grétar fór fram 17. febrúar 2014. yfir vetrartímann. Þú laumaðir mat undir borð til Timmu í hvert ein- asta skipti sem þú komst í mat og hélst að við tækj- um ekki eftir því. Þér fannst þú aldrei yfir aðra hafin og sýndir það í framkomu og verki. Þrátt fyrir að vera góðmennskan uppmáluð varstu aldrei nein gufa og þú hafðir húmorinn í lagi fram á síðustu stundu. Ég dáist að því hvað þú varst fjölhæf og list- ræn. Þú hafðir alltaf nóg að gera og í frítímanum varstu iðin við handavinnu, leystir kross- gátur og lagðir kapla á meðan þú hlustaðir á óperur. Það var svo yndislegt að heimsækja þig um jólin elsku amma, setjast hjá þér á rúmið og spjalla. Mér þykir svo leið- inlegt að hafa ekki verið á land- inu til að kveðja þig. Ég er þér svo þakklát fyrir allt sem þú hefur kennt mér, heimurinn væri svo miklu betri ef fleiri væru eins og þú. Hún amma mín er mamma hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á. En gaman væri að gleðja hana ömmu og gleðibros á vanga hennar sjá. Í rökkrinu hún segir mér oft sögur og svæfir mig er dimma tekur nótt. Syngur við mig sálmakvæðin fögur sofna ég þá bæði blítt og rótt. (Guðrún Jóhannsdóttir frá Braut- arholti) Berglind Drífa Flygenring Pétursdóttir. Elsku amma mín. Mikið sakna ég þín. Þú varst svo sannarlega vel af Guði gerð og gafst mikið af þér. Þú hafðir svo góða nærveru, hlýjan faðm og styrka hönd. Við áttum svo margar góðar stundir saman síðastliðin 23 ár og fyrir þær er ég ævinlega þakklát. Það var gott að eiga sér skjól hjá þér og varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að annast þig þín síðustu ár. Ég er þér svo þakklát fyrir allt sem þú gafst mér. Í dag kveð ég þig í hinsta sinn með miklum söknuði, elsku amma mín. Þú átt sérstakan stað í hjarta mínu. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. Þegar stjörnurnar blika á himnum finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir mér. Þegar morgunbirtan kyssir daginn, finn ég kossana líka frá þér. Þegar æskan spyr mig ráða, man ég orðin sem þú sagðir mér. Vegna alls þessa þerra ég tárin því í hjarta mínu finn ég það, að Guð hann þig amma mín geymir á alheimsins besta stað. Ótti minn er því enginn er ég geng áfram lífsins leið. Því með nestið sem amma mín gaf mér, veit ég að gatan hún verður greið. Og þegar sú stundin hún líður að verki mínu er lokið hér. Þá veit ég að amma mín bíður og með Guði tekur við mér. (SD) Stefanía Á. Albertsdóttir (Steffý). Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA S. GUÐJÓNSDÓTTIR, Njarðvíkurbraut 24, Reykjanesbæ, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 5. febrúar, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 20. febrúar kl. 13.00. Sigríður Sigurðardóttir, Guðjón L. Sigurðsson, Louisa Aradóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Eggert Ólafsson, Kolbrún A. Sigurðardóttir, Gunnar Sigurðsson, Halldóra M. Svavarsdóttir, Kristín S. Sigurðardóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HALLFRÍÐUR STEINUNN ÁSMUNDSDÓTTIR, Dista, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 15. febrúar. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 21. febrúar kl. 13.00. Tryggvi Gunnarsson, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Halldór Gunnarsson, Selma Björk Grétarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.