Morgunblaðið - 18.02.2014, Síða 30

Morgunblaðið - 18.02.2014, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014 Íslenska ullin er einstök Sjá sölustaði á istex.is FERMINGAR : –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 3. mars. SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Fermingarblaðið er eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 7. mars. María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Mennta- og menningarmálaráðu- neytið hefur undirritað þriggja ára styrktarsamning við Reykjarvík- urAkademíuna. Meginmarkmið samningsins er að efla formlegan vettvang fyrir sjálfstæðar rann- sóknir og nýsköpun með rekstri á rannsóknarstofnun og virkja og tengja þann mannafla sem stundar sjálfstæðar rannsóknir og hvetja til faglegs samstarfs milli einstaklinga og annarra stofnana innanlands sem utan. ReykjarvíkurAkademían er rannsóknar og nýsköpunarstofnun í menningar-, hug- og félagsvísindum sem stofnað var fyrir sextán árum. Með þessum samningi er búið að tryggja starfsgrundvöll stofnunar- innar. Reksturinn tryggður „Akademían er í upphafi grasrót- arhreyfing þar sem fræðimenn sem stunduðu sjálfstæðar rannsóknir og stóðu fyrir utan háskólana tóku höndum saman og stofnuðu ákveðið samfélag,“ segir Sólveig Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík- urAkademíunnar, en samkvæmt fjárlögum 2014 fær Reykjavík- urAkademían 18 milljónir króna. „Með þessum samningi er rekst- urinn tryggður og markmið og hlut- verk stofnunarinnar gagnvart ráðu- neytinu er skýrara en áður. Við veitum rannsóknarþjónustu og höf- um líka eigið frumkvæði að rann- sóknar- og þróunarverkefnum líkt og aðrar rannsóknarstofnanir. Þessi umgjörð utan um þá þjónustu sem rannsakendur fá bæði handleiðslu í gegnum umsóknarferlin og það að reka rannsóknarverkefnin. Innan stofnunarinnar hefur byggst upp mikil reynsla á hvernig staðið skuli að rannsóknarverkefnum bæði inn- lendum sem og erlendum sem mun koma til með að nýtast mörgum sem huga að rannsóknum. Þá er yfir- byggingin mjög lítil þannig að við er- um vel í stakk búin til þess að veita skjólstæðingum okkar betri og per- sónulegri þjónustu.“ Ávinningurinn ótvíræður Sólveig segir að ávinningurinn af starfsemi sem þessari sé ótvíræður. „Þær rannsóknir sem falla fyrir utan háskólasamfélagið eru mjög verð- mætar vegna þess að þetta eru oft á tíðum fjárhagslega hagkvæmari rannsóknir þar sem fleiri krónur fara í rannsóknina sjálfa en ekki bara í umsýslu auk þess sem störf innan háskólanna eru ekki það mörg. Við erum því að gera fræði- mönnum betur kleift að vinna við sitt fag.“ Sólveig segir mikla þörf á þjón- ustu sem þessari. „Síðustu ár hefur umhverfið verið þannig að innlent rannsóknarfé hef- ur leitað í auknum mæli inn í há- skólana sjálfa en það er sem betur fer að verða breyting á því og á þessu ári eru fleiri fleiri styrkir að fara til fræðimanna í sjálfstæðum rannsóknum. Þá má geta þess að á síðasta ári tók til starfa starfslaunasjóður sjálf- stætt starfandi fræðimanna og hefur mjög jákvæð áhrif á starfsumhverfi þessara fræðimanna.“ Stór hópur fræðimanna Alls hafa 144 einstaklingar haft aðsetur í ReykjavíkurAkademíunni um lengri eða skemmri tíma. Athug- un Elsu Eiríksdóttur leiddi í ljós að hátt á fjórða hundrað manns hefur lokið eða stundar nú doktorsnám í menningar-, hug- og félagsvísindum það sem af er 21. öldinni. „Þessar tölur eru sláandi og sýna glögglega hvað þessi hópur sem við komum til með að hlúa að er í raun og veru stór.“ Fer í rekstur stofnunarinnar Fjármunirnir munu fyrst og fremst fara í rekstur stofnunarinnar og umsýslu rannsókna. „Hér er fyrirkomulagið þannig að þú borgar leigu og þjónustugjald fyrir aðstöðuna og því fer fjár- magnið frá ríkinu eingöngu í það að reka stofnunina og skrifstofuna og drífa þetta kerfi áfram. Um leið og þú færð aðstöðu hér þá borgarðu með þér. Styrktarupphæðin skiptir þó sköpum. Hún gerir það að verk- um að við getum tekið þátt í rann- sóknarverkefnum og fengið erlent rannsóknarfé bæði til rannsókna og ekki síður í umsýsluna,“ segir Sól- veig. ReykjavíkurAkademían leggur sérstaka áherslu á að veita ungum vísindamönnum í rannsóknartengdu framhaldsnámi innanlands sem utan aðstoð og aðstöðu eftir föngum. Við undirritun samningsins 5. febrúar bundust aðilar fastmælum um að standa að sameiginlegu mál- þingi í haust um stöðu sjálfstæðra rannsókna á Íslandi. 18 milljónir til Reykja- víkurAkademíunnar  Fræðimönnum gert kleift að vinna við sitt fag Morgunblaðið/Kristinn Fræði Sólveig Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar, telur samninginn styrkja fræðastarf og rannsóknir til mikilla muna. Mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði þriggja ára samning við RA nýverið. Leikritið Sek eftir Hrafnhildi Hagalín hefur verið valið af val- nefnd Leiklistarsambands Íslands og Félags leikskálda og handrits- höfunda til þátttöku fyrir Íslands hönd í Leikskáldalest Norrænu sviðslistadaganna sem fram fara í júní nk. Leikskáldalestin sviðsetur leiklestur á völdum verkum frá Norðurlöndunum í Noregi, Dan- mörku, Svíþjóð, Finnlandi og Ís- landi. Sek var frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í október sl. undir leik- stjórn Ingibjargar Huldar Haralds- dóttur og byggist á dómsmáli frá 19. öld. „Lífsþræðir ábúenda og vinnumanns í Rifshæðarseli á Mel- rakkasléttu fléttast saman í örlaga- ríkum ástarþríhyrningi. Með því að styðjast við texta og tilsvör úr dóm- skjölum frá þessum tíma byggir höfundurinn, Hrafnhildur Hagalín, upp spennandi atburðarás sem kemur áhorfandanum sífellt á óvart,“ segir m.a. í tilkynningu. Hrafnhildur hlaut leikskálda- verðlaun Norðurlanda 1992 fyrir leikrit sitt Ég er meistarinn ásamt því að hljóta Norrænu útvarpsleik- húsverðlaunin og Grímuna 2013 fyrir útvarpsverkið Opið hús. Sek í Leikskáldalest Norrænna sviðlistadaga Sek Aðalbjörg Árnadóttir og Þráinn Karlsson í hlutverkum sínum hjá LA. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.