Morgunblaðið - 20.02.2014, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
flottir í flísum
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Ef ráðist yrði í allar þær framkvæmdir sem
stjórnendur Vatnajökulsþjóðgarðs telja nauðsyn-
legar í þjóðgarðinum mun kostnaður við þær
hlaupa á einhverjum milljörðum, að sögn fram-
kvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Á þessu ári
fær sjóðurinn á hinn bóginn aðeins um 90 millj-
ónir á fjárlögum til fram-
kvæmda og gerir lítið annað
en að klára það sem byrjað
var á í fyrra. „Þetta verður
dálítið dapurt í ár,“ segir
Þórður H. Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri þjóðgarðsins.
Dýrasta framkvæmdin árið
2014 er bygging skála við
Drekagil. Skálinn var boðinn
út í fyrra og var lægsta boð
um 50 milljónir. Hann er um
130 fermetrar, látlaus, með risi. Í honum er eng-
inn íburður en kostnaður við orkuöflun og frá-
rennsli vegur þungt, að sögn Þórðar. Skálinn
verður líka að vera stöndugur. „Þarna getur gert
vetrarveður á miðju sumri. Þetta er alvöruhús á
alvörustað og við ætlum að standa almennilega
að umbúnaði um okkar fólk,“ segir hann.
Þórður bendir á að Drekagil sé lykilstaður á
hálendinu og þaðan sinni landverðir mjög um-
fangsmiklu svæði. Ferðamennska fari þar vax-
andi og í framtíðinni sé gert ráð fyrir að allt að
fimm starfsmenn þjóðgarðsins geti haft aðsetur í
Drekagilsskálanum. Í sumar verða þeir þrír.
Hluti af kostnaði við skálann verður greiddur af
fjárveitingu síðasta árs.
Í uppnámi vegna áforma um gjaldtöku
Í sumar á einnig að reisa útsýnispall við
Ófærufoss í Eldgjá auk snyrtiaðstöðu. Í Skafta-
felli á að ljúka hitaveituframkvæmdum, bæta
merkingar, lagfæra göngustíga auk þess sem
skoða á möguleika á reiðhjólaleiðum á völdum
stöðum o.fl. Einnig er stefnt á að gera göngubrú
á Kolgrímu við Skálafell. Þá er á áætlun að reisa
ný salerni við Dettifoss vestanverðan í stað gam-
alla salerna.
Deilur um eignarhald á svæðinu valda því að
sú fyrirætlan er í uppnámi. Eins og kunnugt er
hyggja landeigendur á gjaldtöku við fossinn og
hafa lýst því yfir að hún hefjist strax í vor. Þórð-
ur bendir á að Dettifoss sé að verða mjög vinsæll
áfangastaður að vetri til, m.a. í kjölfar þess að
vegurinn þangað frá hringveginum hafi verið
byggður upp. Frekari vegbætur eru fyrirhug-
aðar. Nauðsynlegt sé að bæta aðkomu að foss-
inum, ekki síst til að tryggja öryggi ferðamanna.
Við Langasjó stendur til að gera bílastæði
nokkru vestan við veiðihús sem þar stendur, og
reisa þar einnig salerni.
Þar með eru framkvæmdir Vatnajökuls-
þjóðgarðs sumarið 2014 að mestu upptaldar.
Þórður segir að framkvæmdalistinn taki mið
af því að fjárráðin séu alltof lítil, m.a. í ljósi þess
að þjóðgarðurinn teygi sig yfir um 14.000 ferkíló-
metra og innan hans séu margar af helstu nátt-
úruperlum landsins. Mjög víða þurfi að bæta sal-
ernisaðstöðu. Enn sé ferðamönnum víða boðið
upp á gamaldags kamra og fólk verði hreinlega
að halda fyrir nefið og skjótast síðan inn og út.
Þannig sé til dæmis staðan við Öskju; tveir
kamrar og engin aðstaða fyrir hreyfihamlaða, og
brýnt að bæta úr. „Þetta þótti bara vera ágætis
aðstaða fyrir svona tíu árum,“ segir hann.
Leggja þvers og kruss á mel við Öskju
Við Vikraborgir í Öskju sé frumstætt bílastæði
fyrir þá sem vilja ganga að Öskjuvatni, sem er
bara melur þar sem er lagt þvers og kruss. „Og
það eru margir svona staðir í þjóðgarðinum þar
sem þyrfti að gera betri göngustíga og slíkt.“
Sem stendur er enginn peningur til fyrir slíku.
Þórður vonast til að fjármunir fáist til uppbygg-
ingar á ferðamannastöðum. Hvaða kerfi sem
verði fyrir valinu sé ljóst að þörf á uppbyggingu
sé mikil – hálfur til einn milljarður á ári sé engin
ofgnótt.
Vatnajökulsþjóðgarður/Tölvumynd
Fært Tölvuteiknuð mynd af fyrirhuguðum útsýnispalli við Ófærufoss í Eldgjá. Hann á að rísa í sumar.
Verða að klípa um nefið
Telja þörf á milljörðum til að byggja upp aðstöðu í Vatnajökulsþjóðgarði
Fá um 90 milljónir á fjárlögum 2014 Vaxandi ferðamennska í Drekagili
Þórður H. Ólafsson
Gildistöku nýrra
náttúruverndar-
laga verður frest-
að frá 1. apríl á
þessu ári til 1. júlí
árið 2015 sam-
kvæmt sameig-
inlegu áliti full-
trúa allra flokka í
umhverfis- og
samgöngunefnd
Alþingis.
Sigurður Ingi Jóhannsson um-
hverfisráðherra hafði áður lýst því
yfir að hann hygðist fella lögin úr
gildi og hefja endurskoðun á nátt-
úruverndarlögum. Þess í stað leggur
nefndin til að gildistökunni sé frest-
að og hafa fulltrúar hennar tekið
saman helstu álitaefni sem þarf að
fara yfir, að sögn Höskuldar Þór-
hallsonar, formanns hennar.
Landvernd fagnar tillögu nefnd-
arinnar en samtökin höfðu lagt til að
slík sáttaleið yrði farin. Hvetja sam-
tökin Alþingi til að fá sem flesta að
vinnu við að leysa úr ágreinings-
efnum sem tengjast lögum um nátt-
úruvernd, þar á meðal sérfræðinga á
sviði náttúruvísinda, fulltrúa nátt-
úruverndar- og útivistarfélaga og
aðra hagsmunaaðila.
Sátt um
náttúru-
verndarlög
Ekki felld úr gildi
en frestað til 2015
Höskuldur
Þórhallson
„Maður frelsar
ekki heiminn á
fáum dögum.
Getur þó vakið
máls á ýmsu og
ég tók sam-
göngur við Eyjar
fyrir í jómfrú-
ræðu,“ segir Geir
Jón Þórisson, fv.
yfirlögregluþjónn
á höfuðborg-
arsvæðinu. Hann tók í gær sæti á Al-
þingi sem varamaður Ásmundar
Friðrikssonar. Geir Jón býr nú í
Eyjum og skipaði 5. sætið í lista
Sjálfstæðisflokks í kosningunum í
fyrra. Hann er 2,05 m. á hæð.
„Þingsalurinn er lítill og þar er
þröngt fyrir stóra menn. Og það er
nýtt fyrir mig að vera í sal eftir að
hafa verið svo oft á vakt fyrir utan
húsið,“ segir Geir Jón. sbs@mbl.is
Þröng á
þingi fyrir
stóra menn
Geir Jón
Þórisson
„Núna er aðeins orðið skýjað og frostið hefur alveg hrap-
að niður síðustu klukkutíma. En þegar svona viðrar för-
um við ekki meira úr húsi en við nauðsynlega þurfum.
Eðlilega er allt sauðfé á húsi þegar svona stendur á.
Raunar hefur það ekki farið út síðan í október því hér er
þykkur snjór yfir öllu. Og eftir svona frost marrar auð-
vitað í hverju spori þegar fólk gengur á snjónum,“ segir
Elín Baldursdóttir í Svartárkoti í Bárðardal. Þar nyrðra
hefur verið brunagaddur síðustu daga og klukkan fjögur
fyrrinótt fór gaddurinn þar niður í -26,7 gráður. Nokkur
ár eru síðan orðið hefur svona kalt í Bárðardalnum.
Þetta er þó alls ekki fordæmalaust og í því sambandi
bendir Elín á að Svartárkot er sé langt inni í landi og
nánast við hálendisbrúnina í um 400 metra hæð.
„Ég rak upp stór augu“
Í kuldanum í Mývatnsveit bar annars helst til tíðinda
að í fyrrinótt, þegar gaddurinn fór í tæpar 23 gráður,
voru þar fyrstu tjaldferðamenn ársins. „Þau voru þrjú
saman. Eru útlendingar, vel útbúin og sennilega mikil
hraustmenni. Sjálfur hefði ég ekki lagt í svona útivist og
rak raunar upp stór augu þegar ég sá tjaldið þarna fyrir
utan verslunina hér í Reykjahlíð,“ segir Mývetningurinn
Einar Jónsson við Morgunblaðið. sbs@mbl.is
„Við förum ekki úr húsi
nema nauðsynlegt sé“
26,7 stiga frost í Bárðardal Tjaldferðamenn við Mývatn
Ljósmynd/Einar Jónsson
Mývatn Tjölduðu og létu kuldann ekki neitt á sig fá.
Fjölmörg verkefni eru framundan á næstu
2-3 árum og flest eru þau sett fram í
stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins.
Setja á upp snyrtingar og lagfæra göngu-
stíga á fjölda staða. Setja á upp göngubrýr
á a.m.k. níu stöðum, reisa upplýsingahús á
fimm stöðum, bæta aðstöðu fyrir hreyfi-
hamlaða víða. Einnig á að reisa landvarða-
hús á tveimur stöðum; við Gjallanda á
Gæsavatnaleið og í Hólaskjóli á leiðinni um
Fjallabak og hugsanlega víðar. Þá er þess
vænst að hafist verði handa við byggingu
þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri á
næstu árum.
Mikið á áætlun
GÖNGUBRÝR OG SNYRTINGAR