Morgunblaðið - 20.02.2014, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Forsvarsmenn ASÍ-félaga sem
felldu kjarasamningana hafa að und-
anförnu leitað leiða á óformlegum
fundum með fulltrúum Samtaka at-
vinnulífsins til að leysa úr þeirri
stöðu sem upp er komin og hvort
unnt er að ná samkomulagi sem fé-
lögin telja verjandi að bera undir at-
kvæði félagsmanna. Fjórar vikur
eru liðnar frá því að í ljós kom að um
helmingur ASÍ-félaga felldi kjara-
samningana.
Ekki hefur verið boðað til sátta-
funda og eru þessi samtöl á óform-
legum nótum en þau eru sögð hafa
gengið þokkalega þó að engin nið-
urstaða sé enn í sjónmáli.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins hefur ýmsum hug-
myndum verið stillt upp, m.a. um að
lengja samningstímann en kjara-
samningarnir sem gerðir voru í des-
ember gilda til næstu áramóta og að
lægstu launataxtar hækki meira en
um var samið í desember. Þá er rætt
um að sett verði verðlagsmarkmið
með rauðu striki í samningana í
haust. Jafnframt verði að koma
skilaboð frá stjórnvöldum varðandi
frekari skattalækkanir fyrir lág-
tekjuhópana. Heimildarmaður innan
launþegahreyfingarinnar segir þó að
ekkert hafi komið út úr því sem máli
skiptir. Auk þess hafi fulltrúar SA
verið lítt viljugir til að ljá máls á
frekari launahækkunum enda telji
þeir sig skuldbundna af því sem þeir
hafa áður sagt um að ekki sé svig-
rúm til frekari launabreytinga og
eins gagnvart þeim stéttarfélögum
sem samþykktu samningana.
Haldið verði aftur af verðbólgu
Önnur útgáfa sem einnig hefur
verið rædd gengur út á að samið yrði
til styttri tíma en næstu áramóta til
að draga úr óvissu, ekki síst vegna
yfirstandandi viðræðna ríkis og
sveitarfélaga við kennara og aðra
opinbera starfsmenn.
Þá hefur þeirri spurningu ekki
verið svarað hvort þær launahækkn-
ir sem samið yrði um eigi að vera
afturvirkar og gilda frá 1. janúar sl.
Í öllu falli sé þó nokkuð víst að þær
launabreytingar sem hugsanlega
næðist samkomulag um gengju líka
til launþega í félögum sem sam-
þykktu kjarasamningana.
Mikill áhugi er enn sagður vera á
því bæði innan verkalýðshreyfing-
arinnar og í SA að hugmyndin um
aðfararsamninga fari ekki í vaskinn.
Þær leiðir sem rætt er um byggjast
á því markmiði að haldið verði aftur
af verðbólgu og séð til þess að kaup-
mátturinn á þessu ári rýrni ekki.
Morgunblaðið/Kristinn
Blikur á lofti Óvissan í samfélaginu vex vegna kjaradeilna. ASÍ-félög sem felldu kjarasamninga leita lausna í sam-
tölum við SA. Framhaldsskólakennarar kjósa um boðun verkfalls. Á fjórða tug deilna er á borði ríkissáttasemjara.
Skoða lengri samning
og rautt strik í haust
ASÍ-félög og SA leita lausna í óformlegum samtölum
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Framleiðslan eykst býsna skart.
Ég held að hún sé orðin í ágætum
takti við væntingar,“ segir Sigurður
Loftsson, formaður Landssambands
kúabænda, um aukningu mjólkur-
framleiðslunnar í byrjun árs.
Sala á mjólkurafurðum var góð í
janúar, að því er fram kemur á vef
LK, og heldur því áfram sú mikla
söluaukning sem varð á síðasta ári.
Sem fyrr eru það fituríkari afurðir
sem seljast best. Aukning undan-
farna tólf mánuði er 6,5% ef miðað er
við fitugrunn og 1,9% á prótein-
grunni.
Sigurður segir mikilvægt að kúa-
bændum takist að auka framleiðslu
til að halda í við söluaukningu.
Framleiða þurfi meira en það til
þess að koma birgðastöðunni í betra
lag en birgðir voru sem kunnugt er
það litlar undir lok síðasta árs að
flytja þurfti inn smjör frá Írlandi til
að bjarga málum fyrir jólin.
„Öruggari með mig“
Mjólkuriðnaðurinn og forystu-
menn bænda hafa hvatt bændur til
að auka framleiðsluna eins og þeir
geta. Í þeim tilgangi var kvótinn
aukinn, auk þess sem því var lýst yf-
ir að greitt yrði fullt afurðastöðva-
verð fyrir alla mjólk umfram kvóta.
„Það hefur verið dálítil spenna í
okkur gagnvart byrjun ársins,
hvernig framleiðslan færi af stað. Við
höfum haft vonir en það hefur einnig
verið uggur í okkur,“ segir Sigurður.
Bendir hann á að á sama tíma og
aukning sé í sölu séu bændur að
fóðra gripi sína með fóðri frá tiltölu-
lega erfiðu heyskaparsumri.
Bændur virðast hafa tekið vel við
sér. Þannig var innvigtun í síðustu
viku 100 þúsund lítrum meiri en í
sömu viku á síðasta ári, að því er
fram kemur á vef kúabænda. Er það
tvöfalt meiri aukning en var fyrstu
vikur janúar. Framleiðslan þarf að
aukast enn meira ef hún á að anna
eftirspurn mjólkuriðnaðarins sem
spáir því að salan í ár verði 125 þús-
und lítrar á fitugrunni. „Ég er miklu
öruggari með mig en í byrjun ársins.
Vonandi heldur þetta áfram,“ segir
Sigurður.
Aðgerðahópur að störfum
Fulltrúar LK, Bændasamtaka Ís-
lands, Ráðgjafarmiðstöðvar land-
búnaðarins og Samtaka afurðastöðva
í mjólkuriðnaði hittast reglulega í
svonefndum aðgerðahópi til að fara
yfir málin. „Við erum að hvetja
bændur og aðstoða við að auka fram-
leiðslu með hagkvæmum hætti. Við
munum ekkert slaka á í því.“
Framleiðsla
á mjólk eykst
Helst í hendur við aukna sölu
Búist er við að ráðast muni á
næstu dögum hvort ASÍ-félögin
sem felldu samningana verða
samferða þegar formlegar við-
ræður fara í gang við atvinnu-
rekendur um endurnýjun kjara-
samninga eða hvert í sínu lagi.
Fulltrúar SGS-félaga sem
felldu samningana, að frátöld-
um Verkalýðsfélagi Akraness og
Framsýn, auk fulltrúa Flóafélag-
anna, Rafiðnaðarsambandsins,
VM o.fl. hafa tekið þátt í þess-
um samtölum við SA. Staðan er
sögð mjög flókin, ekki síst þar
sem um helmingur launþega í
ASÍ er með endurnýjaða kjara-
samninga og fengu launahækk-
anir frá 1. janúar. Dæmi eru
sögð vera um að fyrirtæki hafi
ákveðið að greiða öllu starfs-
fólki sínu umsamdar launa-
hækkanir óháð því hvort það er
í félögum sem samþykktu eða
felldu kjarasamningana.
Stilla saman
strengi?
FÉLÖGIN SEM FELLDU
„Við þurfum að auka framleiðsl-
una um 25-30 þúsund lítra og
náum því alveg,“ segir Guðrún Lár-
usdóttir sem rekur kúabú í Keldu-
dal í Skagafirði með Þórarni Leifs-
syni, manni sínum.
Kvótinn var aukinn um 7% og
þurfa þau að auka framleiðsluna í
samræmi við það. „Þetta hefur
gengið vel hjá okkur. Við stefnum
að því að fara aðeins umfram
greiðslumarkið.
Aðstæður eru einstakar á
markaðnum og þær nýtast best
þeim bændum sem hafa van-
nýtta framleiðsluaðstöðu.
„Við getum ekki aukið
endalaust, við höfum ekki
gripi í það. Það er erfitt
að fá keyptar kvígur,
engar á lausu þótt mað-
ur vildi bæta við,“ seg-
ir Guðrún. Þá hafa
bændur orðið varir við að verð fyr-
ir þær kvígur sem enn eru boðnar
til sölu hefur hækkað stórlega.
Hún segir að aukningin náist
mest með því að seinka slátrun á
kúm. Aðeins hafi verið bætt við
kjarnfóðri en töluvert kjarnfóður
hafi verið gefið í Keldudal svo ekki
sé hægt að auka það mikið.
Guðrún og Þórarinn hafa þre-
faldað mjólkurframleiðsluna frá
1996. Þau stefna að því að
framleiða 360 þúsund lítra í ár.
Fara þarf í framkvæmdir ef
framleiða á meira. „Það er
hjá okkur eins og öllum
bændum, við erum allt-
af að hugsa um það
hvort við eigum að fara
út í framkvæmdir.“
Seinka slátrun á mjólkurkúm
HÆGT AÐ AUKA FRAMLEIÐSLUNA AÐ VISSU MARKI
Guðrún Lárusdóttir
Mælingar Hafrannsóknastofnunar á
veiðistofni loðnu í fyrrahaust og til-
lögur leiddu til þess að gefið var út
160 þúsund tonna aflamark fyrir
yfirstandandi vertíð. Nýafstaðnar
mælingar gefa ekki tilefni til að
breyta þeirri ákvörðun, segir í frétt
frá stofnuninni.
Í síðustu viku huguðu rannsókna-
skip að vesturgöngu loðnu en ekki
varð vart við loðnu við Vestfirði. Árni
Friðriksson hélt því suður fyrir land
og mætti hrygningargöngunni sem
þar var skammt vestan við Selvog
15. febrúar. Megingangan var með
ströndinni á svæði frá Selvogi austur
undir Kötlutanga og í kringum Vest-
mannaeyjar. Haldið var austur undir
miðja Meðallandsbugt, en lítið
fannst austast á leitarsvæðinu.
Að lokinni þessari mælingu á
hrygningargöngunni var ætlunin að
endurtaka mælingu, en veður kom í
veg fyrir að úr því yrði.
Bræla á miðunum
Fjögur norsk skip fengu loðnu í
nót á Skjálfandaflóa í gær, en um
miðjan dag hafði Landhelgisgæslan
ekki fengið upplýsingar um hversu
mikið þau veiddu. Norðmenn hafa
heimild til loðnuveiða í íslenskri lög-
sögu til miðnættis annað kvöld.
Síðustu daga hafa íslensku skipin
verið við veiðar við Reykjanes, en
eftir því sem leið á gærdaginn fækk-
aði skipum á miðunum vegna veðurs.
Fremsti hluti göngunnar er kominn
vestur fyrir Reykjanes og inn á
Faxaflóa. aij@mbl.is
Ekki tilefni til að
auka loðnukvótann
Norsk skip fengu loðnu á Skjálfanda
er ódýrara! 15%
AFSLÁTT
UR
Gildir fyrir allar pakkningastærðir
og styrkleika af Nicotinell Fruit