Morgunblaðið - 20.02.2014, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég veit af eigin reynsluhversu mikilvægt það erað halda móðurmálinu.Það var dýrmætt fyrir
mig að vera ekki búin að týna ís-
lenskunni alveg þegar ég flutti hing-
að aftur, eftir að hafa ekki átt heima
á Íslandi öll þessi ár. Mér var sagt
þegar ég flutti til Íslands að ég væri
svokallaður snúbúi, eða sá sem snýr
aftur heim. Mér finnst þetta mjög
skemmtilegt orð,“ segir Kristín R.
Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjöl-
menningar í Borgarbókasafninu,
sem flutti aftur til Íslands fyrir sex
árum eftir að hafa alist upp í Dan-
mörku og búið þar í þrjátíu ár. „Ég
er því tvítyngd og mér finnst mikil
gjöf að eiga tvö tungumál. Vissulega
fylgdi því þó nokkur krísa að skil-
greina mig þegar ég flutti til Íslands,
hvort ég væri dönsk eða íslensk. Ég
talaði ekki móðurmálið mitt íslensk-
una dags dagslega í þessi þrjátíu ár,
en frá því ég flutti heim hefur ís-
lenskan mín batnað mikið og það
skiptir miklu máli. Mitt hjartans
tungumál er danska, ég tel og ég
blóta á dönsku. Danskan er sterkur
hluti af minni sjálfsmynd.“
Til að skapa forvitni
Í tilefni af móðurmálsvikunni
stendur Borgarbókasafn fyrir sögu-
stund á morgun í Gerðubergi fyrir
börn á tíu tungumálum. „Þetta er op-
ið fyrir alla en við hvetjum leik-
skólana í hverfinu til að koma og
njóta þess að hlusta á öll þessi tungu-
mál. Og þar sem margir grunnskólar
eru í vetrarfríi núna þá er tilvalið fyr-
ir fjölskyldur að koma og njóta. Sum-
ar sögurnar verða lesnar upp í hinum
ævintýralega sögubíl Æringja og
þeir sem lesa upp eru kennarar úr
samtökunum Móðurmál, en þar fer
fram móðurmálskennsla í fjölþjóða-
starfi. Þar eru kennd fimmtán
tungumál. Sögurnar verða á víet-
nömsku, frönsku, tékknesku,
spænsku, portúgölsku, pólsku, lithá-
ísku, lettnesku, ensku og íslensku.
Tilgangurinn með sögustundinni er
að leyfa börnum að hlusta á sitt ann-
að heimamál, en það er ekki síður
gaman að börn almennt fái að heyra
á margbreytileika tungumála. Við
viljum skapa forvitni barna í
tengslum við tungumál og vekja
áhuga þeirra á að læra tungumál.“
Sannkölluð tungumála-
herferð Cafe Lingua
Kristín hefur nóg á sinni könnu
sem verkefnastjóri fjölmenningar,
því hún stendur líka fyrir Café Ling-
ua einu sinni í viku, sem hún segir
vera vettvang fyrir þá sem vilja efla
tungumálakunnáttu sína. „Þetta er
staður fyrir orð, spjall og samskipti á
hinum ýmsu tungumálum, sem og
gátt inn í mismunandi tungumála- og
menningarheima. Við virkjum bæði
félög og einstaklinga til að sjá um
dagskrána, sem er síbreytileg. Ég
hef fundið fyrir áhuga meðal hins al-
menna borgara, að láta tungumálin
sameina okkur. Tungumál geta verið
ótrúlega sterk lína til að tengja sam-
an fólk. Café Lingua var fyrst aðeins
á Borgarbókasafni, en við erum kom-
in í samstarf við stofnanir sem vinna
á hverjum degi með tungumál og
menningu. Café Lingua er því líka í
Bíó Paradís, í Háskóli Íslands og í
Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi.
Ég er það sem
kallað er snúbúi
Á Íslandi eru töluð yfir hundrað tungumál og á morgun hefst Móðurmálsvikan.
Þá verður ýmislegt skemmtilegt í boði. Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri
fjölmenningar í Borgarbókasafni, stendur fyrir sögustund í Gerðubergi fyrir börn
á tíu tungumálum. Kristín ólst upp í Danmörku og bjó þar í þrjátíu ár og er því
tvítyngd. Hún telur og blótar á dönsku, sínu hjartans máli.
Gaman Börnin njóta þess að taka þátt í menningarmótinu.
Café Lingua Kristín á góðri stund að spjalla við gesti Café Lingua.
Á Minjasafni Reykjavíkur í Aðalstræti
16 er skemmtileg Landnámssýning
sem býður alla krakka í vetrarfríi vel-
komna í heimsókn. Fullorðnir í fylgd
með börnum fá frítt dagana 20. og
21. febrúar (en þess má geta að það
er alltaf frítt fyrir börn yngri en 18
ára). Í vetrarfríinu verður einnig boð-
ið upp á skemmtilegan ratleik og
leiksvæði Freyju fornleifafræðings er
alltaf opið. Ratleikurinn er tilvalinn
fyrir alla fjölskylduna, unga jafnt sem
aldna, þar sem ráða þarf í fornar rún-
ir og bera kennsl á aldargamla gripi.
Ratleikurinn tekur um það bil tuttugu
mínútur. Þegar búið er skoða sýn-
inguna og leysa ráðgátuna er tilvalið
að setjast niður og reyna sig við að
rita rúnir. Á Landnámssýningunni er
skorað á alla gesti að reyna að rita
nafn sitt með rúnum. Skemmtilegt.
Vefsíðan www.minjasafnreykjavikur.is
Morgunblaðið/Golli
Rúnir Það er skemmtileg áskorun að reyna að lesa í fornar rúnir.
Lesið í rúnir í vetrarfríinu
Alla fimmtudaga fram að dymbilviku
verður boðið upp á ljóðadagskrá í
hádeginu kl. 12-13 á Borg-
arbókasafninu við Tryggvagötu, í
umsjá Jakobs S. Jónssonar. Yf-
irskriftin er SKÁL AF LJÓÐUM en
gestum gefst kostur á að snæða
súpu á meðan dagskráin fer fram.
Næstu fimmtudagar verða með
svipuðu sniði; lesin verða ljóð eftir
einstök skáld, ljóð af ákveðnu þema
eða dæmi um tiltekna anga ís-
lenskrar ljóðlistar, í bland við fróð-
leik og umfjöllun. Jakobi til full-
tingis eru leikarar, ljóðunnendur og
jafnvel óvæntir gestir. Fastir lesarar
verða þær Birna Pétursdóttir, Halla
Margrét Jóhannsdóttir og Tinna
Þorvalds Önnudóttir. Í dag verður
dagskráin helguð ljóðsáttamann-
inum Þorgeiri Sveinbjarnarsyni.
Kryddlegin hjörtu bjóða upp á
tvennskonar súpu, heimabakað
brauð með hummus og hvítlauks-
smjöri, og kaffi á eftir, á kr. 1.290.
Aðgangur að dagskránni sjálfri er
hins vegar frjáls og öllum opinn.
Endilega …
… súpið á ljóða-
skál í hádeginu
Morgunblaðið/Golli
Gott Að fá sér súpu með ljóði.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
BL ehf / Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.isGE bílar, Reykjanesbæ, 420 0400 – Bílasalan Bílás, Akranesi, 431 2622 – Bílasala Akureyrar, Akureyri, 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands, Egilsst., 470 5070 – IB ehf., Selfossi, 480 8080
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
13
4
1
Ný LINEARTRONIC stiglaus sjálfskipting með
þrepastillingum í stýri og leðurklædd rafdrifin sæti.
SUBARU OUTBACK
Subaru Outback 2.0l BOXER dísil, sjálfskiptur
Verð: 6.890.000 kr.
6,3 l/100 km
í blönduðum akstri
SUBARU ER EINN ÖRUGGASTI BÍLL SEM ÞÚ GETUR KEYPT
Rekstraröryggi og gott endursöluverð er það sem allir þekkja og kemur
fyrst upp í hugann. Lágur þyngdarpunktur, þverliggjandi BOXER vél
og sítengt fjórhjóladrif með tölvustýrðri stöðugleikastýringu er lykillinn
að akstursöryggi. Allir Subaru eru með 5 stjörnur í árekstrarprófunum
EuroNCAP.
GERÐU ÖRUGG BÍLAKAUP – KAUPTU SUBARU!