Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
yrði það sama og árið 2013, það er
38,3 milljarðar króna, auk verð-
bóta.
Skilningur á mikilvægi
„Heilbrigðismálin voru í fókus
umræðunnar þegar fjárlaga-
frumvarpið var lagt fram. Það
hjálpaði okkur. Skilningur reyndist
vera á mikilvægi góðrar heilbrigð-
isþjónustu og stjórnvöld áttuðu sig
á því hvaða fjármuni þarf svo þjón-
ustan sé fyrsta flokks, segir Páll.
Við afgreiðslu fjárlaga var gefið í
og framlög til sjúkrahússins aukin
um þrjá milljarða, auk verðbóta.
Af þeim peningum verður 300
milljónum kr. varið til viðhalds
húsnæðis, 1,0 milljarði kr. verður
ráðstafað til tækjakaupa og 1,7
milljarðar kr. fara beint inn í
rekstur, í að styrkja starfsemi
sjúkrahússins og hefja uppbygg-
ingu eftir mörg mögur ár.
Í því sambandi nefnir Páll sér-
staklega það áherslumál sitt að
bæta starfsumhverfi á spítalanum
og gera betur við starfsfólk og
nema. Ákjósanleg vinnuaðstaða,
gott mötuneyti, bætt búnings-
aðstaða og starfsmannafatnaður
skipta þar máli, en einnig að bæta
mönnun þar sem hún er slæm og
taka á alls kyns vandamálum.
Á síðasta ári var keyptur svo-
nefndur línuhraðall fyrir krabba-
meinslækningadeild sjúkrahússins.
Næstu stóru viðfangsefnin í tækja-
búnaði eru m.a. kaup á nýjum
hjarta- og æðaþræðingatækjum og
kjarnarannsóknarstofu, sem er
eins konar flæðilína. „Þetta eru
tæki sem kosta hundruð milljóna
kr,“ segir Páll. „Ávinningurinn er
þó margþættur. Með nýjum rann-
sóknartækjum eykst skilvirkni.
Niðurstöður verða fyrr aðgengileg-
ar sem flýtir því að sjúklingur geti
fengið þá meðferð sem þarf, segir
Páll sem telur tal um erfitt ástand
á spítalanum ekki alveg sann-
gjarnt.
„Vissulega eru krísueiningar,
þar sem við erum að taka á vanda-
málum, sem getur þó tekið tíma.
Hins vegar eru langflestar ein-
ingar á þessum stóra spítala öflug-
ar og mikilvirkar þjónustu- og
rannsóknareiningar þar sem
ástandið er gott. Það þykir hins
vegar ekki fréttnæmt,“ segir Páll.
Sem dæmi um krísueiningar í vet-
ur nefnir hann að mikið álag hafi
verið á lyflæknissviði, til dæmis
deildum krabbameins- og nýrna-
lækninga.
„Samt er þar að rætast úr. Sú
staðreynd að 25 læknar hafa sótt
um tólf lausar stöður á lyflækn-
issviði sýnir að Landspítalinn er á
ný að verða eftirsóknarverður
vinnustaður.
Nýting sjúkrarúma er í botni
Að undanförnu hafa komið
álagspunktar í starfsemi sjúkra-
hússins, svo sem á bráðasviði.
Hefðbundinn inflúensufaraldur út-
mánaðanna hafi haft mikil áhrif.
„Helmingur sjúklinga okkar er fólk
67 ára og eldra. Þetta fólk er mis-
jafnlega á vegi statt og þyrfti
margt að komast inn á hjúkr-
unarheimili, þar sem ekki hafa ver-
ið pláss. Þetta höfum við hér á
sjúkrahúsinu kallað fráflæðisvnda.
Því er mikil bót t.d. að öldr-
unardeild á Vífilsstöðum, sem tek-
ur 42 sjúklinga, hefur verið opn-
uð,“ segir Páll og heldur áfram:
„Í flensufaröldrum, eins og und-
anfarið hefur nýting sjúkrarúma
oft farið yfir 100%. Það stafar af
því að meðaltalsnýting sjúkrarúma
á bráðadeildum LSH er að stað-
aldri um 95%. Nýting þyrfti hins
vegar að vera að hámarki 80-85%
svo unnt væri að mæta betur álag-
stoppum eins og þeim sem nú er
að ganga yfir. Þegar nýtingin er í
botni verður álagið á starfsfólk
mikið, kostnaðarsömum aukavökt-
um fjölgar og allt verður erfiðara
viðfangs. Síðustu daga hefur verið
gengið í verkefnin á bráðadeild-
unum eins og þau blasa við hverju
sinni. Fundin er stysta leiðin í
land. Hins vegar verður að hugsa
málin í stærra samhengi til fram-
tíðar. Skoða þarf fráflæði og
tryggja að hjúkrunarsjúklingar
komist sem fyrst af Landspít-
alanum, því það er best fyrir þá og
ódýrara fyrir þjóðfélagið. Aðflæði
sjúklinga og efling heilsugæsl-
unnar er annað mál sem er ár-
íðandi að líta á til lengri tíma.“
Nýtt hús eftir sex ár
Það er afar aðkallandi að styrkja
grunngerð eða „infrastrúktúr“
sjúkrahússins segir Páll. Álagið
undanfarið segir hann sýna svart á
hvítu mikilvægi þess að endurnýja
húsakost Landspítalans. Ótækt sé
að bráðadeildir sjúkrahússins séu á
tveimur stöðum, það er í Fossvogi
og við Hringbraut. Í því sambandi
beri að taka fram að áform um
endurnýjun bygginga við Hring-
braut séu allt önnur og minni en
fyrir hrun. Nú sé rætt um að reisa
rúmlega 70 þúsund fermetra bygg-
ingar, fyrst og fremst meðferðar-
og rannsóknakjarna. Mikilvægt sé
að þessar byggingar hafi risið og
starfsemi þar hafin eftir sex til sjö
ár hið mesta
Höfum tækifæri til viðspyrnu
Þriggja milljarða kr. viðbót eflir sjúkrahúsið Kaup á æðaþræðingatækjum og rannsóknarkjarni
næstu stórverkefni Krísueiningar teknar fyrir Bætt starfsumhverfi er áherslumál forstjórans
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sjúkrahús „Heilbrigðismálin voru í fókus umræðunnar og það hjálpaði,“ segir Páll Matthíasson. Forstjórinn tekur
stöðuna á hjartaskurðdeild. Lilja Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur og Bjarni Torfason yfirlæknir til hægri.
Páll Matthíasson er geðlæknir
og starfaði sem slíkur í áraraðir.
Þrátt fyrir að hafa einkum og
helst sinnt stjórnun síðustu ár
er hann þó áfram á vaktinni. Er
einn dag í viku á göngudeild
geðsviðs. „Mér finnst mikilvægt
að starfa áfram á mínu sérsviði
og halda mér við. Fyrir stjórn-
anda er líka nauðsynlegt að
vera á gólfinu, nálægt starfsem-
inni og finna hvernig landið
liggur,“ segir Páll.
Sem stjórnandi geðsviðsins
beitti Páll sér fyrir marg-
víslegum breytingum. Má þar
nefna lokun langlegudeilda,
nýja réttargeðdeild og opnun
geðgjörgæsludeildar fyrir allra
veikustu sjúklingana. „Nálgunin
var sú að hafa skýra sýn á
kjarnahlutverk starfseminnar
og byggja upp samstarf við aðr-
ar stofnanir velferðarþjónust-
unnar um einfaldari þætti. Einn-
ig að veita þjónustuna sem
mest á göngu- og dagdeildum
og að koma til móts við sjúk-
lingana umhverfi sínu utan spít-
alans. Það fyrirkomulag hefur
gefið góða raun, sparað fjár-
muni og aukið ánægju sjúk-
linga, segir Páll.
Starfar áfram
á geðdeildinni
í hjáverkum
FJÖLHÆFUR FORSTJÓRI
Aðgangskort Sérfræðilæknirinn er
á þessu korti. Hitt er merkt forstjóra.
VIÐTAL
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Eftirspurn eftir þjónustu Land-
spítalans, það er innlagnir, aðgerð-
ir og önnur þjónusta, mun aukast
um í kringum 20% fram til ársins
2025. Þessu ræður mikil fjölgun
eldra fólks sem sem fyrirsjáanleg
er á næstu árum. Aukin fjár-
framlög til spítalans, bæði til al-
menns rekstrar, tækjakaupa og al-
menns viðhalds eru því afar
nauðsynleg. Að gefið var í með
auknum fjárveitingum er því skref
í rétta átt og gefur tækifæri til við-
spyrnu. Jafn mikilvægt er þó að
haldið verði áfram á sömu braut í
næstu framtíð, en uppsafnaður
sparnaður í starfseminni frá 2007
er rúmlega 40 milljarða króna.
Þetta segir Páll Matthíasson, starf-
andi forstjóri Landspítalans.
240 þúsund á göngudeild
„Árleg fjárframlög til sjúkra-
hússins eru alls um fjörutíu millj-
arðar og sparnaður sex síðustu ára
þýðir í rauninni að sjötta rekstar-
árið á niðurskurðartímanum var
ríkinu frítt,“ segir Páll. – Til að
setja fyrirsjáanlega aukningu á
álagi á Landspítalanum í samhengi
má nefna að 2013 voru skráðar
innlagnir á sjúkrahúsið um 27 þús-
und, komur á göngudeildir voru
um 240 þúsund og 80 þúsund
manns komu á dagdeildir. Þá leita
um 98 þúsund manns til bráða-
deilda spítalans á ári – eða tæp-
lega 300 manns á dag.
Í vikulokin rennur út umsókn-
arfrestur um starf forstjóra
sjúkrahússins, sem Páll Matthías-
son ætlar að sækja um. Áður var
hann framkvæmdastjóri geðsviðs
og kom þannig að yfirstjórn spít-
alans. Við forstjórastarfinu tók
hann fyrirvaralítið í októberbyrjun
í fyrra þegar Björn Zoëga lét af
störfum. Á þeim tímapunkti var út-
lit var fyrir að rekstrarframlag
ríkisins til reksturs sjúkrahússins
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottu útliti.
Fataframleiðandi
fagfólksins
BRAGARD