Morgunblaðið - 20.02.2014, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
„Staða háskóla og vísinda í
kjölfar hrunsins“ er heiti mál-
þings sem fram fer föstudaginn
21. febrúar í Öskju 132 í Há-
skóla Íslands frá kl. 13.00-
15.00.
Erindi flytja: Rúnar Vil-
hjálmsson, formaður félags pró-
fessora, Helga M. Ögmunds-
dóttir, prófessor við HÍ, Jón
Ólafsson, prófessor Háskól-
anum á Bifröst og Kristinn Már
Ársælsson, stjórnarmaður í Fé-
lagsfræðingafélagi Íslands.
Fundarstjóri verður Guð-
björg Linda Rafnsdóttir, pró-
fessor við HÍ.
Fundurinn er öllum opinn.
Málþing um stöðu
háskóla og vísinda
Laugardaginn 22. febrúar stend-
ur Rótarýklúbbur Borgarness
fyrir atvinnusýningu í Hjálm-
akletti, mennta- og menningar-
húsi Borgarbyggðar.
Fyrirtæki í Borgarbyggð, stór
sem smá, munu kynna starfsemi
sína fyrir gestum. Stendur kynn-
ingin yfir frá klukkan 12:30-
17:00.
Í tengslum við kynninguna ætla
Rótarýfélagar að standa fyrir
málstofu sem ber yfirskriftina
„Samfélagsleg ábyrgð fyr-
irtækja“.
Á málstofunni flytja erindi
Birna G. Bjarnadóttir, sem fjallar
um um Rotary International, Ket-
ill Berg Magnússon, fram-
kvæmdastjóri FESTU, auk Hösk-
uldar Steinarssonar,
framkvæmdastjóra Fjarðalax.
Borgarnes Atvinnusýningar í Borgarnesi
hafa verið vel sóttar undanfarin ár.
Atvinnusýning
í Borgarnesi
STUTT
Ungir jafnaðarmenn standa fyrir
opnum fundi um olíuleit og -vinnslu
laugardaginn 22. febrúar kl. 13.00
á Stúdentakjallaranum.
Framsögumenn verða Oddný
Harðardóttir, fyrrv. iðnaðar- og
fjármálaráðherra, Gunnlaugur
Jónsson, forstjóri Eykon Energy,
Karen Kjartansdóttir, upplýs-
ingafulltrúi LÍÚ, og Ólafur Heiðar
Helgason, formaður Ungra um-
hverfissinna.
Pallborðsumræður hefjast að
loknum framsöguerindum.
Fundurinn er öllum opinn.
Opinn fundur um
olíuleit og -vinnslu
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Talsverðar breytingar hafa orðið á
fuglalífi Kópavogs á rúmlega
þremur áratugum, en ítarlegar
talningar voru gerðar 1980-81 og
einnig í sumar. Flestum vaðfuglum
hefur fækkað, sérstaklega heiðlóu,
rauðbrystingi, sendlingi og lóu-
þræl, en sandlóu og tildru minna.
Margæs er nú reglulegur vorgest-
ur, en sést jafnframt á haustin.
Álft, grágæs, rauðhöfðaönd og
toppönd hefur fjölgað, en svipuð
fjölgun margæsa, rauðhöfðaandar
og toppandar hefur átt sér stað í
Arnarnesvogi. Stokkönd og æð-
arfugl hafa að mestu staðið í stað.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í skýrslu um fuglalíf í
Kópavogi á síðasta ári, sem Jó-
hann Óli Hilmarsson og Ólafur
Einarsson unnu fyrir Umhverf-
issvið Kópavogsbæjar og Náttúru-
fræðistofu Kópavogs.
Fuglar voru taldir í Kópavogi í
17 talningum og á neðsta hluta
Kópavogslækjar í 12 talningum á
árinu 2013. Þetta var gert til að
sjá hvort og hvaða breytingar
hefðu orðið á fuglalífi vogsins frá
ítarlegum talningum 1980-81, en
einnig var talið 1997 og 2009 og
voru þær talningar notaðar við
samanburðinn.
Skýringanna að leita á
vetrarstöðvum vaðfugla?
Í skýrslunni segir að erfitt sé að
meta ástæður breytinganna, en
fækkun vaðfugla valdi áhyggjum.
Fylgja þurfi talningum eftir til að
sjá hver þróunin verður og jafnvel
rannsaka smádýralíf í leirunni,
hvort það hafi breyst frá því að
það var skoðað 1980. Samsvarandi
fækkun hefur orðið á vaðfuglum í
Arnarnesvogi, næstu leiru fyrir
sunnan Kópavog.
Í skýrslunni má lesa vangaveltur
um hvers vegna vaðfuglum hefur
fækkað. Þar segir að vaðfuglum sé
almennt að fækka í Evrópu og
hugsanlega sé skýringanna að leita
í minna æti á vetrarstöðvum
fuglanna. Þá er bent á að skolp sé
nú losað í sjóinn mun utar en gert
var í lok síðustu aldar og við
færslu á skolpræsum kunni fæðu-
skilyrði margra fugla að hafa
breyst, jafnvel versnað. Færsla á
ræsum sé þó langt í frá einhlít
skýring.
Kópavogsleira friðuð
Margæs, rauðbrystingur og
tildra eru eindregnir fargestir, en
grænlenskir lóuþrælar og sandlóur
fara jafnframt um íslenskar fjörur
vor og haust. Ísland hefur mik-
ilvægu hlutverki að gegna sem við-
komustaður fyrir hánorræna fugla
á leið þeirra milli vetrarstöðva í
Evrópu og Afríku og varpstöðva á
Grænlandi og Íshafseyjum Kan-
ada. Dvölin á Íslandi hefur grund-
vallarþýðingu fyrir þessa stofna og
án hennar væri þessi leið á varp-
stöðvarnar ekki fær, segir í skýrsl-
unni.
Kópavogsleira er ein af stærstu
leirum á Innnesjum og hefur lengi
verið kunn fyrir ríkulegt fuglalíf.
„Hún er ein af fáum leirum á
svæðinu sem hafa að mestu sloppið
við framkvæmdir og annað brölt,“
segir í skýrslunni. Vogurinn er í
tveimur sveitarfélögum og var
Garðabæjarhlutinn friðlýstur 2009
og Kópavogshlutinn 2012.
Nýr landnemi við voginn
Tjaldi fækkaði fram til 1997, en
síðan hefur hann staðið í stað.
Sömuleiðis hafa litlar breytingar
orðið á tölu stelka. Jaðrakan fjölg-
aði síðsumars, hann sást varla í
fyrri talningum. Litlar breytingar
urðu í fjölda hettumáfa, meðan
sílamáfi, hvítmáfi og kríu hefur
fækkað.
Stari stendur í stað, aðrir spör-
fuglar eru það sjaldgæfir að ekki
er grundvöllur til að vera með
vangaveltur um stöðu þeirra, segir
í skýrslunni. Nýr landnemi, svart-
þröstur, hefur þó stungið upp koll-
inum við voginn.
Fækkun vaðfugla veldur áhyggjum
Breytingar á fuglalífi Kópavogs á þremur áratugum Erfitt að meta ástæðurnar Margæs
orðin reglulegur vorgestur Kópavogsleira hefur„að mestu sloppið við framkvæmdir og annað brölt“
Kópavogsleira Rauðbrystingi hefur fækkað í Kópavogi eins og mörgum
öðrum vaðfuglum, en er eftir sem áður kærkominn fargestur.
Fuglar Breytingar Fuglar Breytingar
Margæs ++ Sendlingur ––
Grágæs + Lóuþræll ––
Stokkönd 0 Jaðrakan +
Rauðhöfði + Stelkur 0
Æður 0? Tildra –
Toppönd + Hettumáfur 0
Tjaldur –/0 Sílamáfur –
Sandlóa – Hvítmáfur –
Heiðlóa –– Kría –
Rauðbrystingur –– Stari 0
Tjaldur stóð í stað frá 1997–2013.
Gróft mat á stofnbreytingum helstu tegunda í Kópavogi 1980-81, 1997 og 2013
Skýringar:
++mikil fjölgun,+ talsverð fjölgun, 0 litlar breytingar,– nokkur fækkun,––mikil fækkun
Lj
ós
m
.E
yþ
ór
In
gi
Fjölgun/fækkun fugla í Kópavogi
Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson
Algengustu fuglar á neðsta
hluta Kópavogslækjar (Kópa-
vogstjörn) voru í tíðniröð:
stokkönd, grágæs, sílamávur,
hettumáfur, álft og stari. Aðrir
fuglar voru sárasjaldgæfir.
Fuglar hafa ekki verið taldir
fyrr á Kópavogslæk, svo sam-
anburðartölur eru ekki til. Um-
hverfi þar hefur gjörbreyst.
Stokkönd, grá-
gæs, sílamáfur
TALIÐ Á KÓPAVOGSTJÖRN
Laugavegi 29 - sími 552 4320
www.brynja.is - brynja@brynja.is
MIKIÐ ÚRVAL AF SNÖGUM
OG SNAGABRETTUM
LYKILVERSLUN VIÐ
LAUGAVEGINN