Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 „Staða háskóla og vísinda í kjölfar hrunsins“ er heiti mál- þings sem fram fer föstudaginn 21. febrúar í Öskju 132 í Há- skóla Íslands frá kl. 13.00- 15.00. Erindi flytja: Rúnar Vil- hjálmsson, formaður félags pró- fessora, Helga M. Ögmunds- dóttir, prófessor við HÍ, Jón Ólafsson, prófessor Háskól- anum á Bifröst og Kristinn Már Ársælsson, stjórnarmaður í Fé- lagsfræðingafélagi Íslands. Fundarstjóri verður Guð- björg Linda Rafnsdóttir, pró- fessor við HÍ. Fundurinn er öllum opinn. Málþing um stöðu háskóla og vísinda Laugardaginn 22. febrúar stend- ur Rótarýklúbbur Borgarness fyrir atvinnusýningu í Hjálm- akletti, mennta- og menningar- húsi Borgarbyggðar. Fyrirtæki í Borgarbyggð, stór sem smá, munu kynna starfsemi sína fyrir gestum. Stendur kynn- ingin yfir frá klukkan 12:30- 17:00. Í tengslum við kynninguna ætla Rótarýfélagar að standa fyrir málstofu sem ber yfirskriftina „Samfélagsleg ábyrgð fyr- irtækja“. Á málstofunni flytja erindi Birna G. Bjarnadóttir, sem fjallar um um Rotary International, Ket- ill Berg Magnússon, fram- kvæmdastjóri FESTU, auk Hösk- uldar Steinarssonar, framkvæmdastjóra Fjarðalax. Borgarnes Atvinnusýningar í Borgarnesi hafa verið vel sóttar undanfarin ár. Atvinnusýning í Borgarnesi STUTT Ungir jafnaðarmenn standa fyrir opnum fundi um olíuleit og -vinnslu laugardaginn 22. febrúar kl. 13.00 á Stúdentakjallaranum. Framsögumenn verða Oddný Harðardóttir, fyrrv. iðnaðar- og fjármálaráðherra, Gunnlaugur Jónsson, forstjóri Eykon Energy, Karen Kjartansdóttir, upplýs- ingafulltrúi LÍÚ, og Ólafur Heiðar Helgason, formaður Ungra um- hverfissinna. Pallborðsumræður hefjast að loknum framsöguerindum. Fundurinn er öllum opinn. Opinn fundur um olíuleit og -vinnslu Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Talsverðar breytingar hafa orðið á fuglalífi Kópavogs á rúmlega þremur áratugum, en ítarlegar talningar voru gerðar 1980-81 og einnig í sumar. Flestum vaðfuglum hefur fækkað, sérstaklega heiðlóu, rauðbrystingi, sendlingi og lóu- þræl, en sandlóu og tildru minna. Margæs er nú reglulegur vorgest- ur, en sést jafnframt á haustin. Álft, grágæs, rauðhöfðaönd og toppönd hefur fjölgað, en svipuð fjölgun margæsa, rauðhöfðaandar og toppandar hefur átt sér stað í Arnarnesvogi. Stokkönd og æð- arfugl hafa að mestu staðið í stað. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu um fuglalíf í Kópavogi á síðasta ári, sem Jó- hann Óli Hilmarsson og Ólafur Einarsson unnu fyrir Umhverf- issvið Kópavogsbæjar og Náttúru- fræðistofu Kópavogs. Fuglar voru taldir í Kópavogi í 17 talningum og á neðsta hluta Kópavogslækjar í 12 talningum á árinu 2013. Þetta var gert til að sjá hvort og hvaða breytingar hefðu orðið á fuglalífi vogsins frá ítarlegum talningum 1980-81, en einnig var talið 1997 og 2009 og voru þær talningar notaðar við samanburðinn. Skýringanna að leita á vetrarstöðvum vaðfugla? Í skýrslunni segir að erfitt sé að meta ástæður breytinganna, en fækkun vaðfugla valdi áhyggjum. Fylgja þurfi talningum eftir til að sjá hver þróunin verður og jafnvel rannsaka smádýralíf í leirunni, hvort það hafi breyst frá því að það var skoðað 1980. Samsvarandi fækkun hefur orðið á vaðfuglum í Arnarnesvogi, næstu leiru fyrir sunnan Kópavog. Í skýrslunni má lesa vangaveltur um hvers vegna vaðfuglum hefur fækkað. Þar segir að vaðfuglum sé almennt að fækka í Evrópu og hugsanlega sé skýringanna að leita í minna æti á vetrarstöðvum fuglanna. Þá er bent á að skolp sé nú losað í sjóinn mun utar en gert var í lok síðustu aldar og við færslu á skolpræsum kunni fæðu- skilyrði margra fugla að hafa breyst, jafnvel versnað. Færsla á ræsum sé þó langt í frá einhlít skýring. Kópavogsleira friðuð Margæs, rauðbrystingur og tildra eru eindregnir fargestir, en grænlenskir lóuþrælar og sandlóur fara jafnframt um íslenskar fjörur vor og haust. Ísland hefur mik- ilvægu hlutverki að gegna sem við- komustaður fyrir hánorræna fugla á leið þeirra milli vetrarstöðva í Evrópu og Afríku og varpstöðva á Grænlandi og Íshafseyjum Kan- ada. Dvölin á Íslandi hefur grund- vallarþýðingu fyrir þessa stofna og án hennar væri þessi leið á varp- stöðvarnar ekki fær, segir í skýrsl- unni. Kópavogsleira er ein af stærstu leirum á Innnesjum og hefur lengi verið kunn fyrir ríkulegt fuglalíf. „Hún er ein af fáum leirum á svæðinu sem hafa að mestu sloppið við framkvæmdir og annað brölt,“ segir í skýrslunni. Vogurinn er í tveimur sveitarfélögum og var Garðabæjarhlutinn friðlýstur 2009 og Kópavogshlutinn 2012. Nýr landnemi við voginn Tjaldi fækkaði fram til 1997, en síðan hefur hann staðið í stað. Sömuleiðis hafa litlar breytingar orðið á tölu stelka. Jaðrakan fjölg- aði síðsumars, hann sást varla í fyrri talningum. Litlar breytingar urðu í fjölda hettumáfa, meðan sílamáfi, hvítmáfi og kríu hefur fækkað. Stari stendur í stað, aðrir spör- fuglar eru það sjaldgæfir að ekki er grundvöllur til að vera með vangaveltur um stöðu þeirra, segir í skýrslunni. Nýr landnemi, svart- þröstur, hefur þó stungið upp koll- inum við voginn. Fækkun vaðfugla veldur áhyggjum  Breytingar á fuglalífi Kópavogs á þremur áratugum  Erfitt að meta ástæðurnar  Margæs orðin reglulegur vorgestur  Kópavogsleira hefur„að mestu sloppið við framkvæmdir og annað brölt“ Kópavogsleira Rauðbrystingi hefur fækkað í Kópavogi eins og mörgum öðrum vaðfuglum, en er eftir sem áður kærkominn fargestur. Fuglar Breytingar Fuglar Breytingar Margæs ++ Sendlingur –– Grágæs + Lóuþræll –– Stokkönd 0 Jaðrakan + Rauðhöfði + Stelkur 0 Æður 0? Tildra – Toppönd + Hettumáfur 0 Tjaldur –/0 Sílamáfur – Sandlóa – Hvítmáfur – Heiðlóa –– Kría – Rauðbrystingur –– Stari 0 Tjaldur stóð í stað frá 1997–2013. Gróft mat á stofnbreytingum helstu tegunda í Kópavogi 1980-81, 1997 og 2013 Skýringar: ++mikil fjölgun,+ talsverð fjölgun, 0 litlar breytingar,– nokkur fækkun,––mikil fækkun Lj ós m .E yþ ór In gi Fjölgun/fækkun fugla í Kópavogi Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Algengustu fuglar á neðsta hluta Kópavogslækjar (Kópa- vogstjörn) voru í tíðniröð: stokkönd, grágæs, sílamávur, hettumáfur, álft og stari. Aðrir fuglar voru sárasjaldgæfir. Fuglar hafa ekki verið taldir fyrr á Kópavogslæk, svo sam- anburðartölur eru ekki til. Um- hverfi þar hefur gjörbreyst. Stokkönd, grá- gæs, sílamáfur TALIÐ Á KÓPAVOGSTJÖRN Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - brynja@brynja.is MIKIÐ ÚRVAL AF SNÖGUM OG SNAGABRETTUM LYKILVERSLUN VIÐ LAUGAVEGINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.