Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 SVIÐSLJÓS Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Hólmsberg og Gróf í Reykjanesbæ var kynnt í síðustu viku. Svæðið geymir mikla sögu því þar liggja m.a. rætur Keflavíkur í gömlum bryggju- og pakkhúsum kenndum við Hans Peter Duus kaupmann. Elsta húsið, Bryggjuhúsið, var byggt árið 1877. Duushús er lista- og menningarmiðstöð Reykjanes- bæjar og með vorinu verða þar til fjögur ný sýningarrými í Bryggju- húsi, sem verið er að ljúka end- urbótum á. Önnur sérstaða svæð- isins er smábátahöfnin, sem mun stækka samkvæmt nýja skipulag- inu, sem unnið var af JeES arki- tektum ehf. í Reykjanesbæ. Að sögn arkitektanna er tillagan unnin út frá einkennum svæðisins, sem sé einstakt út frá sögulegu sjónarmiði en ekki síður vegna náttúrufegurðar. „Markmiðið er að tryggja þá eig- inleika sem fyrir eru og byggja á þeim en bjóða jafnframt upp á fjöl- breytta notkunarmöguleika til framtíðar,“ segir í kynningu tillög- unnar. Skipulagið hefur tilvísun í sögu svæðisins þar sem verslunarsaga þess liggur, sjósókn Suðurnesja- manna og fyrstu ár búsetu í Kefla- vík. Heildarútlit þess minnir á bryggjuhverfi sem þekkjast vel á Norðurlöndum sem mörg hver hafa fengið nýtt hlutverk. Deiliskipulagið við Hólmsberg og Gróf miðar að því að skapa hverfiskjarna í tengslum við smá- bátahöfnina og það umhverfi sem liggur að henni. Skipulagið gerir ráð fyrir stækkun hafnarinnar. „Með því að tengja saman ólíka eiginleika svæðisins í eina heild er hægt að mynda bæjarkjarna sem skapar tækifæri s.s. fyrir umferð- armiðstöð, tjaldstæði og viðburði.“ Minni íbúðir og þéttari byggð Þá nefna arkitektarnir torg og göngustræti með skjóli fyrir mann- líf og menningu í tengslum við fjöl- breytta starfsemi á svæðinu, en þess má geta að í nágrenni Grófar er eitt af hátíðarsvæðum bæjarins þar sem bæði bæjarhátíðin Ljósa- nótt og þrettándagleði bæjarbúa er haldin. Í tillögunni er gert ráð fyrir minni íbúðum, m.a. til að þétta þá byggð sem fyrir er á Berginu en einnig getur þar að líta allt að 120 herbergja hótel. Að sögn Guðlaugs H. Sigurjóns- sonar, framkvæmdastjóra um- hverfis- og skipulagssviðs, fellur tillagan að gildandi aðalskipulagi Reykjanesbæjar með örlitlum und- antekningum þó. „Ætlunin er að breyta aðalskipulaginu samhliða þessum hugmyndum hér, sem hafa það að markmiði að vera í takt við núverandi starfsemi og í anda elstu húsa Reykjanesbæjar sem eru á svæðinu. Auk þess að styrkja nú- verandi byggð á Berginu verður bætt aðgengi að fallegri göngu- leið,“ sagði Guðlaugur. Fjögur ný sýningarrými Miklar breytingar hafa staðið yf- ir í Duus-húsum, lista- og menning- armiðstöð Reykjanesbæjar, sem standa við smábátahöfnina. Með vorinu verða opnuð fjögur ný sýn- ingarrými í nýuppgerðu Bryggju- húsi, m.a. með afmælissýningu Byggðasafns Reykjanesbæjar sem mun spanna tímann frá landnámi til vorra daga, í tilefni af 20 ára af- mæli Reykjanesbæjar 11. júní nk. Þá eru endurbætur hafnar á Fisc- hersbúð og mun notkun þess í framtíðinni tengjast menningarlífi bæjarins. Bæði Bryggjuhús og Fischersbúð eru friðuð. Þess má geta að í framtíðarsýn Reykjanesbæjar til ársins 2015 er stefnt að því að hægt verði að flagga Bláfánanum við smábáta- höfnina á því kjörtímabili sem lýk- ur senn en Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisviðurkenning sem veitt er smábátahöfnum og bað- ströndum fyrir markvissa um- hverfisstjórnun, góða þjónustu og vandaða upplýsingagjöf um aðbún- að og umhverfi og veitt af Land- vernd hér á landi. Að sögn Péturs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra atvinnu- og hafnasviðs, er unnið að því þessa dagana að ná ljúka tilskildum verk- efnum svo hægt verði að draga Bláfána að húni innan tíðar. Um- sóknarferli hjá Landvernd sé hafið. Tillagan var kynnt á íbúafundi sl. fimmtudag og var gerður góður rómur að henni. Hún liggur nú frammi í Duushúsum og er gefinn frestur til 7. mars til að koma með ábendingar og athugasemdir til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar. Tillagan mun auk þess fara til umsagnar hjá Skipu- lagsstofnun og þá í formlegt vinnsluferli hjá JeES arkitektum. Reykjanesbær Smábátahöfnin séð frá Hólmsbergi. Duushús er húsaröðin á hægri hlið sem end- ar í Bryggjuhúsi. Tillaga að nýju deiliskipulagi svæðisins er komin í kynningu. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Höfnin Smábátahöfnin með Hólmsberg í bakgrunni. Skessuhellir ekki langt undan. Hverfiskjarni með tilvísun í norræn bryggjuhverfi kominn á kortið  Tillaga að deiliskipulagi fyrir Hólmsberg og Gróf í Reykjanesbæ fékk góðar viðtökur á íbúafundi Teikning/JeES arkitektar ehf. Deiliskipulag Yfirlitsmynd sem sýnir svæðið eins og það kæmi til með að líta út, miðað við fyrirliggjandi tillögu. Karl Ásgeir Sigurgeirsson karl@forsvar.is Hvammstangi | Söfnuði Hvammstangakirkju var á dög- unum tilkynnt í messu að borist hefði vegleg gjöf frá dánarbúi Debóru Þórðardóttur og Ásvaldar Bjarna- sonar. Þau hjón voru bæði fædd hér á staðnum. Þau stofnuðu síðar heimili á Hvammstanga og unnu hér mestallan sinn starfsaldur. Debóra var fædd árið 1910. Hún tók við símstöðv- arstjórn árið 1944 eftir föður sinn, Þórð Sæmundsson. Símstöðin var frá fyrstu tíð á heimili þeirra. Síðar var embættinu breytt og árið 1962 sameinað póstþjónust- unni í nýbyggðri Símstöð á Hvammstanga. Ásvaldur fæddist árið 1923. Vann hann ýmis störf, m.a. við verslun Kaupfélagsins, en gerðist póstaf- greiðslumaður árið 1962. Saman unnu þau hjón á Sím- stöðinni til 1970. Fluttu þau þá til Reykjavíkur, þar sem þau unnu bæði hjá Pósti og síma til starfsloka. Þau hjón störfuðu bæði að kirkjumálum meðan þau bjuggu á Hvammstanga, sungu bæði í kirkjukórnum og Ásvaldur sat í sóknarnefnd um árabil. Kirkjan var þeim því mjög hugleikin. Debóra andaðist árið 2010, þá rétt 100 ára, en Ásvaldur árið 2013, þá rúmlega 90 ára. Skiptir sköpum fyrir kirkjuna Þegar erfðaskrá þeirra var kunngerð, kom í ljós að þau höfðu ánafnað Hvammstangakirkju helming eigna sinna, sem munu vera umtalsvert fé. Svo vegleg gjöf hefur ekki borist kirkjunni fyrr. Jóhannes Kári Bragason, formaður sóknarnefndar, segir gjöfina skipta sköpum fyrir kirkjuna. Hvamms- tangakirkja var vígð árið 1957 og sambyggt safn- aðarheimili var vígt árið 2007. Byggingu þess er ekki að fullu lokið og er nú stefnt að verklokum þar. Einnig er horft til lagfæringa á umhverfi kirkjunnar. Kári segir söfnuðinn ekki vera í skuldum að neinu marki, en ljóst sé að reksturinn sé knappur og gjöfin muni því koma að mjög góðum notum til framtíðar. Þess má geta að í Hvammstangasókn eru þrjú vígð guðshús; Hvammstangakirkja, Kirkjuhvammskirkja og Kapellan á Sjúkrahúsinu. Mun það teljast sérstakt í ekki fjölmennari sókn. Vegleg gjöf til Hvammstangakirkju Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Hvammstangakirkja Söfnuðinum áskotnaðist nýverið myndarleg gjöf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.