Morgunblaðið - 20.02.2014, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sérhver óáranaf einhverristærð verður
samstundis að
heimilisböli allra
jarðarbúa. Jörðin
hefur skroppið saman með
tæknibyltingunni. Fréttir af
óvenjulegu vetrarveðri á aust-
urströnd Bandaríkjanna og flóð
á Bretlandseyjum, sem engan
enda ætla að taka eru dæmi um
þetta. Íslenskum eyjarskeggj-
um þykir ekki mikið koma til
allra mynda af ofankomu vestra.
En það er skiljanlegt, vegna
fjöldans sem í vandræðunum
lendir, að fjölmiðlar geri mikið
úr. Árið 1783 urðu alvöru veð-
urfarslegar hamfarir á Íslandi
þegar gígaraðrir opnuðust við
Laka. Eldsumbrotin voru óg-
urleg og þeim fylgdi mistur og
móða, sem gáfu harðindunum
nafn, búsmali féll og þá auðvitað
fólkið og er þá ónefnd eyðing
bæja og jarða. Utan landsteina
vissi enginn lengst af um þessa
atburði. En nú er talið að þetta
gos hafi verið mikill örlagavald-
ur víða um heim, þúsundfaldur á
við hinn fræga Eyjafjallajökul
samtímans. „Móðan“ fór um
Evrópu, Asíu og Ameríku. Veð-
urfar kólnaði því geislar sólar
náðu ekki eins til jarðar og áður
vegna móðunnar. Og þegar
drottning jarðnesks veðurfars,
blessuð sólin svo elskuleg, er
sett út af laginu víða fer margt
úr skorðum. Manntjónið sem af
því leiddi er ekki auðvelt að
færa til bókar nú. Það var ógn-
vænlegt á heimaslóð en fjarri
því við hana bundið. Sumir
fræðimenn hafa nefnt að eitt af-
markað dæmi um áhrif goss úr
gígum Laka og nágranna hans
hafi verið uppskerubrestur í
Frakklandi. Honum hafi fylgt
vaxandi ólga og loks bylting.
Hún hafði áhrif víða og lengi.
Lítt er um það deilt að veru-
legar loftslagsbreytingar hafi
átt sér stað og hjúpur jarðar
hafi hlýnað frá miðri síðustu öld
(þó varla síðustu tvo áratugina).
Ágreiningur er um hvort tillits-
leysi manns við náttúru hafi ráð-
ið úrslitum um þá þróun. En víst
er að Laki og félagar voru
margra manna makar í slíkum
efnum. Stjórnmálamenn af
margvíslegu tagi hafa faðmað
þessa vá að sér og þarf ekki
endilega að efast um heilindi
þeirra, ekki einu sinni þótt þeir
hafi óviljandi orðið stórauðugir
menn af baráttunni. En þrátt
fyrir hana og þrátt fyrir allt hef-
ur í rauninni verið ómarktækt
andóf við meintum mannlegum
áhrifum á jarðarhlýnun. Bláar
tunnur sannheilagra og eitthvað
umhverfsisvænni bifreiðar er
virðingarverð viðleitni en mark-
ar þó, því miður, ekki meira fyr-
ir en tittlingaskít á yfirborði
öskuhaugs. Bandaríkin, Kína,
Rússland, Indland og Afríka eru
stikkfrí. Aðrir, sem þykjast
skárri, gera lítið meira en að
sýnast og illt verra í leiðinni.
Það mun ekki
breytast á næst-
unni. Haldi hlýnun
áfram er víða vá
fyrir dyrum. Það er
óháð deilum um
mannlegan atbeina að þeirri
þróun. Hennar mun einnig gæta
í stjórnmálalegum atburðum,
eins og dæmin sanna. Fólki hef-
ur fjölgað mikið. Fjöldafram-
leiðsla matvæla er því óhjá-
kvæmileg. En hún er ekki
áhættulaus og ekki ætíð geð-
felld. Lönd, sem búa við góð
skilyrði í slíkum efnum, á láði
eða legi, þurfa að huga fast að
því fjöreggi sínu. Aðeins bjálfar
mundu ganga þar ógætilega um.
Þurftafreki maðurinn þrengir
mjög að öðrum dýrategundum.
Náttúrulegt umhverfi þeirra
hnignar og dregst saman. Marg-
ar dýrategundir „þrífast“ nú að-
eins í þröngum görðum í meng-
uðum stórborgum. Þær
heppnari eru á svæðum sem eru
að breytast í „náttúrulega“
dýragarða. Á slíka er að auki sí-
fellt gengið.
Rætist umræddar spár um
neikvæða veðurfarslega þróun á
jörðunni og líkur á að hún muni
með tímanum valda stjórn-
málalegri ólgu, má segja að
varla sé á núverandi ástand
bætandi. Efnahagur heimsins er
enn á brauðfótum eftir 2007-8
kreppuna. Ástandið gæti hæg-
lega tekið aðra og jafnvel dýpri
dýfu. Úkraína er í upplausn.
Einnig Sýrland, Egyptaland
Taíland og Venesúela, þar sem
verðbólga er nærri 60 prósent.
Borgarastyrjöld geisar í nokkr-
um löndum Afríku og hörmung-
arnar ólýsanlegar. Jafnvel Suð-
ur-Afríku er ekki óhætt eftir að
andlegs líms þess lands nýtur
ekki lengur við. Óróleiki er í
Tyrklandi, stjórnvöld herða tök-
in en herinn bíður átekta. Talíb-
anar taka senn aftur við í Afgan-
istan. Konurnar þar, sem lofað
var að myrkur miðalda myndi
ekki ná til á ný, eru illa sviknar.
Pakistan er ógæfulegur suðu-
pottur. Íran mun komast yfir
kjarnorkusprengjur rétt eins og
hinu fátæka ríki óhugnaðarins,
Norður-Kóreu, tókst að gera.
ESB horfist ekki í augu við fæð-
ingargalla evrunnar og því fer
sem fer þar. Haldreipið er að
Kína veiti efnahagslífi Vest-
urlanda viðspyrnu. En þar er
ekki allt sem sýnist. Hagtölur
lúta ekki sömu lögmálum og
vestra. Þær teljast hern-
aðarleyndarmál. Engin frjáls
bankastarfsemi er í landinu.
Kínafræðingar fullyrða að um
65 milljónir íbúða standi þar
auðar. Sé það nærri lagi gæti
stærsta fasteignabóla í sögu
mannkyns sprungið þar. Því
fylgdi efnahagslegur jarð-
skjálfti sem ólíklegt er að spor-
göngumenn Richters treystu
sér til að mæla.
Mannkynið má því illa við ill-
kynja veðrabrigðum núna og er
þá aukaatriði hver veldur þeim.
Hættumerkin eru
óþægilega mörg um
þessar mundir}
Eldur kraumar undir
Í
haldssemi getur verið af hinu góða
meðan afturhaldssemi telst varla
meðmæli með þeim sem ánetjast
henni. Þetta er sérlega ljóst þegar
horft er til núverandi ríkisstjórnar.
Það er að verða æ greinilegra hversu aft-
urhaldssamur framsóknararmur ríkisstjórn-
arinnar er. Látum vera þótt forsætisráðherra
haldi þjóðlegar ræður á tyllidögum, það er
íhaldssemi sem á við á slíkum dögum og getur
verið notaleg. Hitt er verra að utanrík-
isráðherra landsins, sem ætti að hafa brenn-
andi áhuga á utanríkismálum og samvinnu
þjóða, talar stöðugt á afturhaldssömum nótum
og virðist ekki hafa áhuga á að kynna sér mál-
in, eins og þegar hann sagði nýlega að ekkert
yrði gert með Evrópuskýrslu sem aðilar
vinnumarkaðarins eru að vinna að. Ekki lýsir
þetta faglegu viðhorfi ráðherrans til starfs síns. Utanrík-
isráðherra talar á þeim nótum að þeir sem eru fremur
ómannglöggir eru stöðugt að rugla honum saman við
landbúnaðarráðherrann. Landbúnaðarráðherra þjóð-
arinnar talar eins og hann hafi alist upp hjá Guðna
Ágústssyni og trúi því einlæglega að erlendar landbún-
aðarvörur séu viðbjóður sem beri sjálfkrafa í sér stór-
kostlega sjúkdómshættu.
Hvar er miðjuarmur Framsóknarflokksins? Hann fyr-
irfinnst allavega ekki í utanríkisráðuneytinu og því síður í
landbúnaðarráðuneytinu og þótt forsætisráðherra hafi
ýmislegt sér til ágætis þá vakna óneitanlega efasemdir
um áherslur hans. Sjálfsagt er einhver hljóm-
grunnur fyrir afturhaldssömum málflutningi í
utanríkis- og landbúnaðarmálum hér á landi,
en samt virðist líklegt að stór hluti þeirra sem
kusu Framsóknarflokkinn í síðustu kosn-
ingum hafi ekki smekk fyrir því hvernig mál-
flutningur flokksins hefur þróast. Fyrr eða
síðar hlýtur fylgi flokksins að dala hraustlega.
Það er Framsóknarflokkurinn sem leiðir
ríkisstjórnina og það eru áherslur Framsókn-
arflokksins sem skapa ímynd ríkisstjórn-
arinnar, miklu fremur en áherslur Sjálfstæð-
isflokksins. Hugmyndir Sjálfstæðisflokksins
um frjálsa samkeppni og sjálfstæði ein-
staklingins virðast hreinlega vera að kafna í
þessu ríkisstjórnarsamstarfi.
Það háir síðan ríkisstjórninni mjög að eng-
inn ráðherra ríkisstjórnarinnar býr yfir ráð-
herrareynslu. Ráðherrar Sjálfstæðisflokks virðast sáttir
við að vinna starf sitt fjarri fjölmiðlum meðan ráðherrar
og talsmenn Framsóknarflokksins eru iðnir við að mæta í
fjölmiðla og tala sem mest. Þvert á það sem mætti ætla
vinnur það ekki með ráðherrunum og flokki þeirra því í
viðtölum hafa fallið afar óheppileg ummæli, og reyndar
þess konar að jafnvel slyngustu spunameistarar gætu
ekki snúið þeim til betri vegar þótt þeir legðu sig alla
fram. Framsóknarflokkurinn þarf að hugsa sinn gang
ætli hann sér að halda í það fylgi sem hann aflaði sér í síð-
ustu kosningum. Það gæti gufað upp á örskotsstund.
kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Íhaldssemi eða afturhald
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Á
kaflega litlar heimildir
eru til um fyrsta bílinn
á Íslandi, bílinn af Cu-
dell-gerð sem Ditlev
Thomsen kaupmaður
keypti notaðan til landsins frá Dan-
mörku. Greint var frá því í Morg-
unblaðinu í gær að fundist hefði bréf
sem Ditlev hefði sent konu sinni, þar
sem hann rakti fyrstu langferðina
sem farin var á bíl hérlendis. Ferð-
inni var heitið til Stokkseyrar og
Eyrarbakka frá Reykjavík, og er
óhætt að segja að um mikla svaðilför
hafi verið að ræða þar sem bensínið
kláraðist á Selfossi og dekkin á bíln-
um sprungu nokkrum sinnum. Var
bíllinn einn klukkutíma á leiðinni í
Lækjarbotna og sjö klukkutíma frá
Selfossi til Reykjavíkur.
Ljóst er að hið nýfundna bréf er
stórmerkileg heimild um upphaf
bílsins hér á landi, og bætir ýmsu við
söguþekkingu okkar. „Það kom mér
til dæmis á óvart að sjá að bíllinn
hefði verið sjö og hálft hestafl,“ segir
Sigurður Hreiðar, ritstjóri emeritus
og höfundur bókarinnar Saga bílsins
á Íslandi 1904-2004. „En eftir því
sem ég hafði áætlað, eftir heimildum
um Cudell-bíla í Þýskalandi, voru
fyrirmyndir þessara bíla með þrjú
og hálft hestafl.“ Í bréfinu nefnir
Thomsen kaupmaður einmitt að það
hefði verið gott að hann keypti ekki
einn af venjulegu bílunum með 3-4
hestöfl.
T-Fordinn hóf byltinguna
Sigurður segir að bílabyltingin
hafi þó ekki hafist á Íslandi með
Thomsen-bílnum, eða Grund-
arbílnum svonefnda sem var fluttur
til Akureyrar 1907 frá Þýskalandi.
Sá bíll var stór flutningabifreið af
NAG-gerð sem var með gegnheilum
dekkjum. Eftir þessa tvo bíla liðu
sex ár áður en næsti bíll var fluttur
til landsins. „Bílabyltingin hófst því
með T-Fordinum sem kom í júní
1913. Það er þá miklu beysnari bíll
en Cudell-bíllinn og NAG-bíllinn fyr-
ir norðan voru, sem sést á því að
hann dugði strax sem bíll sem hinir
gerðu í raun ekki,“ segir Sigurður.
Hann nefnir sem dæmi að fjöðr-
unin hafi verið mun betri á T-
Fordinum en hinum bílunum, þar
sem hinir bílarnir hafi hreinlega
fengið högg í gangverkið, drifið og
vélina þegar keyrt var á vegunum
hér á landi. „Enda sagði Sveinn
Oddsson, sem flutti bílinn inn, þegar
hann skrifar til baka til Bandaríkj-
anna um það hvernig hafi gengið
hér, að vegirnir á Íslandi séu slæmir,
þó þeir séu „ekki eins vondir og hjá
ykkur,“ og átti þar við bílaþjóðina
sjálfa, Bandaríkjamenn!“ segir Sig-
urður og bætir við að bílatækninni
hafði því fleygt mikið fram á þessum
níu árum sem liðu frá bílferðinni
sögufrægu og þar til T-Fordinn var
fluttur til landsins.
Sigurður segir að Íslendingar
hafi verið merkilega framarlega á
merinni í bílavæðingunni og nefnir
sem dæmi að þegar Thomsen-bíllinn
var keyptur frá Danmörku hafi ekki
verið margir bílar í Kaupmannahöfn
sjálfri. Fólk hafi því verið komið
mjög stutt á veg í nágrannalöndum
okkar þegar bíllinn var keyptur.
Sigurður bendir á að Evr-
ópumenn hafi verið komnir lengra í
þróun bílsins en Bandaríkjamenn ár-
ið 1904, en svo hafi þeir síðarnefndu
tekið langt fram úr, ekki síst fyrir til-
stuðlan Henry Ford og T-
módels hans, sem kom fyrst
út árið 1908. „Ef að Magn-
ús á Grund hefði
keypt T-Ford í
staðinn fyrir not-
aða flutningabíl-
inn hefði bílabylt-
ingin því kannski
hafist í Eyjafirði!“
Upphafið að öld sjálf-
rennireiða á Íslandi
Ljósmynd/Agnes Lund
Thomsen-bíllinn Hið nýfundna bréf um ferðalag Thomsens-bílsins til
Stokkseyrar og Eyrarbakka er stórmerkileg heimild um upphaf bílaaldar.
Stöðvaðist
um hríð
INNFLUTNINGUR BÍLA
Upphaf bílaaldar á Íslandi er
nokkuð vel skrásett þrátt fyrir
allt. Eftir bílana tvo sem flutt-
ir voru til landsins 1904 og
1907 varð bið til ársins 1913
áður en næsti bíll kom, en
það ár komu tveir Ford-bílar
og einn Rover. Sigurður Hreið-
ar segir að innflutningur hafi
stóraukist eftir þetta ár. Níu
bílar voru fluttir inn árið 1914
og þrír árið eftir. Síðan komu
sextán bílar til landsins árið
1916. Hrammur heimsstyrjald-
arinnar fyrri náði þó hingað
til lands, sem sést að árið
1917 kom ekki einn einasti bíll
til landsins og aðeins einn ári
síðar, og komst sá til landsins
með herkjum.