Morgunblaðið - 20.02.2014, Side 48

Morgunblaðið - 20.02.2014, Side 48
48 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 Mörg, og jafnvel flest, óskum við okkur líklega í undirmeðvit- undinni, svona innst inni, þegar allt kemur til alls, að komast í himnaríki þegar yfir lýkur. Fá aðgang að hinum dýrðlegu sölum eilífðar og hitta þar fyr- ir ættingja, vini og samferðamenn. Og fá að vera með þeim utan tíma og rúms á grænum grundum í fullri gnægð við gyllta strönd eilífðarinnar. Að ekki sé nú talað um að fá litið sjálfan Guð og fá svör við spurningunum sem á okkur brenna og gátum lífsins. Nú sjáum við aðeins svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum við sjá auglitis til auglitis og allt verða opinbert. Þá mun hið fullkomna taka við og sú tíð líða undir lok sem er í molum. Því að ég er þess fullviss að ævinn- ar ljúfustu og bestu stundir séu að- eins sem forrétturinn að þeirri veislu sem koma skal og lífið raunverulega er og okkur hefur verið búið á himn- um. Kanntu ekki boðorðin? Sagan segir að eitt sinn hafi maður komið hlaupandi til Jesú og spurt hann hvað ætti að gera til að öðlast eilíft líf? Jesús spurði hann þá hvort hann kynni ekki örugglega boðorðin? Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni, þú skalt ekki pretta, þú skalt heiðra föður þinn og móður og svo framvegis. Þessi einföldu en þó jafnframt flóknu grund- vallaratriði í mann- legum samskiptum sem við erum svo gjörn á að klikka á. Gaurinn taldi sig nú aldeilis vera með allt á þurru og sagðist hafa gætt alls þessa frá unga aldri. Þá sagði Jesús honum að fara og selja allar eigur sínar og gefa fátækum og hann þá myndi fjársjóð eignast á himni. Mað- urinn varð þá dapur í bragði og fór burt hryggur enda átti hann miklar eignir. Þá leit Jesús í kringum sig og sagði að auðveldara yrði fyrir úlfalda að fara í gegnum nálarauga en fyrir auðmann að komast inn í himnaríki. Hver getur þá orðið hólpinn? Lærisveinar og vinir Jesú urðu steini lostnir og sögðu: Hver getur þá eiginlega orðið hólpinn? Jesús horfði þá á þá og sagði vingjarnlega að menn hefðu engin ráð til þess, en Guði væri ekkert um megn. Hann hefði áætlun til að gera þá hólpna sem vildu. Áætlun sem varir til eilífs lífs. Nokkuð sem enginn maður getur unnið sér inn fyrir eigin verðleika eða getur miklast af með nokkru móti fyrir að gera eitthvað. Upprisan og lífið Jesús sagðist sjálfur vera upprisan og lífið. Þeir sem tryðu á hann myndu lifa þótt þeir dæju. „Hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?“ spurði hann, og spyr okkur enn í dag. Hann sagðist vera vegurinn, sann- leikurinn og lífið sjálft. Að enginn kæmist til föðurins nema vegna hans. Hann væri dyrnar að himnaríki, brauð lífsins, hin eilífa lind sem sval- aði lífsþorsta okkar. Í rauninni öll sú andlega fæða sem við þyrftum til þess að komast af. Guð sendi Jesú nefnilega ekki í heiminn til þess að dæma okkur held- ur til þess að frelsa okkur. Opna okk- ur leið inn til hins eilífa lífs ljóma á himnum, þangað sem hið raunveru- lega föðurland okkar er. Vinir og samverkamenn Og hann kallar okkur ekki þræla eða þjóna. Heldur vinir sína og sam- verkamenn. Bræður sína og systur og hann vill að við stöndum saman þótt ólík séum með misjafnar skoð- anir og að við ræktum með okkur þá æðstu dyggð að elska hvert annað. Hann vill fá að gera okkur að sam- erfingjum sínum að hinni himnesku dýrð sem okkur er fyrirbúin vegna upprisu hans frá dauðum. Hann hef- ur sigrað dauðann í eitt skipti fyrir öll. Og sigurinn er tileinkaður þér. Eins og galdur Ást Guðs er nefnilega óskiljanlegt kraftaverk. Eiginlega líkt og galdur sem við skiljum ekki en getum upp- lifað. Megum meðtaka og þiggja, hvíla í og njóta um alla eilífð. Lifi lífið! Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson »Ég er þess fullviss að ævinnar ljúfustu og bestu stundir séu aðeins sem forréttur að þeirri veislu sem koma skal og lífið raunverulega er. Höfundur er rithöfundur. Aðild að himnaríki Lítið sem ekkert hefur birst um þessi merku tíðindi í ís- lenskri bókmennta- sögu, og því skrifa ég þetta. Árið 1966 birtist bók eftir Guðberg Bergsson, sem olli straumhvörfum í ís- lenskum bók- menntum. Þetta var aðeins fimm árum eft- ir að fyrstu bækur Guðbergs birt- ust, en hann var 34 ára þegar þessi bók birtist, Tómas Jónsson met- sölubók. Bókin varð skjótt ófáanleg. Hún var endurútgefin óbreytt 1986, en í árslok 2012 kom loks endurskoðuð útgáfa. Þar eru sem betur fer litlar breytingar, fáeinar viðbætur, og jafnan til að gera textann skarpari eða skýrari. Góð var bókin og betri er hún. Bæði er hún miklu þrosk- aðra og máttugra verk en fyrri bækur höfundar, og auk þess rauf hún hefðina, einkum að því leyti, að þar var „söguþræðinum gefið á kjaftinn svo hann ruglast í hænu- haus lesandans“, eins og Guðbergur sagði. Vart er hægt að tala um at- burðarás í þessari löngu bók. Hún segir frá einstökum atvikum í lífi karlskröggs, birtir hugsanaflaum hans. Og tímaröð er vendilega rugl- að; ýmist er karlinn karlægur og hálfblindur í súrefnistæki, eða í fullu fjöri fyrr á árum. Öllu ægir saman í hugarflaumi Tómasar, og er oft stokkið fyr- irvaralaust úr einu í annað. Hér er rækilega gerð grein fyrir hvers- dagslegustu líkamsstarfsemi hans, ekki síst útferð hans af hrákum, saur, þvagi og sæði. Þetta var nýj- ung í íslenskum bókmenntum, fyrir utan frægt dæmið í Bréfi til Láru, og vakti mikla andúð þegar TJM birtist. Þessi karl montast af fal- legri skrift sinni eins og hann væri á barnaskólastigi menntunar. En raunar hefur hann tekið stúdents- próf utanskóla, og er óvenjuvíðles- inn í heimsbókmenntunum. Hann fer þar eigin leiðir, vitnar ekki að- eins í fræg skáld frá fyrri hluta 19. aldar, t.d. Goethe, Stendhal og Grím Thomsen, heldur líka í ítölsk Endurreisnarskáld á frummálinu, Dante, Petrarca, og einhvern forn- an skáldskap á próvensölsku og fornportúgölsku, að hætti t.d. Ezra Pound í Cantos. Þetta stangast á við nísku karlsins og fáfengileg áhugamál, sem eru einkum hvers- dagslegar kjaftasögur. En í heild miðla þessar andstæður okkur mynd af manni af holdi og blóði, og anda; sem mótast af samtíma sínum innanlands og utan og af fortíðinni, menningararfleifð vesturlanda. Víða bryddir á hugleiðingum um lífsgildi, og nærtækt er að bera Tómas sam- an við aðrar persónur bókarinnar, sem mannblendnari eru. En síst verður séð að þær skrípamyndir lifi auðugara lífi. Þær eru allar fastar í einhverjum almennum mynstrum sem verða fáránleg, einmitt and- spænis tómi Tómasar. Svo þröngur sem heimur hans er, takmarkast við íbúð hans, leigjendur, vinnufélaga og þá sem eru með honum í mötu- neyti, þá má þetta þó heita heimur í hnot- skurn, því í lýsingu persónanna er lögð áhersla á hið dæmi- gerða. Leigjendurnir og fremri stofan í mötuneytinu er alþýðu- fólk, sem hefur einkum áhuga á að fá sem mesta aukavinnu. Ekk- ert samband er á milli þessara vinnudýra og hins samfélagshóps- ins; það eru vinnufélagar Tómasar í bankanum og innri stofa mötuneyt- isins, sem eru allt þröngsýnir smá- borgarar. Verkfræðingar sem tala aldrei um annað en skólaárin, rót- tækur alki í síendurteknu sama þrasinu við íhaldssaman félaga sinn, það þras er allt upp úr dagblöð- unum; ennfremur pjattrófur sem pískra um einkamál náungans. Yf- irleitt ríkir tilgerð, heimska og frekja í samskiptum persónanna, þar er allt ömurlegt eða fáránlegt. Athyglisvert er, að frá og með 17. bók (síðustu 45 bls.) verður meira um tilfinningar, en við það verður einsemd Tómasar og annarra þeim mun tilfinnanlegri, þetta er einkon- ar ályktun af því sem á undan fer, magnar það og undirbýr lokin. En þau stinga gersamlega í stúf við mestalla bókina í því, að þar verða samskipti fólks með hlýju, þar sem tveir karlmenn í sóðalegum lúkar veltast um í faðmlögum og tungu- kossum, heita báðir Tómas. Miklar skopstælingar eru hér á hverskyns bókmenntum, sem vin- sælda nutu á Íslandi þegar TJM birtist; á sveitasögum, þroskasög- um, þjóðlegum fróðleik, ævisögum, o.s.frv. Eftirfarandi klausa gæti hafa verið tínd saman úr dagblöðum á fimmtán ára skeiði (bls.181): „Hér birtist stutt skrá yfir helstu hættur sem steðjað hafa að hinni fá- mennu íslensku þjóð allt frá 1939 til Marshallhjálparinnar: […] sérhver ný vörutegund í búðum vissi á heimsendi, plokkun og útrýmingu íslenska kynstofnsins. Kaupmenn og prangarar íhaldsins stefndu að því I) Með brillantíni, að gera alla Íslendinga sköllótta eins og útlend- inga; II) að brenna innan magann í fólki með sinnepi og tómatsósu; III) Að auka ropa og vindspenning í fólki með grænmeti; IV) Að drepa ferðafólk í tjöldum með dósaeitri í dósamat; V) Skafa að innan hausinn á fólki með útvarpinu; VI) Flytja inn kynsjúkdóma og lauslæti með erlendum gopanærfötum […] VII) Auka botnlangaköst með innflutn- ingi á rándýrum rúsínum með stein- um.“ Eftir Örn Ólafsson Örn Ólafsson »Merk tíðindi urðu í árslok 2012 með endurútgáfu einnar merkustu skáldsögu 20. aldar. Höfundur er bókmenntafræðingur í Kaupmannahöfn. Tómas Jónsson metsölubók endurútgefin Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Söngskólinn íReykjavík Næsta 7 vikna námskeið vetrarins hefst 3. marsSÖNGNÁMSKEIÐ Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans að Snorrabraut 54, sími 552-7366 kl. 10-16 alla virka daga•www.songskolinn.is Allir geta fundið eitthvað fræðandi og skemmtilegt við sitt hæfi! Hvert námskeið stendur í 7 vikur og lýkur með prófumsögn og tónleikum. • Fyrir fólk á öllum aldri: Sem undirbúningur fyrir frekara söngnám Tómstundagaman fyrir söngáhugafólk á öllum aldri • Kennslutímar: Morguntímar / Síðdegistímar / Kvöldtímar • Söngtækni: Raddbeiting / Túlkun / Einsöngur / Raddaður söngur • Tónmennt: Tónfræði / Tónheyrnarþjálfun / Nótnalestur Sendu pöntun ámbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 ER ÞÍN AUGLÝSINGIN ÞAR? Alla þriðjudaga fylgir Morgunblaðinu sérblað umBÍLA Móttaka að- sendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.