Morgunblaðið - 20.02.2014, Síða 63

Morgunblaðið - 20.02.2014, Síða 63
MINNINGAR 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 verð ég ævinlega þakklát. Þú varst okkur öllum svo kær elsku Þurý, þín verður sárt sakn- að. Elsku Gunna, Pétur, Hrafn- hildur, Eggert, Oddur, Gunni, Svana, Ómar, Aníta, barnabörn og aðrir ástvinir, ég og mín fjöl- skylda sendum ykkur öllum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Með þökk fyrir allt elsku vin- kona. Herdís Matthildur Guðmundsdóttir (Dísa). Þuríði Jónu Antonsdóttur eða Þurý eins og hún var oftast kölluð meðal vina hitti ég fyrst er ég fór í heimsókn til Inga og hennar er þau bjuggu í Hafnarfirði í risí- búð, nýbyrjuð að búa með sitt fyrsta barn Hrafnhildi 2-3 ára gamla. En ég var þá nýtrúlofuð Pálma en Ingi og hann voru fé- lagar. Þessi kynni áttu eftir að vara lengi eða 50 ár. Þurý var ein- stök kona, það eru engin orð nógu góð til að lýsa henni sem ég get fundið. Hún var traust, skemmtileg og sannur vinur. Ef það var eitthvað sem þurfti að vinna þá var hún komin, alltaf tilbúin að hjálpa öðrum og gleymdi iðulega sjálfri sér. Gleði- gjafi mikill en samt svo lítillát, sannur klettur. Við ferðuðumst mikið saman vetur, sumar vor og haust og voru börnin okkar ávallt með í för. Þau voru á sama aldri og kynntust því vel hvert öðru. Vélsleðaferðir á veturna, tjald- ferðir á sumrin og ekki má gleyma jeppaferðunum en þær voru margar. Það var eitthvað sem olli því að við bjuggum alltaf nálægt hvor annarri og þar af leiðandi alltaf mikill samgangur okkar á milli. Það voru góðar stundir þegar við vorum með krakkahópinn í sólbaði á túninu við Sundhöllina í Reykjavík. Það var kátt á hjalla sólböð, sólbruni og gleði. Við fluttum á svipuðum tíma í Garðabæ og vinátta okkar átti eftir að styrkjast þar. Þurý kom einn dag og spurði mig hvort ég ætlaði ekki að koma í leikfimi en það var sterkur leikfimishópur í Garðabæ undir stjórn Lovísu heitinnar Einarsdóttur. Ég sló til og þar vorum við saman í mörg ár. Þurý fór með hópnum í sýn- ingarferðir til útlanda en ég sat heima. Hún spurði oft hvort ég ætlaði ekki að koma í kvenfélagið en ég sagðist ekki nenna að baka, en hún bara hló að mér. Hún fékk mig til að koma með sér í söng- prufu þar sem nýbúið var að stofna kvennakór í Hafnarfirði en hún vissi alltaf að ég hafði gaman af söng og ég sló til. Svo var stofnaður kvennakór í Garðabæ og jú við vorum alveg til í það og mættum á stofnfundinn og vorum í þeim kór í nokkur ár. En í kvennakór Hafnarfjarðar sátum við fastar og ætluðum að ljúka því starfi eftir kvennakóramót á Akureyri í sumar eftir 20 ára starf með kórnum. Svona var Þurý mín alltaf til í allt sem var skemmtilegt. Hún þurfti ekki há- skólagráður, BA-próf eða master í neinu því hún kunni þetta allt. Eftir miðjan aldur tók hún sig til að vinna úti á ekki ómerkilegri stað en hjá Skattstofu Hafnar- fjarðar. Ef hún fékk efnisbút í hendurnar þá breytti hún honum í eðalklæði, garnspottar urðu að heilum kápum eða heklunálarn- ar, Þurý vissi hvað átti að gera við þær. Það var oft sagt á mínu heimili ef upp kom basl með saumsprettur eða rennilása, ég tala bara við Þurý. Já, svona var þessi stórfenglega hláturmilda vinkona, hún hló ekki hátt en hún hló öll. Einnig langar mig til að minnast ferðar okkar fyrir tveim- ur árum er við fórum með Gutta í berjaferð á Barðaströnd og sung- um alla leiðina borðuðum fjósaís, hlógum og tíndum ber í bröttum hlíðum svo við þyrftum ekki að beygja okkur mikið. Á mánudög- um og fimmtudögum hringdum við okkur saman. Erum við ekki að fara? Svarið var alltaf „tilbú- in“. Nú keyri ég ein og sakna mikið en minningarnar eru svo margar og skemmtilegar. Það er sárt að sakna góðrar vinkonu. Pálmi og ég biðjum góðan guð að halda sinni verndarhendi yfir elsku Guðrúnu, systkinunum, Pétri, börnum, barnabörnum og öðrum vandamönnum. Anna Lóa. Mánudaginn 27. janúar sl. barst sú sorgarfregn að vinnu- félagi okkar til margra ára, Þur- íður Antonsdóttir, hefði látist þá um nóttina er hún dvaldi erlend- is. Eftir kveðjustund við starfslok í haust og eftirminnilegt sjötugs- afmæli, sem haldið var upp á í nóvember síðastliðnum, var þessi skapadómur eitthvað svo víðs fjarri. Framundan virtist vera tími til að njóta næðis og frjáls- ræðis efri áranna að loknum erli hinna venjubundnu vinnudaga. En ekki fer allt eins og ætlað er því þó að maðurinn ákvarði er það almættið sem ræður. Þuríður kom til starfa á Skatt- stofu Reykjanesumdæmis í apríl 1996 og vann þar og hjá ríkis- skattstjóra eftir sameiningu óslitið fram að sjötugu. Hennar meginhlutverk var að taka á móti viðskiptavinum í afgreiðslunni. Greiða götu þeirra með margvís- legum upplýsingum og vottorða- gjöf. Í þessu starfi þarf að þekkja vel til alls gangverks starfsem- innar og kunna skil á ótalmörgu sem afgreiðslan þarf að sinna. Þetta allt hafði hún fullkomlega á valdi sínu, en ekki síst reyndi á þá eiginleika sem henni voru svo ríkulega í blóð bornir; lipurð, hjálpfýsi og glaðværð. Með slíku viðmóti var allt auðveldara við- fangs. Hún ergði sig ekki á smá- munum, og breytingum, sem voru tíðar og sumar ekki auðveld- ar, tók hún með rósemi og yfir- vegun og leit í því sambandi til hins jákvæða eins og henni var almennt tamt í lífinu. Öll innri starfsemi skattstofu – sérstaklega fyrir tíma rafvæðing- ar – á mikið undir aðstoð og ná- kvæmni afgreiðslunnar. Sífelldar beiðnir um að finna hitt og þetta, leita gamalla gagna og sjá svo til þess að þau rati aftur á réttan stað. Slíku kvabbi sinnti Þuríður af samviskusemi og glaðlegu við- móti og jafnan var stutt í brosið. Ekki var því að undra að sam- starfsfólkinu væri hlýtt til henn- ar. Ég hitti Þuríði síðast í sjötugs- afmæli hennar. Þar var glatt á hjalla og systkini hennar og fleiri fóru á kostum og afmælisbarnið geislaði af gleði. Þessu kvöldi fylgir notaleg minning sem end- urspeglar skýrt hvernig Þuríður snart sitt samferðafólk. Þar sáust sannarlega engin merki hinna snöggu endaloka en stundum er stutt á milli gleði og sorgar og hláturs og gráts. Ég kynntist Þuríði einnig á öðrum vettvangi. Hún og eigin- kona mín hafa lengi sungið sam- an í Kvennakór Hafnarfjarðar. Aðdáendaklúbburinn (makar) hefur nokkrum sinnum brugðið sér með í kórferðalög út fyrir landsteinana og tekið þátt í öðr- um gleðskap þegar nærveru hans hefur verið óskað. Þuríður hafði mikið yndi af kórstarfinu og lét ekki sitt eftir liggja þegar gera átti sér dagamun í þeim fé- lagsskap. Í kórnum átti hún einn- ig sumar af sínum bestu vinkon- um. Við samstarfsmenn Þuríðar til lengri eða skemmri tíma þökkum henni samfylgdina og biðjum henni blessunar í nýjum heim- kynnum. Aldraðri móður hennar, börnum, systkinum og öðrum ástvinum vottum við okkar dýpstu samúð. Sigmundur Stefánsson. Það er með trega sem ég rita þessi orð við ótímabært fráfall Þuríðar Antonsdóttur. Þurý kynntist ég þegar fjölskylda hennar flutti í Garðabæ 1976. Þá kynntist ég elsta syni hennar Oddi og með okkur hófst vinátta sem hefur haldið alla tíð síðan. Ekki tel ég þó rétt að rita það sem ég og Oddur brölluðum sam- an í kjallaranum og hún ein vissi og þagði yfir. Ég og hennar fjölskylda öll tengdumst nokkuð nánum bönd- um þessi ár og hefur ýmislegt verið brallað. Þurý og Ingi Sævar opnuðu fyrir mér nýjan heim. Bílar, jeppar og fjallaferðir voru stór þáttur í þeirra lífi og auðvit- að Rock’n Roll með Chuck Berry og Jerry Lee Lewis. Ég heyrði fyrst minnst á staði eins og Skaftafell, Hrífunes og Fjalla- bak, og fyrstu ferðirnar mínar voru með þeim hjónum á þessa staði, þar sem Þurý var leiðang- ursstjóri. Í þessum ferðum sá ég landið með öðrum augum en ég var vanur, algjörlega óborgan- legt. Síðan hef ég farið ótal ferðir um landið og séð og skynjað enn betur það sem þau hjónin kynntu mig upphaflega fyrir. Ég man ekki eftir að hafa séð Þurý í vondu skapi, hún var ákveðin og föst fyrir en aldrei langt í glottið og kímnina í andlit- inu. Þurý hafði mikið og sterkt bros sem hreif mann með sér, nokkurs konar vörumerki hennar sem síðan aðrir fjölskyldumeð- limir hafa erft og mun ég alltaf minnast hennar þegar þessi bros spretta fram. Þurý hafði einnig einkenni sem ég hafði ekki séð áður, annað augað blátt en hitt brúnt. Afar sjarmerandi sem fór vel á fallegri konu. Fráfall Þuríðar er ótímabært, hún var rétt að hefja seinni hluta ævinnar og fá að njóta alls þess sem það gengur út á. Hún naut þess að vera mamma og auðvitað amma hóps barnabarna sem nú saknar þess að fá hennar ekki notið lengur. Elsku Hrafnhildur, Oddur, Gunni og Ómar, Guð blessi ykkur og ykkar fjölskyldur, sorg er mikil á þessari stundu þegar við kveðjum Þuríði í síðasta sinn. Takk fyrir samveruna Þurý. Magnús og Kristjana. Kraftmikil og glaðvær kona fellur frá og minningar liðins tíma dansa í hugskotinu. Það er rétt eins og maður sé staddur í leikhúsi minninganna og hafi komið sér þægilega fyrir í sæt- inu, ljósin dofna, tjöldin eru dreg- in frá og ung kona gengur fram sviðið. Verkið sem flytja á er spuni um lífið og tilveruna en enginn veit hversu lengi sýningin varir. Fjölbreyttar leikflétturnar kalla fram bros og hlátur og stöku tár rennur niður vangann. Lífið og tilveran reynist eftir allt saman vera undarleg blanda af eftir- væntingu, söknuði og þrá. Hver sviðsmyndin rekur aðra og maður skynjar að burðarhlut- verkið er í höndum hinnar hóg- væru og sterku konu sem er allt í senn fortíð, nútíð og framtíð sýn- ingarinnar. Hlutverkið leikur hún allt til enda og af svo miklum krafti að meistaralegt má teljast og ekki annað hægt en að fyllast aðdáun á túlkuninni. Lágvært klapp heyrðist með- an á sýningunni stóð og stöku rós var kastað upp á sviðið. Það er ekki laust við að eftirsjá gæti að hafa ekki klappað oftar eða kast- að fleiri rósum upp á sviðið en reyndin varð. Því miður bíður slíkt annars tíma. Sýningin er á enda runnin og eftir því sem tíminn líður þá rennur það upp fyrir manni hversu einstakur leiðsögumaður hún reyndist afkomendum sínum og hversu góður vinur vina sinna hún var. Í mínum huga er hvorki hægt að skapa sér göfugra né fallegra orðspor. Með þessum hugleiðingum mínum um lífið og tilveruna þökkum við Þuríði Jónu Antons- dóttur samferðina og vottum börnum hennar, móður, systkin- um, vinum og aðstandendum samúð okkar hjóna. Þorsteinn Geirsson og Stefanía Guðmundsdóttir. Hópurinn eldist og eflist um leið. Við samfögnum aldri og gatan er greið. Loks afmæli fögnum og syngjum í dag þér hamingjan fylgi og bæti þinn hag. (L.E.) Það var í lok nóvember sl. sem Amsterdamhópurinn söng þess- ar línur í 70 ára afmælisveislu Þu- rýjar. Afmælisbarnið geislaði af gleði, nýlega hætt að vinna og væntingar framundan að njóta ævikvöldsins í faðmi ástvina sinna, en skjótt skipast veður í lofti. Er hópurinn kom saman upp úr miðjum janúar fengum við síð- ustu kveðjuna frá Þurý, hún væri að fara til Kanarí og gæti ekki komið. Það er ætíð glaðværð og gleði- stundir þegar Amsterdamhópur- inn hittist. Nafnið á hópnum er þannig tilkomið að snemma árs 1991 voru 18 konur í leikfimihóp Stjörnunnar við æfingar undir stjórn Lovísu Einarsdóttur vegna undirbúnings að þátttöku í alþjóðlegri fimleikahátíð, Gym- naströdu, sem haldin var í Amst- edam og því þótti viðeigandi að kalla hópinn Amstedamhópinn. Eftir þessa eftirminnilegu ferð á fimleikahátíðina hefur hópur- inn haldið saman og styrkt tryggðaböndin. Minningarnar steyma fram frá leikfimitímum í Ásgarði, sveitaferðum með skemmtidagskrá, við uppáklædd- ar í brúðkaupi hertogans af Hverdó og prinsessunnar af Bora Bora, bröns hjá baronessunni du la Skordal, hlutverkaleikur á Arnarstapa, Drumboddsstöðum, peysufatakvöld, afmælis- og menningarferðir erlendis og síð- ast en ekki síst afmælisboð hér heima með tilheyrandi afmælis- söngtextum, svo og samvera okk- ar á tveggja mánaða fresti. Ég veit að vorið kemur og veturinn líður senn. Kvæðið er um konu, en hvorki um guð né menn. Og svipur hennar sýndi, hvað sál hennar var góð. Það hló af ást og æsku, hið unga villiblóð. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á – jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson.) Við munum varðveita dýrmæt- ar minningar um glaðværa, söng- elska vinkonu og vitum að tvær Stjörnur bíða hennar í Sumar- landinu. Fjölskyldu Þuríðar sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Amsterdamhóps- ins, Margrét Guðmundsdóttir. Söngurinn sál og hjarta nærir sameinar, gleður og orku færir hugurinn fyllist af kærleik og frið sálin hún lyftist á hærra svið. (Bjarney Guðmundsdóttir.) Það var á vordögum árið 1995 að nokkrar konur komu saman og stofnuðu Kvennakór Hafnar- fjarðar. Þá um haustið gekk Þuríður til liðs við okkur og starfaði hún óslitið með okkur til dauðadags. Eins og gefur að skilja mynd- ast mikil samheldni og vinskapur milli kvenna sem hittast vikulega, vetur eftir vetur og syngja sam- an. Mikil vinna fer í æfingar og margt er sér til gamans gert, svo sem Búrfellsgangan góða þar sem Þuríður gekk svo rösklega að hún missti sólann undan skón- um. Þuríður naut þess að syngja og var ávallt reiðubúin að vinna fyrir kórinn sinn því hún vildi veg hans sem mestan og bestan. Alltaf mætti hún brosandi og glöð á æf- ingar og ósjaldan heyrðist í henni upp úr eins manns hljóði „stelp- ur, þetta er svo gaman“. Við minnumst allra æfinga- búðaferðanna þar sem mikið var unnið og mikið hlegið og gleðin var ávallt í öndvegi. Allra ferða- laganna bæði erlendis og innan- lands og ferðanna á landsmótin skemmtilegu. Alls staðar var hún hrókur alls fagnaðar og tilbúin í grín og glens og þá aðallega ef það snéri að henni sjálfri. Þuríður var elst í hópnum en hún bar það nú aldeilis ekki með sér, svo létt og kát og falleg. Síðastliðið vor fórum við í söngferð til Slóveníu þar sem hún og Pétur nutu sín til fullnustu í frábærri og vel heppnaðri ferð, og í haust fögnuðum við með henni í sjötugsafmælinu hennar. Nú er við kveðjum kæra söng- systur og vinkonu erum við sann- færðar um að hún er sko ekki hætt að syngja! Ó nei, hún heldur því áfram á þeim góða stað þar sem hún er nú. Við hinar yljum okkur við ljúfar minningar frá liðnum árum og kveðjum kæra söngsystur og vinkonu. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Við sendum öllum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd söngsystra í Kvennakór Hafnarfjarðar. Bjarney Guðmundsdóttir. Elsku Gunnar, minn ástkæri eigin- maður og besti vin- ur. Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Gunnar Kristjánsson ✝ Gunnar Krist-jánsson fæddist 2. febrúar 1941. Hann andaðist 28. janúar 2014. Útför Gunnars fór fram 10. febrúar 2014. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær, Allt sem þú hugsar í hljóði, heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson) Þeim sem vilja minnast Gunnars Kristjánssonar er bent á Kraft, styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Helga Loftsdóttir. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, dóttur, tengdadóttur, barnabarns, systur og mágkonu, INGU RÓSU ARNARDÓTTUR, Mosarima 7. Pétur Bóas Jónsson, Margrét H. Júlíusdóttir, A. Óskar Alfreðsson, Örn Wilhelm Randrup, Petrína Bára Árnadóttir, Guðbjörg M. Ásgeirsdóttir, Jón Sigurðsson, Ingvar Georg Ormsson, Georg Eiður Arnarson, Matthildur Torshamar, Júlíus Örn Arnarson, Unnur Guðmundsdóttir, Davíð Francis Arnarson, Örn Francis Arnarson. Lokað Aðalskrifstofa Matvælastofnunar á Selfossi verður lokuð frá kl. 13.00 í dag, fimmtudag 20. febrúar, vegna jarðarfarar SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, EYRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Kálfhóli, Skeiðum, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju laugar- daginn 22. febrúar kl. 13.30. Jarðsett verður í Ólafsvallakirkjugarði. Elsa Aðalsteinsdóttir, Guðmundur Þórðarson, Gestur Þórðarson, Margrét J. Ólafsdóttir, Valgeir Þórðarson, Kristín Hjálmarsdóttir, Hrafnkell Baldur Þórðarson, Siril Iren Sagstad, Elín Þórðardóttir, Sigurður Guðmundsson, Gunnar Már Þórðarson, Kolbrún Björnsdóttir, Þorbjörg Valgeirsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.