Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 70
70 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
Torfi Björn Kristleifsson er lærður kjötiðnaðarmaður en í ár munhann útskrifast sem matreiðslumaður frá Menntaskólanum íKópavogi. Í starfshluta námsins hefur hann starfað á Icelandair
Hotels en hann segir heillandi við matreiðsluna að þó að dagarnir séu
keimlíkir, séu matreiðslumenn alltaf að fást við eitthvað nýtt. Torfi seg-
ir afar mikilvægt að fylgjast með stefnum og straumum í matreiðslu úti
um allan heim en sjálfur er hann áhugamaður um betri nýtingu matar.
„Ég hef mikinn áhuga á því að fullnýta allt hráefni. Íslendingar eru
mjög dulegir við að henda mat, sem er algjör óþarfi, því við hendum
jafnvel hlutum af dýrum sem eru mjög auðnýtanlegir í eitthvað gott,“
segir Torfi. „Og ef ég get vakið áhuga einhvers á því að nýta eitthvað
sem er venjulega ekki nýtt, þá er það eitthvað sem er mjög jákvætt.“
Torfi kemur úr mikilli skátafjölskyldu en foreldrar hans eru bæði
skátar og segist hann hafa misst af undir tíu landsmótum frá fæðingu.
Hann segir skátastarfið lífsstíl. „Þetta snýst um að umgangast náttúr-
una af virðingu og vera virkur þegn í samfélaginu; vera tilbúinn til að
taka þátt í samfélaginu,“ segir hann en alltof algengt sé að fólki láti sér
fátt um finnast um allt og alla. Torfi segist oftar en einu sinni hafa lent í
því að þurfa að færa afmælið sitt til vegna veðurs. „Ég hef nokkrum
sinnum lent í því að það er glampandi sólskin tveimur dögum áður, en á
afmælisdaginn minn fer að snjóa og allt er ófært,“ segir hann. Það kem-
ur þó ekki að sök í dag, þar sem hann verður fastur í eldhúsinu fram
undir kvöld. holmfridur@mbl.is
Torfi Björn Kristleifsson er 34 ára í dag
Saman Torfi, Erna Rún og börnin Kristjana Pálína og Viktor Logi.
Hendum auðnýt-
anlegu hráefni
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Reykjavík Kolbrún Klara fæddist
24. júní kl. 23.05. Hún vó 3.650 g og
var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru
Unnur Björk Hjartardóttir og Jón Þor-
kell Gunnarsson.
Nýir borgarar
Reykjavík Vaka Austmann fæddist
28. september kl. 14.36. Hún vó 4.600
g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar
eru Edda Harðardóttir og Gunnar
Jóhannsson.
H
erdís fæddist í
Reykjavík 20.2. 1974
en ólst upp í Garða-
bæ. Hún gekk í
Flataskóla og
Garðaskóla, flutti til Reykjavíkur
á unglingsárunum, var í Hlíða-
skóla síðustu þrjú ár grunnskól-
ans, lauk stúdentsprófi frá MR
1994 en var skiptinemi í Bólivíu
1991-92.
Herdís lauk prófi sem leið-
sögumaður frá Leiðsöguskóla Ís-
lands 1996, B.Sc.-prófi í jarðfræði
við HÍ 2000 og var þá síðasta
misserið við háskólann á Sval-
barða. Hún stundaði doktorsnám í
jarðefnafræði við Cornell Univers-
ity í Íþöku í New York-ríki í
Bandaríkjunum 2003-2011 og lauk
þar doktorsprófi. Að doktorsnámi
Herdís Helga Schopka, sérfræðingur í umhverfismálum – 40 ára
Leiðsögumaðurinn Herdís Helga kynnir staðhætti í fyrsta stoppi í Laugahrauni, í Laugavegsgöngu sumarið 2013.
Doktor og ferðagarp-
ur með ævintýraþrá
Á Svalbarða Herdís með starfsfélögum við leiðsögn á Camp Mansfield, 2002.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is