Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 71
loknu vann hún við jarðefnafræði-
rannsóknir við Deutsches GeoFor-
schungsZentrum í Potsdam í
Þýskalandi 2011-2013.
Herdís var leiðsögumaður og
leiðangursstjóri á Íslandi og á
Svalbarða meðfram námi og öðr-
um störfum á árunum 1995-2003.
Hún var jarðfræðingur á Orku-
stofnun 2000-2001 og á Raunvís-
indastofnun HÍ 2002-2003 en hef-
ur verið sérfræðingur á sviði
orkumála og jarðrænna auðlinda í
umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
frá 2013.
Herdís var formaður Fjallsins,
félags jarðfræðinema við HÍ, 1999,
formaður félags framhaldsnema í
jarðfræði við Cornell 2007, situr í
stjórn Hins íslenska náttúrufræði-
félags frá 2013 og sat í ritstjórn
knúz.is, feminísks vefrits, 2012.
Herdís hlaut Fulbright-styrk til
náms í Bandaríkjunum 2003 og
styrk frá Council of Women World
Leaders til starfsnáms við um-
hverfisráðuneytið í Reykjavík
2010.
Fór til Suðurskautslandsins
Þegar Herdís segist hafa áhuga
á ferðalögum á hún ekki við ísbílt-
úra austur í Hveragerði. Hún hef-
ur alltaf haft áhuga á fjarlægðum
og framandi slóðum og óbyggð-
arferðum, hér á landi sem erlend-
is: „Þetta er svona sambland af
ævintýraþrá og ferðahug. Þess
vegna fór ég til Bólivíu sem skipti-
nemi á sínum tíma.
Síðan tók ég eitt misseri af
BSc.-náminu mínu á Svalbarða en
þar starfrækja Norðmenn flott há-
skólasetur. Þar komst ég í návígi
við ísbjörn, sællrar minningar, en
varð ekki meint af.
Með náminu sinnti ég leiðsögn á
Svalbarða í hlutastarfi sem síðan
leiddi til þess að ég var leið-
sögumaður og leiðangursstjóri þar
í þrjú sumur og þrjá vetur.
Ég vann svo doktorsverkefnið
mitt að hluta til á Hawaii og á Fil-
ippseyjum. Ég hef ferðast svolítið
um Suður-Ameríku og um áramót-
in 2001-2002 fór ég í ævintýraferð
til Suðurskaustslandsins. Þá var
siglt frá Ushuaia í Argentínu, far-
ið í land á bátum, tvisvar til þrisv-
ar á dag, gengið þar um og skoð-
aðar mörgæsir. Þess á milli voru í
boði fræðsluerindi um Suð-
urskautslandið um borð í skipinu.
Einn daginn sat skipið fast í ís í
sólarhring. Það gaf ferðinni svolít-
inn ævintýrablæ.
En ég hef einnig haft gaman af
gönguferðum hér heima. Ég gekk
t.d. kringum Langasjó fyrir vestan
Vatnajökul í fyrra og fyrir tveim-
ur árum fór ég í viku gönguferð
um Hornstrandir.
Að ferðalögum slepptum snúast
áhugamál mín einkum um tónlist,
handavinnu, bókmenntir, hlaup og
hjólreiðar.“
Fjölskylda
Systkini Herdísar eru Júlíus
Helgi Schopka, f. 12.6. 1972,
kjálkaskurðlæknir í Reykjavík, og
Lára Herborg Ólafsdóttir, f. 19.4.
1987, lögfræðingur í Reykjavík
Stjúpbræður Herdísar eru Teit-
ur Atlason, f. 23.3. 1969, frum-
kvöðull, búsettur í Reykjavík, og
Auðunn Atlason, f. 4.2.1971, sendi-
herra í Vín í Austurríki.
Foreldrar Herdísar eru Arndís
Herborg Björnsdóttir, f. 27.5.
1945, kennari, búsett í Reykjavík,
og Ottó Schopka, f. 4.9. 1941, við-
skiptafræðingur, búsettur í
Reykjavík.
Stjúpa Herdísar er Sigríður
Hanna Sigurbjörnsdóttir, f. 24.10.
1943, markaðsstjóri og listakona.
Úr frændgarði Herdísar Helgu Schopka
Herdís Helga
Schopka
Karolina Mika
húsfr. í Sandowitz
Johan Gregor Schopka
bakaram. í Sandowitz,
Efri-Slésíu í Þýskalandi
Júlíus Schopka
kaupm. og ræðism. í Rvík
Lilja Sveinbjörnsdóttir
húsfr. í Rvík
Ottó Schopka
viðskiptafr. í Rvík
Anna Ásmundsdóttir
húsfr. í Rvík
Sveinbjörn Jónsson
verkam. í Rvík
Guðrún Magnúsdóttir
kennari og skáldkona í Rvík
Jóhannes Teitsson
húsasmíðam. í Rvík
Björn Jóhannesson
vélstj. í Rvík
Oddný Ólafsdóttir
kjólameistari í Rvík
Arndís Herborg Björnsdóttir
kennari í Rvík
Sigríður Þorbergsdóttir
húsfr. í Rvík
Ólafur Hjálmarsson
b. og vélvirkjam. frá Látrum í Aðalvík
Snemma beygist krókur Herdís
skoðar nýtt hraun í Vestmanna-
eyjum með Júlla bróður, 1980.
ÍSLENDINGAR 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
Louisa Matthíasdóttir listmál-ari fæddist í Reykjavík20.2. 1917. Foreldrar henn-
ar voru Matthías Einarsson yf-
irlæknir og k.h., Ellen Mat-
thíasdóttir, systir Haralds, föður
Matthíasar Johannessen, skálds og
fyrrv. Morgunblaðsritstjóra, og afa
Haraldar Johannessen Morg-
unblaðsritstjóra.
Matthías yfirlæknir var sonur
Einars Pálssonar, spítalahaldara og
verslunarmanns á Akureyri, bróðir
Kristínar, húsfreyju á Hraunum í
Fljótum, móður Páls Einarssonar,
fyrsta borgarstjórans í Reykjavík.
Louisa ólst upp í Höfða sem nú
er móttökuhús borgarstjórnar, en
þar átti fjölskylda hennar heima til
1938. Louisa gekk í Landakots-
skóla, lærði auglýsingateiknun og
skreytingarlist í Kaupmannahöfn í
þrjú ár, kom heim 1937 en var síð-
asta millistríðsveturinn við listnám
hjá Gromaire í París, samtímis
Nínu Tryggvadóttur.
Louisa fór til New York 1942,
stundaði myndlistarnám hjá Hoff-
mann í Greenwich Village, kynntist
þar manni sínum, Leland Bell
myndlistarmanni, og var búsett í
New York eftir það.
Louisa fylkti sér ung í hóp fram-
sækinna myndlistarmanna, varð
fljótlega kunn í hópi New York-
málara sem kenndir eru við fig-
úratífa málverkið og er í hópi víð-
frægustu og virtustu málara þjóð-
arinnar. Myndefni hennar er
áberandi íslenskt og hafði hún sér-
stak dálæti á íslensku sauðkindinni.
Þá málaði hún oft götumyndir frá
gömlu Reykjavík, gjarnan niður af-
hallandi þvergötur á Vesturgötu
eða Laugaveg með útsýn til norð-
urs. Í íslenskum umhverfismyndum
hennar nýtur sín sérstaklega hin
harða og gagnsæja íslenska birta.
Louisa og Nína sóttu mikið til
Erlendar í Unuhúsi eftir Par-
ísarveturinn og kynntust þar m.a.
Steini Steinar.
Louisa og Steinn voru góðir vinir
og bendir margt til þess að hún
hafi verið stóra ástin í lífi hans.
Louisa lést 26.2. 2000.
Merkir Íslendingar
Louisa Matthíasdóttir
90 ára
Guðrún Guðmundsdóttir
75 ára
Elín Birna Daníelsdóttir
Elísabet Kristín Ólafsdóttir
Sigrún Gunnarsdóttir
Svava Ásdís Davíðsdóttir
Þóra S. Guðmundsdóttir
70 ára
Elísabet G. Pálsdóttir
Erla Guðný Svanbergsdóttir
Guðrún Árnadóttir
Hjalti Nick Zóphóníasson
Hörður H. Bjarnason
60 ára
Anna Eyrún Halldórsdóttir
Héðinn Konráðsson
Magnús Haukur Norðdahl
Margrét Sigrún Ólafsdóttir
Stefán Örn Sigurðsson
50 ára
Ásgeir Eiríkur Guðnason
Einar S. Guðmundsson
Elín Elísabet
Jóhannsdóttir
Ingvar Jón Jóhannsson
Kristinn Snæbjörnsson
Pétur Þór Halldórsson
Sigurbjörg Th.
Stefánsdóttir
Þórir Jónsson
40 ára
Agnieszka Monika
Jaroszewicz
Agnieszka Pawlik
Alfreð Gísli Jónsson
Andrea Ólöf Ólafsdóttir
Bryndís Valdimarsdóttir
Gerður Halldóra
Sigurðardóttir
Jóhanna Valgeirsdóttir
Pradung Joknak
Steinar Orri Sigurðsson
30 ára
Adrian Siedlecki
Casady Brooke Monroe
Daði Kristjánsson
Elín Ósk Helgadóttir
Grétar Kristófer
Sigþórsson
Gunnar Þór Hjálmarsson
Heiðdís Þóra Snorradóttir
Óskar Reynisson
Stefán Bonner
Sæþór Björn Gunnarsson
Weronika Justyna
Skibinska
Til hamingju með daginn
30 ára Lísa ólst upp í
Ólafsvík og er húsfreyja í
Njarðvík.
Maki: Jón Óskar Magn-
ússon, f. 1976, sjómaður.
Börn: Alexandra Björk, f.
2001; Guðrún Vigdís, f.
2005, og Sigurður Ragn-
ar, f. 2009.
Foreldrar: Sigurður R.
Lúðvíksson, f. 1958, vigt-
arm. hjá Faxaflóahöfnum,
og Júlíana Karlsdóttir, f.
1960, starfsm. við dval-
arheimilið í Borgarnesi.
Lísa
Sigurðardóttir
40 ára Ólafur ólst upp í
Gilsfjarðarmúla í Gilsfirði
en er bóndi í Magnús-
skógum í Hvammssveit.
Maki: Anna Berglind Hall-
dórsdóttir, f. 1980, bóndi.
Synir: Björgvin Bragi, f.
2000; Ármann Freyr, f.
2005; Halldór Óli, f. 2007,
og Atli Fannar, f. 2012.
Foreldrar: Halldór Gunn-
arsson, f. 1943, og Ólöf
Snorradóttir, f. 1943, d.
2001.
Ólafur Bragi
Halldórsson
40 ára Vilhjálmur ólst
upp í Kópavogi, er búsett-
ur í Mosfellsbæ frá 10 ára
aldri og rekur verktaka-
fyrirtækið Fagverk.
Maki: Sigrún Eiríksdóttir,
f. 1975, skólaritari.
Dætur: Íris, f. 1999;
Tinna, f. 2002, og Lísa, f.
2004.
Foreldrar: Matthías Ott-
ósson, f. 1959, verktaki,
og Svanhildur Vilhjálms-
dóttir, f. 1960, starfs-
maður á Eir.
Vilhjálmur Þór
Matthíasson
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
GJÖRIÐ
SVO VEL!Hafðu það hollt
í hádeginu
HAFÐU SAMBAND
OG FÁÐU TILBOÐ!
HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is
HEITT OG KALT býður starfsfólki fyrirtækja hollan og
næringaríkan mat í hádegi.
Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is
Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari
og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta
matreiðslukeppni heims.