Morgunblaðið - 28.02.2014, Side 4
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
18.00 00.00 06.00 12.00 18.00
PM10 - Míkrógrömm/m3
Svifryksmengun í Reykjavík 19. febrúar
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Svifryksmengun í Reykjavík mæld-
ist hæst rúmlega fjórfalt meiri en
hún mældist hæst í Peking miðviku-
daginn 19. febrúar. Heilbrigðis-
fulltrúi hjá Reykjavíkurborg bendir
þó á að ólíku sé saman að jafna þar
sem á Íslandi hafi þennan dag svif-
rykið verið mestu sandur en í Peking
séu ýmis skaðleg efni í svifrykinu
sem tengist iðnaði í borginni. „Það er
engan veginn raunhæft að bera
Reykjavík saman við Peking þegar
kemur að loftmengun. Þar eru
reykspúandi verksmiðjur og allt aðr-
ar aðstæður þegar að þessu kemur,“
segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, heil-
brigðisfulltrúi hjá heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur.
Svifryk mældist 2.113 míkró-
grömm á rúmmetra við Grensásveg
klukkan 13.30 umræddan miðviku-
dag. Til samanburðar má nefna að á
„venjulegum degi“ mælist svifryk
undir 20 míkrógrömm á rúmmetra. Í
Peking mældist svifrykið hæst 524
míkrógrömm á rúmmetra.
25-30% náttúrulegt svifryk
Loftgæði teljast mikil þegar sólar-
hringsgildi svifryks mælist 50 mík-
rógrömm eða minna á rúmmetra,
þau eru sögð miðlungs séu þau 50-
100 míkrógrömm og ef talan fer yfir
100 eru loftgæði sögð lítil. Verði
styrkurinn meira en 150 míkró-
grömm geta einstaklingar sem ekki
eiga við vandamál í öndunarfærum
að stríða fundið fyrir óþægindum.
Að sögn Kristínar er ástæða þess
að svifryksmengun mældist svo mik-
il hinn 19. febrúar sú að mikið hefur
verið saltað og sandborið í borginni
miðað við undanfarin ár og að auki
hafi verið mikil þurrkatíð.
Svifryksmengun er ólík eftir því
hvort hún er náttúrulegs eðlis eða af
mannavöldum. Því minni sem agn-
irnar eru því meiri er skaðsemin. Í
stórum dráttum má segja að fínni
svifryksagnir séu flestar af manna-
völdum (frá bruna eldsneytis), en
þær grófari frá náttúrulegum upp-
sprettum á borð við ösku úr eldgos-
um. Svifryksagnir eru ekki aðeins
ólíkar hvað stærð varðar. Eiginleiki
agnanna er breytilegur eftir upp-
runa þeirra. Könnun á samsetningu
svifryks sýnir að að öllu jöfnu komi
25-35% svifryks í Reykjavík frá nátt-
úrulegum uppsprettum. Svifryk af
mannavöldum kemur frá allri starf-
semi, en mest frá eldsneytisbruna,
umferð og iðnaði.
Mældist fjórfalt meira en í Peking
Óvenju mikið svifryk í Reykjavík 19.
febrúar Samsetningin önnur í Peking
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„Við gerðum kjarasamningana á
þessari forsendu, að það voru allar
aðstæður til þess að við gætum náð
verðbólgunni niður fyrir verð-
bólgumarkmið Seðlabankans.
Þessir kjarasamningar eru að skila
kaupmætti,“ segir Gylfi Arnbjörns-
son, forseti ASÍ, í tilefni af nýrri
mælingu Hagstofunnar á hækkun
neysluverðsvísitölunnar í febrúar.
Verðbólgan hefur verið á hraðri
niðurleið að undanförnu og mælist
ársverðbólgan í febrúar 2,1%. Hún
er komin niður fyrir 2,5% verð-
bólgumarkmið Seðlabankans.
Benda Samtök atvinnulífsins á að
þetta sé í fyrsta skipti í tvö og hálft
ár sem verðbólgan mælist undir
verðbólgumarkmiðinu. Í umfjöllun
greiningardeildar Arion banka
segir að ekki hafi mælst jafn lítil
hækkun í febrúarmánuði síðan árið
2009. Lítil merki séu um verð-
bólguþrýsting um þessar mundir.
Lækkun verðbólgunnar var eitt
meginmarkmið kjarasamninganna
á almenna vinnumarkaðinum sem
gerðir voru í desember. „Þetta sýn-
ir með ótvíræðum hætti að þetta
var hægt og hefur gengið eftir.
Verkefnið er að viðhalda stöðugu
umhverfi áfram,“ segir Þorsteinn
Víglundsson, framkvæmdastjóri
SA.
Hann segir þetta jafnvel enn
betri þróun en menn þorðu að
vona. Þegar setið var við samn-
ingaborðið í desember töldu menn
verulegar líkur á að verðbólgan
gæti farið niður fyrir 2,5% í febr-
úar.
,,Nú hefur það gengið eftir og vel
það. Þetta styður mjög vel við
kjarasamningana sem gerðir voru
og það markmið að þeir skiluðu
raunverulegri kaupmáttaraukn-
ingu. Verkefnið fram á veginn er að
tryggja að við náum að halda okkur
í þessu umhverfi áfram.
Það er líka gleðiefni í þessu að
við sjáum að undirliggjandi verð-
bólga án húsnæðis er nær engin.
Það er fyrst og fremst húsnæðislið-
urinn sem knýr verðbólguna áfram
í þessum tólf mánaða takti og það
er í sjálfu sér jákvætt fyrir verð-
bólguhorfur út þetta ár að kraft-
urinn í hækkunum húsnæðisliðar-
ins virðist vera heldur minni en
gert var ráð fyrir. Það ætti að auð-
velda okkur þá vinnu að halda
verðbólgunni innan 2,5% marksins
á komandi mánuðum,“ segir Þor-
steinn.
Gylfi telur allar líkur á því að
launavísitalan hækki um tæp 4% á
þessu ári ef reiknaðar eru bæði
umsamdar launahækkanir og und-
irliggjandi þættir kjarasamninga á
borð við starfsaldurshækkanir.
„Það þýðir þá miðað við þetta að
kaupmáttaraukningin verði tæp-
lega 2%,“ segir hann.
Gylfi segir allar forsendur fyrir
því að takast megi að halda verð-
bólgunni vel undir verðbólgumark-
miði Seðlabankans það sem eftir
lifir ársins. ,,Við ætlum að reyna að
festa þetta í sessi. Það er markmið
aðfararsamningsins en mér finnst
svolítið skorta á skýrari aðkomu
stjórnvalda,“ segir hann.
Gylfi bendir á að bæði greining-
araðilar og Seðlabankinn spá aukn-
um verðbólguþunga á árunum 2015
og 2016 sem sé mikið áhyggjuefni
ef það gengur eftir.
11% hækkun flugfargjalda
Samkvæmt skýringum Hagstof-
unnar á breytingum neysluverðs-
vísitölunnar er vetrarútsölum víða
lokið og hækkaði verð á fötum og
skóm um 7,1% milli janúar og febr-
úar. Flugfargjöld til útlanda hækk-
uðu um 11,0% (0,14% vísitöluáhrif)
en verð á dagvörum lækkaði um
0,6%.
„Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala neysluverðs hækkað um
2,1% og vísitalan án húsnæðis hef-
ur hækkað um 0,8%. Undanfarna
þrjá mánuði hefur vísitala neyslu-
verðs hækkað um 0,5% sem jafn-
gildir 1,9% verðbólgu á ári (0,4%
verðbólgu fyrir vísitöluna án hús-
næðis),“ segir í skýringum.
Morgunblaðið/Ómar
Hægir á Verðbólga hefur ekki verið minni frá í ársbyrjun 2011. Matur og drykkir lækkuðu í febrúar en föt, skór, flugfargjöld og eldsneyti hækkuðu.
„Reyna að festa þetta í sessi“
Verðbólgan hefur gengið hratt niður og mælist nú 2,1% Undirliggjandi
verðbólga án húsnæðis er nær engin Kaupmáttur gæti aukist um tæp 2% í ár
Verð á mat- og drykkjarvörum
lækkaði frá því í janúar en ASÍ
benti í gær á að lítið bóli þó á
lækkun á innfluttum matvörum
þrátt fyrir mikla gengisstyrkingu
undanfarna mánuði og yfirlýs-
ingar forsvarsmanna matvöru-
verslana um lækkanir á vöruverði.
Gylfi Arnbjörnsson bendir á að
húsnæðisliðurinn vegur þungt eða
meira en helming af þeirri breyt-
ingu sem varð á neysluverðs-
vísitölunni. Á 12 mánaða tímabili
er hækkun hans 7,4% en líta þurfi
á fleiri liði s.s. 4,6% hækkun bú-
vara miðað við tólf mánaða tíma-
bil og 3,7% hækkun opinberrar
þjónustu.
Æði margir, s.s. opinberir aðilar,
landbúnaðarkerfið o.fl. þurfi því
að meta stöðu sína og ábyrgð.
Menn muni eflaust sökkva sér nið-
ur í að greina hvað þarna er á ferð-
inni í framhaldinu.
Húsnæðið vegur þungt
MAT- OG DRYKKJARVÖRUR LÆKKUÐU Í FEBRÚAR
Reglur um sölu
byggingarréttar í
Reykjavíkurborg
eru í andstöðu við
vaxandi eftir-
spurn eftir minni
íbúðum en ólíkt
því sem gengur
og gerist í
nágrannasveitar-
félögunum mið-
ast lóðarverð við
fjölda íbúða en ekki fermetrastærð.
Þetta kemur fram í tillögu borg-
arráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins,
sem lögð var fram á borgarráðs-
fundi í gær, en þar er lagt til að regl-
unum verði breytt þannig að sala
byggingarréttar, að meðtöldum
gatnagerðargjöldum, miðist við fer-
metra fjölbýlishúsa í stað fjölda
íbúða.
„Við höfum stundum verið að leita
skýringa á því hvers vegna upp-
bygging á höfuðborgarsvæðinu er
meiri utan Reykjavíkur, þ.e.a.s. í ná-
grannasveitarfélögunum, og þetta
getur verið ein af ástæðunum,“ segir
Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn.
Hann bendir á að Samtök iðnað-
arins hafi nýlega vakið máls á því
hversu ósanngjörn umrædd regla er
en í tillögu sjálfstæðismanna kemur
m.a. fram að sé íbúðum í fjölbýlis-
húsi fjölgað úr 10 í 20, hækki lóð-
arverð á íbúð um 2,3 milljónir þrátt
fyrir að heildarfermetrafjöldinn sé
óbreyttur.
Júlíus Vífill segir borgarráðsfull-
trúa og starfsmenn borgarinnar,
sem hann hefur rætt við, hafa tekið
vel í tillöguna. „Það eru allir sam-
mála um það í borgarstjórn að liðka
til fyrir ungu fólki sem er að koma
inn á markaðinn og stofna heimili,
en það verður að hafa meira en vilja
til þess, það verður að gera eitthvað
í því.“ holmfridur@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Heima Það vantar fleiri litlar íbúðir.
Reglur í
andstöðu við
eftirspurn
Verð miðast við
fjölda í stað stærðar
Júlíus Vífill
Ingvarsson
2.113
Hæsta gildi svifryks í Reykjavík
í míkrógrömmum /m3 19. febrúar.
524
Hæsta gildi svifryks í Peking
í míkrógrömmum /m3 19. febrúar.
20
Meðalsólarhringsgildi í Reykjavík
í míkrógrömmum /m3.
‹ SVIFRYK ›
»