Morgunblaðið - 28.02.2014, Side 12

Morgunblaðið - 28.02.2014, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014 E N N E M M / S ÍA / N M 6 16 13 SPARNEYTNIR OG TRAUSTIR Subaru Outback 2.0TD, sjálfskiptur, dísil Verð: 6.890.000 kr. 6,3 l / 100 km í blönduðum akstri Subaru Forester PREMIUM, sjálfskiptur Verð: 5.690.000 kr. 6,5 l / 100 km í blönduðum akstri Subaru XV 2.0i, sjálfskiptur Verð: 5.290.000 kr. 6,6 l / 100 km í blönduðum akstri BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070 IB ehf. / Selfossi / 480 8080 Rekstraröryggi og gott endursöluverð er það sem allir þekkja og kemur fyrst upp í hugann. Lágur þyngdarpunktur, þverliggjandi BOXER vél og sítengt fjórhjóladrif með tölvustýrðri stöðugleikastýringu er lykillinn að akstursöryggi. Allir Subaru eru með 5 stjörnur í árekstrarprófunum EuroNCAP. GERÐU ÖRUGG BÍLAKAUP – KAUPTU SUBARU! Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Íbúðalánasjóður áformar að selja á þessu ári allt að 1.000 íbúðir, litlar sem stórar, úr eignasafni sínu. Gerðar hafa verið áætlanir um framkvæmd sölunnar, en sjóðurinn á alls um 2.600 eignir víða um land og þá eru taldar með eignir sem færðar hafa verið til leigufélagsins Kletts. Allar þessar eignir hefur Íbúða- lánasjóður leyst til sín vegna van- halda, það er að lántakendur hafa ekki geta staðið við þær skuldbind- ingar sem þeir stofnuðu til. Víða þörf á húsnæði „Það verður fyrirsjáanlega hreyf- ing í eignasafninu næstu misserin, til dæmis á síðari hluta ársins þegar nauðungaruppboð hefjast aftur. Þá gætum við þurft að leysa einhverjar eignir til okkar,“ segir Sigurður Erl- ingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs. „En við þurfum nauðsynlega að selja, bæði til að losa um fjármuni og einnig er víða þörf eftir íbúða- húsnæði og því markaður að myndast.“ Íbúðalánasjóð- ur hyggst selja allar fullnustueignir sínar. Á Suðurnesjum, til dæmis í Reykjanesbæ og Grindavík, á sjóð- urinn um 920 eignir og á þessum tímapunkti eru um 410 þeirra í leigu. Aðrar, alls 510 eignir á Suður- nesjum, eru í sölu. Auk þessa er í eigu sjóðsins fjöldi eigna til dæmis á Selfossi, austur á landi og í þeim hverfum á höfuðborgarsvæðinu þar sem mest var byggt fyrir hrun. „Það mun taka einhver ár að selja allar þessar eignir. Á Suðurnesjum seljum við bæði stakar eignir en einnig og jafnvel heil fjölbýlishús. Þar koma stærri fjárfestar og fast- eignafélög að málum. Okkar reynsla er samt sú að áform þeirra ganga oft ekki upp. Á stundum hafa náðst samningar og kauptilboð eru í höfn en ekki tekst að ljúka fjármögnun kaupanna í bönkunum.“ segir Sig- urður. Áratugur í verkefnið Hjá Íbúðalánasjóði er meðalverð hverrar fasteignar áætlað um 20 millj. kr. og er þá samanlagt virði þeirra 1.000 eigna sem selja á í ár nærri 20 milljarðar króna. „Auðvitað eru þær eignir misjafn- ar eins og fjöldinn bendir til. Marg- ar gætu selst fljótt, en reynslan er- lendis frá þar sem stofnanir líkar Íbúðalánasjóði þurfa að losa um stór eignasöfn er að allt að áratug þarf í verkefnið í heild sinni,“ segir for- stjóri Íbúðalánasjóðs. Reykjanesbær Íbúðalánasjóður hyggst selja allar fullnustueignir sínar. Á Suðurnesjum, til dæmis í Reykjanesbæ og Grindavík, á sjóðurinn um 920 eignir og á þessum tímapunkti eru um 410 þeirra komnar í útleigu. Selja 1.000 eignir á árinu  Hreyfing á eignasafni Íbúðalánasjóðs  Verðmæti eigna í sölu er um 20 milljarðar króna  Mikið á Suðurnesjunum Sigurður Erlingsson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða hælisleitanda 2.350.000 krónur í skaðabætur vegna þeirrar með- ferðar sem mál hans hlaut hjá ís- lenskum stjórnvöldum. Hann þurfti meðal annars að sæta gæslu- varðhaldi að ósekju og var sendur aftur úr landi án þess að mál hans fengi efnislega úrlausn hér á landi. Fallist var á með manninum að ekki hefði verið gætt réttra reglna við meðferð hælisumsóknar hans. Niðurstaða dómsins er sú að mað- urinn hafi sætt gæsluvarðhaldi í of langan tíma og af þeim sökum hafi íslenska ríkið bakað sér bótaskyldu. Tekið er undir með manninum varðandi nokkrar ákvarðanir, en afdrifaríkasta ákvörðunin sem fór úrskeiðis í meðferð máls stefnanda hér á landi var talin sú að hafna því að taka hælisumsókn hans til efnis- legrar meðferðar og senda hann til Grikklands. Maðurinn hefur nú fengið dval- arleyfi hér á landi af mannúðar- ástæðum. Hælisleitandi fær bætur frá ríkinu Nefhjólið á erlendri ferjuflugvél gaf sig við lendingu á Reykjavík- urflugvelli um klukkan þrjú í gær og loka þurfti vellinum í stutta stund. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia hafði flugmaðurinn tekið eftir að eitthvað væri at- hugavert við lendingarbúnað vél- arinnar og bað því um leyfi til lendingar. Flugmaðurinn var einn í vél- inni og sakaði ekki. Nefhjól ferjuflug- vélar gaf sig Hluthafafundur í Vinnslustöðinni hf. samþykkti í gær að fela stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) að hefja formlegar viðræður um sameiningu VSV og Ufsabergs-útgerðar ehf. Meirihluti eigenda VSV samþykkti sameiningu þessara félaga á hluthafa- fundi síðla árs 2012 en í mars 2013 dæmdi Hæstiréttur Íslands samrun- ann ógildan að kröfu Stillu útgerðar ehf., KG fiskverkunar ehf. og Guð- mundar Kristjánssonar, sem eru í eigendahópi VSV. Fulltrúar þessara hluthafa lögðust gegn tillögu um nýj- ar sameiningarviðræður á hluthafa- fundinum í gær. Þá samþykkti fundurinn að kaupa nær 93% hlut í fyrirtækinu Eyjaís ehf., sem framleiðir ís fyrir skip og báta við Vestmannaeyjahöfn. Efni kaupsamnings er að öðru leyti trún- aðarmál, segir í tilkynningu frá Vinnslustöðinni. Stjórnarformaður VSV greindi hluthöfum frá ákvörðun stjórnar fé- lagsins um að stækka frystigeymslu VSV á Eiðinu. Geymslurýmið tekur nú um 4.000 tonn af frystum sjávaraf- urðum en mun meira en tvöfaldast að stærð með framkvæmdunum sem hefjast að öllum líkindum í sumar. Stækkun frystigeymslunnar er í sam- ræmi við þá breyttu stefnu VSV að halda birgðir sínar af frystum afurð- um hér heima frekar en erlendis. Sú ráðstöfun er til hagræðingar og sparnaðar þegar til lengri tíma er lit- ið. Á fundinum kom fram að Vinnslu- stöðin mun innan tíðar efna til lok- aðrar samkeppni arkitekta og verk- fræðinga um skipulag á athafnasvæði sínu með það fyrir augum að reisa þar nýtt frystihús fyrir uppsjávarafurðir. Framtíðarskipulag á hafnarsvæði Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinn- ar, fagnaði því á fundinum að náðst hefði samkomulag Vestmannaeyja- bæjar, Vinnslustöðvarinnar og Ís- félags Vestmannaeyja um framtíðar- skipulag hafnarsvæðisins í Eyjum. „Þar er kveðið á um að bæjaryfir- völd láti vinna nýtt deili- og aðalskipu- lag fyrir hafnarsvæðið með auknu at- hafnarými að sunnanverðu í botni Friðarhafnar. Ísfélagið lætur rífa hús sitt að Strandvegi 36 og Vinnslustöðin lætur rífa austurhús Fiskiðjunnar. Fyrirtækin afhenda bænum síðan báðar lóðir án kvaða,“ segir í tilkynn- ingunni. Vinnslustöðin aftur í viðræður við Ufsaberg  Samkeppni um nýtt frystihús fyrir upp- sjávarafurðir  Frystigeymsla stækkuð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.