Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014
Alltaf eitthvað nýtt
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
frá 2.495
Startkaplar
695
Bílsápa 1L
4.995
Hleðslu-
tæki
Fjölslípari
m/fylgihluti
8.995
5.995
Avo mælir
töng
frá 1.995
Bílamottusett
frá 9.999
Loftlykill sett
frá 4.995
Bílabónvél
frá 295
PU flex hanskar
frá 995
HDMI snúrur
Gleraugu
margar gerðir
495
Hljóð og video snúrur Rafmagnskefli5, 10, 15, 25, 40m
frá 2.995
Bíla- og glugga-
þvottakústar
1.695
Sonax Hard wax
500 ml
frá 395
Fötur og balar
frá 1.995
Slöngur
15, 20, 25, 50m
frá 795
Hjólkoppar
12” 13” 14” 15” 16”
9.995
Öflugar hjólbörur 85 L
Hjól
ótal gerðir
Stigar og
tröppur
imiklu úrvali
Flutningstrilla 60 kg
6.995
Mótorhjólalyfta
27.985
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Innrauð ljósmyndatækni hefur gert
Þorgeiri Sigurðssyni, doktorsnema í
íslensku, kleift að lesa texta Arin-
bjarnarkviðu Egils Skallagrímsson-
ar í Möðruvallabók betur en hægt
hefur verið að gera frá 17. öld. Hann
telur að með enn þróaðri tækni sé
hægt að ná jafnvel betri árangri í að
rýna í torlesin fornrit. Þetta kemur
fram í nýútkomnu hefti Sónar, tíma-
rits um óðfræði.
Arinbjarnarkviða er hvergi varð-
veitt nema í Möðruvallabók sem er
talin vera frá 14. öld. Síðan með Ar-
inbjarnarkviðu hefur hins vegar látið
á sjá í gegnum aldirnar og er síðasti
fjórðungur hennar ólæsilegur og síð-
an öll torlesin. Útgáfur kviðunnar
hafa að mestu byggt á uppskrift sem
komin er frá Árna Magnússyni frá
lokum 17. aldar og hafa menn reynt
að skrifa upp þau orð sem þeir telja
sig hafa geta greint í henni.
„Ég er búinn að sýna það að það er
hægt að lesa ýmislegt áhugavert
með þessari tækni en ég held að það
sé hægt að sjá ennþá meira og það sé
til tækni til þess,“ segir Þorgeir.
Með litrófsmyndgreiningartækni
sé hægt að ná jafnvel betri árangri til
að greina máðan texta í handritum.
Þarf ekki að vera önnur síða
Lengi hefur verið talið að mestur
hluti af Arinbjarnarkviðu sé glatað-
ur þar sem gert hefur verið ráð fyrir
að síða með texta hennar hafi glatast
úr Möðruvallabók. Þorgeir færir
hins vegar rök fyrir því að það þurfi
ekki að vera.
„Menn ímynduðu sér alltaf að Ar-
inbjarnarkviða væri mjög illa varð-
veitt. Síðasti hlutinn er illlæsilegur
en það þarf ekkert að vera að til hafi
verið eitt blað til viðbótar með
texta,“ segir Þorgeir.
Að mati Guðvarðar Más Gunn-
laugssonar, handritafræðings við
Stofnun Árna Magnússonar, er þetta
atriði ekki síst merkilegt í rannsókn
Þorgeirs. „Hann færir sterk rök fyr-
ir því að skrifarinn hafi komið öllu
kvæðinu fyrir á síðunni og skrifað
aðeins þéttar. Það bendir til þess að
kvæðið sé ekki lengra og þar með
verður það sæmilega vel varðveitt
miðað við önnur kvæði frá þessum
tíma. Menn héldu áður að þeir væru
bara með helming af kvæðinu en
Þorgeir telur að hann sé með um
þrjá fjórðu hluta af því.“
Þetta er í fyrsta skipti sem þessi
tækni er notað til að rýna í handrit
en hún hefur lítið verið notuð erlend-
is. Utan Íslands hafa handrit yfirleitt
verið skrifuð á ljósari skinn en blekið
verði þá jafnljóst síðunni. Á Íslandi
voru skinnin dekkri og því verða
sumar blektegundir ljósari en um-
hverfið og stafirnir því greinilegri.
Guðvarður Már segir að til standi
að skoða fleiri handrit með þessari
aðferð. Þeir Þorgeir hafa þegar lesið
hluta síðu úr Egilssögu í Möðruvalla-
bók sem hafði að líkindum ekki verið
læsileg í allt að 200 ár.
Betur varðveitt en talið var
Innrauðu ljósi varpað á ólæsilega hluta Arinbjarnarkviðu í Möðruvallabók Allt kvæðið líklega á síð-
unni Stendur til að rýna í fleiri handrit með sömu tækni Þróaðri tækni gæti skilað enn betri árangri
Fornrit Opna úr Möðruvallabók en Arinbjarnarkviðu er að finna í tveimur dálkum á síðunni til vinstri. Eins og sjá
má er stór hluti ólæsilegur fyrir nakið augað. Með innrauðri tækni var hins vegar hægt að lesa nánar í handritið.
Arinbjarnarkviða er lofkvæði
sem Egill Skallagrímsson orti
um vin sinn, Arinbjörn hersi.
Hún þykir merkilegt kvæði,
meðal annars þar sem hún er
samtímaheimild um för Egils
til Jórvíkur á fund Eiríks blóð-
axar Haraldssonar Noregskon-
ungs.
Arinbjörn kom Agli til varnar
og aðstoðaði hann og það var
hann sem hvatti Egil til þess
að yrkja kvæðið Höfuðlausn
eftir að hann féll í hendur Ei-
ríks konungs á Englandi og
bjarga þannig lífi sínu.
Síðar þegar Arinbjörn var
kominn til Noregs orti Egill
Arinbjarnarkviðu honum til
heiðurs og sendi honum.
Kvæðið er ort undir kviðu-
hætti.
Það er aðeins varðveitt í
Möðruvallabók sem er ein
stærsta íslenska skinnbókin,
skrifuð á kálfskinn. Í henni eru
200 blöð.
Lof um
Arinbjörn
hersi
KVÆÐIÐ