Morgunblaðið - 28.02.2014, Síða 28
FRÉTTASKÝRING
Drífa Viðarsdóttir
drifavidars@gmail.com
E
vrópuþingið samþykkti
í vikunni nýjar og
hertar reglur um tób-
aksneyslu sem gert er
ráð fyrir að taki gildi
nú í maí. Hafa aðildarríki Evrópu-
sambandsins þá tvö ár til að innleiða
löggjöfina.
Gert er ráð fyrir að þessar regl-
ur muni einnig gilda fyrir Evrópska
efnahagssvæðið, að sögn Viðars
Jenssonar, verkefnisstjóra tóbaks-
varna hjá embætti landlæknis.
700 þúsund manns deyja ár-
lega í Evrópu vegna reykinga
Yfirlýst markmið með nýju
reglunum er að fækka evrópskum
reykingamönnum um 2% á næstu
fimm árum. Innan Evrópusam-
bandsins er talið að um 700 þúsund
manns látist árlega af völdum reyk-
inga. Þrátt fyrir tilraunir sambands-
ins til úrbóta er fjöldi reykinga-
manna enn nokkuð mikill, en um
þriðjungur íbúa ESB reykir að stað-
aldri.
Þá er með nýju reglunum sér-
staklega reynt að sporna við því að
ungt fólk byrji að reykja, meðal ann-
ars með því að draga úr vöru-
framboði.
Stórar viðvaranir
Samkvæmt reglunum verða
viðvaranir og myndir sem sýna af-
leiðingar reykinga að þekja að
minnsta kosti 65% hvers sígar-
ettupakka og einnig verða prentaðar
viðvaranir á lok pakkanna. Þá mega
merkingar á pökkunum ekki gefa til
kynna, að varan sé á einhvern hátt
skaðlausari en aðrar tóbakstegundir
eða að hún innihaldi ekki aukaefni.
Bannað verður að selja mjóar
sígarettur, sem hafa einkum verið
markaðssettar fyrir konur og sömu-
leiðis verður bannað að selja tóbak
með bragð- og lyktarefnum. Falla
mentolsígarettur undir þann flokk,
en talið er að þær höfði frekar til
ungs fólks og þá sérstaklega ungra
kvenna.
Framleiðendur hafa allt að
fjögur ár til að bregðast við regl-
unum og geta á þeim tíma selt
birgðir, sem þeir kunna að eiga á
lager.
Tonio Borg, sem fer með heil-
brigðismál í framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins, lýsti yfir mik-
illi ánægju með nýju reglurnar eftir
samþykkt Evrópuþingsins og sagði
ljóst, að þær myndu stuðla að því að
draga úr reykingum barna og ung-
linga.
Ekki eru þó allir jafn ánægðir
með reglurnar. Danskir stjórn-
málamenn segja m.a. að bann við
mentolsígarettum muni missa
marks. Þeir sem reyki mjóar sígar-
ettur með mentolbragði séu ekki
unga kynslóðin, heldur einkum sú
eldri. Í sama streng tók Simon
Clark, framkvæmdastjóri samtak-
anna Forest, sem berjast gegn tak-
mörkunum á reykingum.
Þá hafa aðildarríki Evrópusam-
bandsins sem framleiða tóbak mót-
mælt breytingunum á þeim grund-
velli að margir framleiðendur verði
gjaldþrota og að svartur markaður
muni skapast með þær vörur sem
til stendur að banna.
Framfylgt hér á landi
Sigrún Ósk Sigurð-
ardóttir, aðstoðarforstjóri
ÁTVR, segir að þessum
reglum Evrópusambandsins
verði framfylgt hér á landi
þegar þær taka gildi,
hvort sem um er að ræða
auknar merkingar á tób-
aki eða bann við sölu á
vissum tóbakstegundum.
Reglur um sölu tób-
aks hertar í Evrópu
AFP
Samþykktu reglur Þingmenn á Evrópuþinginu greiða atkvæði um hertar
tóbakssölureglur á þingfundi í Strassborg á miðvikudag.
28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Samfylk-ingin ogfréttastofa
„RÚV“ geta ekki
sætt sig við að
hafa tapað síð-
ustu kosningum svo illa að í
annála fer. Stjórnlaust æði
hefur gripið báðar þessar
deildir sama fyrirbæris eftir
að ríkisstjórn brást loks
formlega við niðurstöðum
kjósenda.
Það er auðvitað mjög
fróðlegt að fylgjast með
óhemjuskapnum og það
ættu sem allra flestir að
gera. Tryllingur Samfylk-
ingardeildarinnar er auðvit-
að skiljanlegri en hinnar,
því að aðildin að ESB hefur
verið eina mál hennar síð-
ustu árin.
Það er velþekkt að margir
verða miður sín sem missa
glæpinn. Þegar það gerist
að eina huggunarefnið og
pólitíski björgunarhring-
urinn tapast í sömu andrá er
ekkert undarlegt þótt and-
lega jafnvægið sé ekki
burðugt um hríð. En það
gerir svo illt verra fyrir báð-
ar deildirnar að þær birtast
þjóðinni pólitískt berrass-
aðar í sömu andrá. Nú er
svo komið, að einungis hinir
óforbetranlegu halda því
enn fram að raunverulegar
samningaviðræður um aðild
hafi farið fram á kjör-
tímabilinu síðasta.
Í byrjun þess lofuðu for-
sprakkar hinnar tæru
vinstristjórnar að samn-
ingaviðræður myndu aðeins
taka 12-18 mánuði og að at-
kvæðagreiðsla um fullbúinn
„samning“ myndi þá fara
fara fram. Því var heitið að
það myndi gerast árið 2012.
Það reyndust blekkingar.
Nú hafa sérfræðingar Hag-
fræðistofnunar upplýst
hvað hafi verið reynt að fá
fram á þessum tæpu 4 árum:
Samkvæmt samantekt um
samningsafstöðu Íslands fer
Ísland fram á undanþágu
frá því að leggja virðis-
aukaskatt í kjölfar aðildar
að ESB á (i) farþegaflutn-
inga, (ii) starfsemi rithöf-
unda og tónskálda og (iii)
útfararþjónustu svo lengi
sem slíkum undanþágum er
beitt í einhverju aðildarríki
ESB. Jafnframt fer Ísland
fram á heimild til
að leggja lægri
virðisaukaskatt á
aðgangsgjöld að
vegamann-
virkjum, einkum
jarðgöng, í kjölfar aðildar
að ESB. Þá kemur fram í
samantektinni að Ísland fari
fram á fimm ára aðlögunar-
tíma í kjölfar aðildar að
ESB til að laga reglur sínar
að regluverki sambandsins
um heimildir ferðamanna og
áhafnarmeðlima flugrek-
enda og skipafélaga sem
koma að utan til að taka með
sér áfengi og tóbak. Að end-
ingu kemur fram í saman-
tektinni að í samninga-
viðræðunum sé þörf á að
fjalla um álitaefni varðandi
gjaldfrjálsar verzlanir á ís-
lenzkum flugvöllum, bæði
við komu og brottför.
Þetta er nú meiri afreka-
listinn! Það hefði verið
meira verk fyrir ráðherrann
og nefndina hans að semja
um launin hennar, sem voru
sjálfsagt tímabundin eins og
væntanlegu undanþágurnar
sem þarna var barist fyrir af
hetjumóð og þrótti.
Eitt af því sem notað var
til að slá ryki í augu almenn-
ings og fela fyrir honum um
hvað málið snerist, var
„kíkja í pakkann“-klisjan.
Hún var að vísu einvörð-
ungu ætluð almestu kján-
unum. Þeim sem fara jafnan
út af í fyrstu beygju. En nú
hefur Hagfræðistofnun upp-
lýst að enginn pakki var til.
Það stóðu engar undan-
þágur til boða, nema þá í ör-
skotsstund á meðan þjóðin
var að jafna sig á að hafa
verið svikin inn í sambandið.
Og nú hefur verið upplýst
um afraksturinn af meintu
puði „samninganefndar
Össurar“ eins og að framan
greinir. Það hljóta margir
virðulegir embættismenn í
íslenska utanríkis-
ráðuneytinu að ganga með-
fram veggjunum þar þessa
dagana.
Það er þeim þó vonandi
huggun harmi gegn, að
óleyst bráðabirgðaund-
anþága vegna skatts á út-
fararþjónustu er ekki til
trafala þegar aðildarbröltið
verður endanlega jarðsett í
næsta mánuði.
Það er smám saman
verið að greiða úr
blekkingarvefnum}
Stórmál: Má fresta um
hríð skatti á tónskáld
og útfararþjónustu?
M
ikilvægt er að Ísland hafi sem
greiðastan aðgang að sem
flestum mörkuðum heimsins.
Sú áherzla sem ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins hefur lagt á frekari fríverzl-
unarsamninga er því fagnaðarefni. Ljóst er að
slíkt var ekki ofarlega á blaði hjá fyrri ríkis-
stjórn vinstriflokkanna þó þáverandi utanríkis-
ráðherra hafi tekið þátt í því ári fyrir síðustu
þingkosningar að taka upp þráðinn á ný í frí-
verzlunarviðræðum við Kínverja. Viðræðurnar,
sem hafnar voru formlega árið 2007 í tíð þáver-
andi ríkisstjórnar sjálfstæðismanna og fram-
sóknarmanna, höfðu þá legið niðri í á fjórða ár.
Einkum vegna þess að vinstriflokkarnir ákváðu
að sækja um inngöngu í Evrópusambandið.
Meðal þess sem innganga ríkja í Evrópu-
sambandið hefur í för með sér er að fríverzlunarsamn-
ingar sem þau hafa gert við ríki eða ríkjasambönd utan
þess falla úr gildi. Þá eru þau svipt frelsi sínu til þess að
gera fríverzlunarsamninga á eigin vegum. Það vald fer
þess í stað til sambandsins. Ísland er í dag aðili að Frí-
verzlunarsamtökum Evrópu (EFTA) og getur bæði samið
um fríverzlun í gegnum þau eða beint á eigin vegum eftir
því hvað hentar. Þannig sömdum við Íslendingar beint við
Kínverja en til að mynda við Kanada í gegnum EFTA. Ís-
land hefur í dag aðgang að fríverzlunarsamningum við vel
á fjórða tug ríkja um allan heim, annaðhvort beint eða í
gegnum EFTA, fyrir utan aðgengið að innri markaði Evr-
ópusambandsins og þeim 28 ríkjum sem til-
heyra honum. Þá eru fríverzlunarviðræður við
11 ríki til viðbótar í gangi á vettvangi EFTA.
Gert er ráð fyrir því að tvennum viðræðum
ljúki á þessu ári. Við Indland annars vegar og
Rússland, Hvíta-Rússland og Kasakstan hins
vegar. Í báðum tilfellum er um að ræða afar
mikilvæga samninga. Þá var á dögunum greint
frá ferð Sigurðar Inga Jóhannssonar, um-
hverfisráðherra, til Japans þar sem hann
ræddi við þarlenda ráðamenn og aðila í við-
skiptalífi landsins um mögulegar fríverzl-
unarviðræður á milli landanna.
Þannig má sjá að hagsmunir Íslands eru vel
og í vaxandi mæli tryggðir í þessum efnum. En
sóknarfærin eru fleiri og því er sem fyrr segir
fagnaðarefni að ríkisstjórn Íslands skuli leggja
áherzlu á að fjölga fríverzlunarsamingum sem
landið á aðild að. Það er ekki síður mikilvægt til þess að
tryggja að Ísland sé ekki of háð einum eða fáum mörk-
uðum ef samdráttur verður á þeim eða ef ríki eða ríkja-
sambönd ákveða af einhverjum ástæðum að beita við-
skiptaþvingunum gegn Íslandi eða hóta slíku. Líkt og
Evrópusambandið hefur gert í makríldeilunni. Sömuleiðis
er mikilvægt fyrir Ísland að halda frelsi sínu til þess að
semja um viðskipti við önnur ríki á eigin vegum ef hags-
munir annarra ríkja sem landið er í samfloti með koma í
veg fyrir að slíkir samningar náist við önnur ríki eða ríkja-
sambönd. Það er nefnilega mikilvægt að halda öllum leið-
um opnum. hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Höldum öllum leiðum opnum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Evrópuþingið samþykkti í vik-
unni reglur um svonefndar raf-
sígarettur en sala á þeim hefur
aukist mikið að undanförnu.
Samkvæmt reglunum, sem
aðildarríki Evrópusambandsins
þurfa nú að staðfesta, verður
bannað frá miðju ári 2016 að
auglýsa rafsígarettur í
ríkjunum. Þá verður
framleiðendum einnig
gert skylt að setja við-
varanir á umbúðir og
loks verða settar reglur
um nikótínmagn í vörunni.
Mikil umræða fer nú fram
víða um rafsígarettur. Búist
er við að bandarísk yf-
irvöld setji innan
skamms reglur um
notkun þeirra en í
nokkrum banda-
rískum borgum er
notkun þeirra
bönnum á op-
inberum stöð-
um.
Reglur um
rafsígarettur
REYKINGAR