Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014 Hvalaskoðun Bræla var út af Grindavík í gær en ferðamenn létu hana ekki á sig fá, mættu vel búnir í siglinguna og fjölmenntu í hvalaskoðunarskipið Andreu eftir hádegið. Ómar Fylgist menn með þróun ferðaþjónust- unnar er augljóst að sumt af innviðunum fylgir ekki hraðri fjölgun ferðamanna til landsins. Þess vegna er leitað að sértekjum til að koma ýmum grunnþáttum í sæmilegt horf. Nú- verandi fjármunir sem eiga að ganga til ferðaþjónustunnar skila sér ekki nægilega vel. Gjaldtaka við ferðamannastaði er ein leið og fer hún þá fram á vegum einkaaðila eða opinberra aðila. Það kostar 16 ensk pund að skoða Edinborgarkastala og 5 dollara að komast inn um eina hliðið á Coto- paxi-þjóðgarðinum í Ekvador. Íslensk stjórnvöld hafa verið of sein á sér að hyggja að heppilegustu leiðinni í þessum efnum á Ís- landi. Nokkrir land- eigendur ríða á vaðið og brátt kostar fimm evrur að skoða eitt- hvað í landi Reykja- hlíðar fyrir norðan, álíka mikið að líta á Kerið í Grímsnesi og nokkrar evr- ur að heimsækja Geysi gamla. Flestir erlendir ferðamenn kann- ast við svona gjaldtöku og kippa sér ekki upp við hana fyrr en heildarsumma í heimsókn fer að bíta vel í pyngjuna. Gjaldtaka við heimsókn heimamanna er oftast erfiðari í framkvæmd en ekki ómöguleg. Í Ekvador borga heimamenn einn dollar í Cotopaxi- þjóðgarðinn en þar heyrir maður að greiðslan veki óánægju margra. Rökin eru þau að heimamenn standi hvort eð er undir kostnaði við þjóðgarða og við alla innviði, svo sem vegi og fleira, í kringum skoðunarverða staði í einkaeign. Loks koma innheimtukerfin, fyr- irhöfnin og kostnaðurinn til álita. Víða erlendis, einkum utan Evr- ópulanda, Kína, Rússlands og Bandaríkjanna, tíðkast víða að innheimta brottfarargjald af er- lendum ríkisborgurum; á bilinu 10 til 40 dollara. Það er valið í stað komugjalds (sem er innifalið í verði ferðalaga) vegna þess að það þykir brött byrjun á ferð að rukka inngangseyri til lands. Eins hætta allmargir við ferðir eða breyta þeim. Miðað við kostnað við flug- og járnbrautarferðir, gistingu og mat eru upphæðir af þessari stærðargráðu lágar og ná ekki sömu stærð og gjöld við skoðun á 5-10 stöðum. Einfaldasta lausnin á Íslandi er að taka upp svona gjald og semja við alla hlutaaðeigandi innanlands um að láta sértöku gjalda eiga sig frá því að innheimta hefst. Sjóður sem þannig yrði til væri lögvarinn til notkunar handa öllum ferðaþjónustuaðilum til úrbóta á grunnþáttum þjónustu og umferð- ar um tiltekin svæði eða staði. Umsóknir væru afgreiddar hlut- lægt af samstarfshópi ólíkra aðila og hins opinbera. Tveir milljarðar króna á ári (miðað við 20$ á mann og 800 þús. gesti) duga vel til þess að allir þurfandi fái sitt á skömm- um tíma. Innheimtan fer fram með staðgreiðslu við brottför og leggur engar skyldur á herðar þjónustuaðila nema við afgreiðslu stórra hópa, svo sem skipaf- arþega. Þessi leið er einföld, þægileg og hefur lægsta flækjustigið, ef skil- virk dreifing fjármuna er tryggð. Köllum hana mannlegustu leiðina. Eftir Ara Trausta Guðmundsson » Gjaldtaka meðal ferðamanna gæti sem best farið fram með svokölluðu brottfar- argjaldi erlendra ferða- manna. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er jarðvísindamaður og rit- höfundur. Brottfarargjald er mannlegast Menntadagur at- vinnulífsins verður haldinn mánudaginn 3. mars n.k á Hótel Hil- ton Nordica. Er það í fyrsta sinn sem SI, SAF, SVÞ, Samorka, LÍU, Sf og SFF standa sameiginlega að slíkum degi en þau eru öll að- ildarfélög að Sam- tökum atvinnulífsins. Kannski tímanna tákn því hags- munir alls atvinnulífsins til mennta- kerfisins eru í grunninn sameig- inlegir og ríkir. Stóra myndin um öflugt mennta- kerfi sem býður upp á sveigjanleika og fjölbreytni á öllum skólastigum, kröftuga framhaldsfræðslu og nám við hæfi fyrir einstaklinga og fyr- irtæki, er sameiginlegt baráttumál. Öflugri leskunnátta barnanna okkar, sterkari kenn- aramenntun, minna brottfall og öflug iðn- menntun er liður í þessu og styður við at- vinnulífið, svo fátt eitt sé nefnt. Sama er hvort rætt er um fyrirtæki í sjáv- arútvegi, iðnaði, versl- un, ferðaþjónustu eða fiskvinnslu, þá skiptir miklu að nýta tækifær- in til að hækka mennt- unarstig innan fyr- irtækjanna sjálfra en einnig að til staðar verði mennta- kerfi sem komi til móts við sífellt fjölbreyttari þarfir atvinnulífsins. Mikilvægt er að reynsla og hæfni í atvinnulífinu verði metin með form- legum hætti. Mörk atvinnugreinanna eru óljós- ari en áður. Hvenær er t.d. snyrti- vara unnin úr sjávarfangi afurð sjáv- arútvegs, iðnaðar eða hönnunar og hvenær er hún verslunarvara sem ýtir undir fjölbreytt íslenskt vöruúr- val fyrir ört vaxandi ferðaþjónustu? Dagskráin, mennta- verðlaun og yfirmaður menntamála hjá OECD Dagskrá Menntadagsins verður fjölbreytt. Dr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD, mun fara m.a. yfir hæfni og þekk- ingu starfsmanna og hvaða áhrif þeir þættir geta haft á fyrirtækin og líf starfsmanna í samhengi við nið- urstöður OECD-könnunar á grunn- leikni fullorðinna, nefnd PIAAC. Hann er einnig þekktur fyrir að kynna löndum PISA niðurstöður og álykta út frá þeim; ályktanir sem mikilvægt er að hið opinbera ásamt Kennarasambandinu og atvinnulíf- inu fari vel yfir með framtíðarhags- muni að leiðarljósi. Á Menntadeginum verður einnig kynnt rannsókn sem gerð var af hálfu Rannsóknar og greiningar um vilja unga fólksins og áhrifavalda á námsvali nemenda. Forystufólk úr atvinnulífinu mun m.a. fjalla um samspil menntakerfis og atvinnulífs, mikilvægi iðn- og verkmenntunar og hvernig markviss menntastefna hef- ur eflt fyrirtæki eins og innan ferða- þjónustunnar. Á Menntadegi at- vinnulífsins verða í fyrsta sinn veitt menntaverðlaun atvinnulífsins. Ann- ars vegar verður Menntafyrirtæki atvinnulífsins útnefnt og hins vegar verður Menntasproti atvinnulífsins veittur. Samtals eru átta fyrirtæki tilnefnd til verðlauna en þau koma úr ólíkum atvinnugreinum. Verð- launin afhendir nýsköpunar- og at- vinnuvegaráðherra, Ragnheiður El- ín Árnadóttir. Í mörgum íslenskum fyrirtækjum fer fram gríðarlega mikið fræðslustarf og uppbygging menntunar. Er ánægjulegt að fylgj- ast með miklum metnaði af hálfu fyrirtækja vítt og breitt um landið á þessu sviði. Þeirri uppbyggingu er vert að veita eftirtekt og styðja. Þýðing menntunar, hvort sem hún á sér stað innan vinnustaðar eða skóla, er mikilvægari en nokkru sinni fyrr, hvort sem litið er til at- vinnulífsins eða samfélagsins í heild. Menntaumræðan sem nú fer fram í samfélaginu – og jafnvel kraumar – er fagnaðarefni. Í þeirri umræðu og stefnumörkun mun atvinnulífið leggja sitt lóð á vogarskálarnar, í þeirri sameiginlegu sýn okkar að gera íslenskt atvinnulíf og samfélag fjölbreyttara og samkeppnishæfara. Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur » Þýðing menntunar, hvort sem hún á sér stað innan vinnustaðar eða skóla, er mikilvæg- ari en nokkru sinni fyrr, hvort sem litið er til at- vinnulífsins eða sam- félagsins í heild. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Höfundur er forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka at- vinnulífsins. Menntadagur atvinnulífsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.