Morgunblaðið - 28.02.2014, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 28.02.2014, Qupperneq 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014 ✝ Sigurbjörg Jó-hanna Þórð- ardóttir fæddist á Breiðabólsstað á Fellsströnd í Dala- sýslu 5. febrúar 1924. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 18. febrúar 2014. Sigurbjörg var dóttir hjónanna Steinunnar Þorgils- dóttur, húsmóður og kennara, og Þórðar Kristjánssonar, bónda og hreppstjóra. Systkini Sigurbjargar: Ingibjörg Hall- dóra, Guðbjörg Helga, Friðjón, Sturla og Halldór Þorgils. Sig- urbjörg ólst upp á Breiðabóls- stað ásamt systkinum sínum og tók þátt í öllum almennum bú- störfum á stóru heimili. Mennt- un sína fékk hún hjá Steinunni móður sinni og hélt síðan til Reykjavíkur 17 ára gömul og hóf nám í Kennaraskólanum. Að námi loknum var hún farkenn- ari í Fellsstrandar- og Klofn- ingsskólahéraði í Dalasýslu í einn vetur, við St. Jósefsskólann í Hafnarfirði í einn vetur og við Landakotsskóla í einn vetur. sambýliskona hans Sigurbjörg Helga Gunnbjörnsdóttir, börn þeirra, Freyja Lind og Lilja Lind og Hlynur Már, kærasta hans Jóna Sigríður Halldórs- dóttir. 3) Kristján, f. 8.10. 1960, skrifstofustjóri búsettur í Kópa- vogi, kvæntur Guðrúnu Bene- diktu Elíasdóttur, börn þeirra: Salóme Mist, Benedikta Gabrí- ella, gift Jóhanni Agnari Ein- arssyni, börn þeirra Gabríella Vilborg og Viktor Frosti, og Gísli Benóný. 4) Gísli Örn, f. 17.4. 1965, rafvirki búsettur í Kópavogi, kvæntur Birnu Bjarnadóttur, börn þeirra Kjartan Steinar, kærasta hans Unnur Margrét Unnarsdóttir, Kristófer Hlífar og Sigurbjörg Jóhanna, kærasti hennar Sig- urður Örn Arnarsson. Sigurbjörg var í fjölda ára prófdómari við Kársnesskóla í Kópavogi og síðan kennari sex ára barna við sama skóla í rúm 20 ár. Sigurbjörg tók þátt í starfi Kvenfélags Kópavogs og Kvenfélagasambands Kópavogs og var formaður þar í nokkur ár. Sigurbjörg var í Skógrækt- arfélagi Kópavogs ásamt Gísla eiginmanni sínum. Hún var í Breiðfirðingafélaginu og í Breiðfirðingakórnum. Einnig var hún í Eftirlaunakór kenn- ara. Útför Sigurbjargar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 28. febrúar 2014, kl. 13. Hún starfaði um tíma í Bún- aðarbankanum í Reykjavík. 1951 giftist Sigurbjörg Gísla Benóný Krist- jánssyni, f. 24.4. 1920 á Ísafirði. Gísli lést 1.5. 2011. Foreldrar Gísla voru Kristján Hannes Magnússon og Rannveig Sal- óme Sveinbjörnsdóttir. Sig- urbjörg og Gísli hófu búskap sinn í Reykjavík en fluttu í Kópavoginn 1952 og bjuggu þar alla tíð. Sl. þrjú ár dvaldi Sig- urbjörg á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Sigurbjörg og Gísli eiga fjóra syni, þeir eru: 1) Unnsteinn Þórður, f. 7.3. 1952, arkitekt, búsettur í Kópavogi, var kvænt- ur Guðrúnu Jónsdóttur, börn þeirra, Sarah, gift Olav Fekkes og Davíð, kvæntur Evu Björk Eggertsdóttur, börn þeirra Óli- ver Breki, Ísak Rökkvi og Álf- heiður Myrra. 2) Magnús, f. 11.6. 1957, skrifstofustjóri búsettur í Kópavogi, var kvæntur Elínu Kristinsdóttur, börn þeirra, Hrafnhildur Ósk, Halldór Örn, Hún var há og grönn og fríð, bar sig vel og var sköruleg í fram- komu. Það gustaði af henni, hún var bæði orðheppin og kjarnyrt, söngvin og hög í höndum. Kenn- ari af lífi og sál. Hún var gæfu- manneskja. Sigurbjörg Jóhanna Þórðar- dóttir frá Breiðabólsstað, Sigga móðursystir, er í dag kært kvödd við lok langrar ævi. Það var henni líkt að búast til farar rétt eftir að hafa fyllt níunda tuginn. Góðu heilli hélt hún sínu andlega at- gervi. Þegar við bræður heim- sóttum hana nýlega var það sem löngum fyrr, margt skemmtilegt og fyndið bar á góma. Hún gat lit- ið þakklát yfir farinn veg, þreytt en æðrulaus, stolt af sínu fólki enda afkomendahópurinn bæði stór og glæsilegur. Sigga hafði dökkt yfirbragð, brún augu og svart hár, sem sum- ir kalla keltneskt en einkennir marga Dalamenn. Hún bar sterk- an svip af Þórði föður sínum en minnti mjög á Steinunni móður sína að öðru leyti, einkum með ár- unum; skapgerðin var lík, svo og hugðarefnin. Þau systkin ólust upp við söng og ást á fögrum kveðskap, sem reyndist þeim dýr- mætt veganesti á lífsleiðinni. Systurnar tvær, Nenný og Sigga, fluttust báðar suður á fimmta áratugnum og áttu nána samleið ávallt síðan. Milli heim- ilanna lágu gagnvegir. Þótt þær væru afskaplega ólíkar var samt svo margt líkt með þeim. Það var þessi blíði strengur. Í huganum enduróma löng og skilmerkileg símtöl, oft í viku, þar sem farið var vítt og breitt yfir mál dagsins, hlegið dátt og kveðið fast að orði. Sigga átti ung í erfiðum veik- indum, dvaldi á berklahælinu á Vífilsstöðum en náði bata um síð- ir. Hún glímdi við ýmsan heilsu- brest um dagana en alltaf reis hún upp. Barlómur var fjarri henni og erfiðleikum mætti hún af hugrekki. Hún höndlaði gæf- una, eignaðist góðan og traustan mann, Gísla Benóný, og stóra fjöl- skyldu. Það var alltaf hressandi að koma á heimili þeirra á Þing- hólsbraut, líf og fjör á bænum og ósjaldan margt um manninn. Sex- tíu urðu árin þeirra Gísla. Þegar hægjast fór um og yngsti sonurinn hóf skólagöngu tók við nýr kafli hjá Siggu. Hún dró fram kennaraprófið sem hún átti í handraðanum og gerðist barnakennari við Kársnesskóla. Þar átti hún langan og farsælan feril og kenndi ávallt yngstu bekkjunum. Hitt hef ég gamla nemendur sem minnast hennar með mikilli hlýju og finnst þeir lánsamir að hafa notið hand- leiðslu hennar. Enda var Sigga fæddur kennari; metnaðarfull, lét vel að halda uppi aga en var jafn- framt blíð og lagin. Þau Gísli voru samhent í að láta gott af sér leiða í mannlífi Kópavogsbæjar þar sem þau bjuggu alla tíð. Sigga var ákaf- lega félagslynd og starfaði ötul- lega með kvenfélaginu um árabil – flutti eitt sinn ávarp fjallkon- unnar á 17. júní. Það hlutverk fór henni óneitanlega vel. Nú þegar Sigga kveður verða kaflaskil, langri sögu lýkur en þá er litið um öxl; maður sér hana fyrir sér, með ömmu og afa, systkinunum sem gengin eru og ættingjunum öllum. Það er verið að taka lagið, Fjárlögin óma – og auðvitað í röddum. Fyrir hönd okkar systkinanna þakka ég langa samfylgd og vin- áttu og hugarþelið hlýja. Blessuð sé minning hennar. Pétur Ástvaldsson. Sigurbjörg Þórðardóttir, mág- kona mín, kvaddi þetta jarðlíf 18. febrúar sl. Þá rétt orðin 90 ára Sigga dvaldi síðustu árin á Hrafn- istu í Hafnarfirði, þar sem hún naut góðrar aðhlynningar og um- hyggju starfsfólks. Það var þó lítt að hennar skapi að vera upp á aðra komin og geta ekki farið sinna ferða án aðstoðar, þó að hún væri þakklát fyrir þá umhyggju sem hún naut á Hrafnistu. Sigga var alla tíð sjálfstæð og dugleg kona rösk og drífandi í verkum sínum. Systkini Siggu voru fimm, en elsta systirin, Halldóra lést 17 ára gömul. Sigga ólst upp á miklu menningarheimili, Breiðabóls- stað á Fellsströnd. Þar voru söngur og tónlist í hávegum höfð og mikið sungið er fólk kom sam- an. Heimahagarnir og æskuheim- ilið voru Siggu afar kærir eins og reyndar systkinunum öllum. Þótt þau flyttu að heiman var hugur- inn heima að fylgjast með störf- um og fólkinu þar. Sigga fór ung í kennaraskólann og lauk þaðan prófi eftir þrjú ár. Hún kenndi síðan í sveitinni sinni einhvern tíma en veiktist þá af berklum, sem þá geisuðu í landinu og barð- ist við þann sjúkdóm í þrjú ár. Hún var meðal annars send á heilsuhæli til Svíþjóðar um tíma. Eftir að hún náði bata hóf hún störf í Búnaðarbankanum, þar sem hún kynntist eiginmanni sín- um Gísla Kristjánssyni frá Ísa- firði. Þau stofnuðu fljótlega heim- ili í Kópavogi og áttu þar heimili sitt alla tíð. Þau eignuðust fjóra syni sem allir eru dugandi sóma- menn. Eftir að þeir uxu úr grasi hóf Sigga störf við Kársnesskóla og kenndi þar yngstu börnunum. Sigga var kennari af lífi og sál og var virtur og vinsæll kennari. Eft- ir að hún fór á eftirlaun var oft kallað í hana í forfallakennslu. Gísli vann lengst af sem skrif- stofustjóri í prentsmiðjunni Eddu. Eftir að þau hjón fóru á eftirlaun tóku þau virkan þátt í starfi eldri borgara í Kópavogi og Sigga var þar drifkraftur í margs konar starfi, t.d. kórstarfi og þjóðdönsum. Þau hjón reistu sér sumarhús á Breiðabólsstað og ræktuðu þar mikið af trjám svo að nú ber bú- staðurinn nafn með rentu, hann var nefndur „Leynir“. Sigga og Gísli voru áhugafólk um gróður og skógrækt og bæði virkir fé- lagar í skógræktarfélagi bæjar- ins. Sigga var einnig ötul kven- félagskona í Kópavogi og sinnti þar margvíslegum störfum. Alltaf var tekið á móti gestum af gest- risni og hlýju á heimili Siggu og Gísla og oft urðu líflegar og skemmtilegar umræður við kaffi- borðið. Sigga var glæsileg kona sem bjó fjölskyldu sinni fallegt heim- ili. Alltaf var hún smekklega klædd og vel til höfð, hún var há- vaxin og bar sig eins og hefðar- kona, sem hún vissulega var í allri sinni framkomu. Ég vil að lokum senda sonum hennar og fjölskyld- um þeirra einlægar samúðar- kveðjur. Með Siggu er horfin af sjónarsviðinu mikil kjarnakona, sem gott var að eiga að. Ég vil þakka henni einlæga vináttu og samfylgd gegnum meira en hálfa öld og mæli þar fyrir alla mína fjölskyldu. Sigga hélt sinni and- legu reisn allt til loka og kvaddi sátt við lífið. Með henni er horfin kona sem setti svip sinn á samtíð sína. Minning hennar mun lifa með okkur um ókomin ár. Bless- uð sé minning hennar. Þrúður Kristjánsdóttir. Kveðja frá Höllu- og Jónatans- börnum. Tímans rás óðfluga áfram streymir árin hverfa í eilífðar sæ. Ættarknörrinn öldurnar klífur (Sigurbjörg J. Þórðardóttir) Sigurbjörg Jóhanna hét hún en Sigga mágkona var hún yfirleitt nefnd á okkar æskuheimili. Hún var konan hans Gísla móðurbróð- ur okkar og ein af þeim sterku einstaklingum sem tengdust fjöl- skyldu og afkomendum Kristjáns móðurafa okkar og Salóme ömmu. Þótt Gísli og Sigga byggju í Kópavoginum en við vestur í Bolungarvík, voru fjölskyldurnar í góðum tengslum. Ræktarsemi systkinanna og ekki síður maka þeirra er eftirbreytni verð. Þótt ekki sæjumst við sérlega oft á þessum árum fengum við fréttir og fylgdumst vel með Siggu, Gísla og sonunum fjórum og þau með okkur. Á hverjum jólum kom stór pakki úr Kópavoginum, gjarnan vel valdar bækur fyrir hvert okk- ar fimm systkinanna. Um um- hyggju og velvilja þurfti aldrei að efast. Sigga var mjög hagmælt, orð- heppin og vel lesin. Hún var öflug félagsmálamanneskja og starfaði m.a. ötullega í Kvenfélagi Kópa- vogs. Hún var afar tónelsk og unni söng, enda söng hún við ýmis tækifæri með mörgum kórum og hópum í gegnum tíðina, spilaði á píanóið og tók í harmónikku. Sigga var kennari að mennt. Hún lagði mikla áherslu á að börn lærðu vísur og ljóð. Hún taldi það efla þau og örva með ýmsum hætti. Börnin myndu öðlast betri tilfinningu fyrir fallegu máli, auka við orðaforðann, bæta minni og læra að bera virðingu fyrir menn- ingararfinum. Hún tengdi það einnig söngnum, þekkjandi þá ánægju sem söngurinn einn getur veitt. Sigga og Gísli byggðu sér heimili á Þinghólsbraut 72. Heim- ilið var fallegt og hlýlegt og garð- urinn einstakur. Allt bar merki um smekkvísi, dugnað og vand- virkni og þangað var gott að koma. Fyrir tæpum þremur vikum gafst okkur tækifæri til að hitta Siggu á níræðisafmæli hennar. Þrátt fyrir veikindi undanfarinna ára bar hún sig vel og aðdáun- arvert þótti okkur að hún ynni enn handavinnu og leysti kross- gátur þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm. Tryggðin og vonin standa í stafni stefnunni halda í sólarátt. (Sigurbjörg J. Þórðardóttir) Við systkinin, fjölskyldur okk- ar, faðir okkar og Sigrún þökkum fyrir trygga og góða samfylgd. Frændum okkar og fjölskyldum þeirra sendum við einlægar sam- úðarkveðjur. Einar, Ester, Kristján, Elías og Heimir Salvar Jónatans. Kveðja frá Kársnesskóla „Sem ég er að ausa mjöli í föt- una kemur inn kona svo falleg og vel tilhöfð að mér finnst að ég hafi aldrei séð aðra eins. Þetta var Sigurbjörg, dóttir hjónanna Þórðar og Steinunnar á Breiða- bólsstað, Sigga á Breiða. Hún gengur fram hjá mér og leggur af stað upp stigann, stoppar svo og lítur niður til mín þar sem ég stend við fóðurbætiskistuna og segir: „Nei, sæll vertu. Þú ert víst svo ansi duglegur í skólanum.“ Og svo heldur hún áfram upp stigann án þess að bíða eftir við- brögðum og það var eins gott því að það snarleið yfir mig, ég hneig yfir fötur kúnna. Reis þó brátt upp. Þetta var reyndar í fyrsta sinn sem mér hafði verið hælt á ævinni af vandalausum en hól var ekki til siðs í mínum uppvexti.“ (SG 2012) Mér komu í hug þessi orð Svavars Gestssonar, frænda Sig- urbjargar Þórðardóttur, þegar ég las andlátsfregn hennar á dögun- um. Því þannig var Sigurbjörg, glæsileg kona og smekkleg og næm fyrir ungviði og uppvexti í starfi sínu og umhverfi. Hún starfaði við Kársnesskóla frá 1971 og vel fram á tíunda áratug- inn við kennslu sex ára barna. Þar lagði hún í raun grunn að því mik- ilvæga starfi í skólanum sem byrjendakennsla er og nýst hefur skólanum til þessa dags. Sigur- björg var traustur starfsmaður, góður og skemmtilegur félagi og nánast í guðatölu hjá nemendun- um ungu. Við færum fram innilegar þakkir frá Kársnesskóla þegar við kveðjum Sigurbjörgu í dag og sendum ástvinum hennar dýpstu samúðarkveðjur okkar. Grétar Halldórsson, aðstoðarskólastjóri Kársnesskóla. Í dag kveðjum við mæta konu, Sigurbjörgu J. Þórðardóttur kennara. Það var fyrir um 30 árum að samstarf og vinátta okkar Sigur- bjargar hófst. Hún hafði þá um nokkurt skeið kennt 6 ára börn- um í Kársnesskóla við góðan orðstír og lagt grunn að vel skipu- lögðu námi 6 ára deilda skólans. Í Kársnesskóla var lögð mikil áhersla á lestrarnám og alla móð- urmálskennslu og þar var nú ekki komið að tómum kofunum hjá minni konu. Sigurbjörgu var mik- ið í mun að börnin í Kársnesskóla yrðu vel læs, töluðu gott íslenskt mál og væru vel ritfær. Fjöl- breyttum kennsluaðferðum var beitt sem gefa ekkert eftir þeim aðferðum sem þykja ná sem best- um árangri í dag. Sigurbjörg var óhrædd við að fara nýjar leiðir, opin fyrir nýjungum, en um leið gagnrýnin á það sem betur mætti fara. Eitt af því sem einkenndi ís- lenskunámið í Kársnesskóla á þessum tíma voru kvæði, þulur og ættjarðarljóð. Sigurbjög lagði ríka áherslu á að börnin kynntust þessum þjóðararfi og sem dæmi má nefna að öll sex ára börn í skólanum lærðu, Hver á sér fegra föðurland eftir skáldkonuna Huldu. Fyrsta erindið sungu börnin síðan stolt fyrir foreldra sína á vorhátíð sem ávallt var fastur liður í starfi 6 ára deilda skólans. Á hátíðinni fluttu nem- endur einnig leikþætti sem samd- ir höfðu verið af Sigurbjörgu og var þá oftar en ekki komið inn á umgengni við náttúruna og mik- ilvægi trjáræktar. Sigurbjörg var mikill náttúru- verndarsinni og henni fannst mikilvægt að nemendur lærðu að bera virðingu fyrir náttúrunni ekki síður en mannfólkinu. Í dag er það eftirsóknarvert að vera Skóli á grænni grein og fá afhent- an Grænfánann. Umhverfis- fræðsla á borð við þá sem fram fór í Kársnesskóla í tíð Sigur- bjargar hefði eflaust fært skólan- um fyrr slíkan fána, ef völ hefði verið á. Sigurbjörg var ákaflega vel látin sem kennari, hún hélt uppi góðum aga, en sýndi jafnframt nemendum sínum umhyggju um leið og hún stýrði þeim styrkri hendi í náminu. Sigurbjörg var kennari sem vann sitt verk af eld- móði og sannfæringu, hún var hafsjór af fróðleik, skemmtileg, söngelsk og hún reyndi að laða það besta fram hjá nemendum sínum. Að fá tækifæri til að starfa við hlið Sigurbjargar við kennslu 6 ára barna í Kársnesskóla var á margan hátt ævintýri líkast. Hún hreif mann með sér, taldi í mann kjark, hugmyndir kviknuðu og farið var á flug. Hlutir sem í fyrstu virtust óyfirstíganlegir reyndust síðan framkvæmanlegir með hana sér við hlið. Að hafa slíkan lærimeistara var ómetan- legt. Það er margs að minnast þegar hugurinn reikar til baka, en ekki get ég látið staðar numið án þess að minnast á jólakortin frá henni Sigurbjörgu. Kortin hef ég öll varðveitt, þau eru fjársjóður minninga, sem sýna alkunna rit- snilld móðurmálskennarans Sig- urbjargar J. Þórðardóttur. Lífs- ganga mikilsmetins kennara er á enda, en minningin lifir. Sonum Sigurbjargar og fjöl- skyldum þeirra votta ég dýpstu samúð mína. Hvíl í friði, kæra vinkona. Sigrún K. Ragnarsdóttir. Sigurbjörg Jó- hanna Þórðardóttir stutt hana dyggilega í veikindum hennar. Hún var líka heppin með drengina sína sem hún var alltaf svo stolt af, sem og tengdadætr- unum og barnabörnunum. Þessi hópur var henni allt. Hún hafði gaman af að segja manni sögur af ömmustrákunum og tilsvörum þeirra, enda átti hún gott með að sjá það spaugilega í lífinu. Hún gat meira að segja stundum séð eitt- hvað spaugilegt við sjúkdóminn sem hún hefur barist við í átta ár. Hún var algjör hetja í veikindum sínum, kvartaði aldrei, sagði í mesta lagi þegar maður spurði hvernig hún hefði það: „æ, það gæti verið verra“ kom svo með einhverja fyndna athugasemd svona til að létta andrúmsloftið og eyða áhyggjum. Það var notalegt að skreppa til Huldu eftir vinnu. Hún beið þá eftir mér með dúkað borð, kaffi og meðlæti og svo var spjallað. Ég var fyrir löngu búin að gefast upp á að biðja hana að hafa ekkert fyr- ir mér, það hafði enga þýðingu, hún var sannkallaður höfðingi heim að sækja. Hún var líka ein- staklega smekkleg kona og hafði mikla ánægju af að prýða heimilið sitt, alltaf allt svo fallegt og fínt í kringum hana. Fyrir stuttu fluttu Hulda og Agnar í íbúð við Hæðargarð. Þar voru þau búin að koma sér svo vel fyrir, komin í nágrenni við Steinar Geir og hans fjölskyldu og Huldu fannst svo gaman að geta fengið strákana hans í heimsókn eftir skólann. Því miður fékk hún ekki lengri tíma til að njóta þess. Ég kveð vinkonu mína með þakklæti fyrir samfylgdina í lífinu og bið Guð að styrkja Agnar, Steinar Geir, Atla Má og fjöl- skyldur þeirra. Sigurveig Helgadóttir. Í dag kveðjum við með eftirsjá góðan samstarfsfélaga og vin til fjölda ára. Hulda hóf störf hjá Iðju, félagi verksmiðjufólks, árið 1996 sem síðar varð Efling - stéttarfélag og vorum við samstarfsfélagar allt til seinni hluta árs 2011 en þá varð hún að láta af störfum vegna heilsubrests sem hún tókst á við af miklu æðruleysi. Hulda hafði já- kvæða lífssýn sem eflaust hefur hjálpað henni í erfiðum veikindum en ef maður spurði hvernig hún hefði það vildi hún sem minnst úr veikindunum gera og svaraði hún gjarnan „svona er þetta bara“. Hulda var nokkuð ákveðin og skipulögð í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og reyndi oft á þá hæfileika í hennar starfi. Hún vildi hafa röð og reglu og skipulags- leysi var ekki að hennar skapi. Hulda var frábær vinnufélagi og alltaf stutt í húmor og hlátur. Við eigum margar skemmtileg- ar minningar með þeim hjónum Huldu og Agnari bæði í ferðalög- um og frá ýmsum uppákomum í starfsmannahópnum þar sem margt var mallað og brallað og alltof langt mál að tala um hér en á einni af árshátíðum starfsmanna var ort um Huldu: Margir sækja um styrki og menntun sína auka úr menntasjóði Starfsafls má krónum að þeim gauka. Hulda rækir þetta af heiðarleika og hlýju og hún er líka fyndin alveg upp á tíu. Fjölskyldan var Huldu mjög dýrmæt og fengum við að fylgjast vel með hinum ýmsu hamingju- stundum í fjölskyldunni eins og þegar barnabörnin fæddust eitt af öðru og voru þau miklir gleðigjaf- ar í hennar lífi. Þær eru margar gleðistundirn- ar sem við vinnufélagarnir áttum með Huldu og munu þær lifa með okkur. Hulda var ávallt jákvæð og brosandi sama hvað gekk á og sú minning verður okkar veganesti. Elsku Agnar, Steinar, Atli og fjölskyldur, megi góður Guð styðja ykkur og styrkja á þessum erfiða tíma. Fyrir hönd starfsmanna, Kristjana, Elín K. og Fjóla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.