Morgunblaðið - 28.02.2014, Side 34

Morgunblaðið - 28.02.2014, Side 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014 ✝ Guðni Jónssonfæddist í Skarðshlíð í Aust- ur-Eyjafjallahreppi 24. september 1927. Hann lést á dvalarheimilinu Lundi 18. febrúar 2014. Foreldrar hans voru Jón Hjörleifs- son, f. 12.7. 1898, d. 23.7. 1973 og Guð- rún Sveinsdóttir, f. 25.8. 1897, d. 15.5. 1983. Systkini hans eru: Sveinn, f. 30.6. 1924, d. 30.5. 1983. Hjörleifur, f. 28.9. 1925, d. 7.5. 2011. Tómas, f. 25.4. 1929, d. 1.8. 1998. Sigríður, f. 27.11. 1932. Anna, f. 5.8. 1936, d. 23.3. 2007. Hilmar Eyjólfur, f. 15.11. 1938 og Jakob Óskar, f. 28.10. 1940. Guðni kvæntist Þórunni Jónasdóttur 1. apríl 1950. Hún var fædd 27. sept- ember 1931 og lést 24. desem- ber 2012. Foreldrar hennar voru Ágústa Þorkelsdóttir, f. 19.8. 1896, d. 30.6. 1974 og Jón- as Kristjánsson, f. 19.5. 1894, d. 4.12. 1941. Dætur Þórunnar og Guðna voru Hrafnhildur, f. 3.2. 1949, gift Friðriki Magnússyni, f. 17.2. 1946, Hjördís, f. 29.1. 1950, gift Auðuni Erni Gunn- arssyni, f. 27.3. 1949 og Bára, f. 1973, faðir Örn Grétarsson, f. 22.10. 1951. Með Sighvati átti hún Þórunni, f. 13.3. 1979, Guðna, f. 2.5. 1980, Hörð, f. 21.4. 1981 og Sif, f. 17.1. 1988, d. 28. 10. 2003. Kristinn er gift- ur Sif Sumarliðadóttur, f. 24. 2.1975, börn þeirra eru Salka, f. 16.7. 2005 og Grímur, f. 19.7. 2008. Þórunn er gift Páli Sveinssyni, f. 23.5. 1979, börn þeirra eru Sveinn, f. 24.6. 2009, Sighvatur Gísli, f. 1.12. 2010 og Oddný Bára, f. 13.7. 2012. Barn Guðna er Bára Sif, f. 3.6. 2008, móðir er Drífa Gestsdóttir, f. 17.8. 1981. Sambýliskona Guðna er María Carmen Magn- úsdóttir, f. 22.12. 1978. Börn hennar eru Jana Lind Ellerts- dóttir, f. 18.10. 2000, Magnús Þór Daníelsson, f. 31.1. 2007 og Arna Daníelsdóttir, f. 13.4. 2008. Hörður er giftur Orapin Tonapun, f. 17.3. 1983. Þórunn og Guðni hófu sinn búskap á Hellu og byggðu framtíðarheimili sitt að Lauf- skálum 3. Guðni vann um skeið hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu en síðar hóf hann störf hjá Bún- aðarbankanum þar sem hann starfaði sem gjaldkeri og að- stoðarmaður bankastjóra lengst af sinni starfsævi þar til hann lét þar af störfum sjötugur að aldri. Útför Guðna fer fram frá Oddakirkju, Rangárvöllum, í dag, 28. febrúar 2014, kl. 14. 18.2. 1951, d. 29.9. 2006. Hún var gift Sighvati Svein- björnssyni, f. 21.12. 1953. Börn Hrafn- hildar og Friðriks eru Eygló, f. 15.8. 1966 og Friðrik, f. 9.11. 1971. Eygló er gift Runólfi Þór Runólfssyni, f. 14.11. 1961, börn þeirra eru Eyjólfur Darri, f. 27.10. 1990, sambýlis- kona hans er Hrafnhildur Erla Guðmundsdóttir, f.23.3. 1992, Hrafnhildur Björk, f. 10.4. 1993 og Daníel Guðni, f. 15.5. 1996. Friðrik er giftur Margréti Helgu Theodórsdóttur, f. 16.10. 1975, börn þeirra eru Friðrik Gauti, f. 18.11. 2005 og Atli Freyr, f. 3.8. 2010. Barn Hjör- dísar og Auðuns er Tinna Ósk, f. 24.8. 1982, gift Fannari Helga Steinssyni, f. 16.5. 1983, börn þeirra eru Aníta Ósk, f. 22.8. 2007, Hjördís María, f. 12.7. 2010 og Fanney Erna, f. 13.7. 2010. Barn Auðuns er Anna Sigrún f. 23.1. 1970, sambýlis- maður hennar er Ásgeir Sæ- mundsson, f. 29.11. 1964, börn þeirra eru Sonja, f. 19.10. 1992 og Ásgerður, f. 18.7. 1997. Börn Báru eru: Kristinn Jón, f. 15.11. Það var aðfaranótt 18. febrúar að afi minn Guðni kvaddi þennan heim. Margar minningar bærast í huga mér um hann. Hann var allra manna hugljúfastur og trúði á það besta í fólki. Hjá afa og ömmu voru dyrnar ætíð opnar okkur barnabörnunum. Alltaf höfðu þau tíma fyrir okkur, sem og aðra. Þegar mín leið„ lá aust- ur“ fór ég alltaf í heimsókn til þeirra. Það var gott að koma til þeirra, og sátum við saman í eld- húsinu eða í stofunni og spjöll- uðum saman. Tíminn leið og aldr- ei skipti máli hvenær maður kom eða hversu lengi maður dvaldi hjá þeim. Þeirra heimili var okk- ar heimili líka. Frá því ég man eftir mér höf- um við afi notið aðfangadags saman. Þetta var hátíð afa, þar sem hann var mikill matmaður. Hann vildi þá helst borða jólasós- una með skeið, og þegar borð- haldi lauk settist hann í sófann og hneppti nokkrum tölum á skyrt- unni, þar sem hún varð orðin dá- lítið þröng. Það eru ófáar minningarnar frá Klifi, bústaðnum okkar undir Eyjafjöllum. Þar fannst afa gam- an að spila á spil, og þar var mikið gaman. Kímnigáfuna vantaði ekki hjá honum, en honum fannst gam- an að stríða okkur aðeins. Hann gat alltaf komið manni til að hlæja. Einnig hafði hann dálæti á að fegra lóðina þar sem bústað- urinn okkar stóð. Þar fór afi fremstur í flokki ásamt ömmu að gróðursetja – og klippa tré eða slá himinhátt grasið. Það voru ófá skiptin sem ég gisti hjá afa og ömmu og þar var kvöldkaffi fyrir svefninn. Þau áttu líka alltaf til vanillu-ísblóm með súkkulaði og sultu. Það var eitt sem afi þoldi ekki og það voru kettir. Ef hann sá kött í garðinum þá hellti hann yfirleitt fullri fötu af vatni eða sprautaði á þá með vatnsslöngunni þangað til þeir hurfu. Hann afi minn var hvíldinni feginn. Loksins geta þau amma verið saman á ný. Nú hef ég eign- ast nýjan verndarengil, sem gætir mín og minna. Þakkir fyrir allt, elsku afi Guðni. Tinna Ósk Auðunsdóttir. Það voru forréttindi að fá að alast upp í góðu sambandi við afa Guðna. Hann og amma Tóta voru alltaf tilbúin að gefa mér og öðr- um barnabörnum af tíma sínum, hvort sem það var að hjálpa til við verkefni hversdagsins eða bara spjalla og hafa það gott saman. Ég minnist til dæmis frábærra tíma þegar ég rölti í heimsókn til ömmu og afa til að horfa á fót- bolta sem var ansi oft. Afi tók allt- af málstað þeirra sem voru að keppa við mitt lið til að stríða þeim stutta – en góðlátlega þó. Í bústaðnum var hann óþreytandi við að láta undan okkur Frikka og fara í bíltúr þar sem við fengum að setjast undir stýri undir öruggri handleiðslu afa. Eins var hann alltaf tilbúinn til að skutla mér í sumarvinnuna í Gunnars- holt á sunnudagskvöldum og við notuðum tækifærið til að spjalla saman um heima og geima. Það var alltaf stutt í kímnina hjá afa, sem lét ekkert tækifæri fram hjá sér fara við að grínast í okkur barnabörnunum og síðar börnunum okkar þegar þau komu til skjalanna. Dæmigert tækifæri hjá afa var til dæmis þegar amma var að predika yfir unglingnum á leið á eitthvert sveitaballið: „Gakktu nú hægt um gleðinnar dyr“ var vel þekktur frasi hjá ömmu. Þá tók afi við: „Nei, bless- aður, hlauptu bara í gegn, það er miklu skemmtilegra!“ Og svo fylgdi hláturinn sem var svo ein- kennandi fyrir afa Guðna. En afi Guðni var fyrst og fremst góður maður. Aldrei heyrði ég hann segja styggðaryrði um nokkurn mann og alltaf var hann tilbúinn til að gera gott úr hlutunum. Ef eitthvað bjátaði á var hann fyrsti maðurinn til að reyna að leysa úr vandanum eða að minnsta kosti reyna að létta manni lund með sínu einstaka lagi. Ég kveð afa Guðna með söknuði en um leið óendanlegu þakklæti fyrir þau ár sem við áttum saman. Kristinn Jón Arnarson. Eitt sinn á leið úr skóla eftir erfitt próf fékk ég far með manni heim á leið. Er við ræddum sam- an kom í ljós að hann þekkti vel afa Guðna og bar honum vel sög- una. Þegar við ræddum nánar saman kom í ljós að afi hafði alltaf verið honum og öðrum börnum svo góður og ávallt kom hann fram við þau af virðingu og leit á þau sem jafningja. Ég átti svo eft- ir að heyra fleiri svona sögur af afa sem svo víða ritaði sögu sína í hjörtu fólks. Hlýlegt var að heyra þessi orð og vita að fleira er mikils virði en námið og bækurnar. Svona var afi. Svo ljúfur og góður og glett- inn. Hversu oft hann náði manni upp þegar Liverpool var í sjón- varpinu á Laufskálum 3. Ein- hvernveginn virtist afi alltaf halda með hinu liðinu og hafði gaman af að gera grín þegar illa gekk. Það varð hefð hjá okkur bræðrum að ganga út á Hellu til afa og ömmu og horfa á enska boltann og þiggja kökur og fleira á laugardögum. Eftir nokkur ár fórum við svo að sjá í gegnum gamla manninn sem hafði af þess- um mikið gaman. Minningarnar eru margar og góðar. Við góðar stundir undir fjöllunum þar sem vísur voru jafnan samdar og farið að keyra út á aurum. Við tókum upp kart- öflur í garðinum utan við Hellu og margar góðar stundir sátum við á Breiðöldu 9 að ræða saman. Við erum stolt af afa í bankanum og þangað var gaman að koma þegar telja átti sparipeningana og leggja inn á bók hjá afa, alltaf jafn flottur. Þungur var harmur þinn þegar amma kvaddi okkur á jólunum fyrir rúmu ári og ég veit að það hefur verið vel tekið á móti þér þegar þú lagðir af stað í þína hinstu för. Eins sárt og það er að missa og sakna þá minnir það okkur á hve gott er að þrá og elska og í hjarta mínu eruð þið saman komin á góðum stað. Á skilnaðarstund er gott að fara yfir minningar og hugsanir og tileinka sér það besta sem ást- vinir skilja eftir sig. Ég þakka afa Guðna fyrir að sýna mér að við skulum sýna ungu fólki virðingu og hlusta á það. Þannig lifir hann í hugum og hjörtum fólks. Ég þakka honum líka fyrir glettnina og stríðnina sem var öll á góðum nótum og færði lífinu lit. Áfram lifir þú í hjarta mér. Guðni Sighvatsson. Ég sem pínulítil skotta bað afa Guðna að gefa mér tunglið. Hann svaraði af öllu hjarta: „Ég bara get það ekki, elskan mín.“ Ég man ekki eftir þessu, en í þetta var oft vitnað og grínast með í fjölskyldunni. Afi vildi allt fyrir okkur gera, það var engin spurn- ing. Hann var ekki maður margra orða en úr augunum skein alltaf góðvild og glettni. Fasið ein- kenndist af prúðmennsku og kærleika. Hann var orðheppinn, laumaði út úr sér bröndurum þannig að fjölskyldan engdist úr hlátri, stríddi ömmu og ataðist í litlu börnunum. Hann var barn- góður og sá alltaf til þess að það væri til appelsín í gleri og gaukaði að okkur brjóstsykursmolum og afgangabitum úr pottaskápnum. Þegar ég lít til baka þá man ég svo vel eftir Laufskálunum, hlið- inu, garðinum, eldhúsinu, bíl- skúrnum, lyktinni og ekki síst þessu tempói sem ríkti. Reglu- legu taktföstu tempói sem kemur aldrei aftur. Afi setti upp hattinn, gekk í vinnuna, kom heim í há- deginu, fékk heitan mat, lagði sig, fór aftur í bankann, kom heim, alltaf á sama tíma. Rás eitt var út- varpið, rólyndislegur lestur frétta, sinfóníutónlist sem öllum leiddist, dægurlög sungin af Óm- ari Ragnarsyni og Hauki Mor- tens. Afi sló garðinn á föstudög- um og þreif bílinn og bónaði um helgar. Líklegast hefur verið alveg nóg að gera hjá ömmu og afa en upplifunin var sú að þau hefðu nógan tíma, mér gáfu þau alla- vega allan þann tíma sem ég þurfti og endalausan kærleika. Afi spilaði við mig þegar ég var lítil og kenndi mér að hjóla, amma las fyrir mig og kenndi mér að lesa. Þegar ég fullorðinn fór að koma mér upp heimili með mín- um manni, þá komu þau amma og afi margar ferðir í bæinn með fulla kerru af plöntum. Afi fór í skítagallann, tók fram réttu verk- færin og gróðursetti þolinmóður undir verkstjórn ömmu. Ég er ekki viss um að honum hafi fund- ist gaman í garðvinnunni eins og ömmu fannst, en honum fannst gott að geta gert eitthvað fyrir fólkið sitt og tíma sinn gaf hann aftur og aftur örlátlega. Það eru einhvernveginn litlu hlutirnir sem koma upp í hugann þegar ég minnist afa við ferðalok. Hvernig hann fór alltaf fyrstur á fætur, lyktin af kaffi og camel, hljóðin í rakvélinni og fréttunum í útvarpinu. Þegar við Lulli gist- um með krakkana okkar, þá opn- aði hann hæversklega inn til okk- ar um leið og heyrðist í ungunum og fór með þau fram, leyfði okkur að sofa. Nú er komið að honum að fá að sofa, hvíldin verður kær- komin eftir erfið veikindi. Ég hef samt á tilfinningunni að hann verði farinn að vakna fyrstur á himnum innan skamms og augun hans glettin og góðleg munu vaka yfir okkur á ný. Eygló Friðriksdóttir. Nú er komið að kveðjustund. Mig langar að þakka Guðna móð- urbróður mínum og Tótu fyrir allar góðu samverustundirnar í gegnum tíðina og mun geyma hlýjar minningar um þau um ókomna tíð. Í mínum huga voru þau eitt og ekki nema rúmt ár síðan Tóta kvaddi okkur. Ég er búin að þekkja þessi heiðurshjón frá því ég fæddist í húsinu þeirra á Laufskálum. Eftir að ég flutti fárra ára gömul undir Eyjafjöll- in, í sveitina okkar Guðna, var alltaf svo spennandi að fara með ömmu og afa út að Hellu, þau hjónin áttu einstaklega fallegt heimili, það var svona eiginlega sólríkt, því þar var sko oft glatt á hjalla, dæturnar þrjár svo skemmtilegar, svaka skvísur og alltaf hlæjandi, Tóta með sinn verndandi faðm og endalaust góð við mig og Guðni, þessi fallegi frændi minn, með glettnisglampa í augunum og stríðnin aldrei lagt undan. Eftir að þau fluttu í rað- húsið sitt var það árviss viðburð- ur hjá okkur Stínu í Skarðshlíð að koma við og oftar en ekki færði Stína mági sínum rjóma- pönnukökur sem honum þótti svo mikið góðar. Það var alltaf gam- an að koma til þeirra á Hellu því maður vissi að það yrði tekið vel á móti manni meira að segja í miðju Leiðarljósi. Það var alltaf fallegt bros og hlýr faðmur sem tók á móti manni og þegar Guðni kallaði inn í eldhús „stelpurnar eru komnar“ þá kom þessi ein- staki hlátur sem aldrei gleymist. Maður gat svo sannarlega gleymt sér í spjalli yfir kaffibolla og „nýbökuðu“ eins og Guðni sagði meðan hann bjástraði við að losa umbúðirnar, hann hafði sko kímnigáfu þessi elska og not- aði hana óspart, yngri strákurinn minn gleymir honum aldrei, hann lá oftar en ekki í hláturskasti meðan hinn reytti af sér brand- arana, enda kallaði hann Guðna sjaldan með nafni, það var alltaf „bróðir hennar ömmu sem er svo fyndinn“. Síðan lauk alltaf hverri heimsókn á því að skrifa í gesta- bókina góðu, það gleymdist aldr- ei. Ég hitti Guðna síðast, þegar við mamma fórum til hans í af- mæliskaffi í fyrra, þá var af hon- um dregið, en elskan og fallega brosið hans var á sínum stað, núna kveður mamma bróður sinn og vin með söknuði sem og við öll hin. Það fylgir því víst að eldast, að menn sjái sífellt á eftir fleiri samferðamönnum yfir landa- mæri lífs og dauða, lífið er hverf- ult og enginn veit sitt skapadæg- ur, þó að dauðinn sé það eina sem við getum gengið að með fullri vissu í lífinu. Við fæðumst drottni og erum hans að eilífu. Algóður Guð leggi nú Guðna frænda minn sér að hjarta og gefi honum sinn frið. Ég er þess fullviss að stór hópur góðra manna hefur tekið á móti honum fagnandi. Samúðar- kveðjur sendi ég dætrum, tengdasonum og fjölskyldum þeirra. Guðni minn, viltu biðja hana Tótu að skila dúllunni sem hún heklaði handa mér, hún hvarf nefnilega daginn sem hún dó. Guðrún Jóna. Það var í janúar 1973 sem ég mætti til starfa í fyrsta sinn í Búnaðarbankann á Hellu. Mig minnir að ég hafi verið sjötti starfsmaðurinn þar en fljótlega átti þeim nú eftir að fjölga. Þetta var frábær hópur, húmorinn aldr- ei langt undan og þar var hann Guðni Jónsson, sem við kveðjum í dag, fremstur í flokki. Ég hef stundum hugsað um hvort það geti verið rétt munað hjá mér að hann hafi aldrei nokkurn tíma verið í vondu skapi, en – svei mér þá – ég held bara að það sé rétt. Og ég man heldur ekki eftir því að honum hafi legið illt orð til nokkurs manns. Hann lagði alltaf gott til allra mála og gerði sér sérstakt far um að sjá spaugilegu hliðarnar á öll- um málum. Sagði sögur af körlum og kerlingum úr sveitinni sem fengu mann til að veltast um af hlátri. Til dæmis söguna af kon- unum á biðstofunni hjá lækninum sem voru að spjalla saman og sagði önnur: „Þegar ég geng þá gapir hún, og þegar ég sest þá lokast hún. Og þegar ég geng aft- ur – þá gapir hún aftur.“ Og þá stoppaði Guðni og horfði á okkur og sagði svo: „Hún var sko að lýsa nýju kápunni sinni.“ Og við emj- uðum af hlátri. Starfsfólk bankans fór á árshá- tíðir til Reykjavíkur og við fórum í útilegur í Þórsmörk og Þjórs- árdal – þetta var svo gaman, al- veg ógleymanlegt; og Guðni alltaf góða sálin í hópnum. Seinna þegar hann hafði lokið störfum og þau Tóta voru flutt austur á sand og búin að koma sér fyrir, þá heimsótti ég þau stund- um. Og það var eins og áður, við drukkum úr nokkrum kaffiboll- um og sögðum sögur og hlógum. Og þegar ég kvaddi, þá mundu þau einmitt eftir birkiplöntu eða reynivið sem hafði sáð sér í potti hjá þeim og hvort ég gæti nú ekki komið henni niður einhvers stað- ar hjá mér. Þau voru höfðingjar heim að sækja og snyrtimennsk- an allsráðandi utanhúss og innan. Garðurinn þeirra á Laufskálum 3 var margverðlaunaður og sjálf- sagt líka á Breiðöldunni. Guðni sagði mér einhvern tíma frá því hvernig þau Tóta skiptu með sér verkum í garðinum. Hann sló grasið en hún hirti um beðin. „En svo gerði ég bara beð úr öllum grasflötunum, þá þarf ég ekkert að gera,“ sagði hann og hló. Og núna er hann Guðni okkar dáinn. Hann var orðinn þreyttur og sjálfsagt orðinn hvíldinni feg- inn. Ég er full gleði yfir því að hafa átt hann að vini og vinnu- félaga í mörg ár en það er sökn- uður í hjartanu. Ég votta öllum aðstandendum mína dýpstu sam- úð og kveð góðan mann hinstu kveðju. Sigríður S. Jónasdóttir. Höfðingi er orðið sem kemur fyrst upp í huga mér þegar ég minnist Guðna Jónssonar. Þetta orð notaði hann oft bæði til að hrósa og þakka. Þú ert höfðingi, Jóka mín, sagði hann stundum. Það eru ekki margir sem hafa fengið að kalla mig Jóku athuga- semdalaust, en hann sagði það á þann hátt að ég tók því bara vel. Ég kynntist Guðna í byrjun árs 1971, þegar ég kom til starfa í Búnaðarbankanum á Hellu, kvíð- in og feimin og þekkti ekki marga Rangæinga. Ég fékk sæti við hlið Guðna, hann var góður leiðbein- andi og sagði mér deili á flestum sem inn komu og fylgdu oft skemmtilegar sögur. Ég held að hann hafi þekkt flesta Rang- æinga á þeim tíma og örugglega alla sem voru sjálfstæðismenn. Guðni var glettinn og skemmti- legur, og sem samstarfsmaður var hann samviskusamur, ná- kvæmur og einstaklega vinsæll af viðskiptavinum bankans, jafnt börnum sem fullorðnum. Guðni Jónsson Hann er látinn hinn mikli öð- lingur, vinur minn Halldór, heimilismaður á Hrafnistu. Hall- dór var sérstaklega ljúfur og góður maður, alltaf hress og kát- ur, hann kom mér alltaf í mitt besta skap, hvar sem ég hitti hann á göngum Hrafnistu í Reykjavík, en þar vann ég sem vaktmaður. Við horfðum oft saman á sjónvarpið með Sigga tengdasyni hans þegar það var leikur með Manchester United, enda allir aðdáendur þess ágæta félags. Halldór var mikill dans- ari, gleðimaður og hrókur alls Halldór Gunnar Stefánsson ✝ Halldór Gunn-ar Stefánsson húsgagnasmíða- meistari fæddist á Arnarstöðum, Norður-Þing., 11. mars 1923. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 13. febr- úar 2014. Útför Halldórs Gunnars fór fram frá Hallgríms- kirkju 21. febrúar 2014. fagnaðar. Honum þótti afskaplega gaman að dansa og naut sín á gólfinu með hattinn sinn við allskonar uppá- komur, t.d. þorra- blót, bjórkvöld, jólafagnaði og margt fleira á með- an heilsan hans var upp á sitt besta. Ég gæti skrifað miklu meira um þennan góða mann þótt kynni okkar hafi ekki verið ekki löng. Um leið og ég votta hans nán- ustu mína dýpstu samúð, kveð ég þennan góða mann með þessu ljóði. Blessuð sé minning hans. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Baldvin E. Albertsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.