Morgunblaðið - 28.02.2014, Side 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014
Auk þess að starfa saman alla daga erum við vinnufélagarnirlíka góðir vinir. Raulum stundum og fyrir tveimur árum gáf-um við út geisladisk Dúkarabandsins, en þá vorum við búnir
að hljóðrita nokkur lög. Satt að segja vinn ég með afskaplega góð-
um mönnum og hver veit nema við endum daginn með öflugri
rjómatertu,“ segir Guðbrandur Jónsson sem er 52 ára í dag.
Með Gunnlaugi Óttarssyni og Stefáni Hólmgeirssyni rekur Guð-
brandur fyrirtækið GSG-þaklagnir. Þeir einbeita sér að því að
leggja dúka á þök bygginga. Höfuðstöðvar eru á Selfossi en í nokkr-
um mæli á höfuðborgarsvæðinu, þangað sem Guðbrandur flutti fyr-
ir nokkrum misserum með fjölskyldu sinni. Eiginkona hans er Guð-
rún Edda Haraldsdóttir og eiga þau þrjú börn.
„Sem strákur var ég á fullu í fótboltanum. Byrjaði í 6. flokki en
hætti svo þegar ég nálgaðist meistaraflokkinn eða þegar komin var
einhver alvara í málin,“ segir Guðbjartur og kímir. „Nú læt ég mér
duga að vera á hliðarlínunni, held með Selfossi og Arsenal. Fyrr á
árum var ég í hestamennsku, var með klára á húsi, stundaði út-
reiðar og fleira. Svo fjaraði þetta út,“ segir Guðbrandur sem er son-
ur hjónanna Þórunnar Einarsdóttur og Jóns Guðbrandssonar dýra-
læknis. Börn þeirra eru níu og afkomendur þeirra margir – og því
er frændgarður Guðbrands ótrúlega stór. sbs@mbl.is
Guðbrandur Jónsson er 52 ára í dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Selfyssingur „Hver veit nema við endum daginn með öflugri rjóma-
tertu,“ segir Guðbrandur Jónsson um afmælisdaginn sinn.
Vinir sem vinna og
syngja lögin saman
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Kópavogur Þór Kristinn fæddist
30. júní kl. 14.25. Hann vó 4440 g og
var 57 cm langur. Foreldrar hans eru
Róbert Leifsson og Kristín Dögg
Kristinsdóttir.
Nýir borgarar
Kópavogur María Sól fæddist 30. júní
kl. 16.18. Hún vó 3330 g og var 48 cm
löng. Foreldrar hennar eru Sigrún
Eggertsdóttir og Guðfinnur Þórir
Ómarsson.
F
ríða María fæddist í
Reykjavík 28.2. 1974
og ólst upp í Litla-
Skerjafirði. Hún var
oft í heimsókn hjá fjöl-
skyldu í Vestmannaeyjum á sumr-
in, fór 11 ára með afa sínum til
Færeyja og dvaldi þar hjá frænd-
fólki sínu hluta úr sumri og dvaldi
sumarlangt í Skálholti næsta sum-
ar, er foreldrar hennar ráku þar
sumarhótel.
Fríða María var í Melaskóla,
Hagaskóla, stundaði nám á mynd-
listarbraut við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti, stundaði nám við Mynd-
lista- og handíðaskóli Íslands á
grafíkdeild og lauk prófum er jafn-
gilda BFA-gráðu. Hún stundaði
síðan nám við Förðunarskóla Face
Stockholm og útskrifaðist þaðan
sem förðunarfræðingur 1998.
Fríða María Harðardóttir förðunarfræðingur – 40 ára
Ég fer í fríið Fjölskyldan í Suður-Frakklandi í fyrra. Sunneva Líf, Þorgeir Atli, Fríða María og Albert.
Hógvær en fáguð í faginu
Fáguð fegurð Fríða María að störfum á Reykjavík Fashion Festival í fyrra.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is