Morgunblaðið - 28.02.2014, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 28.02.2014, Qupperneq 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014 Í Studio Stafni, Ingólfsstræti 6, hef- ur verið opnuð sýning á nýjum verkum eftir Gunnar S. Magnússon myndlistarmann. Er þetta fyrsta sýningin í „Stofunni“ í Studio Stafni en þar er fyrirhugað að halda minni sýningar og kynningar á listamönn- um sem sýna verk frá afmörkuðum tímabilum á ferli sínum eða ný verk. Gunnar, sem fæddur er árið 1930, hefur haldið fjölda sýninga gegnum árin. Hann lagði stund á myndlistarnám hér heima og er- lendis og hélt fyrstu sýninguna árið 1949. Hann hefur bæði fengist við fígúratífa og abstrakt list. Sýningin er opin virka daga kl. 14 til 17 og á laugardag kl. 13 til 16. Listamaðurinn Gunnar S. Magnússon við eitt hinna nýju verka á sýningunni. Gunnar S. Magnússon sýnir í Stafni Leirlistamaðurinn Andy Shaw heldur fyrirlestur um verk sín í fyr- irlestrasal Myndlistaskólans í Reykjavík, 3. hæð að Hringbraut 121 – JL húsinu, í hádeginu í dag, föstudag, kl. 12.15. Shaw er aðstoðarprófessor við Louisiana State-háskólann í Baton Rouge í Louisiana. Hann útskrif- aðist með meistaragráðu í myndlist frá Alfred University og kenndi þar þrívíddarhönnun. Hann hefur með- al annars haldið námskeið í Hay- stack Mountain School of Craft, the Penland School of Craft, og the Ar- rowmont School of Arts and Crafts. Shaw skapar nytjahluti sem hann rennir úr postulíni og má finna verk eftir hann í eigu safna. Fyr- irlesturinn fer fram á ensku. Postulín Verk eftir Andy Shaw. Heldur fyrirlestur um leirlistaverk Non-Stop Liam Neeson fer með hlutverk lög- reglumanns sem sinnir löggæslu í flugvélum. Í flugvél á leið til Lund- úna fær hann smáskilaboð frá ónefndum manni sem segist ætla að drepa farþega í vélinni á 20 mín- útna fresti þar til kröfum hans verði mætt, að himinhá upphæð verði lögð inn á bankareikning. Fljótlega er farþegi drepinn og hefst þá leik- ur kattarins að músinni. Leikstjóri er Jaume Collet-Serra og í auk Nee- son eru í aðalhlutverkum Julianne Moore, Nichelle Dockery, Bar Paly, Anson Mount, Lupita Nyong’o og Corey Stoll. Metacritic: 52/100 Winter’s Tale Kvikmynd byggð á samnefndri skáldsögu Marks Helprinsem. Sag- an hefst í byrjun 20. aldar og segir af þjófi sem alist hefur upp á stræt- um Manhattan. Hann brýst hann inn á heimili efnamanna sem hann held- ur að standi autt en hittir fyrir unga, dauðvona konu sem gædd er óvenjulegum hæfileikum. Þau fella hugi saman og hefst þá ævintýri þar sem kraftaverk og barátta góðs og ills kemur við sögu. Leikstjóri er Akiva Goldsman og í aðalhlutverk- um eru Colin Farrell, Jessica Brown Findlay, Russell Crowe, William Hurt og Will Smith. Metacritic: 31/100 The Monuments Men Myndin er byggð á sönnum atburð- um í leikstjórn George Clooney sem fer einnig með eitt af aðahlutverk- unum. Í seinni heimsstyrjöldinni var herdeild send ásamt listaverka- sérfræðingum ýmiss konar til Þýskalands með það verkefni að ná gríðarverðmætum listaverkum úr klóm nasista. Verkefnið virðist óleysanlegt og ólíklegt að menn- irnir lifi það af. Auk Clooney eru í helstu hlutverkum Matt Damon, Bill Murray, John Goodman, Jean Duj- ardin, Hugh Bonneville og Cate Blanchett. Metacritic:52/100 The Congress Blanda leikinnar myndar og teikni- myndar sem fjallar um útbrunna leikkonu sem ákveður að láta slag standa og taka við einu lokaverk- efni, þó að afleiðingar ákvarðana hennar muni hafa ófyrirséð áhrif um alla framtíð. Myndin hlaut Evr- ópsku kvikmyndaverðlaunin í fyrra sem besta teiknimyndin. Leikstjóri er Ari Folman og með aðalhlutverk fara Robin Wright, Harvey Keitel og Jon Hamm. Metacritic: 65/100 Blue Velvet Kvikmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar í Bíó Paradís sýnir á sunnudaginn kvikmynd Davids Lynch, Blue Velvet, frá árinu 1986. Í henni segir af ungum manni sem finnur afskorið eyra úti á engi, fer að rannsaka málið og hittir m.a. fyr- ir seiðandi söngkonu og sturlaðan glæpamann. Í aðalhlutverkum eru Kyle MachLachlan, Isabella Rossell- ini, Dennis Hopper og Laura Dern. Metacritic: 75/100 Bíófrumsýningar Lífshættuleg listaverkaleit og furðuleg ævintýri Undraheimur Stilla úr The Congress sem Bíó Paradís frumsýnir í dag. EGILSHÖLLÁLFABAKKA NONSTOP KL.5:40-8-10:20 NONSTOPVIP KL.3:40-5:50-8-10:20 WINTER’STALE KL.5:30-8-10:30 GAMLINGINN KL.8 I,FRANKENSTEIN KL.8:30-10:30 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.4:10-6:20 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.3:40-5:50 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.3:20-8-10:40 LÍFSLEIKNIGILLZ KL.10:30 WOLFOFWALLSTREET KL.5:10 JÓNSIOGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2DKL.3:40 KRINGLUNNI NONSTOP KL.9-11:20 GAMLINGINN KL.5:30-8-9-10:30 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3D KL.4:10-6:20 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2D KL.4:10 12YEARSASLAVE KL. 6:20 NONSTOP KL.5:40-8-10:20 WINTER’STALE KL.8 GAMLINGINN KL.5:35-8-10:25 I,FRANKENSTEIN KL.10:30 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.5:50 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.5:50 OUTOFTHEFURNACE KL.10:20 LÍFSLEIKNIGILLZ KL.8 NÚMERUÐ SÆTI SPARBÍÓ MERKTAR MEÐ GRÆNU EÐA APPELSÍNUGULU KR.750 Á APPELSÍNUGULT OG KR. 1000 Á GRÆNT NONSTOP KL.8-10:20 WINTER’STALE KL.10:30 GAMLINGINN KL.8 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.5:50 JÓNSIOGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2DKL.6 KEFLAVÍK AKUREYRI NONSTOP KL.8-10:30 WINTER’STALE KL.10:20 GAMLINGINN KL.8 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.5:50 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.5:50 “HLÓGUMVANDRÆÐALEGA MIKIÐ...“ GDÓ - MBL  AFTENBLADET  SÝNDMEÐ ÍSLENSKUOG ENSKU TALI Í 2D OG 3DEXPRESSEN  SVERIGES RADIO  SVENSKA DAGBLADED  HEIMSFRUMSÝND Á ÍSLANDI BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK COLIN FARRELL - RUSSELL CROWE JESSICA BROWN FINDLAY ÞAÐ ER ENGINHARÐARI EN LIAMNEESON ÍSL TAL 12 12 12 12 L L L ÍSL TAL 6 Óskarstilnefningar 2 Golden Globe verðlaun -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE MONUMENTS MEN Sýnd kl. 8 - 10:25 RIDE ALONG Sýnd kl. 6 - 8 - 10:10 ROBOCOP Sýnd kl. 10:25 THE LEGO MOVIE 3D Sýnd kl. 3:50 THE LEGO MOVIE 2D Sýnd kl. 3:50 - 6 DALLAS BUYERS CLUB Sýnd kl. 5:45 - 8 SKÝJAÐ M. KJÖTBOLLUM 2 2D Sýnd kl. 3:45 „Óvæntasta mynd sem ég hef séð lengi í bíó“ T.V. - Séð og Heyrt/ Bíóvefurinn G.D.Ó. - MBL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.