Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Qupperneq 20
K yrrsetuvandamál eru þekkt og fylgikvillar of mikillar kyrrsetu hafa mikil áhrif á líkamann. Trúlega væri hægt að hafa þessa síðu einungis með vandamálum tengdum því hvað við erum orðin löt að standa í lappirnar. Þess má geta að þessi grein er skrifuð standandi svo það sé á hreinu. Kannski er best að lesa hana líka á tveimur jafnfljótum. Magni Bernhardsson, kírópraktor hjá Kírópraktorstofu Íslands, segir að stór hluti viðskiptavina sinna vinni svokölluð kyrrsetustörf og leiti til þeirra vegna stoðkerfisvandamála. „Við mikla kyrrsetu missir hryggurinn hreyfigetu sína, stífleiki og óstöðugleiki myndast í nærliggjandi vöðvum sem orsakar að sumir vöðvar verða veikari en aðrir og það leiðir oft til langvarandi verkja í mjóbaki,“ segir hann. Konur eru í sérstaklega miklum áhættuhóp þegar kemur að kyrrsetu sam- kvæmt rannsókn frá American Cancer Society. Þar kemur fram að konur sem sitja allan daginn eru 94% líklegri að deyja fyrir aldur fram en þær sem vinna ekki kyrrsetustarf. Líkurnar hjá körlum eru 48%. Algjör kyrrseta lætur vöðva líkamans nánast fara að sofa þannig að þeir missa hæfileikann að framleiða prótein sem brýtur niður fitu. Líkaminn brennir rúmlega einni kílókalóríu á mínútu við algera kyrrsetu sem er aðeins meira en ef viðkomandi væri látinn. Fólk sem fer og fær sér kaffi eða þarf að hreyfa sig reglulega brennir að sjálfsögðu meira. Einfalt reikningsdæmi má skoða þessu máli til stuðnings. Ein kaloría x60 mínútur x24 klukkustundir = 1.440 kílóka- loríur/24 klst. Niðurstaðan er 60 kílókaloríur á klukkutíma sem gerir ein kílóka- loría á mínútu. Það er ekki mikil brennsla. Tölvuháls og vöðvabólga Ef setið er of lengi sést það ekkert endilega utan á okkur þó að magavöðvar slappist niður og líkaminn verði bústnari. Líffæri inni í lík- amanum skemmast hægt og rólega. Oft er tekið dæmi um bát sem ætlar að leggja af stað í 1.000 mílna leiðangur. Stað- setningartækin í honum eru vitlaus um eina gráðu. 1.000 míl- um síðar er hann ansi langt frá áfangastað. Eins með líkamann. 20 ára kyrrseta fer illa með líkamann. Starf kírópraktora er að finna orsök og leiðrétta stoðkerfisvanda- mál. Þeir kenna fólki að gera réttu æfingarnar og framkvæma þær rétt til þess að stöðugleiki skapist og hryggstaða haldist. „Vöðvabólga er mjög algeng hjá fólki sem vinnur við tölvu allan daginn, hún getur einnig leitt til krónískra höfuðverkja. Einnig er svo- kallaður tölvuháls algengur hjá kyrrsetufólki en þá hefur myndast óstöð- ugleiki milli vöðva framan og aftan í hálsi og fólk missir höfuðið fram.“ Í grófum dráttum á sveigjan í hálsinum að endurspegla sveigjuna í mjóbakinu þegar viðkomandi horfir á mynd af hryggnum. Í tölvuhálsi er sveigjan í hálsinum í litlu samræmi við mjóbakið. Slík skekkja skapar ýmis vandamál og leiðir af sér mikið álag á axlir og bak ásamt því að valda höfuðverkjum og bólgum. Magni fær einmitt töluvert af fólki til sín með stöðugan höfuðverk. „Jafnframt er stífleiki í brjóstbaki annað stoðkerf- isvandamál hjá kyrrsetufólki, en þá hafa brjóstvöðvarnir styst og fólk missir axlirnar fram, verður hokið og fær verki í brjóstbakið.“ Frá 1980 hafa Bandaríkjamenn æft jafn mikið og jafn oft. Þeir sitja hins- vegar meira. Á þeim tíma hefur offita í landinu tvöfaldast. Niðurstaðan er því að standa upp oftar, fá sér æfingabolta til að sitja á, teygja og al- mennt að hugsa betur um sig. Það er erfitt að fjárfesta í heilsunni þegar hún er farin. Magni Bernhardsson, kírópraktor hjá Kírópraktorstofu Íslands, segir að stór hluti viðskiptavina sinna vinni svokölluð kyrrsetustörf. Morgunblaðið/Golli MANNKYNIÐ SITUR NÚ MEIRA EN ÞAÐ SEFUR Hinn hættulegi skrifborðsstóll STÓR HLUTI ÞEIRRA SEM LEITA TIL KÍRÓPRAKTORSTOFU ÍSLANDS MEÐ STOÐKERFISVANDAMÁL ER FÓLK SEM STARFAR Í KYRRSETUSTÖRFUM. MANNKYNIÐ SEFUR AÐ MEÐALTALI RÚMA SJÖ OG HÁLFAN KLUKKUTÍMA Á HVERRI NÓTTU EN SITUR Í RÚMA NÍU KLUKKUTÍMA VIÐ VINNU, TÖLVU OG SJÓNVARPSGLÁP. KYRRSETA HEFUR GRÍÐARLEG ÁHRIF Á LÍKAMANN. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is *Heilsa og hreyfingUndrabarnið Jack Andraka er 17 ára vísindamaður og alls ekki eins og hver annar snjallsími »22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.