Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Page 28
Lummurnar mínar eru sjaldn- ast gerðar eftir sömu uppskrift en hægt er að nota það sem finnst í skápunum hverju sinni. Kókos í stað haframjöls eða möndlur eða annað. Gaman að hafa fjölbreytni. Í þetta sinn var uppskriftin svona: BANANALUMMUR 1 þroskaður banani 2 egg ½ bolli haframjöl ½ tsk. kanill Aðferð: Öllu blandað vel sam- an og síðan hellt á pönnu. Uppskriftin gefur 5-6 pönnu- kökur. Smjör, ostsneið og avó- kadó gerir besta bragðið. BOOST Súrmjólk frá Örnu 1 banani 1 bolli frosin jarðarber 1 bolli frosin bláber 1 msk. chia- fræ Aðferð: Allt sett í blandara og hellt í falleg glös á fæti. Upp- skriftin gefur um 2-3 glös. *Matur og drykkir Klúbbur að nafni Roundtable-5 snæddi saman léttan og ljúfan hádegisverð í vikunni »32 E lísabet Gunnarsdóttir er annar eigandi tískublogg- síðunnar www.trendnet.is þar sem nokkrir tísku- fróðir einstaklingar blogga um daginn og veginn. Hún bloggar sjálf en einnig sér hún um rekstur og utanumhald. Elísabet er búsett í Frakklandi ásamt kærasta sínum, handboltakappanum Gunnari Steini Jóns- syni, og dóttur þeirra Ölbu Mist. Hún segir morgunstundirnar í uppáhaldi hjá sér og þá sérstaklega um helgar þegar hægt er að eyða mun lengri tíma saman á morgnana og njóta. „Mér finnst morgun- maturinn vera mikilvægasta máltíð dagsins og ég kemst ekki inn í daginn án þess,“ segir Elísabet. „Þegar ég elda sjálf get ég alveg gleymt mér í smakkinu og það vill stundum verða til þess að ég næ að verða södd áður en ég sest við matarborðið. Ef ég ætti að velja uppáhalds- mat, þá fæ ég nú vatn í munninn þegar ég hugsa um hvítlauksmaríneraðan humar og myndi segja að það væri uppáhaldsmaturinn minn en einnig svona stemningsmatur, þá sushi eða tapas, í góðra vina hópi.“ Það er alltaf nóg að gera hjá Elísabetu og tekur hún að sér ýmis skemmtileg verkefni tengd Trendneti, tísku eða öðru. „Í vor stefni ég að því að útskrifast úr við- skiptafræðinámi sem ég hef sinnt samhliða búsetu minni hér erlendis,“ segir Elísabet um það sem á döfinni er. „Svo er ég að skrifa matreiðslubók,“ segir hún og hlær. „Nei, ég er að grínast. En það er alltaf nóg á döfinni. Það er margt spennandi framundan hjá Trendneti þetta árið og mörg verkefni sem ég er með á vinnuborðinu. Sem dæmi er samstarfsverkefni Trendnets og Reykjavik Fashion Festival í mars og ég hlakka mikið til. Auk þess eru fleiri spennandi verkefni sem má ekki segja frá strax.“ MORGUNVERÐURINN MIKILVÆGASTA MÁLTÍÐIN Alltaf nóg á döfinni TÍSKUDROTTNINGIN ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR ER MIKIÐ Á FLAKKI MEÐ FJÖLSKYLDU SÍNA ÞAR SEM KÆRASTI HENNAR ER ATVINNUMAÐUR Í HANDBOLTA. HÚN LEGGUR STUND Á NÁM Í VIÐSKIPTAFRÆÐI AUK ÞESS AÐ HALDA ÚTI VINSÆLASTA BLOGGI Á ÍSLANDI. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Elísabet Gunnarsdóttir elskar morgunstundir með fjölskyldunni og eru lummurnar sem hún gefur uppskrift að í miklu uppáhaldi. Ljúfur morgun- verður

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.