Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Qupperneq 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2014 V onandi verður senn bundinn endi á undarlegt limbó í því auma „aðild- arferli“ að ESB. Þjóðinni átti að troða þangað ósáttri á meðan hún var enn í losti eftir efnahagslegt áfall, árásir í bókstaflegri merkingu á Alþingishúsið, sem með naumindum og einstakri hetjudáð lögreglu náðist að verja. Þeir sem síst máttu æstu til slíkra árása. Reynsluboltar og byrjendur Nú er öllum orðið ljóst að hinn efnahagslegi bylur var náskyldur því sem var að ganga yfir flestar þjóðir í okkar heimshluta um þær mundir. Íslenskir bankar hrundu ekki fyrr en eftir að fjárstreymið á alþjóða- markaði hafði verið að þorna upp í 14 mánuði og er- lendir bankar, og þeir sumir háttskrifaðir og sögu- frægir eins og Lehmans-bræður, höfðu fallið. En munurinn var sá, að hér dugði að þrír bankar færu og þá var bankakerfið allt komið á hliðina, því þeir reyndust samansúrraðir. Þrír stórir bankar höfðu þanist út með ógnarhraða á örfáum árum og mikils oflætis gætti innan þeirra allra. Nú er vitað að bankamenn höfðu vissulega haft rangt við og teygt sig inn á dökk svæði og slævt dóm- greind sína, ekki síst þegar endalokin nálguðust. Og það gerðu menn víðar og jafnvel stundum með áþekk- um hætti og hér var gert, eins og saksóknin í Írlandi sem fréttir voru um nýlega, sýnir með sláandi hætti. En þótt hundruð banka væru „látnir fara á hausinn“ austan hafs og vestan þá var fjölda þeirra einnig bjargað. Margt bendir nú til að ekki hafi allt verið með felldu innan þeirra banka sem bjargað var, en björgunaraðgerðirnar ná að breiða yfir það. Í Banda- ríkjunum hefur seðlabankinn prentað dollara í stórum stíl og dælt fé inn í banka og þar með og það- an inn á hlutabréfamarkað. Þessara fjármuna sér þó ekki stað alls staðar í þjóðlífinu og það lýsir sér m.a. í því að munurinn á milli ofsaríkra og fátækra hefur aldrei verið þar meiri en nú. Það var örugglega ekki það sem Obama átti við þegar hann kynnti sig til sögu sem mann breytinganna. Langflestir bankar, sem einhvers máttu sín í heiminum, óðu jafn gáleysislega áfram og þeir íslensku í hinu óvenjulega umhverfi lágra stýrivaxta í girðingarlausri alþjóðavæðingunni og flutningi fjármuna með hraða ljóssins. Það má meira að segja hafa það hinum íslensku til afsökunar, ef menn vilja, að alþjóðleg bankareynsla þeirra var á algjöru byrjendastigi ef horft er til annarra banka í hinum vestræna heimi, sem sumir höfðu aldarreynslu eins og Lehmans og aðrir enn lengri. Alþjóðavæðingunni og hinum „nýja efnahagsveru- leika með gerbreyttum lögmálum“ var mikið hrósað og helstu forkólfar bankaheims virtust standa í þeirri trú, að sá galdur og taumlaust framboð lánsfjár fyrir lítið, væri hluti af nýjum veruleika. Íslensk yfirvöld peningamála tóku ekki þátt í þeim leik, enda lágu þau undir stöðugum og óbilgjörnum árásum aðila vinnu- markaðar fyrir að elta ekki hina alþjóðavæddu lág- vaxtastefnu á röndum, þrátt fyrir óvenjulega inn- lenda spennu. Því ekki að skoða nýliðna sögu Það væri mjög þarft fyrir núverandi aðstandendur samtaka atvinnulífs og viðskipta að fara yfir gáleys- islegar yfirlýsingar helstu talsmanna þessara sam- taka á árunum fyrir bankafall og draga af þeim nokk- urn lærdóm. Það eru hagsmunir allra að taka megi slík samtök alvarlega og að þau veiti í senn forystu og aðhald, en taki ekki gagnrýnislaust undir með mestu glönnunum eins og gerðist í aðdraganda áfallsins. Það gæti verið góð aðferð hjá þessum samtökum að fara vandlega yfir framgöngu sína á árunum fyrir „hrun“. Ekki til þess að setja einn eða neinn í gapa- stokk heldur til að draga lærdóm af í eigin ranni. Þau mættu einnig kíkja á það sjálf, hvort síðastliðin fjögur ár hafi farið fram einhverjar samningaviðræður – raunverulegar samningaviðræður – um aðild Íslands að ESB. Það er hins vegar eins og hver önnur skrítla að spyrja Baldur Þórhallsson og félaga um slíkt. SA gæti rétt eins ákveðið að láta Vilhjálm Birgisson sjá um launaþáttinn fyrir sig framvegis. Sérfræðingar í spurningunni Hafi það í raun flögrað að þessum ágætu samtökum að raunverulegar samningaviðræður vegna aðildar hafi farið fram, væri skemmtilegt að heyra um dæmi þess. Og þá mætti í leiðinni upplýsa hvort nokkurs staðar fyndist stafkrókur um að Evrópusambandið hafi tekið á ný upp slíkt samningaferli gagnvart „um- sóknarríkjum“. Slíkt ferli var formlega lagt af fyrir tæpum tveimur áratugum. Sambandið tekur sér- staklega fram í greinargerð sinni um það, hvernig stækkun ESB fari fram, að það hafi sett sér þá ófrá- víkjanlegu reglu að eiginlegar samningaviðræður við ný aðildarríki fari ekki fram. Einungis sé farið yfir hvort og þá hvenær viðkomandi ríki hafi kyngt öllum 100 þúsund síðum regluverksins. ESB gengur reynd- ar svo langt að biðja „umsóknarríki“ um að láta al- gjörlega vera að gefa almenningi í sínum löndum í skyn að slíkar samningaviðræður eigi sér stað! Nú vill svo til að t.d. Samtök atvinnulífsins eru í lykilaðstöðu til að svara sjálfum sér um þetta efni og í framhaldinu að upplýsa aðra. Þessi samtök eru jú sérstaklega kostuð af fyrirtækjunum í landinu til að standa fyrir samningaviðræðum og hafa síðustu ára- tugina öðlast mikla reynslu í því. SA gæti því upplýst hvort það hefði einhvern tímann gerst að eitthvert aðildarfyrirtæki hefði óskað eftir því, jafnvel með há- vaða, að SA beitti sér fyrir að ljúka samninga- viðræðum sem ekki hefðu hafist og aldrei hefði staðið til að hefja. Það væri fróðlegt að vita hvort slíkt hefði gerst og hvernig samtökin hefðu brugðist við slíkum skringilegheitum. Ekki er líklegt að Einstein tjái sig frekar um stöðuna Reykjavíkurbréf 14.2.14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.