Morgunblaðið - 05.03.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014
Lyfjaval.is • sími 577 1160
Bílaapótek Hæðasmára
Mjódd Álftamýri
15%
afsláttur
af öllum pakkni
ngum
Afslátturinn gildir í mars.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Hernaðaríhlutun Rússlands í Úkra-
ínu gæti haft víðtækar afleiðingar.
Mörg lönd hafa talað fyrir ákveðnum
refsiaðgerðum gegn Rússlandi, til
dæmis í formi viðskiptaþvingana.
Ákveði Ísland að taka þátt í slíkum
aðgerðum gegn Rússlandi gæti það
haft miklar afleiðingar fyrir íslenskt
atvinnulíf enda er útflutningur til
Rússlands umtalsverður.
„Það er erfitt að meta það á þessu
stigi,“ segir Teitur Gylfason, sölu-
stjóri hjá Iceland Seafood, spurður
um möguleg áhrif viðskipta-
þvingana.
„Það færi að sjálfsögðu eftir því
hvers eðlis viðskiptaþvinganirnar
yrðu og hvernig Rússland myndi
bregðast við. Ég reikna með því að
fyrst yrði farið í það að frysta banka-
reikninga og setja einhvers konar
hömlur á rússneska embættismenn.
Ef það kæmi til víðtækari þvingana
þá gæti það haft áhrif.
Við seljum mjög mikið til Rúss-
lands, til dæmis af uppsjávarfiski á
borð við makríl, síld og karfa, auk
þess sem við flytjum mikið út til
Úkraínu. Viðskiptaþvinganir hafa
því umtalsverð áhrif á flest sjávarút-
vegsfyrirtæki landsins og það væru
tugmilljarðar í húfi. Sjávarútvegur-
inn á mikið undir viðskiptum við
Rússland,“ segir Teitur.
Áhrif á gjaldmiðil Úkraínu
Jón Steinn Elíasson, formaður
Samtaka fiskframleiðenda og út-
flytjenda, segir þvinganir geta haft
töluverð áhrif á íslenskan sjávarút-
veg bæði hvað varðar Rússland og
Úkraínu. „Ég lít þetta alvarlegum
augum. Haldi málin áfram að þróast
með þessum hætti þá gæti Rússland
lokast. Það eru miklir hagsmunir
þarna í húfi enda eru þetta lönd sem
hafa verið okkur mun opnari hvað
varðar kaup á uppsjávarfiski en til
dæmis önnur Evrópulönd. Við erum
til dæmis í deilum við nokkrar Evr-
ópuþjóðir um uppsjávarfiskinn okk-
ar og það væri ekki gott ef þetta
bættist við. Þá er líka mikill útflutn-
ingur til Úkraínu og átök þessi gætu
haft neikvæð áhrif á gjaldmiðilinn
þar, sem er náttúrlega ekki gott,“
segir Jón.
Ekki áhrif á kjötútflutning
Steinþór Skúlason, forstjóri Slát-
urfélags Suðurlands, segir aðalút-
flutning fyrirtækisins vera á haustin
og þá aðallega af t.d. hrossakjöti.
„Mér finnst ólíklegt að af slíkum
þvingunum verði. Ef af því yrði þá
myndi það ekki vara lengi og hefði
því lítil áhrif á fyrirtækið. Ég mun
ekki tapa svefni yfir þessu enn sem
komið er,“ segir Steinþór.
Mikið selt af uppsjávarfiski til Rússlands og Úkraínu Viðskiptaþvinganir
hefðu slæm áhrif á sjávarútveginn Mikið í húfi fyrir mörg útvegsfyrirtæki
Tugir milljarða í húfi
Morgunblaðið/Ómar
Fiskur Útflutningur til Rússlands er
mikið hagsmunamál.
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Katrín Ösp Magnúsdóttir þjálfar
hóp af sjö til tíu ára stelpum í júdó í
Vogum á Vatnsleysuströnd. Slíkt
væri ekki í frásögur færandi nema
fyrir þær sakir að Katrín á að eiga
sitt fjórða barn eftir rúma viku.
„Þetta gengur bara nokkuð vel.
Maður finnur aðrar leiðir til að beita
sér svo þetta sé auðveldara og gangi
upp,“ segir Katrín Ösp og lætur vel
af líðan sinni þessa stundina.
Stefnir á nokkrar júdóæf-
ingar fyrir sumarið
Katrín hefur æft júdó frá því að
hún var 15 ára en þá byrjaði hún að
æfa hjá föður sínum, Magnúsi Hersi
Haukssyni, sem er með júdóklúbb í
Vogunum þar sem Katrín ólst upp.
Katrín fann fljótt að júdó ætti vel við
sig og er með bláa beltið í íþróttinni.
„Ég stefni á að taka svarta beltið
einn daginn. Ég hef aðeins verið
með prófkvíða gagnvart því að taka
þessi belti,“ viðurkennir hún.
Katrín hefur þónokkuð keppt í
júdó. Besti árangur sem hún hefur
náð hingað til er þriðja sætið í henn-
ar þyngdarflokki á Norðurlandamóti
sem haldið var hér á landi. Áhuginn
á júdó er greinilega mikill og ekki er
slegið slöku við þótt barneignir séu á
næstunni. Hún stefnir á að komast á
nokkrar júdóæfingar fyrir sumarið.
„Ég ætti að geta gert það ef allt
gengur að óskum. Þau eru svo með-
færileg þegar þau eru svona lítil,“
segir Katrín.
Katrín hefur mjög gaman af því
að þjálfa stelpurnar, sem hún segir
að séu mjög áhugasamar. „Þetta er
gaman, við lærum og leikum okkur
og reynum að hafa húmor fyrir sjálf-
um okkur,“ segir hún glaðlega.
Hún hugsaði sig ekki tvisvar
um þegar faðir hennar bað hana að
þjálfa stelpuhópinn en hann þjálfar
strákana.
„Það er gaman að byggja upp
góðan hóp af stelpum. Þeim er ekki
endilega ýtt í þessa átt en þær eiga
alveg jafnauðvelt með júdóæfing-
arnar og strákarnir.“
Ásamt því að þjálfa júdó í Vog-
unum leggur Katrín Ösp stund á
grunnskólakennaranám og stefnir á
meistaranám í þeim fræðum næsta
haust.
Ljóst er að í nógu er að snúast
hjá Katrínu Ösp en drengirnir henn-
ar og mannsins hennar, Einars Jóns
Sveinssonar, eru á aldrinum
tveggja, fjögurra og sex auk þess
sem stjúpsonur hennar er á þrett-
ánda aldursári. Spurð hvort enn einn
strákurinn væri að bætast í hópinn
gaf hún ekkert upp því það væri
ennþá leyndó.
Komin á steypirinn
og kennir áfram júdó
Gengur vel að kenna ólétt að fjórða barninu
Ljósmyndir/Hilmar Bragi
Júdóæfing Katrín Ösp á júdóæfingu ásamt einni af stelpunum sem hún þjálfar í Vogum á Vatnsleysuströnd.
Ólétt Katrín Ösp Magnúsdóttir á
von á sínu fjórða barni í næstu viku.
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Töluvert var um loðnuveiði fyrir
landinu vestanverðu og á Ísafjarð-
ardjúpi í gær. Áætlað er að um
fimmtán skip hafi verið þar að veið-
um.
Í fyrradag fannst loðna í Ísafjarð-
ardjúpi og héldu þá skip þangað til
veiða í gær. Var veiðum haldið áfram
dýpra á svæðinu. Veiði hefur verið
mjög góð, að sögn Guðlaugs Jóns-
sonar, skipstjóra Ingunnar AK.
„Þetta er frekar smærri loðna eða
um 50 í kílói og það er á mörkunum
með hrognatöku. Við erum farnir í
land, á Vopnafjörð að landa,“ segir
Guðlaugur.
„Hin fínasta loðna“
„Loðnuveiðin gekk vel. Þetta er
hin fínasta loðna eða um 48 í kílói.
Hún á þó töluvert eftir í hrygningu
og er með um 20% hrognafyllingu.
Við vorum á veiðum um 12 til 15 míl-
ur norðvestur af Ísafjarðardýpis-
mynni,“ segir Stefán Geir Jónsson,
skipstjóri á Lundey.
Skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU
tekur í sama streng. „Þetta var fín-
asta veiði. Þetta er ágætisloðna en ég
veit ekki hvort hún er hrognatæk.“
Dauft hafði verið yfir loðnuveiðum
undanfarið en fram að þessu höfðu
skip haldið sig meðal annars á svæð-
inu út af Malarrifi á sunnanverðu
Snæfellsnesi. Kappkostað hefur ver-
ið að nýta loðnuhrognin sem best en
loðnan drepst að mestu að lokinni
hrygningu. Loðnuvertíðin stendur
yfirleitt í um það bil mánuð og búast
má við að hún vari nokkra daga í við-
bót haldist veðrið bærilegt.
Góð loðnuveiði
fyrir vestan
Á mörkunum með hrognatöku
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Veiðar Vel veiddist af loðnu á Ísa-
fjarðardjúpi fram eftir degi í gær.
Stjórnendur
Flensborg-
arskólans í Hafn-
arfirði funduðu
með nemendum
skólans í gær. Að
sögn Magnúsar
Þorkelssonar
skólameistara
reyndi hann að
hvetja nemendur
áfram, fara yfir
þær staðreyndir sem liggja fyrir og
einnig gera nemendum grein fyrir
að margt er óljóst varðandi hugs-
anlegt verkfall framhaldsskóla-
kennara. Sagðist Magnús hafa lagt
áherslu á mikilvægi þess fyrir nem-
endur að hætta ekki námi, komi til
verkfalls. Þeir nemendur sem skili
sér ekki til prófs verði ekki í for-
gangi í haust þegar nýir nemar
verða teknir inn í skólann.
Staðan í kjaradeilu framhalds-
skólakennara og ríkisins er
óbreytt. Fundað var í gær og verða
fundir næstu daga. larahalla@mbl.is
Nemendur hvattir til
að hætta ekki námi
þótt verkfall skelli á
Magnús
Þorkelsson