Morgunblaðið - 05.03.2014, Side 10

Morgunblaðið - 05.03.2014, Side 10
Malín Brand malin@mbl.is Æ skuvinkonurnar Unnur og Hrafn- hildur hafa báðar unnið mikið með börnum og ung- lingum og hafa áhuga á velferð þeirra. Hrafnhildur á fimm börn og Unnur þrjú og eru því nokkuð vel inni í hugarheimi og veruleika barna og unglinga. Þær langaði til að sam- eina krafta sína og koma einhverju góðu til leiðar og úr varð námskeið fyrir börn og unglinga í hugleiðslu. „Við veltum því fyrir okkur hvernig væri hægt að hjálpa þeim að hjálpa sér sjálfum. Okkur langar svo til þess að kenna börnum að slaka á því við ætlumst til þess að börnin okkar kunni að slaka á en við kenn- um þeim það yfirleitt ekki og sjaldn- ast erum við þær fyrirmyndir sem þau þurfa í því að slaka á,“ segir Unnur sem sjálf vinnur alla jafna sem heilari og læknamiðill og hittir fjölda barna og unglinga í starfi sínu. Facebook, Snapchat og áreiti Unnur segir að við, foreldrarnir, séum það upptekin sjálf og margt um að vera að við kunnum ekki að slaka á. „Við erum eins og hamstrar í hjóli. Við bara hlaupum hring eftir hring og þetta er það sem börnin okkar horfa upp á. Þau fara í skólann og þar er áreiti í sex til sjö tíma og svo lengur eftir því sem þau verða eldri. Síðan koma þau heim og þá taka tóm- stundirnar við og mörg æfa þau eins og atvinnumenn í íþróttum, sem get- ur náttúrlega farið út í öfgar. Síðan koma þau heim, læra, borða og sofa nóg þannig að það er alltaf pressa. Þau fá aldrei að vera ein með sjálfum sér og kynnast sjálfum sér. Hver er ég? Fyrir hvað stend ég? Hvað lang- ar mig og hvað nærir mig? Það er eins með okkur fullorðna fólkið. Við stöldrum sjaldnast við fyrr en eitt- hvað bjátar á,“ útskýrir Unnur. Það er margt sem tekur tíma manns frá honum sjálfum og fyrir því finna börnin, enda áreiti úr öllum átt- um og oft æði margslungið að átta sig á því hvaðan það kemur. „Þú sérð börn í dag alveg frá tveggja eða þriggja ára, þau fara að sjónvarpi og byrja að ýta til hliðar með hendinni á skjáinn því fyrir þeim er þetta bara norm. Eldri krakkar sem eru komnir með síma sem eru nettengdir eru tengdir allan daginn. Þetta er pípandi á þau og ef það er ekki Facebook eða Snapchat þá er það Instagram og allir þessir miðlar. Þau eru alltaf að kíkja á símann því þau eru háð þessu. Í raun er þetta eins og fíkn og ef maður tekur af þeim þessi tæki þá byggist jafnvel upp með þeim ótti við að þau séu að missa af einhverju,“ segir hún. Meiri þörf fyrir að slaka á Vegna alls þess sem nefnt er hér að ofan hlýtur eðli málsins sam- kvæmt að skapast meiri þörf fyrir að slaka á og „hlusta á hjartað í stað þess að fylgja straumnum“, eins og Unnur orðar það. Námskeið Unnar og Hrafnhild- ar hafa verið vel sótt og sem fyrr segir var ætlunin að halda einungis námskeið fyrir börn og unglinga en þær hafa nú bætt við námskeiðum fyrir fullorðna því þeim varð skjótt ljóst að ekki var vanþörf á. Börnin sem námskeiðin hafa sótt eru á aldrinum 10-14 ára og eru þau um átta saman í hópi. Næsta námskeið hefst um næstu helgi og er aðsóknin góð. „Við spjöllum um hvað við upp- lifðum í slökuninni að henni lokinni og hverju við náðum að sleppa taki á og umræðurnar eru oft mjög skemmtilegar. Til dæmis í einni hug- leiðslunni förum við í huganum ofan í vatn. Við böðum okkur, syndum og leikum okkur. Við förum undir foss og látum hann hreinsa okkur. Áður en við förum upp úr vatninu skiljum við eftir eitthvað sem er að trufla okkur – kvíða, fælni, sorg, pirring eða reiði – og þau tjá þetta svo opin- skátt. Við förum líka inn í lítinn helli og þar fáum við gjöf. Mjög oft þegar við förum í þessa hugleiðslu með fullorðnum sjá þeir gjöfina fyrir sér sem pakka, innpakkaða gjöf. En börnin upplifa frekar gleði, frið, létti og meiri tilfinningar,“ segir Unnur. Það er draumur þeirra vin- kvenna að hugleiðsla verði hluti af kennslunni í grunnskólum landsins og vilja þær leggja sitt af mörkum til að svo geti orðið. Til stendur að kynna þær hugmyndir nánar fyrir kennurum og skólayfirvöldum. Á sama tíma og mannfólkið fagnar örum tækniframförum og fylgist með heiminum gegnum tilkynningar sem berast um snjallsíma getur hæfni mannsins til að hvíla hugann glatast. Börn og unglingar þurfa að læra markvisst að slaka á og gefa smáu hlutunum í umhverfinu gaum og kynnast sjálfum sér um leið. Þetta er mat þeirra Hrafnhildar Sigurðardóttur og Unnar Örnu Jónsdóttur sem saman kenna börnum og unglingum hug- leiðslu á námskeiði sem þær nefna Hugarfrelsi. Morgunblaðið/Golli Æskuvinkonur Þær Unnur og Hrafnhildur hafa þekkst frá því þær voru börn. Saman vilja þær kenna börnum að stunda hugleiðslu til þess að þau geti notið þess að vera ein með sjálfum sér endrum og sinnum. Hug- arfrelsi eru námskeið sem þær byrjuðu með í janúar en þær myndu líka vilja kenna hug- leiðslu í grunnskólum. Ljósmynd/Hrafnhildur Sigurðardóttir Róleg Unnur segir lítið mál að fá börn til að slaka alveg á í klukkustund. Börn þurfa að læra að slaka á og kynnast sjálfum sér 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Í Sparki við Klapparstíg verður opið tehús frá og með deginum í dag fram til 20. mars. Í tilkynningu segir að varla sé hægt að tala um sér- íslenskt tehús en verkefnið er ein- mitt leit og mögulega hornsteinn að íslensku tehúsi. Um er að ræða rými hannað út frá tei af hönnunarteymi Attikatta. Þar má kynnast tei í hinum ýmsu birting- armyndum og formum sem ekki telj- ast hefbundin. Teið mun ekki ein- ungis halda sig í sínum hefbundna bolla heldur einnig gleðja augu, eyru og hjarta. Hönnunarteymið hefur meðal annars safnað íslenskum te- sögum sem efnivið í tehúsið. Suðupottur tehússins er sýning 11 hönnuða og samstarfsaðila þeirra á vörum og þjónustu tengdu tei sem teygir anga sína og ilm frá Klappar- stíg og út í Laugardalslaug þar sem boðið verður upp á tepotta til að mýkja húðina og styrkja sálina. Sýn- endur eru þau Eygló Margrét Lár- usdóttir, Guðjón Tryggvason, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Hildur Steinþórs- dóttir, Hlutagerðin, Siggi Odds, Snæfríð Þorsteins og Þórunn Árna- dóttir í samstarfi við Ólöfu Erlu Bjarnadóttur. Tepottarnir í Laug- ardalslaug voru opnir sl. sunnudag og verða aftur opnir laugardaginn 29. mars frá klukkan 13-15. Attikatti er hugmynda- og við- burðasmiðja hönnuðanna Báru Kristgeirsdóttur, Hönnu Dísar White- head, Hönnu Jónsdóttur og Rúnu Thors. Endilega … … kynnið ykkur te og tesögur Ljósmynd/Hörður Sveinsson Tepokar Tehetta eftir Hildigunni Gunnarsdóttur og Snæfríði Þorsteins. Nánar á eftirfarandi síðum: sparkdesignspace.com facebook.com/sparkdesignspace Facebook.com/Attiaktti Síðumúla 11, Sími 5686899, netfang vfs@vfs.is, 108 Reykjavík. www.vfs.is RAFMAGNSVERKFÆRI FAGMANNSINS Skannaðu kóðann til að lesa meira um Hugarfrelsi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.