Morgunblaðið - 05.03.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.03.2014, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 ✝ Sigríður Níels-dóttir fæddist á Valshamri í Álftaneshreppi á Mýrum 11. ágúst 1920. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 26. febrúar 2014. Sígríður var dóttir hjónanna Soffíu Hallgríms- dóttur, húsfreyju, f.1887, d. 1977 og Níelsar Guðnasonar, f. 1888, d. 1975, bónda og smiðs á Valshamri. Systkini Sigríðar voru Indriði, Guðný Kristrún, Guðríður El- ísabet og Sesselja Soffía. Upp- eldisbróðir, Magnús Sveinsson frá Hvítstöðum. Hálfbræður Sigríðar eru Reynir Ásberg og Oddfreyr Ásberg. Af systkinum Sigríðar lifir aðeins Reynir Ás- berg. Sigríður giftist eig- inmanni sínum Guðmundi Pét- urssyni hrl., f. 1917, d. 2009, 16.4. 1949. Synir þeirra eru þrír: 1) Pétur hæstarétt- arlögmaður, f. 1950. Eiginkona hans er Erla Jóhannsdóttir snyrtifræðingur. Með fyrri eig- inkonu sinni, Ásdísi Rafnar, á býlismaður hennar er Marinó Thorlacius ljósmyndari. 3) Snorri, dýralæknir í Dan- mörku. Eiginkona hans er Bo- lette Steen Guðmundsson arki- tekt, f. 1956 og eiga þau þrjár dætur: a) Soffía, f. 1984 skipu- lagsfræðingur, b) Katrín, f. 1986 læknanemi c) Helga, f. 1989 lyfjafræðinemi. Þau búa í Danmörku. Sigríður ólst upp hjá foreldrum sínum að Vals- hamri, en veikindi móður henn- ar urðu til þess að hún var á uppvaxtarárum sínum ýmist í Borgarnesi eða á Grímsstöðum hjá afa sínum og ömmu. 1935 fór hún til dvalar á Ísafirði. Sumarið 1938 fór hún til Bret- lands og dvaldi þar þangað til seinni heimsstyrjöldin skall á. Hún kom til Íslands í ágúst 1939. Sígríður og Guðmundur hófu búskap 1948 og bjuggu saman þar til hann lést 2009. Þau bjuggu lengst af á Haga- mel 44 í Reykjavík, en áður á Fjölnisvegi, Hólavallagötu og Grettisgötu. Sigríður dvaldi síðustu árin í Sóltúni. Sigríður vann framan af í Fatabúðinni og Útvegsbankanum. Frá 1950 til 1967 var hún húsmóðir og seinni hluta starfsferils síns vann hún í fata- og vefn- aðarvöruverslun Egils Jak- obsens í Austurstræti. Útför Sigríðar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 5. mars 2014 kl 15. Pétur dæturnar a) Sigríði Rafnar lög- fræðing, f. 1979, eiginmaður hennar er Steingrímur Gunnarsson tölv- unarfræðingur og eiga þau Ásdísi Rafnar, f. 2009 og Jóhannes Rafnar, f. 2012, b) Ingi- björgu Rafnar stjórnmálafræðing, f. 1981, maður hennar er Þór Tjörfi Þórsson stjórnmálafræð- ingur. Þau eiga soninn Pétur Þór, f. 2011. Sonur Péturs og Arndísar Erlu Pétursdóttur er c) Pétur Magnús, f. 1998. Þá á Pétur stúpdótturina Alexöndru Þorsteinsdóttur, f. 1997. 2) Níels verkfræðingur, f. 1952, eiginkona hans er Jónanna Björnsdóttir framkvæmda- stjóri, f. 1955, dætur þeirra eru a) Guðrún Eva, f. 1980, lyfja- fræðingur. Eiginmaður hennar er Bjarki Hvannberg banka- starfsmaður og eiga þau dótt- urina Andreu, f. 2008, og son- inn Jónas Tryggva, f. 2012 og b) Sigríður Soffía, f. 1985, dansari og danshöfundur. Sam- Móðir okkar, Sigríður, lést 26. febrúar síðastliðinn. Hún var því tæplega 94 ára. „Allir vilja verða gamlir, enginn vill vera gamall.“ Þessa setningu rifjaði móðir okkar stundum upp. Hún hugsaði mikið til æskuáranna síðustu árin og ylj- aði sér við að rifja upp atburði fyrri ára. Alin upp í sveit, lærði að vinna sveitastörfin, ljóðin og alla söngvana, hestamennsku og útivist. Veikindi móður hennar mótuðu hana sárt en hugrökk var hún og dugleg og karakterinn mótaðist, dugleg, vingjarnleg, hjálpsöm og áhugasöm um allt sem hún taldi fallegt. Og fyrr en varði var hún gift og bjó með öllum strákunum sínum, sem voru henni mjög kærkomnir. Foreldrar okkar voru sam- rýmdir. Þau tilheyrðu bæði þeirri kynslóð sem hafði gaman af ljóðum og lestri góðra bóka. Þau ferðuðust mikið um landið á hestum. Móðir okkar rifjaði oft upp þessar ferðir, en engin ferð komst þó í hálfkvisti við ferð hennar í Öræfasveit sum- arið 1944, sem hún fór í með vinkonum sínum. Þar voru riðin straumþung vötn eins Núps- vötn og Gígjukvísl og farið yfir Skeiðarárjökul til að losna við að fara yfir Skeiðará, sem var í vexti. Þessi ferð var henni ávallt minnisstæð. Margar ferð- ir voru farnar í vinahóp inn á öræfin, tjöldunum slegið upp í náttstað og sungið … Ég berst á fáki fráum fram um veg. Mót fjallahlíðum háum hleypi ég. Og golan kyssir kinn. (Hannes Hafstein) Og nú finnum við fyrir þess- ari kærleiksgolu og skiljum betur hvaðan hún er upprunnin og komin til skila. Synir hennar þrír og niðjar eru henni ákaf- lega þakklátir. Alla ævina hugsaði hún um velferð afkomenda sinna. Rammíslensk hugsun hennar náði til allra þátta allt frá fæðu- vali til framkomu. Hún vandaði mjög fæðuval sitt alla ævi, borðaði lítinn sykur og skildi ekki súkkulaði. Hún var einnig dugleg að hreyfa sig og stund- aði sund um áraraðir. Nú hefur móðir okkar lagt upp í enn eina ferðina. Við er- um þess fullvissir að hún hitti fyrir í þessari ferð samferða- menn sína, eiginmann, systkini og aðra ástvini sem hún sakn- aði mikið síðustu árin. Það verða áreiðanlega fagnaðar- fundir. Víð þökkum starfsfólki Sól- túns fyrir frábærra umönnun og hlýhug. Pétur, Níels og Snorri. Sigríður tengdamóðir mín er látin eftir langa ævi. Hennar lífshlaup var margslungið, hún ólst upp hjá foreldrum sínum á Valshamri á Mýrum, en veik- indi móður hennar urðu til þess að hún var á uppvaxtarárum sínum ýmist í Borgarnesi eða á Grímsstöðum hjá afa sínum og ömmu. Árið 1935 fór hún til frænku sinnar á Ísafirði, Mar- grétar Finnbjarnardóttur, og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1937. Ári síðar tók hún sér far með togara til Bretlands og starfaði þar sem barnfóstra hjá íslenskri fjölskyldu í Grimsby þar til seinni heimsstyrjöldin skall á. Sigríður kom aftur til Íslands í ágúst 1939. Eftir það dvaldi hún næstu árin á heimili móðursystur sinnar Sigríðar Hallgrímsdóttur og eiginmanns hennar Lúðvíks Guðmundsson- ar í Reykjavík. Sigríður kynntist eiginmanni sínum Guðmundi Péturssyni og hófu þau búskap 1948, þeirra vegferð saman náði yfir sextíu ár allt þar til Guðmundur lést árið 2009 og var söknuður hennar mikill og sár við þau tímamót. Kynni okkar Sigríðar hófust árið 1978 er við Níels sonur hennar urðum kærustupar. Frá fyrsta augnabliki urðum við vinkonur. Hún tók mér afar vel og ég held að í raun hafi hún verið nokkuð fegin að fá kven- mann til liðs við sig eftir að hafa verið „í sambúð“ með fjór- um karlmönnum í áratugi. Minningar eru fjársjóður sem gott er að leita í við ást- vinamissi. Sigríður var yndisleg amma dætra okkar, hún var alltaf tilbúin til að gera allt fyr- ir þær og okkur foreldrana hve- nær sem var. Hún var hvetj- andi, uppörvandi og lagði mikla áherslu á að menntun væri það mikilvægasta í lífinu og að hafa „pappír upp á það“. Sjálf hafði hún ekki fengið þau tækifæri sem hún óskaði sér til mennta en var sjálfmenntuð á mörgum sviðum. Tónlist, ljóðlist og lest- ur góðra bóka voru hennar áhugamál. Hún talaði góða ensku og dönsku og stundaði líkamsrækt í formi daglegra sundferða í áratugi sem kom henni vel til góða seinustu árin. Síðustu þrjú árin bjó Sigríð- ur í Sóltúni og naut þar bestu umönnunar sem völ er á. Öllu því frábæra starfsfólki sem þar vinnur þökkum við af alhug fyr- ir það góða starf sem þar er unnið og þá hlýju, natni og góð- vild sem þið gáfuð henni. Guð blessi störf ykkar allra í Sóltúni. Að leiðarlokum kveð ég Sig- ríði tengdamóður mína með miklu þakklæti fyrir samfylgd- ina og minnist margra góðra stunda okkar saman, sérstak- lega í eldhúsinu á Hagameln- um. Blessuð sé minning þín. Jónanna. Fjórar systur hrópandi, allar Níelsdætur. Við múlann stúlkur skamma kýr, látinn kálfur sætur. Brotnir bollar hrauni í, systur skellihlógu. Ómar hlátur Bebíar og söngur einnar lóu. Sögur margar hef ég heyrt, af Níelsdætrum öllum og þær mér lesið sögurnar, af ævintýrahöllum. Fagrar systur voru Bebí, Sessí, Sigga og Dúna. Loksins nú þær sameinast og hvíla fætur lúna. Virðuleg og fíngerð hún stolt var hverja stund. Stundaði á hverjum degi vesturbæjarsund. Sérrífrómas, smörrebröd, sem og svalarsvín. Myndarleg í eldhúsinu var hún amma mín. Síðast þegar hittumst við, svo ljúfsár minning sú. Í eyra þitt ég hvíslaði, svo breitt þá brostir þú. Mikið mun ég sakna þín, elsku amma mín. Veröldina aldrei hef ég upplifað án þín. Eftirlætissálminn þinn ég lofa skal að syngja á miðnætti við ársins lok, þegar klukkur hringja. Lífinu nú fögnum við, frekar en að syrgja og þökkum fyrir tímann sem við fengum þér að fylgja. Þín Sigríður S. Níelsdóttir. Hinn 26. febrúar sl. kvaddi elskuleg amma okkar, Sigríður Ingibjörg Níelsdóttir. Þar með lauk 93 ára gæfuríkri vegferð hennar og erum við systur þakklátar fyrir þann tíma sem við áttum saman. Til hennar var alltaf gott að leita. Amma átti auðvelt með að hrífa okkur með sér aftur í tím- ann með sögum úr sveitinni af þeim systkinum, dýrum og náttúru. Fjölskylda ömmu varð þó fyrir nokkrum áföllum í æsku hennar, sem vafalaust höfðu áhrif á ungar sálir. Amma og afi eignuðust þrjá fjöruga drengi á sex ára tíma- bili og var amma heimavinnandi húsmóðir lengi vel. Hún var listagóður kokkur og hafði gaman af að taka á móti gest- um. Nýjungar í matargerð til- einkaði hún sér og var á undan sinni samtíð að því leyti að hún lagði mikla áherslu á hollustu, enda var hún líkamlega heilsu- hraust alla tíð. Grænmeti, ávextir, fræ og annað heilsu- fæði var daglega á borðum, en sykur og rjóma sparaði hún eins og kostur var, þó að afi hafi komist upp með annað. Það var mikil reisn yfir ömmu. Hún var innileg og hlý, hávaxin og grönn, alltaf vel til- höfð og glæsileg. Þegar börnin voru sprottin úr grasi starfaði hún lengst af í vefnaðarvöru- verslun Egils Jacobsen. Það var ævintýri líkast að heim- sækja ömmu í búðina og efnis- afgangar þaðan nýttust vel í öskudagspoka, pennaveski og fleira. Einstakt lag hafði amma á börnum. Hún brást skjótt við þegar eitthvað bjátaði á; kunni þá list að leiða barnshugann burt frá því sem plagaði hann hverju sinni. Hlýr faðmur, elskulegt bros og leikandi hlát- ur ömmu sitja í minningunni. Hún var uppátækjasöm og gaf sér alltaf tíma fyrir barnabörn- in, hvort sem það var að „að- stoða“ hana við uppvaskið eða leyfa okkur stelpunum að máta bleiku háglans-hælaskóna. Amma og afi nutu útiveru í ríkum mæli alla tíð og syntu m.a. sér til heilsubótar nánast á hverjum morgni í 60 ár. Þau áttu góða hesta og fóru í langar hestaferðir um hálendið sam- fellt í 25 ár í góðum hópi vina. Ferðalög voru ömmu og afa kær og við minnumst ferðalaga vítt og breitt um landið, sem þau þekktu vel, svo og erlendis. Amma hafði yndi af tónlist, ekki síst sönglögum og óperum og hvatti okkur áfram í tónlist- arnámi. Dýrmætustu minning- arnar af Hagamelnum í gegn- um tíðina tengjast enda fallega píanóinu í stofunni. Oftar en ekki lauk æfingum og tónleik- um með íslenskum sönglögum, þar sem amma og afi tóku hraustlega undir. Þau voru fastagestir á píanó- og kórtón- leikum hjá okkur. Þá sóttum við saman fjölmarga ánægju- lega tónleika og menningarvið- burði. Á Hagamelnum, og síðar Sól- túni, ræddum við um alla heima og geima. Amma var skarp- greind, las mikið, hafði gaman af spilum og fylgdist vel með þjóðfélagsmálum. Amma Sigga var okkur mik- ilvæg fyrirmynd og hvatning í námi og starfi, lífinu sjálfu. Nú er hún farin til fundar við afa og aðra ástvini á ný. Sögurnar af Grímsstöðum, Ísafirði, Grimsby og hestaferðunum lifa í minningunni, en ekki síður af fjölskyldunni og drengjunum hennar barnungum. Þakka þér fyrir samfylgdina, elsku amma. Blessuð sé minn- ing þín. Ingibjörg og Sigríður Rafnar Pétursdætur. Sigríður Níelsdóttir ✝ AndemariamTeklesenbet Beyene fæddist í Erítreu 20. júní ár- ið 1973. Hann lést 30. janúar 2014. Andemariam nam jarðfræði við Háskólann í Asm- ara og lauk þaðan BS-gráðu árið 2000. Eftir útskrift hóf hann störf við Landbúnaðarráðuneyti Erítreu og starfaði við grunnvatnsrann- sóknir. Árið 2004 flutti And- góða frammistöðu. Í framhaldi af því var honum boðið til Ís- lands sumarið 2007 í 6 mánaða þjálfun í jarðeðlisfræði við Jarð- hitaskóla HSþ. Að þjálfun lok- inni í október sama ár sneri hann aftur heim til Erítreu, og starfaði þar að jarðhitarann- sóknum næstu tvö árin. Haustið 2009 var honum boðið aftur til Íslands og þá til að stunda meistaranám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, á styrk frá Jarðhitaskólanum. Það var fljót- lega eftir komuna til Íslands sem hann var greindur með mjög alvarlegt krabbamein í barka. Hann hlaut lækn- ismeðferð hér á landi og síðar í Svíþjóð þar sem græddur var í hann plastbarki. En þetta var í fyrsta sinn sem slíkt líffæri, framleitt á rannsóknarstofu en innsíað með stofnfrumum líf- færaþegans sjálfs, var grætt í manneskju. emariam sig yfir til Jarðfræðistofnunar Erítreu og starfaði þar við forðarann- sóknir jarð- hitasvæða. Haustið 2006 var Andemariam til- nefndur til þátt- töku í Þúsald- arnámskeiði Jarðhitaskóla Há- skóla Sameinuðu þjóðanna um jarðhitarann- sóknir, sem haldið var í Kenýa, þar sem hann vakti athygli fyrir Andemariam Teklesenbet frá Erítreu, góður vinur og vinnu- félagi, er fallinn frá eftir hetju- lega baráttu undanfarin ár. Hann glímdi við erfiða sjúk- dóma í átökum sem hann tókst á við af dæmafáum kjarki, viljastyrk og æðruleysi. Ég hitti Andemariam fyrst haustið 2009 þegar hann kom hingað til lands til þess að leggja stund á meistaranám í jarðeðlisfræði, en hafði árið 2007 lokið sex mánaða þjálfun í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Ég var annar tveggja leiðbeinenda hans. Fljótlega tók ég eftir að önd- unin var ekki eins og vera ber. Seinna um haustið fór ég til El Salvador vegna kennslu- starfa. Ég ákvað, að þegar ég kæmi aftur léti ég athuga mál- ið. Til þess kom þó ekki því í millitíðinni veiktist Andemari- am og var skorinn upp í fyrsta sinn af mörgum. Lítið mun hafa skilið milli lífs og dauða, en hann lifði á undraverðan hátt; hraustur var hann af náttúrunnar hendi og vilja- sterkur með afbrigðum. Mér er alltaf minnisstætt þegar ég kom til baka og heimsótti Andemariam á gjörgæslu, hálfrænulausan. Hann hafði nær ekkert getað tjáð sig, en ég sagði til nafns og hann reisti sig upp og spurði: „How was El Salvador, Gylfi?“ Þannig var hann; nennti ekki að tala mikið um sjálfan sig og sjúkdóminn en var þeim mun áhugasamari um vini sína og félaga, velferð þeirra, hvernig þeim gekk í lífinu og hvað var títt. Síðast talaði ég við hann í síma skömmu áður en ég hélt til Filippseyja í vinnuferð og hafði skipst við hann á smá- skilaboðum síðasta mánuðinn, því hann gat ekki talað í síma út af slöngufargani. Hann sagðist vera ok og farinn að labba um og vildi vita allt um verkefni okkar á Filippseyj- um. Hann var allur nokkrum dögum síðar. Það eru forréttindi í lífinu að kynnast manni á borð við Andemariam. Komandi frá öðrum menningarheimi, víð- sýnn, fjölfróður og áhugasam- ur um allt milli himins og jarð- ar; hann gat líka verið fyndinn og skemmtilegur. Einstakt ljúfmenni, skapgóður, frábær nemandi, frábær vísindamaður og frábær leiðbeinandi nem- enda við Jarðhitaskólann í jarðeðlisfræði síðustu þrjú ár- in. Síðasta sumar mætti hann hundveikur en gerði sitt besta. Vinsæll var hann meðal nem- enda sinna. Hans lán var ekki síst að- koma Tómasar Guðbjartssonar læknis sem vakti yfir velferð Andemariams og gerði allt sem hægt var að gera til þess að bjarga vini okkar – hann stóð fyrir einstakri meðferð sem ekki hefur verið framkvæmd áður í heiminum – gerður var nýr barki og þeim gamla skipt út. Samskipti þeirra voru til fyrirmyndar jafnt læknisfræði- lega sem mannlega. Andemari- am kunni líka vel að meta um- hyggju og samstöðu vinnufélaganna í Orkugarði – um það get ég líka vottað og hann gat þess oft við mig og kem ég því hérmeð á framfæri. Hann ávann sér virðingu og að- dáun sjúkrahúsfólks þar sem hann kom – hann var ekki til í að gefast upp. Stundum helltist yfir hann depurð en einhvern veginn tókst honum að hrista hana af sér. Við Sigurlaug vottum Merha- wit, eiginkonu Andemariams, og sonunum, yndi foreldra sinna, innilega samúð. Við munum sakna þessa góða drengs; félaga og vinar. Gylfi Páll Hersir. Andemariam Teklesenbet Beyene Þrátt fyrir erfið veikindi varði Andemariam meist- araritgerð sína í byrjun árs 2012. Vegna nauðsynlegrar læknismeðferðar gat And- emariam ekki snúið aftur heim að námi loknu, þó að hugur hans stefndi ávallt til þess. Hann starfaði hjá Íslenskum orku- rannsóknum – ÍSOR – við rann- sóknir, og sinnti jafnframt kennslu við Jarðhitaskóla HSþ. Veikindin háðu honum þó enn og þurfti hann að vera undir stöðugu eftirliti lækna, allt þar til yfir lauk, þann 30. janúar 2014. Andemariam lætur eftir sig eiginkonu, Merhawit Tesfas- lase, og synina Bruk, f. 2008, Nahom, f. 2011 og Noah, f. 2013. Andemariam var jarðsunginn í Erítreu þann 2. mars 2014 og minningarathöfn fór fram í Hjallakirkju, Kópavogi, 3. mars 2014.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.