Morgunblaðið - 05.03.2014, Side 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014
Fæst í helstu apótekum
brokkoli.is
15. stk. freyðitöflur í stauk – skellt út í vatnsglas – þegar þér hentar
C VÍTAMÍN/1000 mg
+ BROKKOLÍ
+ GRÆNT TE
+ BIOFLAVONOIDS
+ ZINK
Drekktu í þig hollustuna!
Bragðgóður og frískandi heilsudrykkur
– fyrir alla daga !
Jarðaberjabragð Grape og sítrónubragð
C-VITA +
STYRKIR ÓNÆMISKERFIÐ
Fjölþætt viðurkennd innihaldsefni
fyrir heilsubætandi áhrif.
Fæst í Fjarðakaup, Melabúðinni og helstu apótekum
brokkoli.is
Ingvar Pétur Guðbjörnsson, lífskúnstner og sauðfjárræktandi,á 35 ára afmæli í dag. Ingvar stefnir ekki að því að halda sér-staklega upp á daginn og helgast það að hluta til af því að
hann lá veikur með flensu þegar blaðamaður náði tali af honum.
Raunar hefur hann undanfarin þrjú ár haldið upp á afmælið á Mel-
odifestivalen, þ.e. lokakvöldi Eurovisionkeppninnar í Svíþjóð. Ingv-
ar Pétur er giftur Charles Gittens, sem starfar fyrir Evrópusam-
bandið, en sjálfur vinnur hann sem aðstoðarmaður Ragnheiðar
Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. „Það er ekkert
planað. Charles er úti í Brussel að vinna. Það er því engin þjónusta
í boði,“ segir Ingvar sem telur að Charles ætti að taka sig til og
kíkja til landsins af þessu tilefni.
Ingvar ólst upp á Hellu og á um tvær tylftir áa. „Ég hef óbilandi
áhuga á sauðfjárrækt. Ekki vegna gróðasjónarmiða heldur finnst
mér þetta bara afskaplega skemmtilegt,“ segir Ingvar. Þá segist
Ingvar mikill hestamaður og á hann sjö hesta sem hann fer gjarn-
an með í útreiðartúra. Ingvar og Charles giftu sig tvisvar, sínu
sinni í hvoru landinu, á síðasta ári og fóru þeir af því tilefni í
skemmtisiglingu um Karíbahafið fyrir skömmu. „Þjónustulundin
var með því besta sem ég hef kynnst. Hef aldrei kynnst eins glöðu
þjónustufólki,“ segir Ingvar. Í ljósi þess að brúðkaupin voru tvö
hyggjast þeir Charles fara í aðra ferð til Feneyja innan skamms.
vidar@mbl.is
Ingvar Pétur Guðbjörnsson 35 ára í dag
Ingvar og Charles Hinir tvígiftu Ingvar P. Ásbjörnsson og Charles
Gittens skelltu sér í ógleymanlega brúðkaupsferð í Karíbahafinu.
Sauðfjárræktandinn
ekki á Eurovision
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Akureyri Marinó fæddist 27. júní.
Hann vó 3.140 g og var 48 cm langur.
Foreldrar hans eru Kristján Hólm Sig-
tryggsson og Halla Halldórsdóttir.
Nýir borgarar
Reykjavík Eva Rós fæddist 24. ágúst
kl. 8.31. Hún vó 3.750 g og var 50 cm
löng. Foreldrar hennar eru Sigurbjörg
Halla Svavarsdóttir og Freyr Bjarna-
son.
E
línrós fæddist í Keflavík
5.3. 1974 og ólst þar
upp til sjö ára aldurs,
þegar þær mæðgur
fluttu nær höf-
uðstaðnum. Hún bjó fyrstu fjögur ár-
in með móður sinni hjá afa sínum og
ömmu, Haraldi Ágústssyni rafvirkja
og Fjólu Eiriksdóttur húsfreyju.
Elínrós hóf nám í Keflavík, var síð-
an í Digranesskóla og Kópavogs-
skóla, en níu ára flutti hún með móð-
ur sinni í Vesturbæinn og fór þá í
Melaskóla og síðan Hagaskóla.
Elínrós lauk stúdentsprófi frá
Verzlunarskóla Íslands 1994, lauk
BA-prófi í sálfræði við HÍ og skrifaði
lokaritgerð um áhrif skilnaðar á börn.
Hún útskrifaðist einnig með gráðu í
fjölmiðlafræði, hóf síðar MBA-nám
við HR árið 2008 og útskrifaðist það-
an árið 2010.
Elínrós var blaðamaður fyrir
Mannlíf og síðar Morgunblaðið,
stjórnaði sölu- og markaðssetningu á
aukablöðum Morgunblaðsins um
skeið, skrifaði um tísku og hönnun í
Tímarit Morgunblaðsins og sá einnig
um öll burðarverkefni í Tímariti
Morgunblaðsins sem var á þeim tíma
Elínrós Líndal Ragnarsdóttir, listrænn stjórnandi ELLU – 40 ára
MBA-útskrift 2010 Elínrós með sonunum þremur, þeim Gunnari, Arnaldi Nóa og Alexander Snæ.
Leiðtogi, hönnuður og
hress kvenskörungur
Með góðu fólki Elínrós með Eddu, vinkonu sinni, Vigdísi Finnbogadóttur,
fyrrv. forseta og Hreini Líndal, óperusöngvara og fóstra sínum.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is