Morgunblaðið - 05.03.2014, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
NONSTOP KL.5:40-8-10:20
NONSTOPVIP KL.5:50-8-10:20
WINTERSTALE KL.5:30-8-10:30
GAMLINGINN KL.8
I,FRANKENSTEIN KL.10:30
THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.5:50
THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.5:50
THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.8
WOLFOFWALLSTREET KL.5:30
AMERICANHUSTLE KL.10:10
12YEARSASLAVE 6-9
KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á NONSTOP KL.8-10:20
GAMLINGINN KL.8
WINTERSTALE KL.10:30
KEFLAVÍK
AKUREYRI
NONSTOP KL.8-10:30
WINTERSTALE KL.10:20
GAMLINGINN KL.8
THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.5:50
THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.5:50
HLÓGUMVANDRÆÐALEGA
MIKIÐ...
GDÓ - MBL
AFTENBLADET
SÝNDMEÐ ÍSLENSKUOG ENSKU TALI
Í 2D OG 3D
EXPRESSEN
SVERIGES RADIO
SVENSKA DAGBLADED
BYGGÐ Á SAMNEFNDRI
METSÖLUBÓK
COLIN FARRELL - RUSSELL CROWE
JESSICA BROWN FINDLAY
ÞAÐERENGINNHARÐARIENLIAMNEESON
PRINCEIGORÓPERAENDURFLUTTKL.18:00
NONSTOP KL.10:40
GAMLINGINN KL.5:30-8-10:30
12YEARSASLAVE KL. 5:20 -8
THELEGOMOVIE ÍSLTAL2D KL. 3 ÖSKUDAGSBÍÓ(500KR.)
JÓNSIOGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2DKL. 3 ÖSKUDAGSBÍÓ(500KR.)
FROSINN ÍSLTAL2D KL. 3 ÖSKUDAGSBÍÓ(500KR.)
GRAVITY3D SALUR1(STÆRSTATJALDLANDSINS) KL.8
NONSTOP KL.5:40-8-10:10
GAMLINGINN KL.5:35-8-10:20
I,FRANKENSTEIN KL.10:25
THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.5:50
THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.5:50
OUTOFTHEFURNACE KL.10:10
LÍFSLEIKNIGILLZ KL.8
12
12
12
12
L
ÍSL TAL
Besti leikari í aðalhlutverki
Besti leikari í aukahlutverki
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
THE MONUMENTS MEN Sýnd kl. 8 - 10:25
RIDE ALONG Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:10
DALLAS BUYERS CLUB Sýnd kl. 5:45 - 8
THE LEGO MOVIE 2D Sýnd kl. 5:50
ROBOCOP Sýnd kl. 10:25
„Óvæntasta mynd sem
ég hef séð lengi í bíó“
T.V. - Séð og Heyrt/
Bíóvefurinn
G.D.Ó. - MBL
Rauðager
ði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Allt fyrir
kæli- & frystiklefa
HurðirHillur
Strimlahurðir
Kæli- & frysti-
kerfi
Blásarar &
eimsvalar
Læsingar, lamir,
öryggiskerfi ofl.
Áratuga reynsla og þekking
Allt ætlaði af göflum aðganga og drykkjan héltáfram af enn meira kraftien fyrr. Án víns er engin
menning, er haft eftir einum helsta
velgerðarmanni mannkynsins,“ segir
Ólafur Ormsson í upphafskafla bókar
sinnar, Skáldaspegli, sem kom út ný-
verið. Þetta er þriðja bindi end-
urminninga höfund-
arins og hér beinir
hann sjónum sínum
einkum og helst að
tímabilinu 1974 til
1983 þegar hann kom
að útgáfu Listræn-
ingjans. Frá mörgu
segir í bókinni, sem er
mjög lipurlega skrifuð. Ólafur á auð-
velt með stíl og frásögnin er lifandi og
myndræn, og þannig voru til dæmis
skemmtileg viðtöl sem hann skrifaði
hér í Morgunblaðinu um árabil fyrr á
tíð.
Skáldaspegill er bók sem leggja
hefði mátt meiri vinnu í. Höfundurinn
hefði þurft að vera gagnrýnni á sjálf-
an sig og hvað hann setti á blað. Ým-
islegt er tiltekið og gert að umfjöll-
unarefni sem takmarkaður efniviður
er í og hefur ekkert sögulegt gildi.
Hér að ofan er vitnað innan gæsa-
lappa til sögu úr samkvæmi þar sem
áfengi var haft um hönd. Raunar er
það svo að í mörgum köflum bók-
arinnar er lífsins glösum lyft og víða
svífur suðrænan yfir vötnum. Þar má
meðal annars nefna frásögn um
Kaupmannahafnarferð, þar sem góð-
ir vinir ralla og skralla, flakka milli
staða og gera sér glaðan dag. Aldrei
dregur þó til neinna tíðinda – fyrir
vikið verður frásögnin litlaus. Sögur
um samband við konu sem ekki gekk
upp og basl við íbúðakaup eru sömu-
leiðis innistæðulitlar – enda hvun-
dagsbras sem flestir þekkja í ein-
hverri mynd úr eigin lífi. Hins vegar
er veigur í lýsingum Ólafs á áhuga-
verðu fólk og sínu hverju sem hann
kynntist í blaðamennsku og rithöf-
undalífi, en það allt hefði hann mátt
slípa betur og ydda frásögnina – og
tengja við stefnur og strauma í þjóð-
félaginu á hverjum tíma.
„Margs er að minnast frá liðnum
árum. Er ósáttur við ýmislegt en bara
nokkuð sáttur við annað,“ segir Ólaf-
ur í niðurlagskafla bókar sinnar. Lífs-
hlaupið er litríkt og skemmtilegt og
hugljúft er ljóðið „Lífsskoðun mín“,
eftir Orm Ólafsson, föður höfundar.
Það eru lokaorð bókarinnar og í síð-
asta erindi þess segir: „Ég vil gleyma
sorgum sárum / syrgja fátt sem liðið
er. / Ég vil fækka tregatárum /
treysta Guði og sjálfum mér.“
Höfundurinn Veigur er „í lýsingum
Ólafs á áhugaverðu fólk og sínu
hverju sem hann kynntist í blaða-
mennsku og rithöfundalífi …“
Litríkt lífshlaup
Endurminningar
Skáldaspegill bbmnn
Eftir Ólaf Ormsson
Skrudda 2013 - 233 bls.
SIGURÐUR BOGI
SÆVARSSON
BÆKUR
Myndlistarmaðurinn og Carnegie-verðlaunahafinn
Davíð Örn Halldórsson opnar fyrstu myndlistarsýn-
inguna í sýningarrými Mengis, Óðinsgötu 2, á morgun,
6. mars, kl. 17. Davíð sýnir skissur sem hann vann á
panel veggjar vinnustofu sinnar í Skólastræti sem hann
flutti nýlega úr eftir að hafa unnið þar í sex ár. „Um
leið og maður byrjaði aðeins að spreyja á vegginn opn-
uðust flóðgáttirnar. Þetta breyttist svolítið í skissubók
fyrir verkin sjálf og ég hef verið að leika mér með
þetta, ljósmynda þetta og prenta. Núna langaði mig að
sýna þetta í Mengi því það er hrár veggur þarna,“ segir
Davíð. Hann segir hugmyndina að breyta sýningarrým-
inu í „alvöru holu“ og hlær. „Við tókum panelinn af og
bútuðum hann niður í vinnustofunni sem ég er með
uppi í Síðumúla. Núna er ég að sníða þetta og skera til,
veggurinn var þrír metrar og ég þarf að ganga frá
þessu þannig að þetta passi þarna inni.“
Spurður að því hvort lesa megi úr skissunum e.k.
þróun í myndlistarsköpun hans segir Davíð svo ekki
vera heldur megi sjá ákveðnar litasamsetningar og
pælingar sem hafi ratað í verk hans. Þá hafi hann einn-
ig krotað á vegginn titla á verkum til að gleyma þeim
ekki. „Það má alveg stilla þeim upp sem e.k. atóm-
ljóðum,“ segir Davíð kíminn. helgisnaer@mbl.is
Vinnustofuveggur Davíðs
Í stuði Davíð Örn eldhress á litskrúðugri vinnustofu
sinni í Skólastræti sem hann hefur nú sagt skilið við.