Morgunblaðið - 05.03.2014, Page 32

Morgunblaðið - 05.03.2014, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Bílar SsangYoung Rexton RX270 Diesel 2/2010. ekinn 82 þús. km. sjálfskiptur. Þetta er ódýrasti 7 manna diesel jeppinn í þessari stærð og árgerð á markaðinum í dag. Verð: 4.590.000,- www.sparibill.is Fiskislóð 16 – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Til leigu nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Rvk. Securitas- öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð samnýting. Uppl. í síma 896 9629. Óska eftir Skúfhólkar óskast Kaupum gamla skúfhólka. Fríða frænka gsm. 8642223 Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Smáauglýsingar Atvinnuhúsnæði Ég er af Löngu- hlíðarættinni segja þeir með stolti sem eru afkomendur Jórunnar Guð- mundsdóttur og Pálma Vil- hjálmssonar sem bjuggu á fystu hæð til vinstri á 21 við fyrr- nefnda götu. Börnin voru átta og afkomendurnir margir. Í arf fengu þau drjúgan auð sem for- eldrar þeirra færðu þeim í formi ljúfmennsku, greindar, samviskusemi og dugnaðar. Ekki var um að ræða efnisleg gæði öllu heldur mikil og ríku- leg andleg gæði sem margir sem á heimilið komu hafa metið að verðleikum. Síðan það frétt- ist að Anna mín Pálmadóttir Wilkes væri orðin alvarlega veik hefur hugur minn reikað til hennar og hennar stórfjöl- skyldu. Örlögin hafa hagað því þannig til að sex af átta ein- stökum systkinum létust allt of snemma og nú eru aðeins tvö á lífi, Mummi og Helga. Ég átti þess kost þegar ég sótti nám í Reykjavík að búa í Lönguhlíð- inni, þá var Jórunn orðin ekkja og hafði hjúkrað sínum veika manni heima til margra ára með hjálp barna sinna. Á heim- ilinu voru þá Sverrir, Halli, Lauga og Anna. Mikið lán var það fyrir mig óharðnaða 17 ára stúlku að kynnast þessu frænd- fólki mínu því hin systkinin, Mummi, Jagga, Villi og Helga, komu oft svo ég kynntist þeim líka. Lauga og Anna voru eins og systur mínar þennan tíma, tóku öllum mínum kostum og löstum með elskulegheitum og glettni sem einkenndi heimilis- lífið. Yfir þessu vakti svo höfuð ættarinnar hún Jórunn mín sem átti mikla gæsku og þolinmæði að gefa sem varð mér ómet- anleg. Á þeim tíma hitti Anna Anna Pálmadóttir Wilkes ✝ Anna Pálma-dóttir Wilkes fæddist 6. sept- ember 1938. Hún lést 4. janúar 2014. Anna var jarðsett 9. janúar 2014. lífsförunaut sinn hann Topper og fannst mér spenn- andi að fylgjast með parinu. Ég sá strax hversu vel þau áttu saman, sérstaklega þótti mér gott að sjá hvað Topper dýrk- aði Önnu. Það gladdi mig því Anna var engri lík í mínum augum. Þau eignuðust soninn Eric, síðar tengdadóttur og sonardætur sem Anna dáði. Ég var snemma með það á hreinu að Anna yrði frábær móðir. Af jólabréfunum mátti sjá að fjölskyldan og barna- börnin voru henni allt. Árið 1999 fór ég ásamt níu samstarfsfélögum í námsferð til Washington. Þegar henni var lokið var farið um slóðir Önnu og Toppers og hafði ég talað við Önnu því ég vildi gjarnan geta heilsað upp á þau hjón. Þegar þangað kom beið okkar glæsi- legt veisluborð á þeirra fallega heimili. Móttökurnar einkennd- ust af hlýju, húmor og mikilli gestrisni. Samferðamenn mínir glöddust mjög yfir þessum góðu móttökum. Síðast er Anna og Topper dvöldu hér á landi átti ég því láni að fagna að fá þau í heim- sókn og eru þær samverustund- ir ómetanlegar í minningunni. Nú er elsku Anna gengin til feðra sinna og skilur eftir sig stórt skarð í lífi fjölskyldu sinn- ar og vina og ljúfar minningar um einstaklega ljúfa konu sem öllum sem til þekktu þótti vænt um. Stærstur er þó missir elsku Toppers, Erics Ashley og dætra. Við hjónin vottum þeim og eftirlifandi systkinum og öðrum aðstandendum innilega samúð. Með þessum orðum vil ég þakka Önnu fyrir einstaka elskusemi í minn garð. Blessuð sé minning elsku Önnu frænku af Lönguhlíð- arætt. Sólveig Helga Jónasdóttir. Þegar ég sest niður til að skrifa nokkur orð til að minnast Guðna frænda þá hellast margar minn- ingar yfir mig. Það fyrsta sem ég sé fyrir mér er Guðni með filters- lausan Camel í eldhúsinu í Lauf- skálum. Það er eins og ég sé staddur þar núna, í sófanum á efri hæðinni og heyri í mömmu og pabba tala við Guðna og Tótu niðri í eldhúsi. Ég á mér fjölmarg- ar minningar um heimsóknir þangað þar sem Guðni og Tóta tóku alltaf vel á móti fólki. Þau áttu gott heimili sem gott var heim að sækja. Yndislegur garð- ur, L177, og eldhúskrókurinn. Guðni var glettinn og hugljúfur og mikill vinur. Það var alltaf gaman að hitta hann og það varð aldrei skortur á umtalsefni við eldhús- Guðni Jónsson ✝ Guðni Jónssonfæddist í Skarðshlíð í Aust- ur-Eyjafjallahreppi 24. september 1927. Hann lést á dvalarheimilinu Lundi 18. febrúar 2014. Útför Guðna fór fram frá Odda- kirkju, Rang- árvöllum, 28. febr- úar 2014. borðið. Og alltaf var stutt í húmorinn. Einu sinni heimsótti ég þau stuttu eftir Suðurlandsskjálft- ann árið 2000 og þá fannst Guðna gaman að lýsa fyrir mér hamaganginum þeg- ar ísskápurinn opn- aðist og allt kom út úr honum í einu lagi. „Og svona fór svo fyrir viskíglösunum,“ sagði hann brúnaþungur og rétti mér kassa sem fullur var af brotnum krist- alsglösum. „Nú verð ég að drekka þetta beint úr flöskunni,“ sagði hann og hló dátt. Seint sama kvöld ók ég rétt við upptökin þeg- ar seinni skjálftinn reið yfir og Guðni og Tóta linntu ekki látum fyrr en þau höfðu heyrt í mér og fengið staðfest að ég væri kominn heim til Reykjavíkur í einu lagi. Það er tómlegt að hugsa til þess að Guðni sé farinn. En þótt spjalli okkar við eldhúsborðið sé lokið í bili þá lifir hans sérstaka rödd áfram í huga mér. Við vottum fjölskyldu hans og vinum samúð okkar og biðjum Guð að blessa minningu Guðna frænda. Haukur Hilmarsson og fjölskylda. Faðir okkar og stjúpi, Halldór Val- geirsson, hvarf til feðra sinna hinn 17. febrúar 2014. Hann lést í svefni og hvílir nú friðsæll við hlið móður okkar, þar sem þau eru sameinuð á ný. Þetta er afar líkt honum, að gera hluti sem enginn átti von á, þótt það væri það síðasta sem hann gerði. Við vissum öll að það myndi koma að þessu, en engan grunaði að hann færi núna … svona fljótt. Hann var fyrirmynd okkar, lét engan ósnortinn og miðlaði okkur af gjafmildi sinni og visku. Hann var fróður maður og skemmtilegur, barngóður og hjálpsamur. Hann áorkaði því sem hann ætlaði sér, lauk bú- fræðinámi og síðar löggildri end- urskoðun, stofnaði endurskoðun- Halldór Valgeirsson ✝ Halldór Val-geirsson fædd- ist 1. desember 1937. Hann and- aðist 17. febrúar 2014. Halldór var jarðsunginn 24. febrúar 2014. arskrifstofu og síðar verslunina Sauma- sporið ásamt því að byggja sér hús með verslunarhúsnæði. Hann var maður sem synti með eða á móti straumnum eftir sinni sannfær- ingu. Enginn maður, hvorki fyrr né síðar, hefur haft slík áhrif á okkur eins og hann hafði. Við erum þakklát fyrir þann tíma, visku, hlátur og grát er við höfum átt með honum og munum við ávallt minnast hans sem og þess sem hann kenndi okkur. Hans trú var að hæfileikar og hæfni hvers manns ásamt þrautseigju og ákveðni kæmi okkur á áfanga- stað. Útför hans fór fram mánudag- inn 24. febrúar frá Digranes- kirkju. Við þökkum öllum þeim sem vottuðu okkur samúð sína og þeim sem komu og kvöddu hann með okkur í síðasta sinn. Valgeir, Halldór Arnar, Haukur Hrafn, Helgi og Guðný. Það er skrítið að sitja hér og skrifa minningargrein um hann Ragga okkar sem lést eftir stutta baráttu við illvígt krabbamein. Þrátt fyrir að við vissum í hvað stefndi bar þetta brátt að og enginn átti von á að við fengjum svona stuttan tíma með honum eftir að hann greindist. Við sitj- um nú slegin eftir og söknuður- inn er mikill. Raggi kom eins og storm- sveipur inn í líf okkar fyrir rúm- um 20 árum þegar hann og mamma kynntust og upp frá því var hann mjög stór partur af til- veru okkar allra. Hann var lífs- glaður og hress og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum sem hann lá ekki allt- af á. Út frá því sköpuðust oft Ragnar Sigurgeirsson ✝ Ragnar Sig-urgeirsson fæddist 27. júní 1942. Hann lést 18. febrúar 2014. Útför Ragnars fór fram 28. febrúar 2014. fjörugar og skemmtilegar um- ræður sem stund- um urðu heitar en alltaf var gleðin undirliggjandi því Raggi var einn af lífsglöðustu mönn- um sem við þekkt- um. Hann var líka einn af þeim sem alltaf voru boðnir og búnir að hjálpa til og ef einhvers staðar þurfti að mála, negla eða bora var hann mættur fyrstur á staðinn. Við fjölskyldan nutum oft góðs af þeirri hjálpsemi hans. Hann var mikill karakter sem við erum þakklát fyrir að hafa kynnst og hans verður sárs saknað. Raggi reyndist mömmu mikil stoð og stytta í gegnum tíðina og missir hennar er mikill. Við munum reyna að styðja við hana í sorginni og vottum henni, börn- um Ragga, barnabörnum, fjöl- skyldu og vinum okkar dýpstu samúð. Hrefna, Inga og Ásta Jóna Óskarsdætur. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir, Bjarney Hagalínsdóttir ✝ Bjarney Haga-línsdóttir fæddist í Hvammi Dýrafirði 23. mars 1919. Hún andaðist á Höfða, hjúkr- unar- og dval- arheimili, Akra- nesi, 19. febrúar 2014. Bjarney var jarð- sungin frá Akra- neskirkju 28. febr- úar 2014. eins og foldarblómin smá. Einn þú hefur allt í hönd- um, öll þér kunn er þörfin mín, ó, svo veit í alnægð þinni einnig mér af ljósi þín. Anda þinn lát æ mér stjórna, auðsveipan gjör huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. (Steingrímur Thorsteinsson) Guð geymi þig elsku langamma. Hörður Rafnar Auðar- son Pálmarsson og Auður B. Ólafsdóttir. Ég undirritaður var staddur í Reykjavík haustið 1991, nánar tiltekið hinn 5. september, og ég var mikið búinn að reyna að ná sambandi við vin minn Guðna Þ. Guðmundsson organista. Þennan dag var mér tjáð að hann mundi vera að spila við skólasetningu í Dómkirkjunni ásamt Rúnari Georgssyni saxó- fónleikara. Ég hraðaði mér þang- að sem mest ég mátti og þegar ég kom að kirkjudyrum streymdu á móti mér dásamlegir tónar, orgel og saxófónn, sem hljómuðu greini- lega vel saman í höndum þessara snillinga. Þegar svo að því kom að velja útgöngulag segja þeir við Rúnar Ketill Georgsson ✝ Rúnar KetillGeorgsson fæddist 14. sept- ember 1943. Hann lést 30. desember 2013. Rúnar var jarðsunginn 9. jan- úar 2014. mig: Hvað væri gott að spila? Svar mitt var: Það er komið haust og þið spilið náttúrlega gullkorn- ið Autumn Leaves eftir Kosma. Og því- líka snilld hef ég ekki heyrt í annan tíma sem þessir frábæru listamenn fluttu þann góða haustdag, því mun ég aldrei gleyma. Ég filmaði þessa uppá- komu meðan á henni stóð og prýð- ir sú mynd tónlistarsafn mitt í dag, Melódíur minninganna. Ég kveð Rúnar hinstu kveðju með hluta úr ljóðinu Við bjóðum góða nótt eftir Ágúst Böðvarsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð: Lát söngsins enduróm yrkja í hjartanu fögur blóm það skapar lífinu léttan dóm. (ÁB) Jón Kr. Ólafsson, söngvari, Bíldudal. Afi eins og við munum alltaf muna eftir honum var ynd- islegur maður. Hann gat setið tímunum saman með litlu börnunum og horft á Tomma og Jenna og var sá sem hló mest. Hann var mjög stríðinn og elskaði að stríða börn- unum með því t.d. að skjóta fölsku tönnunum út, þannig að börnin annaðhvort urðu skelfingu lostin eða hlógu sig máttlaus. Gamlárskvöldin voru sérstak- lega minnisstæð, þegar gamli maðurinn lék á als oddi og var óstöðvandi í sprengjulátum. Börn- in höfðu vart undan að bera í hann sprengjur og þegar stærstu sprengjurnar dundu yfir höfðum okkar skein gleðin úr augum hans. Hann var ófeiminn við að gauka að Trausti Jónsson ✝ Trausti Jóns-son fæddist 8. ágúst 1930. Hann lést 14. febrúar 2014. Útför Trausta fór fram 21. febrúar 2014. okkur allskyns nýj- ungum af púðri og sprengjum sem hann hafði haft með sér úr siglingunum. Sumarbústaður- inn í sjávarholti geymir margar minningar fyrir okk- ur öll í fjölskyldunni. Þar var margt brall- að með afa í gegnum tíðina. Út að sigla á bátnum, ganga að stórasteini á leirnum, veiða síli, finna hreiður í kríuvarpinu, kíkja á allskyns fugla og dýr. Þegar veiðimennirnir í fjölskyldunni fóru á næturveiðar, hugsaði afi alltaf fyrir því að hafa útiljósið í bústaðnum kveikt, svo að þreyttir mennirnir hefðu við- mið við heimgönguna og kæmust klakklaust heim. Við munum reyna hið besta að hafa ljósið kveikt og lýsa börnun- um okkar réttu leiðina eins og afi kenndi okkur að gera. Með söknuði, þökk og ást, Elínborg, Snorri og Sigríður Guðmundsbörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.