Morgunblaðið - 05.03.2014, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014
Liðin vika var næsta
einstök í íslenskri þjóð-
málaumræðu. Tvær
stofnanir lýðveldisins
slógu fyrri met, hvor á
sinn hátt. Alþingi Ís-
lendinga sem birtist
mönnum í sinni lökustu
mynd með upphlaupum
og þvargi sem lengi
verður í minnum haft
og Ríkisútvarpið sem
tók að sér leikstjórn með áður
óþekktum hætti.
Samkvæmt Wikipediu er Leikhús
fáránleikans eða absúrdleikhúsið
heiti á leiklist sem gengur út á að
sýna fáránleika mannlegrar tilveru,
án tilgangs og merkingar, og hvernig
raunveruleg samskipti eru ómöguleg
við þær aðstæður. Fáránleika-
hugtakið er sótt til Alberts Camus en
helstu höfundarnir störfuðu í París á
6. og 7. áratug síðustu aldar, þeirra á
meðal Samuel Beckett með verk sitt
Beðið eftir Godot og Eugene Ionesco
með Sköllóttu söngkonuna. Um inn-
takið segir á Wikipediu:
„Einkenni á leikhúsi fáránleikans
eru persónur sem eru fastar í að-
stæðum sem þær ráða ekki við og
skilja ekki sjálfar, endurtekningar
sem virðast tilgangslausar, samræð-
ur sem einkennast af misskilningi,
þar sem persónur tala í kross og not-
ast við merkingarlitlar klisjur.“
Bakgrunnur liðinnar viku
Tvö þingmál sköpuðu ramma
þeirrar uppákomu sem lagði undir
sig vikuna, bæði flutt inn á Alþingi af
ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokks: Skýrsla Hagfræði-
stofnunar Háskóla Íslands sem ber
heitið „Úttekt á stöðu aðildar-
viðræðna Íslands við Evrópusam-
bandið og þróun sambandsins“ og til-
laga til þingsályktunar frá
utanríkisráðherra „um að draga til
baka umsókn Íslands um aðild að
Evrópusambandinu“. Aðalatriði til-
lögunnar felst í heitinu en þar við
bætist: „Jafnframt ályktar Alþingi að
ekki skuli sótt um aðild að Evrópu-
sambandinu á nýjan
leik án þess að fyrst fari
fram þjóðaratkvæða-
greiðsla um hvort ís-
lenska þjóðin stefni að
aðild að Evrópusam-
bandinu. – Alþingi
ályktar að fela rík-
isstjórninni að treysta
tvíhliða samskipti og
samvinnu við Evrópu-
sambandið og Evr-
ópuríki.“ – Lengi hafði
verið beðið eftir fyrra
málinu, gildri og fróð-
legri skýrslu sem hefði átt að gefa al-
þingismönnum, sem kvartað hafa
undan að fá lítið til að iðja að und-
anförnu, tilefni til lesturs og spak-
legra umræðna. Margir í stjórn-
arandstöðu spurðu hins vegar strax
hvatskeytlega, hvað svo? Hvert ætlar
ríkisstjórnin síðan með málið? Og
ríkisstjórnin tók þetta svo alvarlega
að hún lét utanríkisráðherra leggja
fram þingsályktunartillöguna, svör
reidd fram í flýti síðla á föstudegi og
sýndi þar með á spilin. Þá þegar hófst
þáttur fréttastofu RÚV sem hóf yf-
irheyrslur og fortíðargrufl undir fyr-
irsögninni: Ætlið þið ekki að spyrja
þjóðina hvort þið megið draga ESB-
umsóknina til baka? Höfðuð þið ekki
lofað henni þjóðaratkvæðagreiðslu?
Til áherðingar var svo hafin undir-
skriftasöfnun á netinu og tilgreint í
upphafi hvers fréttatíma hversu mið-
aði. Og almenningur var kallaður á
Austurvöll og rjátlaði þar þúsundum
saman við öryggisgirðingar lögreglu.
„Í vikulokin“ með Björgu,
Ágústi Þór og Proppé
Eftir linnulausar yfirheyrslur og
vitnaleiðslur á RÚV alla vikuna, til að
minna á loforð manna fyrir kosningar
um að þjóðin fengi að koma að mál-
inu, brá Hallgrímur Thorsteinsson
fréttamaður á það nýmæli að kalla til
viðræðna í þætti sínum „Í vikulokin“
tvo stjórnskipunarfræðinga ásamt
með einum nýliða af þingi. Þetta voru
Björg Thorarensen prófessor, Ágúst
Þór Árnason aðjúnkt og Óttar
Proppé alþingismaður. Í stað kapp-
ræðu kryddaðrar hnýfilyrðum fengu
hlustendur að hlýða á hógværar út-
skýringar á aðdraganda ESB-
umsóknar, mat á gangi viðræðna og
um stöðu málsins eftir að þeim hefur
verið hætt, þá ekki síst með tilliti til
stjórnskipunar og stjórnarskrár.
Túlkun og niðurstaða fræðimann-
anna var með þeim hætti að öll þjóðin
hefði betur fylgst með, að ekki sé tal-
að um þátttakendur og gesti í leik-
húsi fáránleikans að undanförnu. Hér
verður tæpt á nokkrum atriðum sem
fram komu og verðskulda að eftir sé
tekið.
Mál í úlfakreppu
Niðurstöðuna af umræðunum dró
Hallgrímur þáttarstjórnandi saman í
lokin með þeim orðum að hér væri
„mál í úlfakreppu“ og þingmaðurinn
Proppé sagði: „Það er augljóst að al-
menningur er ekki að kaupa það í
raun og veru að það sé svo auðvelt að
pólitíkin geti kippt þessu út af borð-
inu og inn á borðið aftur eftir því hvað
pólitíkinni sjálfri finnst. Almenningur
vill fá að taka þátt í þessu.“ Pólitíkin
sem þingmaðurinn kallaði svo vísar
væntanlega á Alþingi, ríkisstjórn og
stjórnmálaflokkana, en ekki benti
hann á hvernig almenningur eigi að
koma að því borði. Fræðimennirnir
töluðu skýrar og hér á eftir verður
vitnað til nokkurra ummæla þeirra.
Björg Thorarensen sagði m.a.:
Ég vil kannski víkja að þessari
umræðu sem hefur orðið hér sem er
svolítið óvenjuleg og ég þekki engin
dæmi um frá öðrum ríkjum, það er
þessi krafa að þjóðin gefi Alþingi og
ríkisstjórn fyrirmæli með ráðgefandi
þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er mjög
óheppilegt fyrirkomulag og í rauninni
gengur það ekki upp miðað við það
kerfi sem við byggjum okkar stjórn-
skipun á. Við ætlumst til þess að
flokkar bjóði fram og hafi sín stefnu-
mál og fólk geti tekið sína afstöðu
pólitískt út frá stefnu flokkanna en
ekki með því að gefa þingmönnum og
ríkisstjórn fyrirmæli í einstaka mál-
um, þótt það sé einhver þjóðarvilji
eða mikill stuðningur. Þetta er um-
ræða sem er að mínu mati svona í
mótun, öll okkar afstaða t.d. til þjóð-
aratkvæðagreiðslna og ég held að
stjórnskipunin okkar sé í mótun að
svo mörgu leyti. … En stjórn-
arskráin býr líka til ákveðna farvegi
um það hvernig ákvarðanir eru tekn-
ar. Og þótt það verði á einhverjum
tímapunkti heitur almennur stuðn-
ingur við eitthvert málefni, t.d. um að
breyta stjórnarskránni, að setja nýja
stjórnarskrá og það fari fram ráðgef-
andi þjóðaratkvæðagreiðsla, t.d. um
það, breytir það ekki því að stjórn-
arskráin hefur sína ferla sem mál
þurfa að fara í til þess að hún vinni
samkvæmt þeim reglum sem hún
sjálf gefur.
Hún er allavega ekki góð sú
hugmynd sem nú liggur fyrir að
koma málinu í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Ég tel það raunar ófram-
kvæmanlegt að ríkisstjórn færi eftir
niðurstöðu ráðgefandi þjóðar-
atkvæðagreiðslu um að hafa samn-
ingaviðræður við ríkjasamband sem
það er algjörlega á móti. … Það
[þingið] náttúrlega getur ekki vísað
því til næsta kjörtímabils. Það er tví-
skinnungur í þessari þingsályktun-
artillögu [utanríkisráðherra] að gefa
einhvers konar vilyrði fyrir því að
þetta gerist ekki nema með þjóðar-
atkvæðagreiðslu, það verði ekki hafn-
ar aftur viðræður. Það finnst mér
fullkomlega innantómt og nokkurs
konar sýndarmennska.
Þingmenn eru kjörnir til þess
vissulega að standa fyrir ýmsum
stefnumálum og þeir gefa ýmis loforð
um hvað þeir ætli að gera, en aðal-
atriðið er að þeir fylgja sinni sann-
færingu í því sem þeir taka sér fyrir
hendur í þinginu og greiða atkvæði
sem samræmist best þeirra sannfær-
ingu. Fyrirmæli frá þjóðinni geta
ekki breytt því. Hins vegar væri rétt-
ast, og öll lýðræðisríki þau sem hafa
lengst náð í þróun beins lýðræðis,
þau hafa það fyrirkomulag að þingið
vinni einhver málefni og ljúki ein-
hverju lagafrumvarpi t.d., og svo sé
það borið undir samþykki þjóð-
arinnar eftir á, það sé skilyrði að
þjóðin þurfi beinlínis að samþykkja
það.
Hér er skýrt talað og fram hjá rök-
um Bjargar Thorarensen verður ekki
gengið vilji menn hlíta leikreglum.
Ágúst Þór Árnason hefur fylgst
með samskiptum Íslands við önnur
Evrópuríki í nær þrjá áratugi og
dvaldi síðast í Brussel við rannsóknir
í byrjun þessa árs. Hann starfar við
lagadeild Háskólans á Akureyri og
hafði í skýrslugerðinni fyrir hönd
Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands
yfirumsjón með úttekt á aðildarferl-
inu og stöðu þess. Ágúst Þór sagði
m.a. í þættinum:
Margt skiptir miklu máli, m.a.
það að í upphafi tíunda áratugarins
þá er ljóst að ESB verður að bregðast
við hruni múrsins, falli Sovétríkjanna
og öðru því sem er að gerast í Mið- og
Austur-Evrópu. Það sem gerist þá er
að þegar EES-samningunum er lok-
ið, þá fara þeir sem tóku þátt í þeim
að átta sig á því að næsta skref verð-
ur að taka inn Austur-Evrópuríkin og
það mun verða allt annað ferli en það
sem gerst hafði allan tímann áður. …
Aðildarferlið er ekki bara hert, því er
breytt algjörlega. … Þetta ferli sem
við förum inn í núna, það má segja að
við séum seinasta þróaða Vestur--
Evrópuríkið sem er að reyna að fara
þessa leið. … Við erum sem sagt að
fara í gegnum það sem er hugsað til
þess að byggja upp það sem á ensku
er kallað „failed state“, sem sagt
„mislukkað ríki“. Þetta finnst mér,
þegar ég skoða gögnin sem lágu fyrir
vorið 2009, þá höfðu þeir sem aðild
áttu að máli ekki, held ég, áttað sig
nægilega vel á þessu og allar hug-
myndir um að ferlið tæki ekki nema
eitt og hálft ár. Ég held að um leið og
við vorum búnir að leggja fram um-
sóknina, þá var ljóst, bara 10 dögum
seinna segir Fühle [stækkunarstjóri
ESB] skýrum orðum að það sé engin
styttri leið fyrir okkur. Og það sem
við þurfum aðeins að hugsa er, að ef
við fáum ekki styttri leið, þá mjög
sennilega getum við endurtekið og
lent í þeirri stöðu sem við erum í í
dag. … Það sem ég var að benda á er
að þegar við sóttum um var und-
irbúningsvinnan ekki hafin. Við viss-
um ekki hvað við vorum að fara út í.
Eitt af þeim mjög skýru svörum
sem ég fékk í Brussel [nú í ársbyrjun]
var að það er ekki pólitísk nauðsyn
fyrir ESB að fá okkur inn. Það þýðir
að það er enginn þrýstingur þar á
sérlausnir fyrir okkur. Við erum inn-
an Schengen, við erum í EES og við
erum háþróað ríkt Vestur-Evrópríki.
Þannig að það er ekkert, ekki einu
sinni norðurslóðavinkillinn, sem ýtir
neitt á það að Evrópusambandið taki
við okkur. Þannig að þær sérlausnir
sem er vísað til, þær hafa langflestar
gerst fyrir 1994 eða af einhverjum
þeim ástæðum sem Evrópusam-
bandið taldi að væru nauðsynlegar til
þess að halda einingunni. Þarna erum
við bara fyrir utan, þannig að hug-
myndin um sérlausnir, við höfum
ekki búið okkur til neitt mat á því
hvers við eigum að krefjast og hvers
við getum vænst. Það sem ég er að
segja: Við erum ekki farin að nálgast
þann stað [að geta metið þetta],
hvorki akademískt, faglega, tækni-
lega né samfélagslega.
Ég á við það að þetta sé kosn-
ingamál, það er að við séum með
flokka sem séu tilbúnir til þess að
sækja um á grundvelli fylgis síns.
Þetta er fyrirkomulagið sem við höf-
um.
Hvar eru menn
staddir, þing og þjóð?
Sá útdráttur úr viðræðum við
fræðimennina Björgu Thorarensen
og Ágúst Þór Árnason, sem ég hef
leyft mér að vitna hér til, er þess efn-
is, að fyllsta ástæða er til að almenn-
ingur og starfandi stjórnmálamenn
leggi við hlustir. Rétt er að rifja upp,
að staða þingsályktunar frá Alþingi
er stjórnskipunarlega allt annars eðl-
is en lagafyrirmæla, þar sem undir-
skrift forseta Íslands er áskilin og
hann getur að formi til synjað og vís-
að þar með viðkomandi máli í þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Ekkert slíkt felst
í því ferli sem hér er til umræðu.
Björg Thorarensen varar sterklega
og með skýrum rökum við því að efna
til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu
um framhald viðræðna um aðild að
Evrópusambandinu og bendir á, að
engin þjóðaratkvæðagreiðsla geti
bundið hendur Alþingis við endur-
upptöku slíks máls. Farvegurinn
hljóti að liggja í gegnum stjórn-
málaflokkana og almennar þingkosn-
ingar. Ágúst Þór Árnason dregur
skýrt fram, hvernig íslenskir stjórn-
málamenn gengu blindandi til leiks
við ákvörðun um að sækja um aðild
og að eftir fjögurra ára samningaferli
séu Íslendingar fjarri því að geta
metið stöðu málsins gagnvart ESB,
sem hafi enga ástæðu til að greiða
fyrir samningi með sérlausnum Ís-
landi til handa. Af máli beggja verður
m.a. dregin sú ályktun að það sé
stjórnmálaflokkanna að móta stefnu í
máli sem þessu og leggja hana undir
dóm kjósenda í alþingiskosningum.
Stjórnmálaflokkarnir geti hvorki
skotið sér á bak við meintan þjóðar-
vilja né ráðgefandi þjóðaratkvæða-
greiðslur.
Leikhús fáránleikans í boði
Alþingis og Ríkisútvarpsins
Eftir Hjörleif
Guttormsson » „Einkenni á leikhúsi
fáránleikans eru
persónur sem eru fastar
í aðstæðum sem þær
ráða ekki við og skilja
ekki sjálfar, endurtekn-
ingar sem virðast til-
gangslausar, samræður
sem einkennast af mis-
skilningi, þar sem per-
sónur tala í kross og
notast við merking-
arlitlar klisjur.“
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Vatnagörðum 12 - 104 Reykjavík - Sími: 588 5151 - Fax: 588 5152 - glerslipun.is
Glerslípun & Speglagerð ehf.
Speglar Flotgler Öryggisgler Hert gler Bílspeglar Sandblástur
Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta
Sjáðu sjálfan þig
í nýju ljósi
Við leggjum metnað okkar
í að bjóða sérhæfðar og
vandaðar lausnir á
baðherbergi. Við bjóðum
upp á sérsmíðaða spegla,
sturtuklefa og sturtuskilrúm.
Þá erum við komnir með
nýja útgáfu af ljósaspeglunum
okkar vinsælu.
Á nýrri heimasíðu okkar
glerslipun.is er gott yfirlit yfir
það sem er í boði. Auk þess
bjóðum við alla velkomna
í Vatnagarða 12 þar sem
fagfólk veitir góða þjónustu
og allar þær upplýsingar sem
þarf.