Morgunblaðið - 05.03.2014, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014
✝ Ólafur Er-lendsson fædd-
ist 23. október
1916 í Tíðagerði á
Vatnsleysuströnd.
Hann lést 25. febr-
úar 2014.
Ólafur var
hjónanna Erlendar
Magnússonar, f.
12.5. 1890, d. 19.11.
1975, og Kristínar
Gunnarsdóttur, f.
4.8. 1889, d. 14.1. 1957. Systkini
Ólafs voru Ingibjörg, f. 9.11.
1915, d. 21.4. 2002; Herdís, f.
8.12. 1917, d. 30.3. 2004; Magn-
ús, f. 4.12. 1918, d. 30.5. 2000;
Gunnar, f. 7.2. 1920, d. 11.11.
1995; og uppeldisbróðir Krist-
inn Kaldal, f. 5.3. 1934, d. 6.6.
1996.
Þann 18. maí 1946 giftist
Ólafur eftirlifandi eiginkonu
sinni, Þórleifu Sturlaugsdóttur,
f. 16.9. 1924, frá Hlíð í Hörðu-
dal. Sonur þeirra er Birgir
Ólafsson, f. 4.11. 1954, sam-
býliskona hans er Áslaug B.
Sigurðardóttir. Börn Birgis og
fyrri eiginkonu, Erlu Sölvadótt-
ir, eru Ólafur, f. 16.11. 1975,
Sölvi Þór, f. 10.12.
1979, og Sigurlaug
Helga, f. 28.3.
1988.
Ólafur hóf
snemma að vinna
öll venjuleg sveita-
störf á Kálfatjörn á
Vatnsleysuströnd
en þangað flutti
fjölskyldan þegar
hann var fjögurra
ára. Einnig vann
hann í vegavinnu. Síðan lá leið-
in á sjóinn og útskrifaðist hann
úr Stýrimannaskólanum 1943.
Hann var á bátum og togurum
og sigldi m.a. til Bretlands í
stríðinu. Árið 1946 hóf Ólafur
störf hjá Flugmálastjórn Ís-
lands, fyrst sem skipstjóri á
þjónustubát fyrir flugbáta sem
staðsettur var í Nauthólsvík.
Árið 1948 færði hann sig yfir í
Slökkvilið Reykjavíkur-
flugvallar sem slökkviliðs-
maður, síðan aðalvarðstjóri og
varaslökkviliðsstjóri. Ólafur
lauk störfum 1986 þá 70 ára.
Útförin fer fram frá Kálfa-
tjarnarkirkju 5. mars 2014 kl.
15.
Elskulegur fyrrverandi
tengdafaðir minn lést þann 25.
febrúar síðastliðinn. Eftir sitja
ljúfar minningar um mætan
mann sem hafði einstaklega góða
nærveru og hlýju. Óli og Leifa
voru alltaf til staðar fyrir mig og
börnin mín. Veittu mér allan
þann stuðning sem ég þurfti á að
halda og var það gagnkvæmt frá
minni hendi. Þau voru alltaf
tilbúin að gæta barna minna,
lásu fyrir þau sögur og Óli var
duglegur að kenna þeim ýmis
handverk. Þessi yndislegi afi
prjónaði einnig sokka og vett-
linga á barnabörnin. Við Óli átt-
um það sameiginlegt að hafa
mikinn áhuga á að leysa kross-
gátur og bættum við hvort annað
upp í þeim efnum, það voru
skemmtilegar stundir.
Elsku Óli, ég kveð þig með
þessu ljóði.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Að leiðarlokum er ljúft að
þakka fyrir sig, börnin mín og
barnabörnin.
Þín verður sárt saknað. Sam-
úðarkveðjur sendi ég elsku Leifu
og fjölskyldu hennar.
Erla Sölvadóttir.
Elsku afi minn. Núna ertu far-
inn frá okkur eftir langt og fal-
legt líf.
Þú varst mér alltaf svo góður
og passaðir alltaf vel upp á einu
afastelpuna þína. Ég gleymi því
aldrei þegar ég var lítil og þið
amma komuð heim í Garðabæinn
að passa mig á daginn. Það var
alltaf svo gaman hjá okkur og
sérstaklega man ég eftir því þeg-
ar við afi fórum í göngutúrana
okkar, þá átti amma að vera
heima að passa húsið. Við löbb-
uðum langt og enduðum uppi á
róló þar sem þú lyftir mér upp á
stóra steininn sem var þar, svo
að ég gæti verið jafn stór og þú.
Það var alltaf svo gaman að
koma til ykkar ömmu en ég var
mikið hjá ykkur þegar ég var
barn. Eftir að ég kynntist Tóta
og stelpurnar komu í heiminn
ljómaðir þú í hvert skipti sem við
komum í heimsókn til ykkar. Þú
hafðir svo mikinn áhuga á að tala
við Tóta um flugvélar og vinnuna
hans.
Elsku afi, ég sakna þín enda-
laust og við munum aldrei
gleyma þér.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín afastelpa
Sigurlaug Helga, Þórarinn
og dætur.
Kæri afi minn, þín er sárt
saknað.
Þegar ég hugsa til þín þá
verður mér minnisstætt hvað
það var auðvelt að fá þig til að
tefla við mig eða að kíkja út í
skóg til að finna sprek til að
tálga í göngustafi og smíða alls-
konar dót. Ég gleymi því aldrei
hvað þú varst duglegur að brasa
í garðinum og þrífa bílinn, sér-
staklega Ford Fairmountinn
sem er mjög minnisstæður, enda
sama árgerð og ég.
Vertu blessaður, afi minn, en
þér mun ég aldrei gleyma.
Þinn sonarsonur
Sölvi Þór og Helgi Þór.
Hann elsku afi minn og nafni
Ólafur Erlendsson er því miður
farinn frá okkur ég á eftir að
sakna hans mikið eins og aðrir.
Hann var sá hraustasti og dug-
legasti maður sem ég hef á æv-
inni kynnst, var alltaf til staðar
og kenndi mér ótal hluti. Margar
góðar minningar á ég frá sam-
veru okkar afa en kærustu minn-
ingarnar eru frá þeim tíma þegar
við fórum saman í heyskap á
Kálfatjörn nokkur sumur. Ég
fékk að keyra traktorinn og á
leiðinni sagði hann mér nöfnin á
öllum hæðum og bæjum. Minn-
ingin um veiðiferðirnar í Elliða-
ánum með okkur bræður eru
ógleymanlegar og ekki spillti
fyrir að hafa nesti með sem
amma útbjó handa okkur. Ég fór
oft í góða göngutúra með afa en
ekki langt frá heimili hans var
hitaveitustokkur sem við höfðum
gaman af að ganga eftir en þar
höfðust við ótalmargir villikettir
sem spennandi var að fylgjast
með. Nokkur sumur bjó ég hjá
afa og ömmu og eru minning-
arnar um þá tíma þegar við
drukkum kvöldkaffið ógleyman-
legar. Þá var rætt um fortíð og
framtíð og mikið hlegið. Þetta
eru minningar sem ég á eftir að
sakna mjög mikið. Eftir því sem
ég hef elst, hefur virðing mín og
væntumþykja aukist gagnvart
afa mínum. Ég veit að hann elsk-
aði ömmu mína rosalega mikið
og hann var rómantískur, það
lærði ég af honum. Hann gerði
mig að betri manni og er ég
þakklátur fyrir það. Ég á eftir að
sakna hans rosalega mikið því
hann kenndi mér svo margt.
Að lokum vil ég þakka honum
fyrir að hafa verið hluti af mínu
lífi.
Þitt afabarn
Ólafur, Rakel og
Aþena Þórleif.
Á ásnum ofan við Bústaða-
kirkju hvílir lítil gata og hallar
mót austri. Hún byggðist upp
um miðja síðustu öld af ungu
fólki, sem flest er nú látið. Þegar
við fluttum heimili okkar í Litla-
gerði árið 1988 urðu frumbyggj-
arnir Ólafur Erlendsson og Þór-
leif Sturlaugsdóttir nágrannar
okkar og fjölskylduvinir. Ólafur
var þá sjötíu og tveggja ára gam-
all. Til hans sótti ég í aldarfjórð-
ung vizku og verkfæri. Óli var
þúsund þjala smiður en slíkir
menn eiga bara þau verkfæri
sem skipta máli. Á bílskúrshurð-
inni hans mátti, ef grannt var
skoðað, finna lítinn hnút. Hnút
sem var lykillinn að bílskúrnum
sem Óli hafði smíðað sjálfur.
Þessi lítilláti hnútur hefur mér
alltaf fundizt einkennandi fyrir
Ólaf Erlendsson. Hann flíkaði
ekki gáfum sínum. En hann átti
lykla og ráð sem skiptu máli.
Hann var glæsimenni hið innra
sem hið ytra.
Áttatíu og fimm ára sló Óli
stillönsunum sínum upp í síðasta
sinn og málaði húsið sitt og snar-
bratt þakið. Tveimur árum síðar
gekkst hann undir bráða hjarta-
aðgerð og náði strax fullri heilsu.
Óli hélt andlegri reisn allt til loka
en þegar líkamskraftar þurru
hjúkraði Leifa honum heima.
Það var mikið afreksverk tæp-
lega níðræðrar eiginkonu. Óli
lést eftir þriggja vikna legu á
Landspítala - háskólasjúkrahúsi.
Að leiðarlokum þökkum við
Bryndís fyrir ómetanlega vináttu
og umhyggju fyrir okkur og
börnunum okkar sem alltaf áttu
öruggt skjól hjá Óla og Leifu ef
einhvers þurfti með. Hjónaband
þeirra í tæp sjötíu ár var fyr-
irmynd öllum sem kynntust.
Blessuð veri minning Ólafs Er-
lendssonar frá Kálfatjörn.
Jóhann Tómasson.
Í dag kveðjum við einstakan
nágranna og vin. Við fjölskyldan
fluttum í Litlagerðið þegar ég
var tveggja ára gömul og þar
kynntumst við þeim Óla og
Leifu. Með Óla og pabba mynd-
uðust fljótt sterk vinabönd og
gáfu þeir hvor öðrum meira á
þessum 25 árum en ég held að
þeir hafi áttað sig á. Pabbi
reyndist Óla góður læknir og
taldi Óli sig geta þakkað honum
viðbót við árin með Leifu sinni.
Óli reyndist pabba á móti ein-
stakur vinur og hjálparhella sem
hvatti hann til dáða í hverju því
sem hann tók sér fyrir hendur.
Óli var hjarta götunnar. Hann
bjó þar frá upphafi byggðar
hennar og lét sér annt um allt
það fólk sem þar bjó. Við vorum
svo örugg með Óla nálægt því
hann hafði vökult auga með öllu
því sem fram fór í nágrenninu.
Óli reyndist okkur systkinun-
um vel og þau hjónin sýndu okk-
ur og okkar námi og tómstund-
um mikinn áhuga. Það var okkur
mikils virði. Við áttum alltaf
skjól hjá þeim þegar húslyklarn-
ir áttu það til að gleymast. Óli
hugsaði líka um kisurnar okkar
af þvílíkri natni, þegar við
skruppum frá, að það verður
aldrei fullþakkað.
Þegar ég var lítil kom ég eitt
sinn að látnum fugli í garðinum
heima. Ég jarðaði hann á falleg-
um stað í garðinum og Óli heyrði
af þessu. Honum fannst ótækt
annað en að fuglinn fengi al-
mennilega útför og þá vantaði
kross á leiðið. Hann bauð okkur
pabba því yfir í bílskúrinn sinn
þar sem hann smíðaði fallegan
kross til að setja við leiðið. Þetta
finnst mér lýsa Óla vel.
Hvíl í friði, elsku Óli. Litla-
gerði verður aldrei eins án þín.
Við Ari og Jóhann litli sendum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur til Leifu og ástvina.
Guðrún Arna Jóhannsdóttir.
Ólafur
Erlendsson
✝ Magnús Páls-son fæddist 9.
nóvember 1923 að
Snotru í Austur-
Landeyjum. Hann
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 18.febr-
úar 2014.
Foreldrar hans
voru Sigrún
Snjólfsdóttir, f.
1885, d. 1938, og
Páll Sigurðsson, f.
1871, d. 1952. Systkini hans voru
Ágúst Pálsson og
Sigríður Pálsdóttir,
þau eru bæði látin.
Eftirlifandi eig-
inkona hans er
Árný Gróa Guð-
mundsdóttir, fædd
27. júlí 1926 í Vest-
mannaeyjum.
Útför Magnúsar
fer fram frá Árbæj-
arkirkju í dag, 5.
mars 2014, og hefst
athöfnin kl. 15.
Það eru ekki allir svo
heppnir að eiga marga afa.
Maggi var minn þriðji afi. Við
systkinin ólumst upp á höf-
uðborgarsvæðinu og þar sem
ömmur okkar og afar bjuggu
útá landi þá kom það í hlut
Öddu og Magga að passa okk-
ur ormana þegar foreldrarnir
þurftu á fríi að halda. Fyrstu
æviár mín ólst ég upp í sömu
blokk og Adda og Maggi. Ég
var ekki hár í loftinu þegar ég
fattaði það að ég gat farið yfir
til Öddu og Magga og fengið
eins mikið af Svala og nammi-
böngsum og ég gat í mig látið
og var ég varla kominn heim
þegar ég var hlaupinn yfir til
þeirra.
Það stóð ekki á honum
Magga að hafa ofan af fyrir
mér og systkinunum. Hann var
iðulega kominn með apann,
slönguna eða fiskinn tilbúinn í
einhver apalæti eins og að
bretta upp á augnlokin og
klappa saman höndum enda
hálf górillulegur þegar hann
tók sig til. Maggi var mjög
barngóður maður og fannst
fátt skemmtilegra en að stríða
okkur krökkunum. Hann hafði
líka gaman að því að setjast
niður og fletta með mér David
Attenborough og segja mér frá
dýrunum, enda mikill náttúru-
unnandi. Það voru líka ófáar
stundirnar sem ég og Maggi
stóðum útí glugga og horfðum
á bílana keyra framhjá. Maggi
var ansi duglegur að stækka
match-box bílasafnið hjá mér
og það voru fáir dagarnir sem
ég kom ekki heim með nýjan
kagga í safnið. Við fjögurra
ára aldur var ég svo farinn að
geta nefnt bílategundir og
undirgerðir með nafni. Ég vil
þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar sem við deildum
saman, bílana sem þú gafst
mér, stóra sem smáa, og um-
fram allt góðmennskuna og
þolinmæðina sem þú sýndir
okkur krökkunum. Þín verður
sárt saknað.
Sæþór.
Það var oft líf og fjör hjá
okkur á Skúlagötunni í mínum
uppvexti, þegar Maggi frændi
bjó þar hjá okkur. Og ekki
minnkuðu vinsældirnar, þegar
hann seinna fór að sigla og
kom heim hlaðinn varningi
sem ekki sáust alla jafna á al-
þýðuheimilum, svo sem sæl-
gæti, niðursoðnir ávextir og
pabbi skolaði sunnudagssteik-
inni jafnvel niður með öli. Það
var ekki laust við að aðrir
krakkar í götunni litu okkur
öfundaraugum.
En þó svo að mikil gleði ríkti
og tilhlökkun eftir að Maggi
kæmi úr siglingu, þá var það
ekki alltaf tekið út með sæld-
inni hjá honum. Hann sagði
mér síðar frá hrakningum í Ný-
fundnalandsferð sinni með
togaranum Pétri Halldórssyni
árið 1959, en þar misstu þeir út
annan björgunarbátinn í
brotsjó, í vitlausu veðri og ís-
ingu. Einnig brotnuðu þar rúð-
ur í brúnni og sjór flæddi um
allt stýrishúsið, svo mikill var
ágjöfin. Enn síðar þurfti Maggi
svo að takast á við hræðilegt
slys á togaranum Röðli, þar
sem háseti lést í gasleka og
aðrir hásetar sem sváfu fram í
misstu heilsuna.
En Maggi lét ekki mótlætið
á sig fá og var alltaf hrókur alls
fagnaðar, sér í lagi hjá yngri
kynslóðinni. Það var alltaf gott
að koma til Öddu og Magga og
alltaf var því vel tekið af þeim
yngri að heimsækja þau í
Hraunbæinn.
Rúnar Sveinbjörnsson
Margs er að minnast og
margt ber að þakka þegar ég
kveð hann Magga. Hann Maggi
lést á Hrafnistu að kvöldi 18.
febrúar sl. á 91. aldursári.
Maggi var maðurinn hennar
Öddu móðursystur minnar.
Hann var góður og skemmti-
legur maður sem hafði gaman
af að ærslast í krökkum. Oft
gekk mikið á þegar ég var í
heimsókn og krakkarnir í
blokkinni voru mættir í fjörið.
Ógleymanlegt er mér sum-
arfríið sem ég fór í með þeim
þegar ég var lítil, tjaldferðalag
um landið. Þá var m.a. farið í
sund og í einni ferðinni þurfti
hann að koma okkur frænk-
unum til bjargar þar sem sund-
kunnáttunni var ábótavant.
Hann minnti okkur reglulega á
það og vildi vita hvort kunn-
áttan hefði aukist.
Heimili þeirra í Hraunbæn-
um hefur verið eins og hótel
fyrir fjölskylduna sem bjó í
Vestmannaeyjum. Alltaf hefur
það staðið okkur opið og þegar
eldgos hófst í Eyjum þá flutti
öll fjölskyldan inn á þau og bjó
hjá þeim í margar vikur. Sama
var þegar ég hóf nám í
menntaskóla, ég hafði annað
húsnæði en það var miklu nota-
legra að vera meira og minna
hjá þeim.
Maggi var mikið snyrtimenni
og var ávallt vel til hafður.
Hann hafði skoðanir á málun-
um og því kom ekki annað til
greina en að kjósa í alþing-
iskosningum sl. vor. Á kjörstað
fórum við þó heilsan hefði mátt
vera betri en uppáklæddur
mætti hann á kjörstað.
Heilsunni tók að hraka eftir
því sem árunum fjölgaði en
Adda sá um sinn mann og gerði
honum kleift að búa heima svo
lengi.
Í huga mínum er söknuður
en jafnframt þakklæti fyrir
samfylgdina. Blessuð sé minn-
ing þín.
Lilja.
Magnús
Pálsson
Elsku besta mamma mín, ég er
ekki enn búin að venjast því að
heyra ekkert í þér, því við töluðum
saman daglega í síma eða hittumst
og oftast hvort tveggja. Þú varst
mín besta vinkona og ef eitthvað
bjátaði á var alltaf hægt að leita til
þín, þú reyndist mér og börnum
mínum alltaf svo vel og öll barna-
börnin þín sóttu svo í að vera hjá
þér og þú vildir allt fyrir alla gera.
Við tvær gerðum svo mikið saman
bæði þegar ég var barn og eins
þegar ég var eldri, t.d. þá skelltum
við okkur saman á saumanám-
skeið og eyddum svo miklum tíma
og dögum í að velja okkur efni og
sauma saman. Þú vast svo dugleg
og alltaf á fullu en þegar barna-
börnin komu þá gafstu þeim alltaf
tíma, þú komst læknum alltaf jafn
mikið á óvart hvað þú varst fljót að
stíga upp úr veikindum en það var
svo dæmigerð mamma og þess
vegna er maður ekki enn að ná
þessu en þín var þörf á öðrum stað
og við huggum okkur við það að þú
ert á góðum stað og veit ég að
margir fallegir englar tóku á móti
Þórunn Kristín
Guðmundsdóttir
✝ Þórunn KristínGuðmunds-
dóttir listmálari
fæddist í Vogum á
Vatnsleysuströnd
8. maí 1947. Hún
lést 12. febrúar
2014 á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja í Reykja-
nesbæ.
Útför Þórunnar
fór fram frá Kálfa-
tjarnarkirkju 21. febrúar 2014.
þér . Litli þriggja ára
sonur minn sagði að
nú væri amma uppi í
skýjunum með
vængi að passa okk-
ur. Hvert sem þú
fórst, elsku mamma,
var þér lýst sem
yndislegri og góðri
konu og alltaf hafði
fólk orð á því hversu
tignarleg þú værir.
Já mamma, þú varst
hreinlega sú besta og er ég svo
endalaust þakklát fyrir allar góðu
minningarnar um þig og hvað við
vorum nánar.
Rétt eftir að mamma greindist
komst ég að því að ég væri ólétt að
barni nr. 5 og mömmu fannst æð-
islegt þetta barnalán mitt, en ég
var skráð í enda apríl, en daman
lét bíða eftir sér og þegar komið
var að degi gangsetningar, 7. maí
þá lét daman sko ekki segja sér og
kom ekki í heiminn fyrr en eftir
miðnætti og fæddist því á afmæl-
isdegi mömmu, þann 8. maí, svo
þær verða alltaf tengdar.
Elsku fallega mamma mín, þín
verður sárt saknað, elska þig
endalaust
Fósturlandsins Freyja,
fagra Vanadís,
móðir, kona, meyja,
meðtak lof og prís!
Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár;
þú ert lands og líða
ljós í þúsund ár.
(Matthías Jochumsson)
Laufey Svala Hill