Morgunblaðið - 05.03.2014, Qupperneq 35
ritstýrt af Margréti K. Sigurðar-
dóttur, mentor Elínrósar. Seinna rit-
stýrði Elínrós svo Málinu – tímariti
fyrir ungt fólk sem kom út vikulega
með Morgunblaðinu.
Elínrós var söfnunarstjóri í Fiðr-
ildasöfnun UN WOMEN árið 2008 –
þegar söfnuðust 100 milljónir í
Styrktarsjóð samtakanna í baráttu
við ofbeldi gegn konum. Hún hefur
síðan verið virk í samtökunum og lagt
árlega til umtalsverðar upphæðir til
þess í gegnum fyrirtækið sitt ELLU.
Árið 2012 var Elínrós valin Young
Global Leader af World Economic
Forum. Hún er þriðji Íslendingurinn
til að hljóta þetta val, en á ári hverju
eru valdir 200 ungir leiðtogar sem
þykja skara fram úr í heiminum á
sviði leiðtogahæfni með sérstaka
áherslu á samfélagslega vitund. Hún
hefur skuldbundið sig til að starfa
fyrir World Economic Forum í fimm
ár – þar sem hún leggur áherslu á
umhverfis- og jafnréttismál.
Elínrós var kjörin í stjórn
EMBLNA, félags kvenna sem hafa
útskrifast með MBA frá HR. Hún var
valin EMBLA ársins og YGL árið
2013, og er nú tilnefnd til Stjórn-
endaverðlauna Stjórnvísi þriðja árið í
röð.
Elínrós stofnaði ELLU ehf. árið
2009 en fyrirtækið er framleiðslufyr-
irtæki á sviði tísku og hönnunar. Gildi
ELLU eru samofin nafni fyrirtæk-
isins, en fyrirtækið leggur ríka
áherslu á jafnréttismál með því að
hvetja konur til að hasla sér völl.
Konur eiga 50% af öllum auðæfum
heimsins en fara einungis fyrir 7%
þeirra. ELLA talar um þetta og vinn-
ur eftir reglum Slow Fashion. Þar er
rík áhersla lögð á umhverfismál.
Fjölskylda
Fyrri maki Elínrósar er Elfar Að-
alsteinsson, f. 1.6. 1971, fram-
kvæmdastjóri og leikstjóri, búsettur í
Los Angeles.
Annar fyrrv. maki Elínrósar er
Steinþór Gunarsson, f. 22.8. 1966, í
MBA-námi við HR.
Synir Elínrósar eru Alexander
Sær Elfarsson, f. 23.1. 1996, nemi við
MS; Gunnar Steinþórsson, f. 24.7.
2002, nemi í Landakotsskóla, og Arn-
aldur Nói Steinþórsson, f. 12.4. 2006,
nemi í Landakotsskóla. Þeir stunda
allir körfubolta hjá KR og eru að æfa
glímu hjá Mjölni á sumrin.
Systkini Elínrósar eru dr. Sig-
urður Ragnarsson, f. 24.5. 1968,
sviðsstjóri viðskiptadeildar Háskól-
ans á Bifröst; Haraldur Daði Ragn-
arsson, f. 24.4. 1973, meðeigandi
Manhattan Marketing; Hjalti Ragn-
arsson, f. 1.3. 1983, hermaður í
danska hernum; Gísli Ragnarsson, f.
29.12. 1986, verkfræðingur, búsettur í
Danmörku; Ingólfur Ragnarsson, f.
13.4. 1988, viðskiptafræðingur frá Co-
penhagen Business School.
Foreldrar Elínrósar eru Svein-
björg Gunnhildur Haraldsdóttir, f.
7.7. 1950, hárgreiðslumeistari, búsett
í Kópavogi, og Ragnar Haraldsson, f.
15.12. 1949, endurskoðandi, búsettur í
Danmörku.
Fósturfaðir Elínrósar er Hreinn
Líndal, f. 28.2. 1937, óperusöngvari
og starfsmaður hjá Sameinuðu þjóð-
unum, sem býr að hluta á Íslandi og
að hluta í New York.
Úr frændgarði Elínrósar Líndal
Elínrós Líndal
Ragnarsdóttir
Eiríkur Jónsson
b. á Strandaseli í Meðallandi
Gunnhildur Fjóla Eiríksdóttir
húsfr. í Keflavík
Haraldur Ágústsson Líndal
trésmíðam. í Keflavík
Sveinbjörg Haraldsdóttir
húsfr.
Hreinn Líndal
óperusöngvari og starfs-
maður hjá SÞ
Sólveig Jónasdóttir
húsfr. í Klettakoti og í Keflavík
Ágúst Líndal Pétursson
b. í Klettakoti á Skógarströnd og í Keflavík
Sigurbjörg Regína
Magnúsdóttir
Ragnar Guðmundsson
sparisjóðsstj. og
stórkaupm. í Rvík
Guðbjörg Jóna Ragnarsdóttir
húsfr. og fyrsta konan sem
sinnti módelstörfum erlendis
Haraldur Gíslason
viðskiptafr. og sveitarstj. á Vopnafirði og í Gerðahreppi
Guðrún Gísladóttir
tannvegslæknir
Ragnar Haraldsson
endurskoðandi í Danmörku
Soffía Haraldsdóttir
framkvæmdastj. Mbl.
Hlín Þorsteinsdóttir
húsfr. í Rvík og Bíldudal
Gísli Jónsson
yfirvélstj., forstj. og aþm. í Rvík og Bíldudal, hálfbróðursonur Stefáns,
föður Sigvalda Kaldalóns og Eggerts Stefánssonar söngvara, og hálf-
bróðursonur Þórdísar, langömmu Odds Helgasonar æviskrárritara
Guðmundur Kamban
rithöfundur
Guðrún Jónsdóttir
Bachmann
Helga Bachmann
leikkona
Helga Vala Helgadóttir
leikkona og fjölmiðlam.
Sveinbjörg Ormsdóttir
húsfr.
Jón Ormsson
stofnandi Bræðranna Ormsson
Eiríkur Ormsson
stofnandi Bræðranna Ormsson
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014
Páll Jakob Líndal lauk doktorsprófi í
umhverfissálfræði frá University of
Sydney í Ástralíu 29.11. 2013. Titill verk-
efnisins er „Restorative Environmental
Design for Densifying Cities“ og var
það unnið undir leiðsögn dr. Nicole
Gurran og Terry Hartig, prófessors við
Uppsala-háskóla.
Með fjölgun þéttbýlisbúa á síðustu
áratugum hefur ríkari áhersla verið
lögð á þéttingu byggðar svo auka megi
sjálfbærni. Á hinn bóginn hafa rann-
sóknir ekki sýnt fram á tengsl þéttingar
byggðar og aukinnar sjálfbærni sem
mögulega má rekja til þess að aðferða-
fræðin við hönnun og skipulagningu
taki ekki tillit til sálfræðilegra þarfa
fólks.
„Restorative environmental design“
(RED) er hönnunarstefna sem byggist á
kenningum og niðurstöðum rannsókna
á áhrifum umhverfis á fólk og kann því
að vera æskileg nálgun í þessu sam-
hengi. Með hjálp sýndarveruleika
beindist doktorsverkefnið að sálfræði-
legum áhrifum ólíkra götumynda.
Sýndu niðurstöður að útlit bygginga,
s.s. fjölbreytileiki þeirra og hæð, og
gróður á götum úti höfðu marktæk
áhrif á fólk. Niðurstöðurnar geta því
verið leiðbeinandi um hvernig þétta má
byggð svo hún mæti betur sálfræði-
legum þörfum sem aftur kann að ýta
undir sjálfbærara þéttbýli.
Páll Jakob fæddist 14.12. 1973 í Reykjavík. Foreldar hans eru Guðrún Jónsdóttir
arkitekt og Páll Líndal, fyrrverandi borgarlögmaður og ráðuneytisstjóri. Páll lauk
stúdentsprófi frá MA árið 1994, BS-prófi í líffræði frá HÍ 1999 og BA-prófi í sálfræði
frá HÍ árið 2003. Þá lauk Páll 6. stigi í klassískum söng í Söngskóla Sigurðar De-
metz 2003. Helstu störf á liðnum árum eru á Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur, hjá
HÍ og á Rannsóknarstofu LSH í öldrunarfræðum.
Páll stundar nú frekari rannsóknir í umhverfissálfræði, er sjálfstætt starfandi
ráðgjafi og stundakennari við HÍ. Hann er í sambúð með Sigurlaugu Gunnars-
dóttur augnhjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö börn, Guðrúnu Helgu og Pál Jakob.
Doktor
Doktor í umhverfissálfræði
85 ára
Arnheiður Klausen
80 ára
Bryndís Beatrice
Aðalsteinsson
Guðrún Ansnes
Hafsteinn Eyjólfsson
Jón Pétur Pétursson
Þráinn Þorleifsson
75 ára
Guðmundur Matthíasson
Hanna S. Olgeirsdóttir
Hulda Eiríksdóttir
Marsibil Katrín
Guðmundsdóttir
Óttar Magnús G. Yngvason
Pálína Gunnmarsdóttir
Ragnheiður Eggertsdóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Sigurgeir Þorkelsson
Skafti Skúlason
70 ára
Benedikt Jóhannes
Axelsson
Reidar J. Óskarsson
Sigríður Einarsdóttir
60 ára
Arnþrúður Sigurðardóttir
Ásthildur Alfreðsdóttir
Guðfinna Helgadóttir
Guðrún I. Traustadóttir
Guðrún Snæbjörnsdóttir
Jón Ormur Halldórsson
Karvel Granz
Sigríður K. Bjarkadóttir
Steinunn Tryggvadóttir
Una Hannesdóttir
Þórunn Björnsdóttir
50 ára
Áslaugur Stefán Einarsson
Bryndís Árnadóttir Waage
Bualam Samakhom
Guðbjörg Þórðardóttir
Guðrún Sólveig Pálmadóttir
Guðrún Unnur
Guðmundsdóttir
Heiðdís Jónsdóttir
Ómar Valgeir Karlsson
Sigrún Alda Mikaelsdóttir
Skúli Ragnar Skúlason
Þórunn Guðborg
Guðmundsdóttir
40 ára
Arnar Arelíusson
Gréta Brimrún Karlsdóttir
Guðrún Magnúsdóttir
Harpa Rún Jóhannsdóttir
Hilmar Óskarsson
Ingólfur Gíslason
Jón Valur Sigurðsson
Katarzyna Zukowska
Magnús Agnar Magnússon
Sigrún Eydís Garðarsdóttir
Sigurveig Stella
Eyjólfsdóttir
Örlygur Auðunsson
30 ára
Agnieszka Ewa Piotrowska
Brynja Skúladóttir
Daði Már Hervarsson
Edda Birna Logadóttir
Einar Einarsson
Einar Tryggvi
Ingimundarson
Erla Gunnlaugsdóttir
Ewelina Magdalena Paul
Gígja Skúladóttir
Jolanta Bozena
Myszkowska
Julio Angel Rodriguez Nieto
Pawel Iwanczuk
Pálmar Tjörvi Pálmarsson
Þorsteinn Máni Hrafnsson
Þórunn Karólína
Pétursdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Soffía býr í Hafn-
arfirði, starfaði hjá heima-
þjónustu Hafnarfjarðar,
var með þungarokksþátt
á X-inu og stefnir á próf í
félagsráðgjöf.
Dætur: Lilja Sóley, f.
2008, og Áslaug María, f.
2010.
Foreldrar: Gunnar Valdi-
marsson, f. 1961, d. 2014,
verktaki, og Halldóra
Anna Jórunnardóttir, f.
1964, starfsmaður við
hjúkrunarheimilið.
Soffía Hrönn
Gunnarsdóttir
30 ára Gerður býr í
Reykjavík, er iðnhönnuður
og teiknari frá IEB í Míl-
anó og starfar sjálfstætt.
Maki: Friðrik Örn Guð-
mundsson, f. 1976, versl-
unarstjóri.
Börn: Óliver og Tristan, f.
2009, og Mía Alexandra,
f,. 2012.
Foreldrar: Áslaug Katrín
Aðalsteinsdóttir, f. 1959,
landslagsarkitekt, og
Steinar Tómasson, f.
1958, aðstoðarskólastjóri.
Gerður
Steinarsdóttir
30 ára Ninja ólst upp í
Neskaupstað, lauk prófi í
viðskiptafræði frá HÍ og
vinnur hjá Arionbanka.
Maki: Corin John Wright,
f. 1977, málmiðnaðarm.
Sonur: Aron John, f.
2012.
Foreldrar: Gísli Marteins-
son, f. 1937, fyrrv. fram-
kvæmdastjóri, og Kristín
Einarsdóttir, f. 1955, d.
2002, lengst af starfs-
maður við Lífeyrissjóð
Austurlands.
Ninja Ýr
Gísladóttir