Morgunblaðið - 05.03.2014, Side 6

Morgunblaðið - 05.03.2014, Side 6
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fláskarðskriki er ekki heiti sem fólki er tamt, en efni þaðan kemur þó ótrúlega oft við sögu í daglegu lífi. Um árabil hefur skeljasandur verið sóttur í gjöfula námu með þessu nafni þar sem heitir við Syðra- Hraun í Faxaflóa. Síðustu ár hefur nýtingin dregist verulega saman og er langt undir viðmiðun Orkustofn- unar. Skeljasandurinn var aðalhráefnið í sementi frá Sementsverksmiðjunni á Akranesi allt frá því hún tók til starfa árið 1958 og þar til starfsemi hennar lagðist af fyrir nokkrum ár- um. Hann er nú einkum notaður til íblöndunar í basaltsand úr Héraðs- vötnum hjá Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki, BM Vallá notar skeljasand í framleiðslu á eldmúr og kalkríkur sandurinn er notaður við túnrækt og akuryrkju. Aðrir þekkja hann sem undirlag í reiðskemmum hestamanna, á strandvöllum til blakiðkunar og skeljasandur er „vinsæll“ í glompum á golfvöllum víða um land, að ógleymdum ljósum sandinum á yl- ströndinni í Nauthólsvík svo nokkur dæmi séu nefnd. Í fyrrakvöld var einmitt 1500 tonnum af skeljasandi dælt á ylströndina í Nauthólsvík og er það gert annað hvert ár. Bætist stöðugt inn á svæðið Nýtingarleyfi Björgunar í Flá- skarðskrika 2009 til 2019 hljóðar upp á 1,5 milljónir rúmmetra, en alls hljóðar leyfi Björgunar á þessu svæði í Faxaflóa upp á 6,5 milljónir rúmmetra. Gunnlaugur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Björgunar, segir að heildarnotkun skeljasands hafi verið um 7.500 tonn í fyrra, en árið 2007 hafi notkunin verið um 175 þúsund tonn og mest hafi verið sótt fyrir Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Sandlagið á Fláskarðskrika er þykkt og hefur Björgun heimild til að sækja skeljasand á 418 hektara svæði þar, en auk þess hefur Björg- un námaleyfi á sömu slóðum á um 450 hekturum til viðbótar. Sandinum er dælt upp af 30-36 metra dýpi. „Menn vita ekki nákvæmlega hversu mikið er þarna af skeljasandi,“ segir Gunnlaugur. „Það virðist alltaf bæt- ast inn á svæðið, sama hversu mikið við tökum þaðan. Ekki er vitað um önnur svona stór belti með hreinum skeljasandi, nema þá helst í fjörum víða við land,“ segir Gunnlaugur og bætir því við að á þessum slóðum séu gjöful fiskimið minni báta. Rúmlega 60 ára saga Í yfirlitsgrein sérfræðinga Orku- stofnunar um efnistöku af hafsbotni við Ísland kemur fram að kaflaskil urðu í uppdælingu efnis af hafsbotni árið 1953, en þá var að öllum lík- indum gerð fyrsta tilraun til að dæla upp efni af hafsbotni utan hafna á Ís- landi, þ.e. skeljasandi við Syðra- Hraun í Faxaflóa. Þá hafði stjórn sementsverksmiðjunnar ákveðið að láta gera tilraunadælingu á skelja- sandinum áður en hafist yrði handa við byggingu verksmiðjunnar. Reglubundin efnistaka hófst svo með uppdælingu skeljasands fyrir Sementsverksmiðju ríkisins á Akra- nesi við upphaf reksturs hennar 1958. Fyrstu ár verksmiðjunnar var skipið Sansu notað í dælinguna, en það var í eigu danskra aðila. Árið 1962 var samið við Björgun um verk- ið og hefur fyrirtækið séð um það síðan. Fláskarðskriki kemur víða við sögu  Skeljasandur áður notaður í sement, nú í steinull og eldmúr  Þekktur í glompum golfvalla, í reiðskemmum og völlum fyrir strandblak  Skeljasandur sóttur á Syðra-Hraun í Faxaflóa í 60 ár Ljósmynd/Guðmundur Árnason Ylströndin Skeljasandi dælt úr Sóleyju, skipi Björgunar, upp í Nauthólsvík- ina. Sandurinn er sóttur á rúmlega 30 metra dýpi á Fláskarðskrika. Skeljasandur Loftmyndir ehf. Fláskarðskriki Akranes ReykjavíkSkerjafjörður Hv alf jör ðu r Kollafjörður FAXAF LÓ I Morgunblaðið/Árni Sæberg Skeljasandur Um 7.500 tonn voru notuð í fyrra, en 175 þúsund tonn 2007. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Stefnt er að því að reisa allt að 850 íbúðir á Valssvæðinu við Hlíðar- enda í Reykjavík. Af þeim verða um 200 svokallaðar stúdentaein- ingar og til útleigu fyrir náms- menn. Þetta kom fram á kynningu á uppbyggingu á svæðinu sem haldin var í gær. Félagið Valsmenn hf. stefnir á að byrja jarðvegsframkvæmdir strax á þessu ári vegna um 600 íbúða og verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Íþróttafélagið Valur og Reykjavík- urborg eiga til viðbótar reiti á svæðinu, en með þeirri uppbygg- ingu má gera ráð fyrir allt að 250 fleiri íbúðum. Brynjar Harðarson, formaður Valsmanna hf., segir í samtali við mbl.is að framkvæmd þeirra muni taka sex ár og fjármögnunin sé fjölþætt. Þegar hafi náðst samstarf við ís- lenska fagfjárfesta um þátttöku í verkefninu, en heildarkostnaður þess er á bilinu 25 til 30 milljarðar. Valsmenn hf. er í 40% eigu Knattspyrnufélagsins Vals, en rúm- lega 400 einstaklingar eiga 60% hlut. Félagið var stofnað sem fjár- hagslegur bakhjarl Vals. Helmingur þeirra 600 íbúða sem verða byggðar á Hlíðarenda verður tveggja herbergja og rúmur fimmt- ungur þriggja herbergja. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir í haust. Á kynningu í ráðhúsinu í gær var sagt að áætlað væri að fyrstu íbúarnir myndu geta flutt inn árið 2016, en jarðvegsvinna gæti hafist strax á þessu ári. Í þeim breytingatillögum á deilu- skipulagi svæðisins sem nú eru til umfjöllunar hjá borginni er gert ráð fyrir að íbúðum verði fjölgað úr 360 í 600 og dregið úr umfangi atvinnuhúsnæðis á móti. Segir í tilkynningu frá fram- kvæmdaaðilum að fjölgun tveggja og þriggja herbergja íbúða sé ekki síst til að mæta aukinni eftirspurn eftir slíku húsnæði í miðborg Reykjavíkur. Hið nýja íbúðarhverfi mun að hluta til rísa á þriðju flug- braut Reykjavíkurflugvallar. Til stendur að leggja þá braut niður en enn er óljóst hvenær af því verður. Samhliða byggingu íbúðar- hverfis verður ráðist í breytingar á íþróttasvæði Vals á Hlíðarenda, með tilfærslu á gervigrasvelli, fjölgun æfingavalla og byggingu knatthúss í hálfri stærð. thorsteinn@mbl.is Ný byggð Hugmyndir arkitektanna að útliti fjölbýlishúsanna. Áforma að reisa 850 íbúðir á Valssvæðinu  Heildarkostnaður við verkið er áætlaður 25-30 milljarðar króna  Jarðvegsframkvæmdir eiga að hefjast á þessu ári  Meirihluti íbúða verður 2-3 herbergja  Fyrstu íbúarnir geti flutt inn árið 2016 Tölvumynd/Alark arkitektar Hlíðarendabyggðin Stúdentaíbúðir verða við hlið nýja knatthússins. Nær Umferðarmiðstöðinni rísa fjölbýlishús.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.