Morgunblaðið - 05.03.2014, Side 14

Morgunblaðið - 05.03.2014, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110 Tökum Olískort. Einn aðal þáttur í reglulegu viðhaldi bíls er að passa að vélin sé smurð á réttum tíma. Láttu okkur um að smyrja bílinn, -notum aðeins hágæða olíu frá Olís. Kom du n úna og fá ðu fr ía vetr arsk oðun í lei ðinn i! Í vetr arsko ðun p össum við að fro stlög ur sé í lagi , peru r og rú ðuþu rrkur í topp stand i. Að auki álags prófu m við rafge yma. Þönglabakka 4, sími 571-2288, www.gauja.is Tiltektardagar SJÓN ER SÖGU RÍKARI! 20-40% afsláttur af völdum garntegundum Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Alla vega er von á heldur meiri til- breytingu í veðri næstu daga en verið hefur að undanförnu,“ skrifaði Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggsíðu sinni í gær. Þar kemur einnig fram að á næst- unni er útlit fyrir að úrkoma verði þó- nokkur á láglendi landsins þar sem nokkrir éljagarðar úr suðvestri ná yf- ir landið. Þó greinir spár á um hversu mikil úrkoma fylgir þessu kalda lofti og hversu mikið af henni verður í föstu formi. Í spánum kemur fram að úrkoman gæti orðið 50 til 90 mm á höfuðborgarsvæðinu næstu sex til sjö daga. „Það verður að teljast harla ólíklegt að allt þetta magn falli allt sem snjór – enda eins gott,“ skrifar Trausti. Þá bendir hann á að allt sé ennþá galopið eftir helgina og allt geti gerst í veðrinu. Gæti orðið vætusamt Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að mikill snjór sé víða til fjalla á Norður- og Austurlandi. Breyting gæti orðið þar á þar sem spár segja til um að hlýrra loft komi inn yfir landið um og eftir helgi. Þá gæti allt farið á flot þar, því af nægum snjó sé að taka í fjöll- unum. Hann segir enn sem komið er erfitt að slá því föstu nákvæmlega hvar og hvenær lægðirnar ganga yfir landið. En meiri samhljómur er að verða milli spánna og því ætti að vera hægt að spá með meiri vissu á næstunni. Þar sem miklar líkur eru á vætu- sömu og mildu veðri í kortunum gæti slabbið látið á sér kræla og klakinn þar af leiðandi hopað. Óli ítrekar að þó að febrúar hafi verið nokkuð mildur sé ekki komið vor ennþá þótt vorhugur sé eflaust kominn í marga. „Það er allra veðra von í mars og apríl og allt getur skeð ennþá en mars er oft erfiður.“ Hálendið þurrkaði upp úrkomuna sem féll Nýliðinn febrúarmánuður var sá þurrasti í Reykjavík frá árinu 1966. Þá mældist engin úrkoma í Stafholts- ey en sú veðurathugunarstöð er í Borgarfirðinum, milli Hvítár og Grímsár. Ástæðuna fyrir því að úr- koman féll af skornum skammti á stórum hluta á Suður- og Vesturlandi má rekja til þess að austan- og norð- austanáttir voru ríkjandi í febrúar. „Hálendið hreinsaði upp alla úrkom- una þegar veðrið gekk yfir landið,“ segir Óli. Meiri tilbreyting í veðri á næstunni  Úrkoma í veðurkortunum í formi élja og rigningar Morgunblaðið/Þórður Óveður gekk yfir allt landið með mikilli úrkomu og hvassviðri sjötta mars fyrir ári. Veðurstofa Íslands gaf þá út að óveðrið hefði verið óvenjulegt fyrir þær sakir að snjókoma og hvasst var í öllum landshlutum á sama tíma. Þá kyngdi snjó niður á höfuðborgarsvæðinu svo ófært varð og sam- göngur röskuðust. Björgunar- og hjálparsveitir stóðu í ströngu að aðstoða fólk sem sat fast í lengri tíma í bílum sínum í umferðinni, töluvert var um árekstra og útaf- keyrslur. Komst fólk seint og illa til vinnu eða í skóla. Eftirminnilegur sjötti mars 2013 Heimdallur, félag ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, stendur í kvöld fyrir opnum fundi um frelsi í landbúnaði. Í tilkynningu segir að á fund- inum, sem hefst klukkan 20 í Val- höll, verði lagt mat á hvort aukið frelsi í íslenskum landbúnaði sé fýsilegt. Framsögumenn eru Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar- ráðherra, Sigríður Ásthildur And- ersen, varaþingmaður Sjálfstæð- isflokks, og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka versl- unar og þjónustu. Fundarstjóri er Einar Smárason, formaður Ungra fjárfesta. Fundur um frelsi í landbúnaðarmálum Sérstakur þjóðbúningadagur verð- ur í Þjóðminjasafni Íslands á sunnu- dag og er fólk hvatt til að mæta í þjóðbúningi síns heimalands. Dagskrá hefst klukkan 14 með dansi í anddyri safnsins en klukkan 15 verður leiðsögn um sýninguna Silfur Íslands. Fram kemur í tilkynningu að gestir séu hvattir til að mæta á þjóðbúningi til að sýna sig og sjá aðra en gestir í þjóðbúningi fái ókeypis aðgang þennan dag. Mögu- legt verði að fá aðstoð við uppsetn- ingu höfuðbúnaðar á safninu. Að þjóðbúningadeginum standa Þjóðminjasafn Íslands, Heimilisiðn- aðarfélag Íslands, Þjóðbúningaráð og Þjóðdansafélagið. Morgunblaðið/Ernir Eyjólfsson Þjóðbúningur Sérstakur þjóðbúningadagur verður á sunnudag í Þjóðminjasafninu. Þjóðbúningadagur í Þjóðminjasafninu STUTT Þorvaldur Gylfason, prófessor við hagfræðideild, mun flytja fyrir- lestur í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun, 6. mars, frá kl. 12-13:30. Titill fyrirlestrarins er: Ísland: Hvernig gat þetta gerzt? Fram kemur m.a. í tilkynningu, að í fyrirlestrinum verði reifuð hagþróun Íslands eftir hrunið 2008. Þróunin verði borin saman við hagþróun annars staðar á Norð- urlöndum og einnig lauslega við hagþróun í þremur öðrum löndum á útjaðri Evrópu, Grikklandi, Ír- landi og Portúgal, auk Færeyja. Fyrirlestur um hagþróun eftir 2008 Snjór Fyrir um ári var snjórinn heldur meiri en þessi mynd sýnir í Kóra- hverfinu í Kópavogi í gærmorgun, þar sem var verið að hreinsa götur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.