Morgunblaðið - 05.03.2014, Síða 31

Morgunblaðið - 05.03.2014, Síða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Elsku amma mín. Mig langar að kveðja þig með broti úr sálmi sem þú hafðir undirstrikað í Biblíunni þinni sem þú gafst mér og mér þykir svo undurvænt um. „Þegar ég hugsaði: mér skriðnar fótur, þá studdi mig miskunn þín, Drottinn. Þegar margar áhyggjur lögðust á hjarta mitt, Sigurlína Sigurgeirsdóttir ✝ Sigurlína Sig-urgeirsdóttir fæddist 16. júní 1935. Hún lést 12. febrúar 2014. Útför Sigurlínu fór fram 26. febrúar 2014. hressti huggun þín sálu mína.“ Elsku amma, ég er svo þakklát fyrir að hafa átt jafn ynd- islega, hæfileikaríka og glæsilega ömmu og þig sem kenndi mér svo margt – allt frá því að útbúa fiskibollur til þess að temja mér nægju- semi og þrifnað. Við söknum þín og mjúku handanna þinna með „rauða hringnum“, við söknum fallega brossins þíns og dillandi hlátursins, við söknum skemmti- legu frásagnanna frá Siglufirði, við söknum þín. Guð blessi minningu elskulegr- ar ömmu Línu. Berglind og fjölskylda. Mig langar að minnast þín, amma Lína, í örfáum orðum og þakka þér fyrir stundirnar sem við áttum saman. Síðustu árin voru þér erfið vegna veikinda. Það er þó ekki minningin um baráttu þína við illvígan Alzheimers-sjúk- dóm sem lifir í hjarta mínu heldur minningin um umhyggjusama, hlýlega og duglega konu. Þú varst glæsileg og hafðir gaman af því að klæða þig upp á. Þú áttir marga fallega skartgripi sem þú geymdir á vísum stað og var spennandi að skoða. Mér er það sérstaklega minnistætt þegar þú komst í klippingu í Logafoldina til mömmu og þið spjölluðuð um heima og geima á meðan ég sat hugfangin og hlustaði á hvert orð. Þú hafðir frá svo mörgu skemmti- legu að segja. Ég minnist þess líka með hlý- hug þegar þú föndraðir með okkur frændsystkinunum. Þar varst þú sannarlega á heimavelli, enda ein- staklega fær handavinnukona. Það var gaman að skoða allt hand- verkið heima hjá ykkur afa og það var ósjaldan sem þú leyfðir mér að taka eitthvað fallegt með heim. Þið afi áttuð fallegt heimili í Fögrubrekku í Kópavogi þar sem þið bjugguð í áratugi. Þar tókstu alltaf vel á móti manni og varst mikil húsmóðir. Oft bauðstu upp á heimabakaðar kleinur og kæfuna góðu. Það var gaman að koma í gróðurhúsið ykkar og fá að klippa afleggjara af rósunum sem þið ræktuðuð af miklum áhuga. Elsku amma, ég minnist þín með þakklæti í huga og veit að nú ertu komin á betri stað þar sem þér líður betur. Guð styrki afa, pabba, Selmu og Gunnu á erfiðum tímum. Þín Erna. Diddi bróðir minn fastnaði sér konu einhvern tíma í byrj- un sjöunda áratugar síðustu aldar. Ein- hverjum mánuðum áður en það varð, sá ég Unni í fyrsta skipti. Það var að mig minnir, í erfi- drykkju eftir jarðarför, þar sem hún gekk um beina. Há og tíguleg, fríð sýnum, björt yfirlitum og beinvaxin Unnur Einarsdóttir ✝ Unnur Ein-arsdóttir fædd- ist 17. maí 1940. Hún lést 13. janúar 2014. Útför Unnar fór fram í kyrrþey 18. janúar 2014. gekk hún um salinn og mér varð að orði, hvaða stúlka er þetta? Áður en árið var liðið var hún orðin mágkona mín. Unnur og Diddi (Kristinn Gunnars- son frá Nesi) hófu búskap á Hellu, eignuðust fljótlega dreng og síðan aðra tvo, dæturnar tvær fæddust all- nokkru síðar. Diddi vann við smíðar en Unnur var heima með börnin og vann öðru hvoru utan heimilis þegar tími og tækifæri gáfust til, við afgreiðslu hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu, saumaskap og fleira. Guðrún dóttir okkar hjóna var hjá þeim við barnagæslu tvö sumur og bar Unni og heimilinu vel söguna. Börnin uxu upp og urðu mann- vænleg og eiga öll fjölskyldur í dag. Mörgum okkar í fjölskyld- unni eru minnisstæð meistara- verk Unnar í bakstri og kökugerð allri. Blómum skreyttar marsip- antertur á borðum á stórhátíðum og hjá okkur hljóp hún iðulega undir bagga í fermingarveislum og verður það seint fullþakkað. Helsta áhugamál Unnar voru blóm og ræktun allskonar. Um skeið átti hún mikið safn fagurra og sjaldgæfra blóma bæði úti og inni og á pallinum við húsið var gott skjól til að gera ýmsar til- raunir. Trjágarðurinn er stór og að mestu verk Didda, en einnig höfðu þau komið sér upp rækt- unarlandi ofar á bökkum Ytri- Rangár. Annað áhugamál þeirra á yngri árum var hestamennskan en þau áttu nokkra góða hesta og sérstaklega var Unni kær verð- launagæðingurinn Frúar-Jarpur sem keppti oft á hestamannamót- um. Tveir synir þeirra hafa erft hestaáhugann frá þeim og eru þekktir hestamenn. Húsið þeirra í Ártúni var þeim kært en það skemmdist nokkuð í jarðskjálft- unum árið 2000. Það tókst þó að koma því í samt lag og bjuggu þau þar bæði til dauðadags. Það má heita táknrænt fyrir þau, sem bæði voru heimakær og báru hag heimilisins og barnanna mest fyr- ir brjósti að þau skyldu bæði verða bráðkvödd í húsinu, sem þau byggðu ung með eigin hönd- um og ólu upp börnin sín fimm í. Hann 14. maí 2007 og hún 13. jan- úar síðastliðinn. Við þökkum fyrir áralöng kynni sem aldrei bar skugga á. Afkomendum þeirra vottum við dýpstu samúð. Blessuð sé minning Unnar og Didda. Jóhann og Edda. Jóhanna Stefánsdóttir starfaði sem gangavörður hér í Æfinga- skólanum, nú Háteigsskóla, frá 1975 til vors 1998. Hún var starfs- maður Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraskóla Íslands, Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla Jóhanna M. Stefánsdóttir ✝ Jóhanna M.Stefánsdóttir fæddist 2. júlí 1929 í Eystri-Hól í Vestur- Landeyjum. Hún andaðist 18. febrúar síðastliðinn á heim- ili sínu, Stað- arbakka 20 í Reykjavík. Jóhanna var jarð- sungin frá Áskirkju 28. febrúar 2014. Íslands, Æfinga- skólans og Háteigs- skóla sem allir eru sami skólinn. Hún starfaði hér í 23 ár og heimsótti okkur á hátíðarstundum eft- ir starfslok og alltaf fannst mér eins og hún gæti sest niður við skrifborðið sitt í anddyrinu og hafið störf. Hún var ein af þeim ótrúlegu manneskjum sem manni finnst að eldist ekki – hún var alltaf jafngömul sjálfri sér. Ég var samstarfsmaður Jóhönnu í tíu ár. Allmargir eru enn starf- andi í skólanum sem voru sam- starfsmenn Jóhönnu og hugsa til hennar með hlýhug. Aðrir starfs- menn sem ekki voru henni sam- tíða hrífast af minningum hinna. Það voru aðrir tímar þegar Jó- hanna starfaði hér sem gang- avörður og hollt að rifja það upp. Nemendur gerðu kröfur þá eins og nú og kannski meira þá, því að okkur þóttu uppeldisaðferðir hippanna sem voru orðnir for- eldrar stundum ansi frjálslegar. Við lok aldar er sjónum meira beint að börnum með sértækan vanda og við upphaf þessarar er sett aukið fé í stuðning. Starfs- fólkinu fjölgaði þannig með til- komu stuðningsfulltrúa og skóla- liða. Hvernig fór Jóhanna að þessu? Jóhanna var ein á göngunum á þessum tíma og var margra manna maki í atvikum sem þar komu upp. Hennar nærvera róaði ástandið, hún var eins og laufmik- ið tré sem nemendur sóttu undir í skjól. Jóhanna var einstök til orðs og æðis. Sérstaklega var til þess tekið hvað hún var ævinlega vel til fara og með því sýndi hún bæði samstarfsfólki og nemendum virðingu. Við höfum tilhneigingu til að gleyma því í dag að með klæðaburði okkar sýnum við samferðamönnum okkar virð- ingu. Klæðaburður er ekki bara fyrir þann sem klæðist fötunum – í honum felast mikilvæg skilaboð. Hún var af þeim gamla skóla sem skildi þennan veruleika og kannski megum við þrátt fyrir miklar og örar breytingar varð- veita sumt af því gamla. Kannski eru þetta skilaboð sem við meg- um hlusta á til að heiðra minn- ingu Jóhönnu gangavarðar. Við minnumst Jóhönnu vegna mannkosta hennar sem voru um- fram allt jákvæðni og þolinmæði. Það eru hverjum manni forrétt- indi að eiga vinnufélaga og sam- ferðamenn sem byggja upp með hverju handtaki, með hverri augngotu og skreyta með brosi. Minning Jóhönnu lifir, yljar okkar og hvetur. Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigsskóla. Fyrstu minningar mínar um Árna Bárð tengjast fjölskylduboði á heimili foreldra hans við Bræðraborgarstíg, en þangað var þá boðið foreldrum mínum og Árni Bárður Guðmundsson ✝ Árni BárðurGuðmundsson fæddist á Ísafirði 3. ágúst 1925. Hann andaðist á hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði 12. febrúar 2014. Útför Árna fór fram frá Hafnar- fjarðarkirkju 21. febrúar 2014. börnum þeirra, en Stefán, bróðir minn, var þá giftur Mar- gréti, systur Árna. Ljúf móðir Árna bar þar fram veglegar veitingar og faðir hans sagði frá ýms- um atvikum úr sínu lífi, en hann var skip- stjóri og gerði út vél- bátinn Hermóð. Hvað minnisstæðast úr þessu fjölskylduboð var radd- aður tvísöngur þeirra bræðra, Árna og Ólafs, og leikur Árna á munnhörpu, en hann spilaði einn- ig á fleiri hljóðfæri. Þeir bræður sungu samtímis mörg ár í Kirkju- kór Hafnarfjarðarkirkju og Karlakórnum Þröstum. Eftir að Árni varð forstjóri Prentsmiðju Hafnarfjarðar 1963 voru náin samskipti okkar aðallega við prentun bæjarblaðsins Borgar- ans og útgáfu tveggja bóka með lögum mínum. Öll þjónusta í prent- smiðjunni var til fyrirmyndar og alltaf staðið við gefin fyrirheit. Þau hjónin Árni og hans ágæta eigin- kona, Ágústa, bjuggu frá árinu 1965 í Arnarhrauni 24 uns þau 1990 fluttust í íbúð sína syðst við Suð- urgötu. Kom sú staðsetning sér vel fyrir Ágústu, sem daglega iðkaði sund í Suðurbæjarlauginni. Framkoma Árna var einkar að- laðandi. Hann var brosmildur, mjög samviskusamur og skapgóð- ur, prýddur yfirvegun og rósemi. Árni átti við heilabilun að stríða í mörg ár og naut góðrar umönnun- ar á Sólvangi. Þótt sjúkdómur Árna hefði ýmsar afleiðingar á heilsufar hans var sönggleðin óskert. Þannig sungum við saman í síðustu heimsókn minni til Árna nokkur lög við texta sem Árni kunni. Það var táknrænt, að á andláts- degi Árna söng hann með dóttur sinni, Guðnýju, sálminn „Ástarf- aðir himinhæða“. Síðasta erindið í þeim fallega sálmi er bæn til Guðs og lýsir trúhneigð Árna. Erindið er svohljóðandi: Andi þinn lát æ mér stjórna auðsveipan gjör huga minn. Á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. (Steingrímur Thorsteinsson.) Með virðingu og einlægu þakk- læti kveð ég minn góða vin, Árna Bárð. Árni Gunnlaugsson. Stína Kára er ein af þeim sem koma til með að gera himnaríki að skemmtilegri stað. Hún er ein yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst og það var alltaf líf og fjör í kringum hana, þó bjó hún yfir Kristín Káradóttir ✝ Kristín Kára-dóttir fæddist 1. maí 1949. Hún andaðist 20. febr- úar 2014. Útför Kristínar fór fram 28. febrúar 2014. visku og reynslu, því var ávallt gott að leita til hennar. Ég kynntist henni fyrir 23 árum og urðum við strax góðar vinkonur, eins og við hefðum alltaf þekkst. Hún var barngóð og börnin okkar köll- uðu hana Stínu ömmu. Ég kveð Stínu með söknuði í hjarta og votta fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Brynhildur Hauks. ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir ✝ Móðir okkar, ÞORGERÐUR ÞORLEIFSDÓTTIR, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 7. mars kl. 15.00. Gísli Eiríksson, Björg Eiríksdóttir, Þorleifur Eiríksson, Ívar Eiríksson, Flosi Eiríksson, Elín Eiríksdóttir. ✝ Okkar elskulegi sonur, bróðir, mágur og frændi, SIGFÚS GUÐMUNDSSON Víkurbraut 11, Vík í Mýrdal, verður jarðsunginn laugardaginn 8. mars frá Víkurkirkju kl. 14.00. Ester Guðlaugsdóttir, Guðlaugur Guðmundsson og fjölskylda, Guðbjörg Guðmundsdóttir og fjölskylda, Bárður Guðmundsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MATTHÍAS BJARNASON, fyrrv. alþingismaður og ráðherra, Lómasölum 16, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 28. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 11. mars kl. 15.00. Auður Matthíasdóttir, Kristinn Vilhelmsson, Hinrik Matthíasson, Steinunn Ósk Óskarsdóttir, Matthías Kristinsson, Liv Anna Gunnell, Matthías Hinriksson, Kristín Dögg Guðmundsdóttir, Sigrún Hanna Hinriksdóttir, Kenneth Kure Hansen, Kristín Petrína Hinriksdóttir og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.