Morgunblaðið - 05.03.2014, Síða 26

Morgunblaðið - 05.03.2014, Síða 26
Tilvitnanatíðni á alþjóðavettvangi í vísindavinnu efstu íslenskra lækna til ársloka 2013 og hins vegar persónlegt mat íslenskrar stöðunefndar Tíðni 4.000 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 1 17 33 49 65 8 1 97 11 3 12 9 14 5 16 1 17 7 19 3 20 9 22 5 24 1 25 7 27 3 28 9 30 5 32 1 33 7 Röð lækna „Verið með afbrigðummikilvirkur í rannsóknum sínum á hjartasjúkdómum.“ Tilvitnanir 379 Litið framhjá bandarískum sérfræðiprófum og aðstoðarprófessorsstöðu við erlenda læknaskóla. „Lítið sinnt rannsóknarstörfum“ Tilvitnanir 931 í tímaritum, og um 200 í kennslubókum Bandarísk sérfræðipróf mikið lofuð. „Mikil kennslureynsla.....hlutastaða dósents“ „Afkastamikill við vísindastörf“ Tilvitnanir 141 Undanfarna mánuði hefur Land- spítali (háskólasjúkrahús!) einkum lyflæknissvið verið mikið í sviðsljós- inu og m.a. verið kvartað undan skorti á hátækniútbúnaði. Einnig hefur komið fram óánægja með stjórnun og samskipti. Vel mennt- aðir sérfræðingar hafa horfið aftur utan og margir snúa ekki heim að loknu námi. Þjóðfélagið hefur þar með misst af þekkingu þeirra og tengslum við læknaskóla. Eitt af hlutverkum háskóla- sjúkrahúss er að mennta unga lækna og eitthvert mikilvægasta gæðamat á háskólasjúkrahúsi er hversu ungir læknar sækja þangað til sérnáms eftir bóklegt nám í læknaskóla. Í fréttum um lyflækn- issvið hins svokallaða háskóla- sjúkrahúss hefur komið fram að ungir nýútskrifaðir læknar telji kennslu þar lélega og forðist að leita þangað til sérnáms. Þetta er versti dómur sem háskólasjúkrahús getur fengið. Vitað er að deild- arlæknar hafa neitað að vinna á vöktum með forstöðumanni. Þetta var kunnugum skiljanlegt. Lyflæknisfræði er yfirgripsmikið svið, íslenska orðið er ónákvæm þýðing á því sem á ensku er nefnt internal medicine. Skipulag sér- náms getur verið mismunandi í ein- stökum löndum. Hér á landi eru nú viðurkenndar 16 undirgreinar (subspecialitet) á lyflæknissviði. Margir lyflæknar læra einnig und- irgrein, en nokkrir einbeita sér ein- göngu að undirgrein án heild- arþekkingar og fá þá eingöngu afmarkaða sérfræðiviðurkenningu. Í BNA þykir æskilegt að taka yf- irgripsmikil sérfræðipróf til stað- festingar á þekkingu að loknu námi, svo er einnig í Bretlandi. Dokt- orspróf í flestum löndum varða af- markað efni, ekki heildina. Hátækniútbúnaður kennir ekki ungum læknum lyflæknisfræði, heldur reyndir kennarar. Nemarnir eru þjálfaðir í klínískri vinnu með ítarlegum viðtölum og skoðun sjúk- linga sem getur leitt til greiningar sjúkdóma sem frekari rannsóknir staðfesta og hefja þá meðferð. En til þess að svo verði þarf kennarinn að kunna sitt fag. Klíkuskapur sem byggist á kunn- ingsskap, ætterni eða pólitík í emb- ættisveitingum hefur lengi þekkst við stöðuveitingar á landinu og einnig náð til heilbrigðiskerfisins hvort sem er til veitinga eða höfn- unar. Vitað er um a.m.k. sex tilfelli þar sem læknar fengu ábyrgð- arstöður án tilskildrar sérfræði- menntunar. Í nokkra áratugi hafa stöðunefndir átt að meta umsækj- endur um háskóla eða sjúkra- hússtöður en það hefur litlu breytt um starfsvenjur og nefndir getað hagrætt staðreyndum að vild. Fyrir alllöngu sóttu sex læknar um yfirlæknisstöðu í lyflækningum. Aðeins einn þeirra hafði reynslu í kennslu lækna í sérnámi eftir að hafa starfað um sex ár á einu fremsta há- skólasjúkrahúsi í heiminum, lengstu dvöl lyflæknis á slíkri stofnun, verið skip- aður kennari (assist- ant professor) í lyf- lækningum og tekið margföld sérfræði- próf, sá eini til alls þessa á Íslandi. Stöðunefnd taldi þetta engu skipta og raðaði viðkomandi næstneðstum allra sex umsækjenda sem þýðir í raun vanhæfni til starfa. Eftir hag- ræðingu stöðunefndar á gögnum hlaut stöðuna eins og fyrirfram hafði verið ákveðið vel ættaður póli- tískt tengdur einstaklingur sem hafði aðeins kynnt sér eina und- irgrein lyflæknisfræði. Mótmæli voru gagnslaus, mál- sókn var reynd, en dómari taldi þetta gott og blessað. Niðurstaðan fyrir mótmælandann var brott- rekstur og endanleg útilokun frá sjúkrahúsvinnu og kennslu á Ís- landi. Hann varð að gera sér að góðu að hrökklast aftur til síns fyrri læknaháskóla og halda fyrirlestra við aðra læknaskóla og á sér- fræðiþingum, skrifa ritstjórnar- greinar og bókarkafla og vinna á hjúkrunarheimili á Íslandi. Vísindavinnuna sem var lögð fram við umsókn taldi stöðunefndin lítils virði en til hennar var síðar vitnað í kennslubók Háskóla Ís- lands í lyflæknisfræði. Við tilraun til endurupptöku málsins m.t.t. röðunar var bent á framgang á alþjóðavettvangi byggð- an á upphaflegum grunni, en dómendur gátu ekki séð neitt mót- sagnakennt við staðfest- ingu héraðsdómarans um vanhæfni til starfa á Íslandi. Samstaða dóm- enda er algjör. Þessi reynsla er því miður ekki einsdæmi. Forystustörf í sjúkra- húsgeiranum tengjast yfirleitt kennarastöðum í lækna- deild HÍ. Stöðunefndir hafa oft hafnað einstaklingum á mjög nei- kvæðan hátt sem hafa numið eða síðar starfað við háskóla svo sem; Harvard, Yale, Karólínska, Sa- hlgrenska, Kings College og Árósa. Mótmæli hafa verið árangurslaus. Fullyrða má með tilliti til þess- arar reynslu að hið bága ástand heilbrigðiskerfisins sé ekki síst dómstólum að kenna. Vald stöðunefnda hér á landi án nokkurs málskotsréttar á sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndum. Jafn- vel læknadeild hefur stundum of- boðið en ekki getað hnekkt áliti stöðunefnda og miklar deilur hafa verið innan HÍ eins og sést hefur í fjölmiðlum. Það er tilgangslaust fyrir ungt menntafólk að fórna framamöguleikum í starfi erlendis og snúa heim nema hafa tryggt sér pólitísk tengsl og velvild stöðu- nefnda. Ef bæta á heilbrigðiskerfið og HÍ verður að hætta að skipa í stöður eins og vel ættaða pólitíska komm- issara, og leggja áherslu á „há- kunnáttu“ ekki síður en hátækni. Almenningur á rétt á að tryggt sé að hæfir einstaklingar veljist til ábyrgðarstarfa. Dómstólar hafa ekki séð mun á réttu eða röngu. Stöðunefndir og dómstólar Eftir Birgi Guðjónsson »Ef bæta á heilbrigð- iskerfið verður að hætta að skipa í stöður eins og pólitíska komm- issara, og leggja áherslu á „há-kunnáttu“ ekki síður en hátækni. Birgir Guðjónsson Höfundur er læknir, MACP, FRCP, AGAF. Fv. aðstoðarprófessor við Yale School of Medicine. 26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Hvað skyldu þau sem eldri eru segja? Ætli reynsluboltarnir hafi verið spurðir? Er það nógu hipp og kúl fyrir unga fólkið, sem er við stjórnvölinn í dag, að leita í smiðju til þeirra sem teljast til eldri borgara? Þetta fer maður að spá í þegar fjölgar ár- unum. Ekki það að ég telji mig til- heyra öldungadeildinni, þvert á móti, en það kemur að því. Þau sem eru á efri árum, öldungar, eldri borgarar eða hvaða nafni sem þessi hópur er nefndur, er einmitt sá hópur sem hefur víðtæka þekk- ingu og reynslu, sem er mjög mik- ilvæg hverju samfélagi. En þar að auki eru ýmis hagsmunamál sem snúa að öldungum bæjarins sér- staklega. Þessar hugrenningar komu upp við lestur greinar eftir Jónu Valgerði Kristjánsdóttur, for- mann Landssambands eldri borg- ara, í Morgunblaðinu fyrir stuttu. Þar varpar hún fram þeirri góðu hugmynd, að sveitarstjórnir skipi öldungaráð til að skapa samráðs- vettvang fyrir sveitarstjórnarmenn og félög eldri borgara. Málefni eldri borgara er mikilvægur mála- flokkur í hverju sveitarfélagi, og þar er mitt sveitarfélag, Kópavog- ur, ekki undanskilið. Það hlýtur að teljast eðlilegt að hafa samráð og samvinnu við félög eldri borgara þegar ákvarðanir eru teknar í sveitarfélögum um málefni, sem snerta hagsmuni þeirra. Þar má nefna búsetumál, heimaþjónustu, tóm- stundir, hjúkrun og fleira. Samfylkingin talar fyrir virku sam- ráði við íbúana og öld- ungaráð fellur þar sannarlega undir. Ná- grannar okkar í Hafnarfirði hafa starfrækt öldungaráð undanfarinn áratug, og þar er því komin reynsla, sem við getum nýtt okkur þegar okkar öldungaráð verður að veruleika. Nokkur æskudýrkun hefur ríkt á Íslandi. Reynsla og þekking hefur oft á tíðum vikið fyrir „hipp og kúl“ kynslóðinni og viðhorfum hennar. Í þessu, sem svo mörgu öðru, þarf að ríkja jafnvægi. Það þarf að ríkja jafnvægi milli kynslóðanna, hver kynslóð þarf að eiga möguleika á að hafa áhrif á samfélagið og sitt nær- umhverfi, sín hagsmunamál. Mér finnst blasa við að Samfylk- ingin í Kópavogi muni koma á öld- ungaráði í Kópavogi eftir næstu bæjarstjórnarkosningar þannig að hægt verði að hafa öflugt samráð við ýmis félög eldri borgara um málefni þeirra. Það eru hagsmunir Kópavogs að fá að nýta sér þekk- ingu þeirra sem eldri eru með sam- ráðsvettvangi sem virkt öldungaráð getur orðið. Öldungaráð í Kópavogi Eftir Pétur Hrafn Sigurðsson Pétur Hrafn Sigurðsson » Það þarf að ríkja jafnvægi milli kyn- slóðanna, hver kynslóð þarf að eiga möguleika á að hafa áhrif á sam- félagið og sitt nær- umhverfi, sín hags- munamál. Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í Kópavogi. Morgunblaðið gefur þann 27. mars út glæsilegt sérblað um HönnunarMars –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 12, mánudaginn 24. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Hátíðin verður haldin víðs vegar um Reykjavík þar sem saman koma íslenskir hönnuðir og sýna fjölbreytt úrval nýrrar íslenskrar hönn- unar og arkitektúrs af margvíslegu tagi. HönnunarMars DesignMarch Reykjavík 27.-30.03.2014 – með morgunkaffinu BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Félag eldri borgara Reykjavík Fimmtudaginn 27. febrúar var spil- aður tvímenningur hjá bridsdeild Fé- lags eldri borgara, Stangarhyl 4, Reykjavík. Spilað var á 12 borðum. Efstu pör í N/S: Ragnar Björnsson - Bjarni Þórarinss. 262 Magnús Oddsson - Oliver Kristóferss. 251 Helgi Hallgrímss. - Ægir Ferdinandss. 242 Hrafnh. Skúlad. - Guðm. Jóhannsson 235 A/V: Bjarni Guðnas. - Guðm. K. Steinbach 268 Kristín Guðmundsd. -Kristján Guðmss. 257 Helgi Samúelss. - Sigurjón Helgas. 247 Albert Þorsteinss. - Bragi Björnsson 234 Mánudaginn 3. mars var spilaður tvímenningur á 13 borðum.Efstu pör í N/S: Siguróli Jóhannss. - Jón Þ. Karlsson 362 Björn Árnason - Auðunn Guðmss. 258 Friðrik Jónsson - Jóhannes Guðmannss. 355 Guðlaugur Bessas. - Trausti Friðfinnss. 346 A/V Albert Þorsteinss. - Bragi Björnsson 394 Axel Lárusson - Bergur Ingimundars. 380 Bjarni Guðnason - Guðm. K. Steinbach 369 Gunnar Jónss. - Magnús Jónsson 337 Fimm lotur búnar í keppninni um Súgfirðingaskálina Í byrjun góu var spiluð fimmta lota um Súgfirðingaskálina, tvímennings- keppni Súgfirðingafélagsins. Karl Bjarnason og Ólafur Ólafsson voru í ham eftir vel heppnað þorrablót félagsins og höfðu nauman sigur eftir hörkukeppni. Úrslit 5. lotu, meðalskor er 88 stig. Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 103 Þorsteinn Þorsteinss. - Rafn Haraldss 102 Friðgerður Benediktsd. - Kristín Guðbjörnsd. 100 Finnbogi Finnbogas. - Árni Sverrisson 99 Heildarstaðan, meðalskor 550 stig. Þorsteinn Þorsteinss. - Rafn Haraldss. 654 Flemming Jessen - Kristján H. Björnss. 613 Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 598 Gróa Guðnad. - Guðrún Jóhannesd. 572 Eðvarð Sturluson - Mortan Hólm 556 Kristján Pálss. - Ólafur Karvel Pálss. 556 Staða Þorsteins og Rafns er nokk- uð vænleg fyrir síðustu tvær loturnar. Veðbankar eru enn opnir. Næst verður spilað 24. mars, rétt fyrir upphaf einmánaðar. Fimmtán borð í Gullsmáranum Fimmtudaginn 27. febr. var í Gull- smára spilað á 15 borðum. Úrslit N/S: Örn Einarsson – Sæmundur Björnss. 326 Jón Bjarnar – Sigurður Björnsson 312 Jón Stefánsson – Viðar Valdimarss. 305 Óskar Ólason – Magnús Marteinsson 297 Guðlaugur Nielsen – Pétur R. Antonss. 295 Úrslit A/V: Ormarr Snæbjss. – Sturla Snæbjörnss. 332 Ágúst Vilhelmss. – Kári Jónsson 326 Ragnar Haraldss. – Bernhard Linn 301 Hrólfur Gunnarss. – Gunnar M. Hanss. 295 Jón I. Ragnarss. – Sæmundur Árnas. 278

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.