Morgunblaðið - 05.03.2014, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014
Landsbankinn hagnaðist um 28,8
milljarða króna eftir skatta á árinu
2013, samanborið við 25,5 milljarða
króna á árinu 2012. Aukningin skýrist
einkum af hærri þjónustutekjum,
virðisbreytingum lána og hlutabréfa
auk lækkunar á kostnaði. Þetta kem-
ur fram í tilkynningu frá bankanum.
Haft er eftir Steinþóri Pálssyni
bankastjóra að afkoman sýni traustan
rekstur á öllum sviðum. „Tekjur
bankans fara hækkandi og á sama
tíma hefur verið dregið verulega úr
rekstrarkostnaði. Arðsemi eigin fjár
er ágæt þrátt fyrir hátt eiginfjárhlut-
fall. Vegna traustrar lausafjárstöðu í
erlendri mynt greiddi bankinn annað
árið í röð stóra fjárhæð inn á skuld
sína við LBI hf. Þá greiddi Lands-
bankinn um 10 milljarða króna í arð á
árinu og bankaráð hefur samþykkt að
leggja til við aðalfund bankans að
greiddur verði 20 milljarða króna arð-
ur vegna reksturs ársins 2013.“
Eigið fé bankans nam í lok árs 2013
um 241,4 milljörðum króna. Það hefur
hækkað um 7% frá áramótum 2012
þrátt fyrir 10 milljarða króna arð-
greiðslu á árinu. Eiginfjárhlutfall
bankans (CAR – Capital Adequacy
Ratio) er vel umfram kröfur Fjár-
málaeftirlitsins. Það var 26,7% í lok
árs 2013 en 25,1% í lok árs 2012.
Heildareignir bankans námu 1.152
milljörðum í lok árs 2013. Aukningin
er um 6% milli ára og skýrist helst af
auknum lausafjáreignum. Bankinn
hefur lánað rúma 143 milljarða króna
í ný útlán á árinu en vegna afborgana
og styrkingar krónunnar og þar með
lækkunar erlendra lána aukast heild-
arútlán um samtals 14 milljarða
króna. Innlán viðskiptavina án fjár-
málafyrirtækja jukust um 8,5% á
árinu eða um 35,6 milljarða.
Heildarvanskil hjá fyrirtækjum og
heimilum stóðu í 5,3% í lok árs 2013,
en voru 8,3% á sama tíma árið áður.
Hagnaðist um 29
milljarða í fyrra
Heildareignir 1.152
milljarðar í lok árs
Morgunblaðið/Kristinn
Landsbankinn Hærri þjónustu-
tekjur og mikill hagnaður 2013.
SCREEN- OG
RÚLLUGARDÍNUR
Henta vel þar sem sól er mikil
en þú vilt samt geta séð út
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Hringdu og bókaðu tíma í máltöku
Meira úrval
Meiri gæði
Íslensk
framleiðsla
eftir máli
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061
Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18
MOSFELLSBAKARÍ
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is
Ert þú búin að prófa
nýja súrdeigsbrauðið okkar?
Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.
Í tilefni ösku-
dagsins verður
opnuð örsýning á
Torgi Þjóðminja-
safnsins í dag
þar sem úrval
öskupoka verður
sýnt í eina viku.
„Að hengja
öskupoka á fólk
er séríslenskur siður sem þekkist
ekki annars staðar. Siðurinn varð
vinsæll fyrir um 150 árum en síð-
ustu árin hefur hann óðum verið að
hverfa, kannski vegna þess að erfitt
hefur reynst að fá títuprjóna sem
hægt er að beygja? Takmarkið var
einmitt að ná að hengja pokann á
fólk án þess að það yrði þess vart.
Öskupokarnir héngu í bandi og á
enda þess var festur boginn títu-
prjónn sem notaður var sem
krækja, einföld og afar hentug leið
til að framkvæma verknaðinn án
þess að eftir væri tekið,“ segir m.a.
í tilkynningu safnsins, en öskupoka-
siðurinn er óðum að hverfa.
Öskupokasýning í
Þjóðminjasafninu
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Viðbrögð manna við gagnrýni sem
fram kom í máli Andreas Schleich-
ers, stjórnanda PISA-kannana
Efnahags- og samvinnustofnunar-
innar (OECD), í blaðinu í gær á ís-
lenska grunnskólakerfið eru nokk-
uð blendin. Hann sagði m.a. að ljóst
væri að talsvert væri um það að
nemendur drægjust aftur úr þegar
fyrstu árin. Alrangt væri að bekkj-
arstærð hefði mikil áhrif á frammi-
stöðu krakkanna en þess má geta
að í Finnlandi eru að meðaltali 17
nemendur á kennara, aðeins 10 hér.
Einnig benti hann á að margir
nemendur virtust ofmeta hve vel
þeir stæðu og sagði gögn PISA
benda til að þeim væri hrósað of
mikið. Of mörgum væri hleypt í
gegnum bekki án þess að hafa unn-
ið til þess.
Starfsmenn Námsmatsstofnunar
annast meðal annars gagnasöfnun
vegna PISA-kannana. Forstöðu-
maðurinn, Júlíus K. Björnsson, seg-
ir Schleicher að vísu nokkuð djarf-
an í fullyrðingum sínum en hann sé
sammála sumu.
„Mér finnst stundum að hann
hafi ekki nógu góðan grundvöll fyr-
ir því sem hann segir um stöðuna
hér, fullyrði of mikið um orsaka-
tengsl,“ segir Júlíus. En það sé rétt
að margir nemendur hérlendis of-
meti kunnáttu sína. Annað sem
Schleicher fullyrðir er að kennarar
fái ekki nægan stuðning frá kerf-
inu, fái of litla endurgjöf og þeir
séu oft einangraðir.
En Júlíus efast um réttmæti
þeirrar gagnrýni. Ef kennarar hafi
ekki sjálfir frumkvæði að því að
vinna með öðrum sé afar erfitt að
þvinga þá til þess, íslenskir kenn-
arar hafi mikið sjálfstæði til að
haga starfi sínu eins og þeim henti.
Almar Halldórsson er verkefn-
isstjóri PISA hjá Námsmatsstofn-
un. Hann segir að ekki megi
gleyma því að á bak við skólastefnu
hvers lands sé ákveðið gildismat og
hefðir.
„Menn geta fundið fólk í Kenn-
araháskólanum sem segir að hrósa
eigi krökkunum enn meira, segja
þeim alltaf að þeir séu frábærir.
Enginn metingur eigi að vera á
milli krakkanna,“ segir Almar.
Hann er ekki viss um að mikill
áhugi sé á því að reyna að etja
nemendum saman til að þeir verði
duglegri að læra. Þótt Schleicher
segi nánast að börnin hafi ekkert til
að keppa að sé reyndin sú að þau sé
alltaf að keppa við sig sjálf. Út-
gangspunktur þeirra sé þau sjálf.
Vill meiri hörku í
Kennaraháskólanum
Almar er sammála Schleicher um
að bekkjarstærð hafi lítil eða engin
áhrif á námsárangur.
„Ég hef sagt Sambandi sveitarfé-
laga í mörg ár að hér séu færri
nemendur á hvern kennara en í
öðrum PISA-ríkjum, þau lönd sem
standa sig best eru yfirleitt með
minna starfslið,“ segir Almar.
„Væri ekki betra að nota peningana
í að ráða hæfasta fólkið? Þá fáum
við betri kennara. Og í kjölfarið
fáum við stétt sem nýtur meira álits
og hefur sterkari sjálfsmynd.
Það mætti vera meiri harka í vali
nemenda í Kennaraháskólann. Þar
á bara að hleypa í gegn klára fólk-
inu, sama hvað Kennarasambandið
segir. Við verðum fyrst að efla virð-
ingu stéttarinnar. Ef það merkir
kennaraskort þá verður bara kenn-
araskortur og það er svigrúm
vegna þess að við erum með svo fáa
nemendur á hvern kennara. Við
komumst af með 40% færri kenn-
ara en núna ef við miðum við Finn-
land.“
Vill meiri hörku í vali á kennurum
Starfsmaður Námsmatsstofnunar segir að fækka mætti í kennarastéttinni um allt að 40%
Morgunblaðið/Ómar
Gleði Íslensk grunnskólabörn eru
yfirleitt ánægð í skólanum sínum.