Morgunblaðið - 05.03.2014, Síða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014
Er ég horfi yfir
farinn veg rifjast
upp ótal margar
minningar um Júlíu
Jónsdóttur ömmu mína. Hún var
afar vinsæl í fjölskyldunni og í
gegnum tíðina var yfirleitt stór
bílafloti fyrir utan Klettahlíð 12
um helgar. Allir í fjölskyldunni í
kaffi hjá ömmu. Ávallt tók hún á
móti manni með bros á vör og um
leið heyrði maður geltið í fallega
hundinum hennar, Matta eða Ma-
gic verðlaunahundi, sem henni
þótti svo vænt um. Við fengum
okkur kaffi saman og spiluðum
óþokka og lituðum jafnvel á okk-
ur augabrúnirnar í leiðinni.
Stundum gerðist það að við tók-
um sama eina og eina skák en það
var ekki fyrir tapsára að tefla við
ömmu, svo leikin var hún. Eitt
skiptið gisti ég í Klettahlíðinni í
nokkra daga en þá tók amma upp
saumavélina og saumasnið og
saumaði á mig rauðar buxur og
rauða hárteygju í stíl og fór síðan
með mig í heimsókn til vinkonu
sinnar. Hún bauð mér oft í bíltúr
og við fórum í sund eða á kaffihús.
Ég man þegar ég var í námi, þá
hvatti hún mig ávallt áfram. Einu
sinni var ég að læra á þyrlu og
flaug yfir húsið hennar. Í langan
tíma á eftir, þegar amma heyrði
flugvél eða þyrlu nálgast, þá fór
hún út í garð til að veifa ef það
skyldi vera ég. Alltaf hrósaði hún
mér og hvatti áfram sama hvað ég
var að gera. Hún var skemmti-
legur félagi og vinur. Ég var svo
heppin að fara þrisvar sinnum
með henni til útlanda, sem barn
til Majorka, í annað skiptið til
Hollands þar sem við hjóluðum út
um allt og í þriðja skiptið til Kan-
aríeyja 2006 þar sem við vorum
fjórir ættliðir saman, dóttir mín,
ég, mamma og amma. Við fórum á
ströndina og höfðum það huggu-
legt í sól og sumaryl. Ömmu þótti
gaman að rifja upp æskuminning-
ar úr Svarfaðardalnum. Hún
minntist pabba síns Jóns sem var
góður og fallegur maður, músík-
alskur og skemmtilegur. Hann
Júlía Jónsdóttir
✝ Júlía Jóns-dóttir fæddist á
Fagranesi á Langa-
nesi. Útför hennar
var gerð frá Foss-
vogskirkju 21. febr-
úar 2014.
spilaði á harmon-
ikku og þau hjónin
höfðu gaman af því
að dansa saman.
Amma erfði tónlist-
aráhugann og söng
mikið og kunni
marga texta. Föstu-
daginn 7. febrúar
fór ég í bíltúr til
Hveragerðis og ætl-
aði að heimsækja
ömmu og Völu með
dóttur minni og fara í sund í
Hveragerði. Þá var amma ekki
þar eins og maður hefur verið
vanur alla tíð. Mér var sagt að
hún væri á spítalanum á Selfossi.
Ég er afar þakklát fyrir að hafa
getað kvatt ömmu mína. Hún
kyssti mig og við föðmuðumst.
Þegar ég sagði bless við ömmu,
þá reis hún upp í rúminu eins og
hana langaði til að fara með mér.
Nú þegar amma er fallin frá er til-
veran afar breytt. Eftir sitja góð-
ar minningar um yndislega og
góða konu sem vildi öllum vel.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Þann 21. febrúar fór útför Júl-
íu Jónsdóttur ömmu fram. Hún
fæddist í torfhúsi í Fagranesi á
Langanesi en faðir hennar var út-
vegsbóndinn þar Jón Þorsteins-
son.
Fagranes var afskekktur
burstabær á Langanesi með
áföstu fjósi. Hokurbúskapur var
þar mjög mikill, harðneskjulegir
vetur. Því fluttu foreldrar hennar
þaðan og í Svarfaðardalinn, á
Syðri-Grund, þegar hún var sex
ára. Þar bjuggu þau líka í torf-
húsi.
Júlía amma var tíu ára að fikta
með eldspýtur á Syðri-Grund
þegar allt fór úr böndunum og
kviknaði í býlinu. Þá var byggt
steinhús en kuldinn var þar ekki
síðri en í torfhúsunum, húsið
óeinangrað, lítil kamína til að hita
húsið auk þess sem ekkert fjós
var áfast sem gaf hita. Þar var
hún í nokkur ár þar til hún flutti
til Akureyrar eftir að hún kynnt-
ist Magnúsi afa Jochumssyni,
bróðursyni Björns Þórðarsonar,
forsætisráðherra í utanþings-
stjórninni.
Magnús afi vann við skipavið-
gerðir á Dalvík en hafði menntað
sig sem rennismíðameistari. Þau
fluttu til Hveragerðis. Þar voru fá
hús en afi og amma keyptu lítið
kot sem var í Klettahlíð. Þau létu
stækka það fljótlega en það var
byggt úr holsteini. Það var engin
smá þrautaganga að fá lán á þess-
um tíma, en bankastjórinn, sem
var sjálfstæðismaður, lánaði
ömmu og afa fyrir húsinu og við-
byggingunni. Amma hélt tryggð
við Sjálfstæðisflokkinn alla tíð
síðan.
Þó Hveragerði hafi nægan
jarðhita var það alltaf vandamál
hjá ömmu að halda hita í húsinu.
Hitakerfin stífluðust af kísil og
sandi, en amma þoldi ekki kulda í
húsinu af slæmri reynslu köldu
torfhúsanna og var því orðin afar
lunkin í að skrúfa í sundur píp-
urnar í hitakerfinu, hreinsa síurn-
ar og banka með skiptilykli í hita-
kerfið til að halda því gangandi.
Ef það gekk ekki þá fór hún bara
niður á verkstæði þorpsins í
Hveragerði og valdi köllunum þar
nokkur vel valin orð, þar til þeir
þorðu ekki öðru en að koma heim
til hennar að líta á hitakerfið.
Þegar amma var á sextugsaldri
barðist hún við krabbamein,
gekkst í gegnum erfiða geisla-
meðferð. Það tók mjög á hana.
Átti hún að fara í aðra geislameð-
ferð en þá spurði hún læknana
hvort þeir ætluðu að drepa hana,
klæddi sig og fór heim. Eftir það
kom hún til okkar á Húsavík en
foreldrar mínir eru dóttir hennar
Guðrún Þóra Magnúsdóttir og
Sigurður Gizurarson, þá sýslu-
maður í Þingeyjarsýslum.
Amma hafði heyrt af lækninga-
mætti Einars á Einarsstöðum og
fór ég með mömmu og ömmu í bíl-
túr á Einarsstaði. Þar fékk hún
áheyrn Einars. Amma læknaðist
svo á undraverðan hátt af krabba-
meininu og lifði svo í 30 ár eftir
það.
Á Húsavík lét amma mig spila
undir á harmonikkuna þegar hún
söng nokkur gömul og vel valin
sönglög eins og t.d. Vorið við sæ-
inn.
Ég hitti ömmu kvöldið áður en
hún kvaddi þennan heim. Nokkr-
um dögum áður var hún hress,
kyssti mig, Sigurð Magnús son
minn og Zdenku konuna mína
bless. Sagði hún að við ættum að
gifta okkur, því hjónabandið væri
svo mikilvæg stofnun.
Því verður bið á því að við kom-
um aftur í heimsókn til ömmu.
Það verður ekki fyrr en í næsta
lífi en þangað til munu bjartar
vonir vakna.
Magnús Sigurðsson
og fjölskylda.
Sigurður Guðmundsson, eða
Siggi okkar eins og við Jónína
kona mín kölluðum hann, er fall-
inn frá og það á besta aldri. Ég
man eftir þeim degi þegar ég
fyrst sá Sigga. Það var eftir
kosningar í bæjarstjórn í Hvera-
gerði sumarið 2002. Ég var kosn-
ingastjóri Samfylkingarinnar og
Siggi kosningastjóri Framsókn-
arflokksins. Saman og þó sínum í
hvoru lagi tókst okkur það
kraftaverk sem allir töldu óhugs-
andi, að vinna kosningarnar og
koma íhaldinu frá, sem hafði ver-
ið við völd árum saman í Hvera-
gerði. Að launum vorum við
skipaðir í umhverfisnefnd bæj-
arins, ég sem formaður og Siggi
sem varaformaður. Á fyrsta
fundinum voru milljón hugmynd-
Sigurður
Guðmundsson
✝ Sigurður Guð-mundsson
fæddist í Reykjavík
13. október 1960.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans 12. febrúar
2014.
Sigurður var
jarðsunginn frá
Hveragerðiskirkju
20. febrúar 2014.
ir á flugi og auðvit-
að átti að fram-
kvæma allt strax.
Einn maður sat ró-
legur í sæti sínu og
lét ekki mikið fyrir
sér fara, það var
Sigurður. Ég velti
því fyrir mér hvaða
þunglyndispésa
Framsókn væri að
senda mér í nefnd-
ina. Það var nú ann-
að upp á teningnum. Sigurður
sagði við okkur mjög hógvær, yf-
irvegaður og rólegur: „Þetta eru
allt góðar hugmyndir, en haldið
þið að þær séu framkvæmanleg-
ar?“ „Ef við ætlum að láta taka
okkur alvarlega verðum við að
leggja tillögurnar fram með út-
reikningum og rökstuðningi.“
Engar tillögur fóru frá nefndinni
nema Siggi væri búinn að yf-
irfara þær og laga til. Upp frá
þessum degi tókst með okkur
mikil vinátta. Þegar við hjónin
vorum að opna veitingastað í
Hveragerði var Siggi potturinn
og pannan í gerð rekstraráætl-
unar. Siggi varð tíður gestur á
heimili okkar á þeim tíma og var
mikið hlegið, glest og haft gam-
an. Það skipti engu hvort það liði
einn dagur á milli þess sem við
hittumst eða ár. Alltaf byrjaði
hann á þessu orði: „Blessaður“.
Siggi var svo sannarlega vinur
vina sinna og ekkert skipti hann
meira máli en fjöldskyldan. Það
var aðdáunarvert hvernig hann
ræddi við börnin sín. Það var
aldrei skammast, aðeins rök-
rætt. Það var áfall fyrir okkur
Jónínu, búandi í Noregi, þegar
ég var að fletta Mogganum á
netinu og sá dánartilkyninguna
hans Sigga. Ég horfði lengi á
myndina og hugsaði með mér að
hún hlyti að vera á vitlausum
stað í blaðinu, hún ætti að vera
með aðsendum greinum. Sárast
er að geta ekki fylgt vini sínum
til grafar. Sigurður lést úr
krabbameini eftir stutta legu og
er þar af leiðandi enn einn sem
fellur fyrir þeim erfiða sjúkdómi.
Ég á eftir að sakna vinar míns
mikið, mannsins sem elskaði líf-
ið, og heyra ekki hans sérstöku,
rólegu rödd framar. Siggi minn,
þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir okkur Jónínu. Takk
fyrir að hafa fengið að vera í þín-
um vinahópi. Elsku Hulda mín,
þú hefur misst mikið, ekki bara
eiginmann heldur einnig stóran
og góðan vin. Vignir, Svandís og
gullmolinn Rakel Rebekka, mak-
ar, afa og ömmubörn. Megi Guð
vaka yfir ykkur, blessa og
styrkja ykkur í sorginni.
Vinur,
Kristinn T. Haraldsson
(Kiddi Rót).
Kæri afi minn. Þá er langri
baráttu þinni við krabbameinið
lokið og þú stóðst þig eins og
hetja allan tímann.
Við brösuðum margt saman,
ég var byrjaður að elta þig áður
en ég gat labbað. Þær voru nú
ófáar fiskibollurnar eða pönnu-
kökurnar sem við steiktum sam-
an.
Ég gleymi því aldrei þegar ég
var lítill og við fórum á bátnum
frá Árskógssandi að veiða rest-
ina af kvótanum sem var á bátn-
um og var góður vinur okkar
með í för. Við fórum út í svarta
þoku og það rétt svo sást út fyrir
bátinn. Þú hræddist ekkert,
þurftir bara klukku, kompás og
dýptarmæli, held þó að vinur
okkar hafi verið aðeins smeykur
þá. En það rættist svo sannar-
lega úr þeirri ferð, fylltum karið
og lönduðum svo á Hjalteyri.
Þó voru ekki allar sjóferðir
gáfulegar, a.m.k. ekki þegar við
fórum með Dodda að vitja neta
og endaði sú æfing með því að
netið fór í skrúfuna en það bless-
aðist þó.
Þú minntist oft á þegar þú og
amma bjugguð í Skarðshlíðinni,
þú varst að rífa niður eldhús-
innréttinguna og var ég þá lítill
polli. Ég lokaði mig af inni í
stofu út af hávaða í þér en opn-
aði annað slagið hurðina og gól-
aði á ömmu: „Amma, afi er að
eyðileggja eldhúsið,“ og skellti
svo aftur hurðinni.
Eitt sinn þegar þú bjóst á Ár-
skógssandi vorum við að steikja
fiskibollur eins og við gerðum
oft saman. Þú varst byrjaður að
steikja og ég pantaði fyrstu
bolluna eins og alltaf. Þegar ég
beit í bolluna þá kom á mig
skrýtinn svipur og skilaði ég
henni strax, þá áttaðir þú þig á
því að þú hafðir gleymt salti og
pipar. Það gerðist svo aldrei aft-
ur enda lærðum við af reynsl-
unni. Ég gat borðað endalaust
af bollunum þínum sem verða
alltaf bestu fiskibollur sem ég
hef smakkað.
Alltaf vorum við að gera eitt-
hvað, í bátnum eða dokkinni. Í
bílskúrnum eyddum við alltaf
miklum tíma þar sem þú kennd-
ir mér heitin á öllum verkfær-
unum og hvernig ætti að nota
þau. Oft í búðarferðum vildi það
Sigurður Briem
Jónsson
✝ SigurðurBriem Jónsson
fæddist 26. apríl
1925 í Reykjavík.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Þingeyinga á Húsa-
vík 11. febrúar
2014.
Útför Sigurðar
fór fram frá Húsa-
víkurkirkju 20.
febrúar 2014.
til að einhverjir
hlutir „duttu“ í
körfuna, eitthvað
sem mig langaði í
og yfirleitt voru
teknir nokkrir
pakkar af Prince
Polo. Ég gisti oft
um helgar hjá þér
og ömmu. Á laug-
ardagskvöldum
fórstu snemma í
háttinn en vaknaðir
oftast svona milli kl. eitt og tvö
um nóttina og varst þá svangur.
Og veislan sem var tekin þá var
ekki af verri endanum. Annað-
hvort var steikt beikon og egg
eða lambakótelettur. Á sunnu-
deginum voru stundum bakaðar
pönnukökur og krafðist ég þess
alltaf að fá að hræra deigið.
Mikið var nú gott að fá heitar
pönnukökur og rjóma með ís-
köldu mjólkurglasi nema í eitt
skipti þegar ég ruglaðist á glas-
inu mínu og bollanum þínum og
tók stóran sopa af kaffi, sem
var ekki gott.
Þegar ég er að baka og þótt
ég noti nákvæmlega sömu aðferð
og uppskrift þá næ ég aldrei að
gera jafngóðar pönnukökur og
þínar.
Þú varst mikill bílabraskari
og það voru ófá fellihýsin sem þú
keyptir eða þá bílarnir. Þér
fannst Hyundai vera bestu bíl-
arnir og FleetWood flottustu
fellihýsin. Oftast var það nú
þannig að við gerðum þau upp
svo að þau urðu eins og ný og
seldum þau svo aftur. Útilegurn-
ar voru þó ekki margar.
Minning þín og minningarnar
okkar munu alltaf lifa í hjarta
mínu. Ég verð alltaf litli afa-
strákurinn þinn með hlýju hend-
urnar.
,,Svo held ég aftur á hafið,
í hættunni búinn til alls.
Við rattið þá í rokinu stend ég
og raula minn skipstjóravals.“
Þinn afastrákur,
Axel Orri
Sigurðsson.
Vín, Vín, þú aðeins ein
æ verður borg minna drauma hrein.
Borgin sem unni ég alla tíð
er Vín, er Vín, já Vín.
(Sieczynski/Höskuldur Þráinsson)
Látinn er á Húsavík vinur
minn, Sigurður Briem Jónsson.
Þótt rúm 40 ár væru á milli okk-
ar vorum við bestu vinir.
Ég kynntist honum fyrst er
hann kom í kaffi á sýslumanns-
embættið á Húsavík, norður á
hjara veraldar. Sigurður hafði
verið fulltrúi þar 1966-1992, en
ég 2002-2009, en hann var svo
sannarlega heimsborgari.
Sigurður var glæsi- og snyrti-
menni; ávallt í jakkafötum, stíf-
straujuðum skyrtum, með bindi,
frakka, hatt og forláta staf. Vin-
skapurinn dýpkaði, sérstaklega
þegar kom í ljós að við áttum
sameiginlega vini, m.a. Níels P.
Sigurðsson, fv. sendiherra,
skólabróður Sigurðar úr laga-
deild, og heimilisvinkonu mína,
Lúcindu Grímsdóttur, stór-
frænku hans. Ég bjó í Þýska-
landi í 10 ár og Vínarborg var
Sigurði mjög kær, þannig að
samtöl okkar snerust oftar en
ekki um það sem þýskt var.
Sigurður hafði mikinn áhuga
á að vita hvaða mál væru í gangi
í sýslunni og hvernig væri hald-
ið á þeim. Hann fylgdist vel með
og var á vaktinni yfir sýslunni
sinni, löngu eftir að formlegum
starfsdögum hans lauk. Sigurð-
ur var sem alfræðiorðabók um
alla bæi í Þingeyjarsýslum og
fólkið sem þar bjó.
Í fundarhléum með héraðs-
dómara og lögfræðingum stað-
arins var Sigurður ávallt fasta-
gestur þegar hópurinn snæddi
saman. Oft bauð ég hópnum að
koma í hádegismat hjá mér og er
mér minnisstætt eitt sinn þegar
ég bar fram Tarte ĺOnion með
Gewürztraminer, enda nýkomin
úr starfsnámi í Strassborg, að
Sigurður fyrtist þegar einn gest-
anna ætlaði að blanda hvítvínið
með kóki. Menning og vín voru
svið, sem Sigurður gjörþekkti.
Sigurði fannst nokkuð sér-
stakt að fjögur okkar höfðu verið
í ferð lögfræðingafélagsins til
Kína 1999 og stofnuðu Kína-
klúbbinn. Honum fannst gaman
þegar ég sagði honum sögur frá
Kína og síðan frá New York
2002, Kúbu 2003 og Indlandi
2007. Sjálfum fannst Sigurði
gaman að ferðast og fór ár
hvert, meðan heilsan leyfði, í
menningarferðir til Vínarborgar
á nýárstónleikana.
Margar sögur voru líka sagð-
ar um Sigurð – sú sem mér er
einhvern veginn minnisstæðust
og mér var sögð af fleirum en
einum, er að Sigurður hafi verið
einkar flinkur á skautum á yngri
árum og fundist fátt skemmti-
legra en að fara á skauta á
Botnsvatni.
Við Sigurður Briem sáumst
síðast þegar ég kvaddi hann þar
sem hann lá á Sjúkrahúsinu á
Húsavík árið 2009. Að kveðja
Sigurð var það síðasta sem ég
gerði á Húsavík. Að venju fannst
honum gaman að ræða menn og
málefni. Ég sagði honum að ég
myndi aldrei aftur koma til
Húsavíkur. Ég man að hann
sagði: „Þetta máttu ekki segja,
Ragnheiður mín, Húsavík er
góður bær og þú ert alltaf vel-
komin.“
Ég kveð Sigurð, sem reyndist
mér traustur og góður vinur og
kom á sýslumannsembættið til
mín allt þar til ég hætti þar
störfum, með söknuði. Blessuð
sé minning Sigurðar Briem
Jónssonar.
Ragnheiður
Jónsdóttir.
HINSTA KVEÐJA
Elsku pabbi.
Hvíldu í friði, ég vona að
þér líði vel á þínum nýja
stað hinum megin.
Eitt símtal
og tárin byrja
að streyma
og þá er auðvelt að gleyma
hvað lífið er yndislegt.
Því þarf ekki nema
eitt símtal og allt
lokast og veröldin
verður svört.
En dag einn verður
hún aftur björt.
Þín dóttir,
Jórunn Helga.
Hamarshögg, sagir hvína,
allt á fullu og spennustigið hátt,
enda steypan á leiðinni. Sögu-
sviðið er víða. Blönduós, Nesja-
vellir, Írafoss, Vatnsfell, Sel-
foss, Reykjavík … Virkjanir,
skólar, hótel, sumarbústaðir.
Þetta reisir sig ekki sjálft. Þau
Steinþór Jóhannsson
✝ Steinþór Jó-hannsson fædd-
ist að Kárs-
nesbraut 4a í
Kópavogshreppi
þann 10. júlí 1954.
Hann lést í Hafn-
arfirði þann 11.
febrúar 2014.
Útför Steinþórs
fór fram frá Kópa-
vogskirkju 27.
febrúar 2014.
voru mörg hand-
tökin sem við
bræður unnum
með föður okkar.
Listasmiður. Og
skáld.
Handagangur í
öskju, enda steyp-
an á leiðinni.
Það skiptust á
skin og skúrir,
eins og alltaf í
þessu lífi. En eftir
standa bjartar minningar og
byggingar um land allt. Minn-
ingar um hlýju, væntumþykju,
hlátur, vangaveltur um líf og
tilveru. Mannanna verk í orði
og á borði. Takk fyrir allt og
hvíl í friði.
Þínir synir
Albert og Helgi.